Tíminn - 04.10.1961, Page 14
TÍMINN, migvikudaginm 4. október 1961.
á
slökkti ljósið og reyndi aö’
sofna. En dagurinn þessi
hafði hlaðið svo miklu á hana
að hún gat ekki annað en vak
að og hugsað. Fullur af nýi
um viðhorfum og vitneskj-
um hafði dagurinn verið.
Hann hafði byrjað sólbjartur
og hlýr og endað í óhugnan-
legu myrkri og myrkfælni.
Enn þá fann hún til geigs og
undarlegheita innan um sof-
andi sakleysingjanna. „Þeir,
sem ekki trúa á guð, geta
enga hvíld fundið í sálum sín
um“, stóð í Helgakveri. Guð
minn góður, varðveittu trú
mína og viðhaltu henni, bað
hún. Og hún hélt áfram: —
Engu treyst, er háska ber að
höndum. Guð minn góður. Eg
er í háska. Eg kannast við
það. Eg treysti þér, hjálpaðu
mér. Og ef ég treysti þér ekki,
hjálpaðu mér samt, góði guð.
Eg þarf þess nú. Kenndu mér
að stándast háskann. Kenndu
mér að treysta þér. Gefðu
mér náð til þess að stuðla að
heilbrigðu heimilislífi hér. Þó
að ég hafi óvitabarn brotið
af mér. Þú veizt það, góði guð,
bjargaðu heimili mínu samt
frá öllu illu. Eg er barnið þitt,
seka barnið þitt. Gef mér
hjálp og huggun í andstreymi
og von við aðkomu dauðans.
Litla telpan vaknaði. Hall-
fríður settist upp, kveikti
ljós og tók barnið í fang sér.
Telpan grét snöggvast. Páll
rumskaði, renndi svefn-
þrungnum augum til Hallfrið
ar, áttað'i sig, dxó andann
djúpt, snerl sér að bróður sín
nm og sofnaði samstundis.
Er Hallfríður hafði skipt um
á barninu og lagt það í vögg
una, ætlaði hún að slökkva
ljósið og reyna að sofna. Þá
heyrði hún glöggt, að riðið
var í hlað. Nýr ótti læsti sig
um hana. — Hver gat verið
að koma um hánótt? —
Henni lá við að slökkva
ljósið, en hætti samt við það.
Ljósið hafði sézt af veginum.
Átti hún að vekja Pál? Gest-
urinn hlaut að koma á glugg
ann. Hún heyrði glamra í
beizlisstöngunum. Svo var
hesturinn leiddur burt. Hún
gat ekki betur heyrt en stefnt
væri í áttina á hesthúskof-
ann. Þetta hlaut að vera ein-
hver kunnugur. Aðrir vissu
ekki um hesthúskofann. Nú
leið nokkur stund. Aftur
heyrðist fótatak á hlaðinu og
einhver kom upp í bæjarsund
ið. Hallfríður breiddi sæng-
ina yfir höfuð sér.
Nú var drepið á glugg-
ann — Vakir þú ekki, Hallfríð
ur mín, var sagt.
Hallfríður spratt upp. —
Jóakim! Ertu kominn? Hall-
fríður gat ekki dulið gleði
sína. Hún setti upp inniskóna,
tók ljósið og flýtti sér til
dyra. Er hún fór fram bað-
stofuna, varð henni litið eftir
ljósrákinni á rúminu, en hún
var þar engin. Er hún lauk
upp útidyrunum, kom Jóakim
inn, tók konu sína í fang sér
og kyssti hana fast og inni-
Hjónin sátu um stund, þög
ul og harmþrungin.
— Eg hef fundið það á mér
í allt kvöld, að eitthvað geig
vænlegt væri að ske, sagði
Hallfríður. — Eg hef verið
hrædd, mikið hrædd. Eg
harma með þér, vinur minn.
— Eg veit það, Hallfríður.
Og meðan ég á þig, er ég rík
ur, þó að þetta sé sár missir.
Það lá alltaf illa í mér að hún
skyldi vilja þennan mann.
Strákar, sem leggja leiðir sín
32
lega, og fann hún þá, að tár
mikil og stór hrundu um
vanga hans.
— Hvað er að, vinur minn?
spurði Hallfríður. Henni dnld
íst það ekki, eitthvað hafði
borið að höndum og það
meira en lítið. Þar sem hann
kom heim svo fljótt og var
jafn harmþrunginn. Hún
hafði aldrei séð hann slíkan
áður. — Gefðu mér eitthvað
að drekka, sagði hann hásri
röddu.
Þau gengu inn í búrið. Hall
fríður hugsaði til Sigurbjarg-
ar. Ekki gat hún vænzt þess,
að hann lýsti hjúskaparbroti
sínu með þeirri hryggð, sem
nú birtist.
Er Jóakim hafði svelgt
mjólkina, sem Hallfríður bar
honum, sagði hann: — Jór-
•unn mín er dáin.
— Dáin, sagði Hallfríður,
og nú var það hún, sem brast
í grát.
— Já, Hallfríður mín, hún
er dáin. Hún ól ófullburða
barn í morgun, læknirinn var
sóttur, en kom of seint, og
nú brast málrómur hans. Er
hann hafði jafnaö sig, bætti
hann við. — Eg frétti þetta í
kaupstáðnum, hélt þegar
þangað, fór geyst, en kom of
seint.
ar til útlendra hafnarborga,
eru ekki allir heilbrigðir.
— Hefur hann gert það?
— Já, hann var tvö ár í
siglingum. Veiztu það ekki?
Hann var nýkominn heim, er
hann festi hug á Jórunni.
— Eg fylgdist ekki með því,
sagði hún. — Hefur þú nokk
uð fyrir þér nema ágizkun?
— Þau hafa eignazt þrjú
börn, sem öll hafa fæðzt and
vana, sagði hann.
— Góði minn. Það batnar
ekkert við ljótar ágizkanir,
sagði hún. — Má ég ekki koma
með eitthvað handa þér að
borða?
— Nei, ég er þreyttur.
Er hjónin komu í hjónaher
bergið, dró Hallfríður af hon
um vosklæöin, síðan sté hún
upp í rúmið, en Jóakim sat
kyrr á rúmstokknum eins og
í draumi.
— Komdu, elsku vinur, bað
hún.
Hann spratt á fætur og var
í sömu svipan kominn upp í
rúmið. — Elsku vinur. Þetta
segir þú núna fyrst. Er ég
virkilega elsku vinur þinn,
Hallfríður mín? Hefðirðu sagt
þetta fyrr, væri sumt öðruvísi
en það er. Nú kem ég til þín
sem elsku vinur. Á stundu
sorgarinnar ávarpar þú mig
að hætti þess, er elskar heitt.
' Blessuð sértu fyrir það. Betri:
sárabætur gaztu ekki gefið
mér. Elsku konan mín, og
bezta orðinu verður að fylgja
bezti kossinn.
XXV
Þó að Jóakim hefði verið,
gugginn mjög, er hann sagði
konu sinni helfregnina, jafn
aði hann sig furðu fljótt. Það|
tlá annað nær skapgerð hans1
en hryggð og kveinstafir.
Er bræðurnir gistu að Mó-|
um í bakaleiðinni, lék hann,
á als oddi. Hann ræddi við
þá um alla heima og geima, I
spurði margs, var kátur og
gamansamur. Þeir sátu lengi'
kvölds í hjónaherberginu, og
það’an bárust sköll og jafn-j
vel gamankviðlingar háum'
rómi. Voru það vel gerðar
lausavísur og ekki allar hefl
aðar að efni til, þó að hrynj
andin brygð’ist ekki né há-
stuðlað rím.
Jóakim gat líka heimfært
efni margra kviðlinganna upp
á sérstaka atburði og þannig
gefið þeim meira gildi og líf. j
Bræðrunum gazt vel að hin-
um bráðfyndna og málsnjalla j
bónda, og höfðu oft orð á því |
I siðar, hve gaman hefði verið
að heimsækja hann. Hallfríð
ur ætlaði fyrst að láta bræð-
urna sofa í hjónaherberginu!
og húsbóndann á móti þeim. j
En hann tók það ekki í mál
að sofa þar, nema konan gisti
sömu hvílu og hann. Hann
vildi, að gestirnir svæfu í rúm
inu á móti þeim. Ekki sam-
þykkti Hallfríður þá ráðstöf-
un og bjó svo um gestina í
baðstofunni, í rúminu við þil
ið, þar sem ljósrákin sást. Og
er hún bjó um gestina þar,
rak hún augun í rifu á þilinu, j
sem hafði sjáanlega rýmkazt (
við það, að lítil flís hafði
brostið úr einni borðbrún.
Þarna skýrðist ljósfyrirbrigð-
ið, sem hafði bætt á ugg henn
ar kvöldið erfiða. Og óefað
gátu þeir, sem lagnir voru,
séð meira af hátterni þeirra,
sem herbergið gistu, en þá
grunaði. í rúmi þessu hafði
Páll sofið sumarvikurnar, þeg
ar Sigurbjörg dvaldi í Móum.
Hallfríður gleymdi ekki
skýrslu hans.
Móahjónin voru við jarð-
arför Jórunnar og eins Páll
litli. En ekki kom systirin frá
í Akureyri. Jóakim flíkaði ekki
tilfinningum sínum við það
tækifæri. Sumir höfðu orð á
því, að þeir hefðu aldrei séð
hann jafn harðhnakkalegan,
ef ekki þóttafullan, sem þá, í
og var það lagt út á ýmsa |
lund. Hallfríð'ur grét hins veg
ar hljóðlega, og Páll hallaði
sér að hlið hennar, fölur og
gugginn. Ekkillinn barst illa
af og eins tengdamóðir Jór-
unnar. Tengdafaðirinn var
alvarlegur og horfði hátt. Þótt
ust einhverjir hafa séð þá
tengdafeðurna horfast í augu
yfir líkkistuna án allrar vln-
semdar, og hvorugur látið und
an síga.
Svo var það einn dag í vik
unni fyrir jól, að vinnukonan
kom til Hallfríðar grátbólgin
og sagði að Jóakim hafði
sagt sér að útvega sér vist
næsta ár, því að hann þyrfti
ekki á henni að halda eftir-
leiðis. Sagði stúlkan, að sig
langaði ekki að breyta til. Sér
hafi hvergi liðið jafnvel sem
þar.
Miðvikudagur 4 október
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.35 Tónleikar. — 10.10 Veður-
fregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilk.).
12.55 „Við vinnuna" tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. —
15.05 Tónleikar. — 16.00 Frétt
ir og tilk. — 16.05 Tónleikar.
— 16.30 Veðurfregnir).
18.30 Tónleikar: Óperettul'ög.
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 íslenzk tónlist:
a) Dómkórinn syngur lög eftir
íslenzka höfunda (Páll fs-
ólfsson stjórnar).
b) Svíta eftir Skúla Halldórs-
son (Hljómsveit Ríkisút-
va-rpsins leikur. Bohdan
Wodiczko stjórnar).
20.20 Erindi: ,,Þar sem bárur brjóta
hval á sandi“ (Arnór Sigur-
jónsson rithöfundur).
20.45 Konserttónlist fyrir málmblás-
a,ra og strengjasveit eftir
Hindemith (Sinfóníuhljómsveit
Vínarborgar leikur; Herbert
Haffner stjórnar).
21.05 Tækni og vísindi; XI þáttur:
Radíóstjörnufræði og fleira
(Páll Theódórsson eðlisfræð.).
21.25 Samleikur á fiðlu og píanó:
Sónata i g-moll eftir Debussy
Christian Ferras og Pierre
Barbizet leika).
21.40 Ferðaþáttur: Úr Víðidal; síð-
ari hluti (Björn Danfelsson
skólastjóri á Sauðárkróki).
22.00 Fréttir og^ veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eft
ir Arthur Omre; XVI. (Ingólf-
ur Kristjánsson rithöfundur).
22.30 Dans- og dægurlög. —
a) Willy Berking og hljóm-
sveit hans leika.
b) Gitta Lind og Christa Willi
ams syngja með hljómsveit
Arno Flor.
23.00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Eálkinn
62
Menn Bersa voru ekki undii'bún
ir þær móttökur, sem þeir fengu.
Eiríkur liafði gefið mönnum sín-
um skipun um að láta sem þeir
væru þeim vinveittir. Þegar menn
Bersa komu gegnum kastalahlið-
ið, grunaði þá ekkert. En þegar
þeir komu inn á hlaðið, fannst
þeim það undarlegt, að enginn
skyldi spyrja tíðinda. Verðirnir
komu nú niður úr turnunum og
lokuðu hliðunum, og þá skildi for-
inginn, að eitthvað var öðruvísi en
það átti að vera. — Þetta er
gildra, hrópaði hann. — Hörfið.
Þá gjallaði raust kóngsins yfir lýð
inn: — Standið kyrrir, ef ykkur
er annt um líftóruna!