Tíminn - 17.10.1961, Síða 6

Tíminn - 17.10.1961, Síða 6
T í M I N N, þriðjudaginn 17. október 1961 Kjördæmisþing Framsóknarfé- laganna í Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing Framsékn- arfélaganna í Reykjaneskjör- dæmi var haldið í Keflavík, sunnudaginn 8. okt. s. I. Þingið var haldið í samkomu- sal Aðalbílastöðvarinnar. Var það sett kl. 10 árd. og lauk um kl. 8 síðdegis. Forsetar þingsins voru kjörnir Tómas Árnason framkv.stj. Kópa- vogi og Guðmundur Þorláksson. bóndi, Seljabrekku, Mosfellssveit. Þingið sátu fulltrúar frá öllum fé- lögum Framsóknarroanna í Reykja neskjördsemi auk þess Jón Skafta son, alþingiscnaður og nokkrir gestir. Jón Skaftason flutti ýtarlegt er indi um stjórnmálaviðhorfið og störf síðasta Alþingis. Á þinginu urðu miklar umræður um fiokks starfsemi Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi, stjórnmála- viðhorfið og landsmál almennt. Voru menn á einu máli um að vinna skipulega að eflingu Fram- sóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Kom greinilega í ijós, að flokkurinn á vaxandi fylgi að fagna í kjördæminu, og er það ekki hvað sízt að þakka hinum unga og ötula þingmanni flokks- ins í kjördæminu, Jóni Skaftasyni. Þökkuðu þingfulltrúar honum vel unnin störf. JÓN SKAFTASON Þingið gerði ýmsar ályktanir um starfsemi Framsóknarfélaganna í Reykjaneskjördæmi. Um lands- málin gerði þingið eftirfarandi samþykktir: 1. Þingið lítur svo á, að hinar ein- strengingslegu efnahagsráðstaf- anir núverandi rikisstjórnar hafi beint orð'ið þess valdandi, að sjávarútvegurinn á nú í miklum reksturserfiðieikum. Skorar þing ið því á rikisstjórn og Alþingi það, sem saman kom 10. okt. 1961, ag gera strax eftirfarandi byrjunarráðstafanir: a) Lækka vexti af reksturs- og stofnlánum útvegsins niður i það, sem þeir voru fyrir gildis- töku efnahagslaganna nýju. b) Auka reksturslán til útgerð ar og fiskvinnslu, a. m. k. sem nemur áhrifum gengisbreytingar innar á aukinn reksturskostnað sjávarútvegsins í heild. c) Koma á meira samræmi milíi nýfiskverðs og útflutnings verðs á fiski, m.a. meg því að draga úr óhóflegum sölukostn- aði á framleiðslunni, og lækka eins og framast er kostur vinnslukostnað með aukinni tækni og hagfelldum lánum til vinnslunnar. d) Lækka eða gefa eftir tolla á aðalrekstursvörum útvegsins. e) Veita útvegsmönnum aðstoð til þess að byggja upp aðstöðu til að vinna úr aflanum sem mest sjálfir. f) Endurskoða grundvöll sjáv- arafurða og stuðla ag öðru leyti að hyggilegri skipulagningu á málurn sjávarútvegsins, þannig, að útgerð geti borið sig í meðal ári. Sé útvegurinn lamaður til lengdar, eins og nú blasir við, hljóta afkomumöguleikum al- mennings í landinu og rekstri þjóðarbúsins í heild að vera stefnt í beinan voða. 2. Þingið lýsir stuðningi sinum vig landbúnaðinn og þeirri trú, að hann verði áfram einn af höf uðatvinnuvegum bjóðarinnar. Telur þingið, að rétt hafi verið stefnt á undanförnum áratug- um meg þeirri margvislegu að- stoð, er ríkið hefur veitt til upp byggingar þessum atvinnuvegi. Landbúnaðarframleiðslan mun nú nema a.m.k. 1000 millj kr. af dýrmætum matvælum og öðr um verðmætum vörum, sem ým- ist eru notaðar innanlands eða fluttar á erlendan markað. Kjördæmisþingið vekur athygli á, að landbúnaðinum er teflt íj hættu með þeim efnahagsaðgerg um, sem gerðar hafa verið af núverandi ríkisstjórn. Telur það. að nú þegar verði ag lækka vexti af lánum í landbúnaðinum og auka lánsféð. Hækka framlög skv. jarðræktarlögum, og tryggja ræktunarsamböndum áframhald andi stuðning af ríkisfé til end- urnýjunar á vélakosti landbún aðarins. Tryggja verði bændum fullt verðlagsgrundvallarverð. Þingið lýsir ánægju sinni með framkvæmdir þær, sem hafnar eru við Fiskeldisstöð ríkisins í Kollafirði. 3. Kjördæmisþingið hvetur til aukins stuðnings við iðnaðinn, sem nú þegar er orðinn einn af höfuðatvinnuvegum landsmanna. Lýsir þingig sérstakri á-nægju yfir vaxandi útflutningi iðnaðar- vara og trú sinni á, að stórauka megi þann útflutning. 4. Þingið telur augljóst, að hlutur launþega — verkamanna og fastlaunamanna — sé fyrir borð borinn með efnahagsstefnu ríkis stjórnarinnar. Skorar þingig á ríkisstjórn og Alþingi, að taka upp eðlilegt samstarf við full- trúa launþega um kjaramálin'al- mennt. — Þingið mótmælir setn ingu bráðabirgðalaga, sem brjóta í bága við þingræðisreglur, svo sem ákvörðun Alþingis um gengi íslenzku krónunnar, eða taka samningsrétt af launþegum í landinu. 5. Þingið telur nauðsynlegt og sjálfsagt, að hraðag verði að- gerðum af hálfu Alþingis í þá átt, að algert launajafnræði karla og- kvenna fáist. 6. Þingið mótmælir harðlega vaxta okri núverandi ríkisstjórnar. 7. Þingið telur nauðsynlegt, aö hið opinbera beiti sér fyrir bygg ingu hagkvæmra íbúða, sem efnalitiu fólki verði gert kleift að eignast með hagkvæmu af- borgunarkerfi. Jafnframt bendir það á nauðsyn þess, að rannsókn fari fram a þvi, hvort ekki sé hægt að lækka byggingarkostn- að frá því, sem nú er. 8. Þingið telur, að brýna nauðsyn beri til þess að auka mjög veru léga fjárframlög hins opinbera til hvers kyns rannsóknarstarf- semi og tilraunastarfsemi j þágu atvinnuveganna. 9. Sambandsþingið sikorar á Al- þingi og ríkisstjórn að afla fjár til að bæta hafnarskilyrði í Reykjaneskjördæmi, þar sem út- gerðarskilyrði þar eru ein hin beztu hér á landi og auðug fiski mið í næsta ná'grenni, en skort ur á góðum höfnum og aðstaða í landi stendur útgerðinni mjög fyrir þrifum. 10. Þi.ngið telur, að fé því, sem innheimt er með benzínskatti og þungaskatti af bifreiðum, eigi eingöngu að verja til nýbygg- inga á samgöngukerfi landsins, og sitji þeir vegir, sem fjölfarn astir eru, fyrir, um varanlega gatnagerð. Telur þingig aðkall- andi, að sett verði löggjöf um fjárhagsstuðning hins opinbera við varanlega gatnagerð í kaup- stöðum. EINAR ÖLAFSSON 11. Þingig skorar á Alþingi að setja heildarlöggjöf um notkun jarðhita. Telur það, að nú þeg- ar verði að leggja áherzlu á aukna þátttöku ríkisins í kostn aði við jarðhitaleit. 12. Þingið skorar á Alþingi að hlutast til um, að hafin verði skipulegur undirbúningur að næstu stórvirkjun-i landinu, sem fullnægi sívaxandi þörf þjóðar- innar um raforku og mjög auk- inn iðnað. 13. Kjördæmaþingið vekur athygli á vaxandi kornrækt í landinu, og telur, að ríkinu beri að veita þeirri starfsemi stuðning eins og öðrum greinum landbúnaðar. Þinginu lauk með því að kosin var kjördæmastjórn Framsóknar- manna i Reykjaneskjördæmi. Arnaldur Þór, Blómvangi, Mos- fellssveit, var formaður fyrir sl. starfstór. Baðst hann eindregið undan endurkosningu. Voru hon- um þökkuð vel unnin störf í þágu Framsóknarfélaganna. — í kjör- dæmisstjórn hlutu kosningu: Einar Ólafsson, Kópavqigi, for- maður; Sigfús Þorgrímsson, Kefla vík; Teitur Guðmundsson, Móum, Kjalarnesi; Jón Bjarnason, Ytri- Njarðvík: Björn Konráðsson, Víf- ilsstöðum; Vilhjálmur Sveinsson Hafnarfirði; Guðmundur Þorláks- son, Seljabrekku, Mosfellssveit. Varastjórn skipa: Magnús Mar- teinsson, Sandgerði; Guðlaugur Aðalsteinsson, Vogum: Guðmund- ur Skarphéðinsson, Minna-Mos- felli: Stefán Þorsteinsson, Hafnar firði: Sigurjón Davíðsson, Kópa- vogi; Haraldur Jósefsson, Sjávar- hólum; Gunnar Sveinsson, Kefla- vík. Ákveðig var að haida næsta kjördæmisþing í Hafnarfirði. ÁTTRÆÐUR: Kristbjörn Hafliðason Birnustöðum í dag verður áttræður Krist- björn Hafliðason, fyrrverandi óð- alsbóndi á Birnustöðum á Skeið- um. Kristbjörn er fæddur 17. okt. 1881 á Birnustöðum. Foreldrar hans voru Hafliði JónSson, er bjó allan sinn búskap þar og kona hans Sigríður Biynjólfsdóttir frá Bolholti. Brynjólfur faðir Sigríðar þótti stórmerkur bóndi á sinni tíð. Bróðursonur Sigríðar var Brynjólf- ur Björnsson er var tannlæknir í Reykjavík. Hafliði faðir Kristbjarnar var sonur Elínar Hafliðadóttur og Jóns Jónssonar er bjuggu á Iðu og víð- ar. Ólafur Hafliðason móðurbróðir Hafliða tók hann ungan í fóstur og ól hann upp sem sinn eigin son, og arfleiddi hann að eignum sín- um. Ólafur Hafliðason bjó allan sinn búskap að Birnustöðum og þótti hinn merkasti maður. Gaf hann Skeiðahreppi jörðina ^Bjarna- staði í Grímsnesi. Hafliði Þorkels- son £aðir Ólafs bjó fyrstur sinna ættmenna á Birnustöðum, er talið að hann hafi byrjað búskap þar um 1790. Var hann maður stórefn- aður og þótti merkisbóndi. Dánar- bú hans var virt á 4 þúsund ríkis- dali. Meðal annars átti hann átta jarðir og jarðarparta. Kristbjörn ólst upp í stórum systkinahóp. TJrðu þau öll atgervisfólk. Nokkuð varð búskapur óhægur hjá Hafliða föður Kristbjarnar og fór svo að hann neyddist til þess að selja Birnustaðina, en ættin hélt ábúð- inni. Kristbjörn vandist snemma mik- illi vinnu og lá heldur ekki á liði sínu. enda sýndi það sig fljótt/ að hann mundi vel verki farinn verða. Á árunum upp'úr aldamótunum stundaði hann sjómennsku bæði á skútum og opnum skipum, og 'reyndist á þeim vettvangi hinn vaskasti maður. Árið 1909 hóf hann búskap á Birnustöðum og varð búskapartími hans 50 ár. í fyrstu bjó hann með ráðskon- um. en 1913 kvæntist hann Val- gerði, Jónsdóttur frá Sandlækjar- koti í Gnúpverjahr. Var hún fædd 1892, dáin 1957. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Eiríksdóttir Ingimundarsonar bónda í Ár- hrauni á Skeiðum, er fór til Am- eríku 1887 og Jón Bjarnason bóndi í Sandlækjarkoti. Valgerður var mikil atgervis- og fríðleikskona. Var hjónaband þeirra mjög ástúð- legt enda þau samhent í öllu. Þau eignuðust 15 börn og eru 12 þeirra á lífi. Þau eru: Jón húsasmíða- meistari i Rvík, kvæntur Ingveldi Sigurjónsdóttur, Sighvatur, bóndi, Birnustöðum, Sigríður í Kópavogi, gift Zóphoníasi Márussyni, bif- reiðarstjóra, Ólafur, bifreiðarstjóri á Selfossi kvæntur Halldóru Hjör leifsdóttur, Margrét, gift Guðlaugi Magnússyni bifreiðastjóra Selfossi, Guðlaug gift Jóni Guðmundssyni trésmíðameistara, Rvík, Sigurjón, trésmíðameistari í Reykjavík, Vil- borg, gift Gísla Sigurtryggvasyni bifreiðarstjóra, Rvík, Bjarni tré- smiður í Rvík, kvæntur Arnfríði Gísladóttur, Emilía, gift Jóni Ei- ríkssyni bónda i Vorsabæ á Skeið- um, Sigrún, trúlofuð Guðmundi Jónssyni frá Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi, Hafliði, bóndi á Birnustöðum. Tvö systkinanna ól- ust Tipp hjá móðursystkinum sín-- um. Þau Birnustaðahjón ólu upp sem sitt eigið barn Sigurbjörgu Gisladóttur, systurdóttur Valgerð- ar. Sigurbjörg er gift Friðbergi Guðmundssyni, járnsmið í Hafnar- firði. Auk þess ólu þau upp að mestu leyti Hjálmar Jóhannsson, múrarameistara í Rvík. Kristbjörn hefur veiið búhöldur góður. Hann var víkingur til allra verka og smiður góður á tré og jám. Stundaði hann mikið smíðar utan heimilis. Ég held samt að rækfunarstörfin hafi verið honum hugleiknust. Strax og hann hyrjaði búskap hóf hann túnasléttun með ofanafristuspaða og varð mikið ágengt. Er farið var að nota hestaverk- færi við jarðyrkju notaði hann þau manna mest í sveitinni. Þegar stór- virkar vinnuvélar komu til sög- unnar gerði hann stórátak I rækt- unarmálunum og kom öllum sínum heyskap á ræktað land á fáum ár- um. Ég get mér til, að nokkur skuggi hafi honum fundizt hvíla yfir bú- skap sínum lengi vel þar sem hann var leiguliði. Úr þessum efnum rættist á hinn bezta veg fyrir Krist birni. Jörðin hafði verið í eigu Garðhúsafeðga frá því fyrir alda- mót. Árið 1942 gáfu þeir honum kost á að kaupa hana og gerði hann það i félagi við Sighvat son Framhald á 15. síðu. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Árna Magnússonar frá Kröggólfsstöðum. Helga Sveindóffir, börn, tengdabörn, og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okkar. Ingvars S. Jónssonar frá Seyðisfirði. Jón Örn Ingvarsson Ólafur Ingvarsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.