Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 16
Það var greinilegt, að eitt- hvað mikið átti að ske í menntaskólanum < í gær. Um þrjúleytið hafði safnazt sam- an stór hópur ungmenna fyrir framan skólann, og æsingur- inn skein út úr hverju andliti. Hver talaði upp í annan, og ekki var gott að greina, hvað sagt var. Nokkrir menn gengu um með skotfæri sín framan á maganum og biðu óþolin- móðir eftir. . . . Loksins. Út um aðaldyr þessarar virðulegu menntastofnunar rudd- ust nokkrir vígalegir menn með eitt fórnarlambanna á milli sín. Einbeitnin skein út úr andlitum þeirra, en meirihlutinn bar auð- vitað sigur af hólmi, og fórnar- lambið sveif brátt í loftinu og kom öfugur til jarðar við mikinn fögnuð áhorfenda. Óhjákvæmileg vígslg lífÍðÍH' bekklnga var hafin, tolleringin. Eldri og reyndari nemendur skól- ans gengu fram í ætlunarverki sínu af miklum dugnaði, sóttu hvert fórnarlambið af öðru inn í skólann og sendu það í loft upp. Blaðamaður Tímans stóð í hæfi- legri fjarlægð, ekki alveg ósmeyk- ur, og horfði á aðfarirnar. Skammt frá stóðu nokkrar stúlkur og hvöttu félaga sína óspart. — Reynið þið að hleypa ein- hverju fjöri í þetta. — Það er engin drift í þessu, þetta eru engin slagsmál. — Guð, sástu, hvernig hann kom niður. — Almáttugur, hún er f pilsi. Þær sýndust ekki líklegar til j árásar, svo að blaðamaðurinn gaf ! sig á tal við þær. — Þið eruð greinilega ekki í jþriðja bekk. j — Nei, í fjórða. Við fengum ; að fljúga i fyrra. ' — Við fengum að vita þetta í ; tíma, svo að við mættum allar í ! buxum. j — Er ekki allt í lagi að vera í i pilsi? i — Guð! j Þær færðu sig fjær. j í einum glugganna uppi á lofti j voru ótal hausar. Nokkrir víg- reifir þriðjubekkjarpiltar ógnuðu andstæðingum sínum með hótun- aryrðum, og lil að vekja enn frekari athygli á hreysti sinni, kyrjuðu þeir með óhljóðum mikl- um „Öxar við ána“. Þeir syngja það varla eins hreystilega í dag. Skyndilega upphófust almenn öskur Tvær stúlkur höfðu tekið sig út úr hópnum og þutu nú með óleyfilegum hrað'a eftir Lækjar- götunni með heilan hóp af pilt- itm á eftir sér. Önnur stefndi suð ur mes allri tjörn, en hin skauzt þvert yfir Lækjargötuna, og skeytti hvorki um bíla né gang- ! andi. Tveir bílar stönzuðu snar- iega, það hvein i hjólbörðunum, og slysi var forðað. Stúlkurnar hvíuðu óskaplega og hvöttu þá fótfráu, en hún varð að láta í minni pokann fyrir ofureflinu, var tolleruð og fékk mi$a. Hún kom lafmóð tál stallsystra sinna. — Númer 120. Bölvaðir fant- arnir. Já, nú voru efribekikingar orðn- ir allharðhentir. Þeir fengu ó- mjúk handtök, þegar þeir náð’ust. Hendur voru keyrðar aftur fyrir bak, eigendur þeirra n/álguðust Tíminn, GE) þakskegg skiólahússins, en ekki var alltaf skeytt um, hverni.g nið urkoman varð. Þriðjubekkingum var ekki lá- andi, þótt þeir reyndu að láta fæt ur forða sér frá þessum ofsækj- endum sínum. Nokkrir tóku á rás út og suður allar götur, umferðin koimst í hálfgert öngþveiti, og.reið ir hausar sáust bak við bílrúourn ar. Einn flóttamaðurinn félí endi langur við fætur konu nokkurr- ar, en mátti ekki vera að því að. veita illilegu augnaúáði hennar viðtöku. Ofsækjendum barst sú fregn, að einn hefði sloppið og fyndist alls. ekki. — í bílinn, var æpt, og um- ræddur bíll fylltist af snöggklædd um, úfnum piltum, með skyrturn ar upp úr, og svipurinn lýsti engri vægð. Billinn þaut af stað. — Það er. bezt að forða sér, sagði stúlka ein. Og blaðamaður- inn fór að dæmi hennar. Gamanið er tekið að grána. Þú skalt ekki slepa, kelli min. (Ljósmyndir:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.