Tíminn - 12.11.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.11.1961, Blaðsíða 2
Í2 TÍMINN, sunnudaginn 12. névember 1961. Stúlkur ofurölvi eftir vallarball Á föstudagskvöldið héldu landgönguliðssveitir Keflavík- urflugvallar árshátíð sína og f jölmenntu stúlkur úr Reykja- vík mjög á hana. Höföu land- gönguliðssveitirnar fengið leyfi utanríkisráðuneytisins til þess að bjóða þeim á hátíð- ina. Hátíðinni lauk klukkan eitt um nóttina og áttu stúlk- urnar þá að halda út af vell- inum. Aðeins fáar létu sjá sig hjá btlunum á réttum tíma. Hinar varð að elta uppi á vell- inum, og fundust þær ofur- ölvi og illa til reika og sumar blóðrisa. Ofurölvi og illa til reika Að sögn munu hafa sótt árs- hátlð þessa um fimmtíu stúlkur utan vallarins. Svo sem kunnugt er hafa þeir einir leyfi til að fara inn á völlinn, sem hafa vega- bréf, en vallarliðar höfðu sótt um leyfi til utanríkisráðuneytisins, til þess að bjóða gestum á árshátíð- ina og var það veitt. Munu flestir þessara boðsgesta hafa verið stúlk ur úr Iteykjavík, sem komu með bflum þaðan. Var þeim gert að Attetlfundur L.Í.Ú. (Framhald af 3. síðu). um málum, og bendir fundurinn á, að hann verði valinn frá Hag- stofu íslands eða Hæstarétti. Öllum opiinbeium aðilum, svo sem Fiskifélagi fslands og Hag- stofu fslands svo og samtökum út- gerðarmanna og fiskkaupenda, verði í lögum þessum gert skylt að láta Verðlagsnefnd sjávaraf- urða í té öll þau gögn, sem með þarf og nauðsynlegt er að hennar dómi að fá til þess að byggja á ákvörðun sína um fiskverð á hverj um tíma.“ Fulltrúar aðalfundar sátu síð- degisboð sjávarútvegsmálaráðherra kl. 5,00 síðdegis. Hefst fundurinn svo að nýju kl. 2,00 í dag og verður þá haldið áfram afgreiðslu mála. Búizt er við, að fundinum ljúki síðdegis í dag eða í kvöld. fara út af vellinum klukkan eitt. Heimtur þeirra urðu hins vegar erfiðar og fundust sumar ekki fyrr en eftir langa leit, ofurölvi og illa til reika. Erfitt var einnig að hemja þær í bílunum á leiðinni til Reykjavíkur og munu nokkrar rúður hafa brotnað I þeim af völdum stúlknanna. Lögreglan vissi ekkert Blaðið snéri sér til flugvallar- lögreglunnar og spurðist fyrir um atburð þennan, og sagði hún að sér hefði ekki borizt neinar kær- ur og vissi ekki til annar's en að allt hefði farið fram með ró og spekt á hátíð þessari. Hefði henni aðeins borizt kæra vegna einnar stúlku, sem var drukkin og hafði ekki leyfi til þess að vera inni á vellinum. Sagði Lögreglan, að bíl- arnir hefðu farið frá vellinum með gesti árshátíðarinnar klukkan rúmlega eitt. Mjólk í mat. . . (Framhald al 16 slðu) aðferðir er nú óðum að týna töl- unni, svo að segja má, að það sé ekki seinna vænna að forða þess- um menningarþáttum úr sögu þjóðarinnar frá gleymsku. f fyrra var kvikmynduð tóvinna og mjólkurmatargerð, en i sumar hefur verið unnið að kvikmyndun á fornum heyskaparháttum og sömuleiðis göngum og réttum. Inn í kvikmyndina um tóvinnuna og mjólkurmatargerðina verða felld- ar svipmyndir, er sýna, hvernig starfinu við þessa atvinnuþætti er hagað í dag í héraðinu, og á mynd- in að heita: „Að koma mjólk í mat og ull í fat“. Næsta verk- efni til kvikmyndunar verður „Þarfasti þjónninn". Mun sú kvik- mynd fjalla um þátt hestsins í starfi og liifnaðarháttum fyrr á tímum. Myndirnar hér á síðunni eru úr kvikmyndinni: „Að koma mjólk í mat og ull í fat.“ Fulltrúafundur hjá bankamönnum Leynilegar útvarps- stöðvar um allan heim Um allan heim eru leyni- legar sendistöðvar, og flestar þeirra senda ekki út skemmti- efni eða auglýsingar, heldur stjórnmálaáróður. Það er talig öruggt, að til séu 32 leyndlegar útvarpsstöðvar í 28 iöndum, en þar eru meðtaldar þær sem eru eiginlega opinberar, en hafa ekki fengið bylgjulengd sina samþykkta á neinu þingi, og hafa aðeins tekið sér hana sjáifar. Gegn Castro Það er franska fréttaþjónustan, sem hefur uppgötvað þessar 32 stöðvar eftir rannsókn, sem leiddi af útsendinguim uppreisnarmanna í Alsír, sem trufluðu útsendingar franska rikisútvarpsins þar. Einkum er mikið af leynistöðv- um á Kúbu, þar sem áróður gegn Fidel Castró er útvarpað, og I Flórida, þar sem útflytjendur frá Kúbu koma að hljóðnemanum. — Amerískum yfirvöldum hefur ekki tekizt að staðsetja þessa sterku stöð, svo afi hún flytzt sennilega sífellt úr stað. Það er nefnilega Gó'S rækjuveiði (Framhald aí 1. síðu). arfæri við rækjuveiðar en þau, sem notuð eru. Hitt er svo annað mál, að stærri bátar geta ísað meira, en ísa verður allar rækjur, sem veiddar eru í Ingólfsfirði, en fluttar til ísafjarðar. Stór og góS rækja Rækjumiðin á Ingólfsfirði eru út af Munaðarnesi, og er rækjan bæði stór og góð. Ekki væsir um bátana, meðan þeir eru á firðin- um, því hafnir eru þar góðar og bryggjur á Ingólfsfirði, en milli- siglingin er löng og erfið, sem fyrr segir. Frá Alftafirði og ísa- firði róa nú 25 rækjubátar. Á fjórða hundrað Vinnsla rækjunnar hefur gefið dágóða vinnu á ísafirði. Konur, sem pilla rækjur, hafa pillað allt upp í 20 kíló á dag, og borgaðar eru nærri 18 krónur fyrir kílóið, svo dagtekjan hjá þeim dugleg- ustu hefur komizt á fjórða hundrað króna. GS aðaleinkenni þessara stöðva, að þær hafa engan fastan aðseturs- stað. Þær eru venjulega í bílum, sem stanza í skógum, fjallahéruð- um og á öðrum óaðgengilegum stöðum. Þannig stöð er til í fjallahéruð um Suður-Júgóslaviu, þar sem á- róður gegn Tító er sendur út. Gegn Franco Gegn Franco vinina nokkrar stöðvar, sumar á Spáni, aðrar í Norður-Afríku og Portúgal, og jafnvel emhverjar í Frakklandi. Frönskum stjórnarvöldum hefur þó ekki tekizt að finna þessar stöðvar, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Ef til vill eru einhverjar af þessum stöðvum í ski.pum úti fyrir ströndum Spánar, að minnsta kosti hefur írsk uppreisnarstöð í mörg ár sent út frá skipi fyrir utan landhelgi írlands. Gegn Hussein Milli ísrael og hinna arabisku niágrannaríkja þess er fjöldi af ólöglegum stöðvuim, sem enginn efast þó um, að sé stýrt af áróð- ursskrifstofum rikjanna sjálfra. Leynileg stöð í írak sendir út á- róður gegn Hussein konungi í Jordan. Kassem forseti lætur aðra leynilega stög ráðast á Nasser for seta. Margar leynilegar útvarps- stöðvar vinna gegn kommúnistum í Kína og nærliggjandi löndum, og það er álitið ,að þær fái efni frá stjóminni á Formósu. Gegn hinum hvítu Suður-Afríka er heil paradís fyrir leynilegar útvarpsstöðvar og það rikir mikið öngþveiti á bylgju lengdunum. Einkum eiga að vera margar stöðvar í Brasilíu og Domini- kanska lýðveldinu, og ein stöð hef ur alveg helgað sig kynþáttabar- áttunni. Hún snýr sér aðeins að lituðu kynþáttunum og reynir að æsa þá upp í „úrslitabaráttu gegn veraldaryfirráðum Bandaríkjanna og hinna hvítu kynþátta." Leik St. Mirren írestað Vegna þoku á Cettic-vellinum í Glasgow í gær, varð að fresta leik liðsins við St. Mirren. Tveim öðr- um leikjum varð að fresta á Bret- landseyjum. í Glasgow var þó hægt að hafa leik milli Rangers og Dundee, sterkustu liðanna í deildinni. Dundee sigraði 5:1 og hefur því 5 stiga forskot í fyrstu deild, þar sem Kilmarmoc tapaði. Á Eng- landi sigraði aðeins eitt af efstu liðunum í fyi'stu deild. Tottenham vann Fullham 4:2 Ágætt skíðafæri (Framhald at 1 sfðu). Hveradali á kvöldin, og var allgóð þátttaka í þeim ferðum. 20—40 manns komu upp eftir á liverju kvöldi og voru um það bil tvo klukkutíma á skíðum, en sama fólkið kom yfirleitt ekki nema einu sinni, svo allmargir munu hafa brugðið sér á skíði í vikunni. í gær voru herbergi hótelsins upp- pöntuð fyrir helgina, en veður- útlit var þá tæpast nógu gott. í dag standa skíðafélögin fyrir skíðaferðum upp að Skíðaskála, og verður lagt af stað frá Bifreiða- stöð Reykjavíkur (BSR) klukkan 9 f. h, og 1 e. h. * FÉLAGSMÁLA SKÓLI FRAM SÓKNAíi FL0KKSINS Fundur verSur í Félagsmálaskól- anum í EDDU- HÚSINU n. k. mánudagskvöld og hefst hann kl. 8,30 stundvíslega. EINAR ÁGÚSTS- SON, lögfræðing- ur flytur erlndi um verkalýðsmál. ALMENNUR FUNDUR Símaskip (Framhald af l síðu). simalínur og línur alþjóða flug- Imláíiastofnunarinnar ICAO. Almennur fundur í Framsóknarfélagi Reykja víkur verður haldinn miðvikudaginn 15. nóv. kl. 8.30 í Framsóknarhúsinu. Kristján Friðriksson heldur framsöguerindi um FRAMT ÍÐARUPPBYGGINGU ATVINNU- VEGANNA. Frjálsar umræður verða á eftir. Framsóknarmenn og aðrir, sem áhuga hafa á þessum málum eru velkomnlr á fundinn. Stjórnin. Fulltrúaráðsfundur Sam- bands íslenzkra bankamanna var haldinn 27. og 28. október. Mættir voru 46 fulltrúar frá átta sparisjóðum og bönkum með 613 félagsmenn samtals. Formaður S. í. B., Hannes Páls- son, setti fundinn og minntist lát- inna félagsmanna. Risu fundar- menn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Einvarður Hall- vai'ðsson og Guðjón Halldórsson voru kjörnir fundarstjórar og rit- arar þeir Jónas Benónýsson og Jón Gestur Vigfússon. Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B., flutti félaginu kveðjur og árnaðar- óskir. Formaður S.Í.B. rakti gang mála bankamannastéttarinnar, þar á meðal launa- og kjaramál, endur- skoðun regla um eftirlaunasjóði, bankaskóla og Bankablaðið. Bjarni G. Magnússon, gjaldkeri sambands ins gerði grein fyrir fjárhag þess og Bankablaðinu. Fundurinn gerði ýmsar álykt- anir og voru þær sendar hlutað- eigandi aðilum. Á fundinum flutti Gylfi Þ. Gíslason erindi um Efnahagsbanda lagið, Benedikt Sigurjónsson um réttarstöðu bankamanna og Hauk- ur Þorleifsson um lánamál land- búnaðarins. í sambandsstjórm voru kosnir til tveggja ára Bjarni G. Magnús- son formaður og meðstjórnendur þeir Adolf Björnsson, Ólafur S. Valdimarsson, Hrafn Þórisson og Hannes Pálsson. í varastjórn voru kjörnir Ástvaldur Magnússon, Vil- hjálmur Lúðvíksson, Ragnheiður Jóhannsdóttir og Jóhann Ágústs- son. Endurskoðendur voru kosnir Guðjón Halldórsson og Ólafur Gunnlaugsson. Svo ril Vesturálfu Línuf'jöldinn verður síðan auk- inn, en síminn verður ekki not- aður ti.l fulls fyrr en næstó haust, þegar símin nverðUr lagður áfram frá íslandi yfir Grænland til Kanada. Þegar þeim áfanga er náð, verður ísland í beinu talsíma sambandi við bæði Vesturálfu og Evrópu 8 milljónir dollara Síminn yfir Grænland til Kan- ada hefur verið pantaður hjá Felt en & Guillaume Carlswerk A. G í Köln og á kapallinn að kosta r milljónir dollara. Að lagninigu símans standa Stór ' norræna ritsimafélagið og alþjðð flugmálastofnunin ICAO, auk pós og símamálastjórna landanna, se- hlut eiga að máli, Englands. Dai merkur, íslands og Kanada. Stjórnmálafundir í SuðurlanfMiördæmi Kiördæmasamband Framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi efnir til stiórnmálafunda, sem hér seglr: SUNNUDAGINN 19 NÓV.: HveragerSi, Brautarholti SkeiSum og Vík i Mýrdal. SUNNUDAGINN 26 NÓV.: Aratungu Biskupstungum og Sel. fossl. Allir fundirnir hefjast klukkan 2 eftir hádegi Nánar verSur sagt frá fundunum síSar. KÖPAVOSUR ASalfundur Framsóknarfélags Kópavog '?r3- jr haldinn þriðjudaginn 14. nóvember í Barna- •kóla Kópavogs viS Digranesveg og hefst hann lukkan 8,30 eftir hádegi. 't Venjuleg aSalfundarstörf. RæSa. Helgi Bergs, verkfræSingur ræSir um EfnahagsbandalagiS. 3) Önnur mál. Stjórnln. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.