Tíminn - 12.11.1961, Blaðsíða 8
8
T f MIN N, sunnudaginn 12. nóvember 1961,
Vgk ■
tv.%i
Áe/o&nc*
ivm
Kringum 1620 bjó að Kala-
ctöðum á Hvalf jarðarströnd
lllugi lögréttumaður Vigfús-
son, sýslumanns á Kalastöð-
um, Jónssonar, bróðir Orms
sýslumanns í Eyjum í Kjós.
Kona llluga lögréttumanns var
Sesselja Árnadóttir, mikilla
ætta, dóttir séra Árna í Holti
undir Eyjafjöllum, Gíslasonar
Skátholfsbiskups, Jónssonar,
eins hinna fyrstu siðskipta-
manna hér á landi. Móðir
Sesselju var Hólmfríður Árna-
dóttir sýslumanns á Hlíðar-
enda. Stóðu að Sesselju hinar
kutwus-H; höfðingjaættir lands
ins, og höfðu margir forfeðra
hennar verið menn stórauð-
ugir á íslenzka vísu, en jafn-
framt stórbrotnir í lund og
margir harðdrægir í viðskipt-
um. Var Árni sýslumaður
Gtslason, afi hennar, ekki sízt
fégjarn og harðfylginn mála-
maður, og fyrir honum varð
jafnvel Eggert lögmaður Hann
esson að lúta í lægra haldi í
skef jalítilli deilu um eignir og
völd.
Flest móSursystkin Sesselju hlutu
mikinn frama. Urðu þrír móður-
bræður hennar sýslumenn og var
Gísli lögmaður Hákonarson sonur
eins þeirra, tvær móðursystra henn
ar giftust sýslumönnum, ein varð
kona Guðbrandar Hólabiskups Þor-
lákssonar og ein kona Gísla lög-
manns Þórðarsonar.
Meðal systkina hennar voru séra
Gísli í Holti undir Eyjafjöllum, Ól-
afur í Gunnarsholti og Guðríðir tvær
önnur gift Þorsteini sýslumanni
Magnússyni í Þykkvabæ. en hin
önnur kona Orms sýslumanns í Eyj-
um, mágs Sesselju á Kalastöðum.
Það má og af ýmsu ráða, að ætt-
menni Sesselju hafi þótzt af ætt
sinni nokkuð svo, og viljað halda
á loft veg og virðingu. Er föður
hennar til dæmis eignuð hlutdeild
í Oddaverjaannál, sem fyrst er vitað
um í eigu Kalastaðamanna, og Jór-
unn, dóttir Sessel'ju, var kona mjög
ættfróð og samdi tengdasonur henn-
ar, séra Jón ættfræðingur Guð-
mundsson að Staðarhrauni ættar-
tölubók að forsögn hennar. Á hinn
bóginn var þó samkomulag náinna
skyldmenna og samheldni ættmenna,
þegar fé og völd voru annars vegar.
ekki örugg leiðarstjarna á þeirri
öld, fremur en á Sturlungaöld, og
átti til dæmis einn af sonum Sess-
elju, séra Einar á Reynivöllum og
Vindási í Kjós, í allhörðum deilum
við náfrændur sína þar í héraði.
Sesselja á Kalastöðum mun hafa
fæðzt kringum 1580, að öllum lík-
indum að Holti undir Eyjafjöllum.
Líkur eru til, að hún hafi gefin
verið Illuga á Kalastöðum litlu eftir
aldamótin 1600, og haustið 1602 fara
fram að Kalastöðum gerningar varð-
andi óðalið. Gefur þá Ragnhildur
Þórðardóttir, ekkja Vigfúsar sýslu-
manns, sem lézt um 1595. Ormi syni
j sínum, tuttugu hundruð í Kalastöð-
um, auk tíu hundraða, sem hann
| átti erfðatilkall tU, en hann selur 111
1 uga bróður sínum þegar sinn hlut í
Kalastöðum, helming jarðar, í skipt-
um fyrir Breiðafjarðarjarðir. Voru
Kalastaðir á þeirri tíð virtir á sex-
iíu hundruð, en þegar Kálastaðakot
var byggt, þar sem áður höfðu verið
fjárhús frá Kalastöðum. að talið er,
og sú jörð metin sérstaklega, var
hún virt á sextán hundrað, og lækk
aði þá mat á Kalastöðum að sama
skapi. Mun þessi deiling jarðarinn-
ar hafa átt sér stað nokkru síðar
en þeir atburðir, sem hér var sagt
frá, en ekki var beitilandi skipt,
fyrr ett löngu síöar.
Þau Kalastaðahjón, Illugi lögréttu
maður og Sesselja, virðast ekki hafa
verið lík í skapsmunum, þótt bæði
hafi áreiðanlega þótt mikils háttar.
Illugi virðist hafa verið friðsamur
maður og réttsýnn og notið trausts.
Sesselja var á hinn bóginn svarri
mikill, að minnsta kosti ef í hart
sló. og varði sitt því nær með oddi
og egg, stundum framar en lög
stóðu tU, og hlífðist þá ekki við,
hver sem í hlut áti. Er sem maður
sjái heiftina brenna úr augum hinn-
ar aðsópsmiklu konu, þegar könnuð
eru þau gögn, sem enn eru til um
málastapp það, sem hún átti í um
heilan áratug.
Sesselja virðist einnig hafa heimt-
að sitt að öðru leyti. Kemur það
illa valda borinn og átti sterkar
taugar til margra annarra fyrir-
manna landsins á þessum tíma. Voru
synir Gísla lögmanns allir hinir
mannvænlegustu, en nokkuð aðsóps-
miklir framan af ævi. En mestir
mannkostamenn voru þeir Henrik
og Árni taldir og raunar svo af bar.
Austur á Torfastöðum i Biskups-
tungum var um þessar mundir
prestur Ólafur Böðvarsson. Séra
Ólafur hafðl á árunum fyrlr 1620
átt í hörðum deilum við Odd biskup
Einarsson i Skálholti og vann nokk-
urn sigur í þeim viðskiptum, þótt
ófýsilegt sýndist fyrir ungan prest
í næsta nágrenni við biskupsstólinn
að rísa heiftarlega gegn vilja rosk-
ins kirkjuhöföingja, sem fastur var
arinu, þegar hinn presturinn var
að gera bæn sina, gekk út með
þau, tróð þeim niður í buxur sínar
og hafði heim með sér til Torfa-
staða. Reiddi hann messuklæðin síð-
an jafnan til og frá Haukadalskirkju,
er hann fór þangað til embættis-
gerðar.
Þegar sýnilegt var, að séra Ólafur
ætlaði ekki að sveigja undan,
kvaddi Oddur biskup presta úr
grannbyggðunum til fundar að
GrÖf í Ytrihrepp hinn 20. október
um haustið. Voru prestar allir á
einu máli um það, að biskup hefði
vald til þess að skipa annexium á
þann veg, er hann hafði gert, og
væri séra Ólafi og prestunum báð-
um skylt að hlýða fyrirmælum
hans. En séra Ólafur lét úrskurð
.piresZanna sem vind um eyrun
þjóta, og næsta sunnudag, 23. okt-
óber, reið biskup tll Haukadals-
kirkju. en þar virðist þá hafa farið
fram guðsþjónustugerð. Komu þá
til sóknarbændur flestir, þeir sem
ekki voru forfallaðir, sennilega að
En Úthlíðarkirkju vildi hann fyrir
engan mun þjóna. hversu sem til
var leitað, og varð séra Gísli einnig
að taka hana að sér, þótt þangað
væri langur og torsóttur annexíu-
vegur frá Bræðratungu. Segir biskup
þó i skjölum, að séra Ólafi hefði
ekki verið á móti skapi að þjóna
fjórum kirkjum eða fleiri.
Við þetta sat, þar tU árið 1618.
Þá rís séra Ólafur skyndilega upp
aftur og tekur á ný að reyna að
draga undir sig Haukadal í skjóli
bréfs frá hinum veraldlegu yfir-
völdum landsins. Stóðu þá hæst
deHur Herluf Daa hirðstjóra og
þeirra feðga, Odds biskups og
Árna, síðar lögmanns, og virðist
liggja beint við að álykta, að séra
Ólafur hafi notað þessar útistöður
biskups sér til framdráttar.
Þetta sama vor sendi konungur
hingað til lands tvo umboðsmanna
dómara, Friðrik Friis og Jörgen
Vind. sem áttu að rannsaka mis-
fellur í embættisrekstri og dæma
í málum. Kom mál þeirra séra Ól-
afs og biskups fyrir þá á alþingi
um sumarið.
KRINGUM
KALASTAÐAMAL
berlega fram i afskiptum Brynjólfs
biskups Sveinssonar af málum þeim,
er síðar gerðust, að hún hefur eftir
fráfall Illuga manns sins átt þau
mök við einhvern mann eða menn,
sem hinni andlegu stétt hefur litt
hugnazt. Hefur það verið í hámæl-
um haft. því að um það voru jafn-
vel leidd vitni í lögréttu. Hefur hún
ekki í því efni fremur en öðru látið
sér allt fyrir brjósti brenna né
hikað við að bjóða birginn illu um-
tali.
Kalastaðir þóttu hin mesta vildis-
jörð lengi fram eftir öldum, og var
engin jörð hærra virt að fornu
mati í Borgarfjarðarsýslu sunnan
Skarðsheiðar, nema Leirá í Leirár-
sveit, en jafnhátt mat var á Innra-
Hólmi. Var þar skógur mikill til
kolagerðar, allt fram á átjándu öld,
en var þá að deyja út — mest fausk-
ar eftir, en ungviði ekkert. Hefur
verið sauðbeit góð á Kalastöðum,
meðan skógur entist, og tekjur af
sölu skógnytja, þegar viður gekk
til þurrðar annars staðar.
Selstöðu höfðu Kalastaðamenn í
Kambhólslandi í Svínadal. og töldu
ábúendur á Kalastöðum sér þar
lengi síðan til sumarbeit handa geld-
fé. Þar var ekki býli reist fyrr en
1677, að ætla má, en landið eign-
að hálfkirkju á Kalastöðum.
Heimræði var og frá Kalastöðum,
meðan fiskur gekk í Hvalfjörð, lend-
ing góð, kræklingur i fjöru til beitu
og manneldis og selveiði nokkur.
Það er því ekki að undra, þótt
þar væri lengi höfðingjasetur.
f byrjun þriðja tugar sextándu
aldar bjuggu bræður tveir á höfuð-
bólunum á Akranesi, Henrik sýslu-
maður Gíslason á Innra-Hólmi, en
Árni lögréttumaður Gíslason á Ytra
Hólmi. Voru þeir synir Gisla lög-
manns á Innra-Hólmi, Þórðarsonar
lögmanns. Guðmundssonar, og konu
hans, Ingibjargar Árnadóttur sýslu-
manns á Hliðarenda. Voru þeir bræð
ur og Sesselja á Kalastöðum þvi
systrabörn.
Tveir voru þeir bræður enn, þótt
ekki komi þeir við þessa sögu —
Steindór sýsiumaður i Snæfellsness-
sýslu og Páll alþingisskrifari á
Hvanneyri — en systur Ástríður,
kona Jóns sýslumanns eldra, Magn-
ússonar prúða á Reykhólum, Guð-
ríður, kona séra Jóns Guðmunds-
sonar I Hítardal, Halldóra, fyrri
kona Ólafs lögréttumanns, Hannes-
sonar á Sauðafelli. og Guðrún,
kona Magnúsar Iögmanns, Björns-
sonar á Munkaþverá. Má af þessu
sjá, að ættbálkur þessi var til mik-
L grein - Sesselja á Kalastöðum og
séra Olafur kynnt
í sessi og stýrt hafði andlegum mál-
um í 25—30 ár.
Af þeim gögnum, sem nú eru til,
virðist það hafa verið upphaf þess-
ara mála, að Oddur biskup fól séra
Ólafi á Torfastöðum að þjóna Út-
hliðarkirkju, en skipaði þó sama ár
séra Gísla Þormóðssyni, sem bjó í
Bræðratungu, að þjóna Haukadals-
kirkju, er legið hafði undir Torfa-
staðaprestakall, ásamt prestsverk-
um i Bræðratungu, en undir kirkj-
una þar lágu aðeins þrjú kot. Rök-
studdi biskup þetta meðal annars
með því, að Haukadalur lægi austan
Tungufljóts, eins og Bræðratunga,
og þess vegna hægara um prests-
þjónustu þar frá Bræðratungu en
Torfastöðum. Ætlaðist hann sem
sagt til, að séra Ólafur Böðvarsson
skipti á Úthlíðarsókn og Haukadals-
sókn.
En séra Ólafur Böðvarsson lét1
sér þessa ráðsmennsku illa lika, og
má vera, að biskup hafi lítíl sam-
ráð haft um þetta við hinn unga
prest, og ef til vill eitthvað orðið
þeim til áskilnaðar áður. Svo mikið
er vist, að séra Ólafur hafði skipun
biskups að cngu og fékkst ekkl til
þess að messa i Útklfð þetta sumar,
þrátt fyrir áminningarbréf frá hon-
um og óduldar hótanir, vitnalelðslur
um það, að Úthliðarsókn hefði öður
legið undir Torfastaðaprest og yfir-
lýsingar sóknarmanna um, að þeim
skyldi bezt lynda sá kennimaður,
sem guð vildi láta þeim hlotnast og
biskup útveldl. En á hinn bóglnn
vildi séra Ólafur alls ekki gefa
upp Haukadalskirkju, heldur
þrengdi sér þar inn til þjónustu-
gerðar ,.af þrjózku og illvilja", segir
Oddur biskup i skjali einu, gegn
vilja biskups og i trássi við hinn
prestinn. Virðast þó hinir fremri
menn i Haukadalssókn hafa verið
á bandi biskups.
Sithvað virðist hafa verið gert
til þess að hamla því, að séra Ólafur
færi sínu fram. En hann lét engan
bilbug á sér finna. Einu sinni kom
hann að kirkjunni læstri, og gerði
hann sér þá hægt um vik og reif
kenginn úr dyrastafnum. Einnig
tók hann á laun kirkjulykilinn úr
lyklakippu þeirri, sem hann var í,
og hafði á brott með sér, og messu-
dag einn siöla sumarsins 1614 þrelf
hann messuklæði kirkjunnar af alt-
sérstöku boði biskups. Tók biskup
þar messuklæði af séra Ólafi, þau
hin sömu og hann hafði troðið í
buxur sinar um sumarið, og skip-
aði séra Gisla Þormóðssyni kirkj-
una með samþykki safnaðarfólks.
En þótt biskup gerðist nú um-
svifamikUI, virðist hann eftthvað
hafa slegið undan, nema þá að presti
hafi fallizt hugur. En það er víst,
að sættir tókust með þeim séra
Gísla og séra Ólafi í viðurvist kirkju
gesta, og lofaði séra Ólafur því
með handsölum, að séra Gísli mætti
halda Haukadal.
Urðu þau málalok á þingi, að
prestur bar hærra hlut. Varð það
úrskurður umboðsdómaranna, að
biskup skyldi bæta honum það, sem
hann hefði í misst, er hann var
sviptur Bræðratungu- og Haukadals
annexíum, og skyldu þær aftur
falla tU Torfastaða. Var dómurinn
rökstuddur með því, að þessar ann-
exiur hefðu frá öndverðu fylgt
Torfastaðaprestakalli, og hefði bisk-
up ekki vald til þess að skipa slik-
um málum að geðþótta sínum, en
séra Ólafur hefði góðan vitnisburð
sóknarfólks um lærdóm og kristi-
legan lifnað og hefði ekki brotið af
sér í embætti.
Litlu eftir 1620 fékk séra Ólafur
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ekki
er annars getið en allt hafi farið
skaplega með presti og Sesselju á
Kalastöðum fyrstu árin. En árið
1634 dó Illugi lögréttumaður, og
eftir það var þess skammt að biða.
að illilega kastaðist í kekki mUU
prests og húsfreyjunnar á Kalastöð-
um.
Frá því segir ger næsta sunnu-
dag.
Sjötug:
Elínborg Lárusdóttir
rithöfundur
Ekíki má það minna vera en að
við, vinir þínir og frændur í
Skagafirði, sendum þér kveðjur
og ámaðaróskir í dag — á sjötugs
afmæli þínu. Og þótt sendar séu
kveðjurnar suður um jökla, þá
vænti ég þess að ylurinn, sá er
að baki býr orðum og orðvana
óskum, nái í áfangastað og megi
hlýja þér um hjartarætur.
Þú ert löngu setzt á fremsta
bekk þeirra kvenna íslenzkra, er
helgað hafa orku sína skáldskap
að verulegu leytL Þú hefur sann
að í verki, ag konan er karlmann
inum eigi ómáttugri til andlegra
afreka, enda þótt íslenzk örlög
hafi löngum hamlað því, að hún
fengi notið áskapaðra erfða og
ótvíræðra hæfileika.
Þú hefur, Eiínborg, unnið af-
íeik — og þó ekki alltaf gengið
heil til skógar. Þú hefur skapað
heila veröld af eftirminnilegu
mannfólki margvislegra gerða og
skapsmuna. Þú hefur skapað stór
brotnar persónur og ríklundaðar.
Þú hefur brugðið upp myndum
af miðlungsmönnum og gætt þær
lífi og litum. En þá hefur þér
tekizt bezt, er þú leiddir fram
á sviðið umkomulausa smælingja.
Þeir verða sumir ógleymanlegir
i öllu sínu umkomúleysi. Ef til
vill er það næmleiki konunnar,
sem nýtur sín bezt, þar sem nær-
færnum höndum þarf um að fara.
Ég veit það ekki. Hitt fær eigi
dulizt, að olnbogabörn og smæl-
ingjar eiga samúð þína alla, heita
og djúpa. Hvort mundi það ekki
Framhald á bls. 15.