Tíminn - 12.11.1961, Síða 5
TÍMINN, sunnudaginn 12. nóveinber 1961.
5
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason RiL
stjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb ). Andrés
Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar- Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason — Skrifstofur 1
Edduhúsinu — Símar 18300—18305 Aug
iýsingasími- L9523 Afgreiðsluslmi 12323
- Prentsmiðjan Edda h.f -
Áskriftargjald kr 55.00 á mán innanlands
f lausasölu kr 3 00 eintakið
Sjónvarpsleyfið
Af þeim mörgu áróðurstækjum, sem hafa verið
fundin upp á síðari árum, er ekkert eins áhrifamikið og
Sjónvarpið. Útvarpið er ekki hálfdrættingur á við það
í þeim efnum. Merkur maður hefur sagt, að væri sjón-
varpinu skipulega beitt, gætu áhrif þess jafngilt saman-
lögðum áhrifum skóla, blaða og útvarps.
Vegna þessara ástæðna hefur það verið kappkostað
af flestum menningarþjóðum að vanda mjög til sjón-
varpsefnis og reyna á þann hátt að tryggja heppileg og
holl menningarleg áhrif þess. Þetta er t. d. mikið kapps-
mál hinna norrænu frændþjóða okKar.
Hjá einni stórri menningarþjóð, Bandaríkjamönnum,
hefur þetta hins vegar mjög farið forgörðum. Þar hefur
gróðasjónarmiðið borið menningarsjónarmiðið ofurliði.
Sjónvarpið þar er fyrst og fremst notað til auglýsinga
fvrir ýmis stórfyrirtæki. Annað efnisval hefur svo verið
miðað við það, sem fólki þætti gaman og spennandi að
sjá, en ekki við menningarlegt gildi þess. Nær öllum
kemur því saman um, að menningarleg áhrif sjónvarps-
ins hafa reynzt Bandaríkjamönnum óheppileg
Nokkru eftir að varnarliðið kom hingað, óskuðu yfir-
menn þess að fá að reka sjónvarpsstöð fyrir varnarliðs-
menn á Keflavíkurflugvelli. Þetta var um það leyti, sem
verið var að auka einangrun varnarliðsins á margan
hátt. Þetta þótti ekki ósanngjarnt, ef það gæti verið
framkvæmt á þann hátt, að þetta sjónvarp næði ekki
teljandi út fyrir völlinn. Af hálfu varnarliðsins voru ekki
talin nein tormerki á því að framkvæma það á þann
hátt. f trausti þess var leyfið veitt. Við þetta loforð var
þó ekki fullkomlega staðið, en þó var sjónvarpsstöðin
það veik, að illa náðist til hennar í Hafnarfirði, í Kópa-
vogi og í Reykjavík.
Seinustu misserin hefur af hálfu varnarliðsins verið
sótt á um það að byggja nýja stóra sjónvarpsstöð á Kefia-
víkurflugvelli. Þær óskir hafa bersýnilega ekki verið
miðaðar við þarfir varnarliðsmanna einna, heldur að
sjónvarpið gæti náð til meirihluta þjóðarinnar og varnar-
liðið þannig skapað sér aukna áhrifaaðstöðu. Undan þess-
um óskum eða kröfum hefur ríkisstjórnin nú látið. Hér
hefur gamla sagan gerzt, að þegar búið er að láta litla
fingurinn, er allri hendinni hætt á eftir.
Nú er því svo komið, að varnarliðið er búið að fá
leyfi til reksturs sjónvarpsstöðvar, sem nær vel til meiri-
hluta landsmanna — og hefur þannig raunar eins konar
einokun á sjónvarpssendingum í landinu.
Hvort sem mönnum líkar sjálf dvöl varnarliðsins í
landinu betur eða verr, þá hlýtur flestum hugsandi mönn-
um að þykja það undanhald íslenzkra stjórnarvalda, sem
hér hefur átt sér stað, meira en illa farið. Sjónvarp, sem
er miðað við kröfur hermanna, verður aldrei neitt menn-
ingarsjónvarp. Sjónvarp, sem fer fram á erlendu máli,
er ekki líklegt til að styrkja móðurmálið. Þannig ber
allt að sama brunni um það, að ekki getur neitt gott leitt
menningarlega af sjónvarpi varnarliðsmanna.
Við þetta bætist svo það, að það sýnir lítinn smekk
fvrir sjálfstæði þjóðarinnar að afhenda erlendum aðila
einokunaraðstöðu til reksturs á mesta áróðurstæki nú-
timans, sjónvarpinu. Dæmi um slíkt finnast ekki nema
í leppríkjum.
Hér hefur því vissulega meira en lítið alvarlegur at-
burður gerzt — nýr atburður, sem minnir á það, að núv.
stjórnarvöld okkar skortir hug og dug, þegar erlendir
aðilar sækja á annars vegar.
Walter Lippmann ritar um albjóðamá!
/
)
)
>
>
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
f
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
Samkomulag stórveldanna um
U Thant er mikill ávinningur
Adlai Stevenson vann miki'ð og gott verk bak vi$ tjöídin
U THANT frá Burma hefur
hlotið kosningu sem fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna. Þetta fór miklu betur en
flestir okkar þorðu að vona fyrst
eftir fráfall Hammarskjölds. Þá
leit út fyrir að Sovétrikin æti-
uðu að halda til stireitu kröfu
sinni um þrjá jafnréttháa fram-
kvæmdastjóra og hyggðust beita
neitunarvaldi til að hindra kosn-
ingu eins framkvæmdastjóra.
En þetta varð ekki niðurstað-
an. Sovétríkin hafa fallið frá
kröfu sinni um þrjá fram
kvæmdastjóra, meira að segja
varakröfunni um þrjá fulltrúa,
sem yrðu að ná samkomulagi
áður en framkvæmdastjórinn
tæki sína ákvörðun. Samkomu-
iagið náðist i New York eftir
sex eða sjö vikna hljóðar en
mjög vel skipulagðar samninga-
umleitanir. U Thant er frjáls að
því að velja ráðgjafa sína og
honum er einnig frjálst að taka
eigin ákvörðun. þegar hann er
búinn að gera ein'dregna tll-
raun til að fá þó til að verða
sammála. U Thant getur í raun
og veru vcrið — bæði lagalega
og siðferðilega — jafn óháður
og Dag Hammarskjöld var.
AÐALÓKOSTUR þess, að
hafa þrjá framkvæmdastjóra, er
ekki samkomulagsskyldan og
neitunarvaldið, sem fram-
kvæmdastjórnin yrði háð. Þetta
er þegar fyrir hendi, því að
Sameinuðu þjóðirnar eru stofn-
un, þar sem stórvelöin hafa neit-
unarvald, ekki aðeins lagalega,
heldur einnig sem beina afleið-
ingu máttar síns. Þau geta
ávallt hindrað aðgerðir, ef þau
hafa verið borin atkvæðum.
Dag Hammarskjöld tókst, með
sinni einstöku stjórnkænsku. að
gera margt, sem Sovétríkin
hefðu getað hindrað, ef þau
hefðu þá stundina talið nauð-
synlegt að gera það. Neitunar-
valdi Sovétríkjanna var ekki
beitt i átökunum út af Laos eða
Palestinu og ekki framan af í
Kongó-deilunni. En síðar var
gripið til neitunarvaldsins út af
Kongó. Ef Dag Hammarskjöld
væri lifs í dag, þá hlyti hann
að viðurkenna staðreynd þessa
neitunarvalds.
Aðalókostur þríklofnings fram
kvæmdastjórnarinnar er sá, að
hann kæmi í veg fyrir að sinnt
yrði einu hlutverki framkvæmda
stjórans, sem ef til vill er hvað
mikUvægast, þó að einna minnst
sé látið á því bera. Þetta hlut-
verk er að vera eins konar
skriftafaðir forráðamanna með-
limaríkjanna, maðurinn, sem
þeir geta komið ti) og trúað
fyrir málum sínum og þekkir
því til hlítar hina raunverulegu
aðstöðu i alþjóðaátökunum, ein-
mitt vegna upplýsinga þeirra,
sem stöðugt ér verið að veita
honum i fulium trúnaði. Þessi
þekking gerir honum kleift að
ganga á milli. Ef hann hefði
ekki þessa trunaðaraðstöðu yrði
aann að treysta eingöngu á
opinberar yfirlýsingar, sem oft
gefa til kynna allt aðra samn
ingsaðstöðu en fyrir hendi er i
raun og veru. Með þríklofningn
um hyrfi með öllu þessi trún
aðaraðstaða gegn öllum forráða-
mönnum meðlimaþjóðanna. Hver
U THANT
fulltrúi segði þá framkvæmda-
stjóranum aðeins það eitt, sem
hann væri reiðubúinn að láta
andstæðing sinn vita næsta
morgun.
MEÐ samkomulaginu í New
York hefur tekizt að varðveita
eitt mikilvægasta hlutverk fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, hlutverk meðalgöngumanns
ins. Hvernig tókst þetta? Það
tókst vegna hinna mörgu, smáu,
vanmegna hlutlausu ríkja, sem
hópuðust í Sameinuðu þjóðirnar
af því, að það var eina leiðin
til þess að þau gætu tekið þátt
i alþjóðamálum án þess að glata
sjálfsvirðingu sinni. U Thant er
frá Burma, en það er eitt af
ríkjunum, sem líta á Samein-
uðu þjóðirnar sem aðalatriði.
gagnstætt stórveldunum, sem
meta annað meira. Þetta þýðir,
að U Thant tekur við starfi
með einlægum áhuga á að láta
starfsemi Sameinuðu þjóðanna
ná árangri.
Eg hygg, að Adlai Stevenson
yrði manna síðastur til þess að
halda því fram, að árangurinn
af starfi hans í þessum máium
væri sigur yfir Sovétríkjunum.
Stjórnkænn maður lætur ekki
mikið yfir sigrum, jafnvel þó
hann vinni þá. Það er kjarni
hinnar sönnu stjórnkænsku að
ná árangri, sem deilendur geta
sætt sig við án þess að skamm-
ast sín. Verulega stjórnkænn
maður — eins og kínversku
stríðsherrarnir á sinni tíð —
sprengir aldrei i loft upp síð-
ustu brúna, sem andstæðingur
inn getur hörfað yfir. Adlai
Stevenson beitti — þessar síð-
astliðnu sex vikur — áhrifum
Bandaríkjanna til þess að
hjála hinum máttarminni ríkj
um að bjarga Sameinuðu þjóð
unum Þessum árangri gat enu
inn náð nema sá, sem var vitur,
reyndur. þolinmóður og leit þó
á sjálfan sig sem aukaatriði.
ENGINN getur sagt fyrir
um, hvernig U Thant muni
bregðast við ófyrirsjáanlegri
framvindu atburðanna. Á því er
þó enginn vafi, að hann reyni
að draga ur átökum eftir því,
sem honum — og þegar honum
— tekst að fá sameiginlega að-
stoð Sovétríkjanna og Bandaríkj
anna til þess. Hvernig tekst til
um þessa sameiginlegu aðstoð
fer að mestu eftir því, hvort
spennan milli austurs og vesturs
fer vaxandi eða minnkandi.
U Thant er menntamaður og
stjórnvitringur, sem hefur lesið
og hugleitt mannkynssöguna af
djúpu innsæi. Ég hygg að hann
leggi ekki .ýkja mikið upp úr
hinum hugsjónalega árekstri, en
liti fremur á milliríkjastjórn-
málin líkt og Palmerstone gerði,
þ e. sem breytilega andstöðu og
fylgni ríkisstjórna til framdrátt-
ar eða verndar því, sem þáer
skoða sem hagsmuni sína. Hann
mun varla álíta andstöðu Vest-
urveldanna gegn Sovétríkjunum
neitt varanlegra fyrirbæri en
"andstöðu þeirra gegn Þýzkalandi
eða Japan á sinni tíð. Þetta álit
hans stafar fyrst og fremst frá
söguskoðun hans og ef til vill
einnig frá því, að landamæri
Burma og Rauða-Kína eru sam-
eiginleg.
Við munum komast aö raun
um. að U Thant er sprottinn upp
úr gamalii menningu, þó að hann
komi frá nýju ríki. Og þessi
gamla menning á eins og hon-
um er vel ljóst sjálfum, rætur
að rekja tii sama uppruna og
menning Miðjarðarhafslandanna
og menning hins vestræna heims.
)
)
)
‘i
r
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
r
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)