Tíminn - 12.11.1961, Side 7
T f MIN N, sunnudaginn 12. nóvcmber 1961.
7
„Undir lok ræðu sinnar komst
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
m. a. svo að orði, að þótt hann
hefði einkum vikið að flokks-
starfinu, ýmsu því er miðaði að
eflingu þess og aukningu, mætti
þó enginn skilja orð sín svo, að
allt í lífinu ætti að snúast um
flokkspólitík. í því efni greindi
Sjálfstæðismenn á við andstæð-
inga sína. sem haldnir væru hinu
kommúnistíska hugarfari, hvort
sem þeir væru vistaðir með sós-
íalistum eða framsókn. Þeirra
háttur væri að vega og meta
flesta eða alla hluti á vogar-
skálum flokkshagsmuna. Afstaða
þeirra í flestum greinum mót-
aðist af því, hvað þeir teldu
þjóna pólitískum hagsmunum
þeirra — og ryddust í því skyni
inn á flest svið í einkalífi manna
jafnframt því að beita samtökum
almennings flokkshagsmunum sin
um til framdráttar, hvar sem
þeir kæmu því við. Þeim væri
ekkert svo heilagt eða mikil-
vægt að ekki þjónaði undir hina
þrengstu flokkshagsmuni. Allt
mæti nota og misnota í þágu
flokksins. Ræðumaður kvað
þeta sjónarmið framandi Sjálf-
stæðismönnum og andstætt
þeirra lífsskoðun.“
Mbl. 21. okt. 1961.
Þetta er sýnishorn af þeirri
fræðslu og leiðbeiningum, sem
framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins veitti flokkssystkinum
sínum á landsfundinum um dag-
inn, eftir því sem Mbl. segist frá.
Og talið hefur verið að þessi
fræðsla ætti erindi við fleiri en
á fundinn komu. Því er þetta
prentað í Mbl.
Þetta er eitt af því, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn viU láta menn
trúa að sé rétt. Til þess aö svo
megi verða, notar hann starfs-
menn sína og blaðakost. En segja
verkin og staðreyndirnar?
Hinn hreini fiokkur
Skipting í stjlórnmálaflokka
er ósköp eðlileg og sjálfsögð.
Hitt er jafn fráleitt, að allt eigi
við það að miðast. Um þetta eru
allir sammála. Hitt mun líka
flestum koma saman um, að
ýmsir kappsfuUir áhugamenn
og atvinumenn í flokkabaráttu,
reyni stundum að gera fleira
pólitískt en ástæða er til. Sum
mál eru pólitísk í eðli sínu en
önnur engan veginn. Hitt er nýtt
í þessum fræðum, að Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi þar einhverja
sérstöðu á þann veg að hann sé
alveg' hreinn af spilltum viðhorf-
um, sem beinlínis eru einkenni
manna í öðrum flokkum.
Við skulum hugleiða hvernig
sú söguskoðun stenzt dóm stað-
reyndanna.
Flokkur fasistanna
Það er bezt að víkja að því
strax, að löngum hafa venð
til ofstækismenn, sem trúa því,
að tilgangurinn helgi meðalið.
Þeim er það trú, að mest sé und-
ir því komið, að sú stefna, sem
þeir fylgja, fái að sigra og ráða.
Því sé allt til góðs, sem gert
sé til að efla þá stefnu. Áhrifin
séu góð, — tilgangurinn svo fag-
ur, — að það helgi meðalið.
Þetta mun vera skoðun ýmissa
kommúnista, og þetta var og er
skoðun ýmissa fasista.
Hvað er að tala um fasista nú
á dögum? Eins og þeir séu ekki
allir liðnir undir lok?
Sú var tíðin, að til var íslenzk-
ur nazistaflokkur, sem kallaði
sig þjóðernissinna, en hafði
hakakrossinn þýzka að flokks-
merki og var um margt líkari
deild úr flokki Hitlers en íslenzk
um stjórnmálaflokki. Þessi flokk
ur bauð fram sjálfstætt við kosn-
ingar en gekk síðan í opinbert
bandalag við Sjálfstæðisflokk-
inn. Það bandalag var opinber-
íega viðurkennt, m. a. með feit-
letruðu þakkarávarpi frá for-
manni Sjálfstæöisflokksins í
HalEdór Krisiiáiissoii,
Kirkjubóii:
árt ertu nú
Morgunblaðinu að unnum kosn-
ingasigri.
Þessi flokkur hvarf svo þegj-
andi og hljóðalaust inn í Sjálf-
stæffisflokkinn um svipaff leyti
og Komúnistaflokkur Islands
hvarf inn í Sameiningarflokk al-
þýffu.
Enginn mun tr'úa því, að
kommúnistar á íslandi hafi með
öllu liðið undir lok, þegar Komm
únistaflokkur íslands var lagð-
ur niður. Vitanlega eru komm-
únistar til eins og áður. En er
þá nokkuð frekar ástæða til að
halda að allur fasismi hafi horf
ið úr hugum manna, þegar nafn-
ið hvarf af þeirra flokki?
Hitt er svo annað mál, að
kommúnistar hafa bak við sig
eitt mesta stórveldi jarðar, sem
rekur margháttaðan áróður víða
um heim, Ijóst og leynt. Fasist-
arnir eiga sér enga slíka para-
dís á jörðu síðan veidi Hitlers
hrundi. Sá aðstöðumunur gerir
margt ólíkt fyrir þessu fólki, en
ofstækið er eins á báða bóga.
Þetta er rifjað hér upp vegna
þess, aö eðlilegt mætti telja að
þess gætti einhverntíma hjá
Sjálfstæðisflokknum, að hann er
flokkur íslenzku fasistanna, þó
að þar séu líka margir ágætir
menn, sem aldrei hafa hneigzt
að slíku ofstæki, rétt eins og í
Alþýðubandalaginu er fólk, sem
aldrei hefur verið kommúnistar.
Sannarlega væru hin betri öfl í
Sjálfstæðisflokknum sterk, ef
hann væri svo engilhreinn, sem
framkvæmdastjórinn vill vera
láta.
Var það meinleg tilviljun
„Þeirra háttur er að vega og
meta flesta eða alla hluti á vog-
arskálum flokkshagsmuna.“ Svo
tók framkvæmdastjórinn til orða
um okkur stjórnarandstæðinga.
Ljótt er að heyra. En sú er bót
í máli, að slíkt er Sjálfstæðis-
flokknum framandi. Hann lítur
alls ekki á það, hvernig löggjöf-
in komi heim við flokkshags-
muni að því er sagt er. En undar
lega hittist samt á, að eitt kjör-
tímabil skyldi Sjálfstæðisflokk-
urinn vera hrifinn af einmenn-
ingskjördæmum. Þá sagði Mbl.
frá því aftur og aftur, að Sjálf-
stæðisflokkinn vantaði ekki
nema rúmlega 300 atkvæði til
að fá hreinan meirihluta á Al-
þingi, ef þau atkvæði aðeins
skiptust rétt á nokkur fámenn-
ustu kjördæmin. Á því kjörtíma
bili talaði Jóhann Hafstein líka
um það að þessi uppbótarsæti á
alþingi væru vafasöm og óvið-
felldin. Fólk kynni ekki við það,
að fallnir menn væru á alþingi
með öll réttindi eins og þeir, sem
kosnir hefðu verið.
Þá voru uppbótarmennirnir
langflestir á móti Sjálfstæðis-
flokknum.
Svo var kosið enn á ný. Þessi
rúmlega 300 akvæði, sem Sjálf-
stæðisflokkinn vantaði, komu
ekki, a.m.k. ekki þar sem þeirra
þurfti með. Líkurnar fyrir því,
að flokkurinn næði þingmeiri-
hluta út á 40% kjósenda með
einmen n ingsk j ördæmafy rir-
komulagi, virtust minnka.
Síðan hefur enginn heyrt Sjálf
stæðismenn hrósa einmennings-
kjördæmum.
En það er svo sem ekki hætt
við því, aö sá flokkur hafi látið
stjórnast af flok'- uunum
á sjálfu stjórnsk ðinu.
Samtök afmennings
„Að beita samtökum ilmenn-
ings flokkshagsmunum sínum
til framdráttar. Það var líka
framandi fyrir lífsskoðun og
hugsunarhætti Sjálfstæðismanna.
Samtök almennings eru margs
konar en þau eru þó víðtækust
og örlagaríkust, sem allir hljóta
að taka þátt í, þjóðfélagið sjálft
og sveitarfélögin.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lengi farið með völd í Reykja-
vík. Stjórn lians á því bæjar-
félagi hlýtur að sanna flestu
betur, að honum dettur aldrei í
hug að nota samtök almennings
flokkshagsmunum til framdrátt-
ar. Skyldi nokkur trúa því, að
spurt sé um pólitísk viðhorf eða
skoðanir þegar menn eru ráðnir
til starfa hjá bænum, hvort
heldur eru skrifstofumenn, hafn
sögumenn eða annað?
Úthlutun eftirsóttra lóða, við-
skipti í sambandi við fram-
kvæmdir bæjarins og margt hlið
stætt þessu er flokknum til
vitnis. Þúsundir manna geta
vottaö hvort eigin reynsla þeirra
af stjórn Sjálfstæðismanna á
Reykjavíkurbæ í smáu sem
stóru staðfesti ekki þessa full-
yrðingu, að sá flokkur beiti
aldrei samtökum almennings til
f lokkshagsmuna.
Misnotkun stéttarfélaga
Þegar Sjálfstæðisrnenn tala
um að samtök almennings séu
misnotuð í þágu flokkshags-
muna, munu þeir einkum eiga
við samvinnufélög og verka-
lýðsfélög. Misnotkun stéttarfé-
laganna mun einkum talin sú,
að þau séu látin haga sér í kaup
gjaldsmálum og fleiru eftir því
hvort þau eru meö eða móti
þeirri ríkisstjórn, sem þá fer
með völd.
í því sambandi er rétt að
muna tvennt: í fyrsta lagi af-
stöðu Sjálfstæðisflokksins í
kaupdeilum í tíð vinstri stjórn-
arinnar þ.á.m. verkfalls yfir-
manna á flutningaskipum og
bakaraverkfalls. Hafi nokkurn-
tíma nokkur íslenzkur stjórn-
málaflokkur markaff stefnu sína
í stéttarfélögum af andstöffu viff
ríkisstjórnina, þá var þaff Sjálf-
stæffisflokkurinn i tíff vinstri
stjórnarinnar. Þar með er ekki
fortekið, að önnur verkföll kunni
í og með að hafa verið pólitísk,
en sízt hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn efni á að láta framkvæmda-
stjóra sinn krossa sig í bak og
fyrir og býsnast yfir spillingu
hinna í þessu efni.
Þaff er helber hræsni og ann-
aff ekki. Annað, sem sky/t er aff
muna i þessu sambandi, er svo
þaff, aff fyrir kaupdeilurnar í
vor höfffu verkamenn fjögur
þúsund krónur í mánaðarlaun.
Uíkisstjórniu hafði gert ráff-
stafanir, sem stórhækkuffu
framfærslukostnaff en jafn-
framt breytt Iögum um tekju-
skatt og útsvör á þá leiff, að
þaff var til stórkostlegra hags-
bóta fyrir hátekjumenn. Þá var
lítil von til þess aff verkamenn
þyldu slikan ójöfnuff. Ekkert
var efflilegra en verkamenn
hugsuðu sem svo:
Úr því aff þjófffélagið hefur
ráð á að bæta hlut liátekju-
manna einmitt á þessum miss-
erum, hlýtur þaff aff hafa efni
á aff bæta okkur aff einhverju
leyti þá kjararýmun, sem verð-
bólga stjórnarinnar veldur.
Þess ber og að minnast, að
stéttarfélögin voru að þessu
sinni seinþreytt til vandræða og
leituðu samninga við ríkisstjórn
ina um aukinn kaupmátt laun-
anna, því var ekki anzað.
Misnotkun kaupfélaganna
Mér er ekki fyllilega Ijóst í
hverju hin pólitíska og flokks-
lega misnotkun kaupfélaganna
á að liggja. Helzt skilst mér, að
þar eigi að vera um þjóðsögu
að ræða, sem menn skuli trúa í
blindni, án umhugsunar. Ekki er
sú misnotkun þannig, að t. d.
Framsóknarmenn hafi önnur við
skiptakjör en Sjálfstæðismenn-
irnir. Og öll félagsréttindi hafa
menn jafnt hver sem stjórnmála
skoðunin er.
Ofsóknin í Mbl.
Ég man það að vísu, að á síð-
asta vori rak Mbl. upp mikið
harmakvein af því, að einn af
þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins var ekki endurkosinn í kaup
félagsstjórn. Blaðiö kallaði það
pólitíska ofsókn.
Ofsókn er stórt orð. Stundum
skilst manni að Mbl. telji sig
vita hvað ofsókn í raun og veru
er, þegar það er að ræða um
stjórnarhætti fjarlægra landa.
Það er alls engin ofsókn, þó að
skipt sé um menn í félagsstjórn
eða nefndum þegar þeirra tími
er útrunninn. Á tímum raun-
verulegra ofsókna ættu menn að
spara sér slíkan munnsöfnuö
Veltuútsvar og píslarvætti
Hvernig voru svo málavextir
þar sem þessa Mbls.-ofsókn bar
að? Píslarvotturinn hafði setið
á Alþingi og greitt þar atkvæði
með ýmsu, sem kemur illa við
kaupfélög og kaupfélagsmenn.
Þar má nefna t. d. breytt skatta
lög og ákvæði um frystingu fjár
úr innlánsdeildum.
Þau ákvæði, sem lögfest voru
um veltuútsvar, eru m. a. á þá
leið, að ef sveitarfélag á annað
borð notar veltuútsvar, er skylt
að leggja það á umboðsverzlun
með landbúnaðarafurðir. Þetta
þýðir að á fyrsta ári vex sölu-
kostnaðurinn sem veltuútsvarinu
nemur og hlýtur að dragast frá
því verði, sem bóndinn fær, en
á næsta ári á þetta svo að velt-
ast yfir á neytandann í hækk-
uðu verölagi. Yfirleitt finnst
bændum þessi hækkun á land-
búnaðarvörum fyrir ríkissjóðinn
óþörf og óheppileg. Og það er
engin ástæða til að æpa um of-
sóknir eða pólitíska misnotkun
þó að svo takist til, að stjórnar-
maður, sem brugðist hefur
trausti félagsmanna sinna, sé
ekki endurkosinn.
Þess má geta hér, að dæmi
eru til þess að hin nýju ákvæði
um veltuútsvar séu framkvæmd
þannig, að hreppsnefndin á
verzlunarstaðnum krefji kaup-
félag um 2 krónur og 70 aura
fyrir hvern kjarnapoka, sem
það selur bændum og heimtir
hliðstæðan skatt af öðrum
rekstursvörum landbúnaðarins
Þetta eitt er talin rétt fram-
kvæmd viðreisnarlaganna.
Hver von er svo þess, að bænd
ur séu að þakka slíkt réttarfar?
Er það misnotkun á félögum
almennings að menn hafi þar
atkvæðisrétt?
Rofin helgi einkalífsins
Svo ryðjast þeir inn á flest
svið í einkalífi manna i því skyni
að þjóna pólitískum hagsmun-
um sínum.
Að hverju skyldi þetta lúta?
Ekki á það "ið það. að flokkur
sendi menn na inn á heimili
manna á kjördegi til að reyna
að fá þá á kjörstað því að þar
hefur Sjálfstæðisflokkurimi ekki
látið sitt eftir liggja. Til þess að
geta dregið menn úr rúmunum
á kjörstað fengu Sjálfstæðis-
menn því lengi vel ráðið, að
kjörfundur í Reykjavík stæði
fram yfir lágnætti, svo að sendi-
menn flokksins gætu tekið hús
á kjósendum eftir háttatíma
Ekki getur þetta átt við það,
að draga persónuleg mál inn í
þjóðmálaumræður til að reyna
að flekka andstæðinginn. Þar
hefur Mbl. sízt verið eftirbátur
annarra blaða Hér skal það
'ekki rakið en vilji Sjálfstæðis-
menn hefja umræður um þenn-
an þátt íslenzkrar blaða-
mennsku síðustu 15 ár, væri
ekki úr vegi að rifja upp nokk-
ur atriði, sem vel mættu vera
almenningi til umhugsunar.
Helgi trúar og tilfinninga
Eitt af því, sem telja verður
til helgustu einkamála manna
eru trúmál þeirra. Þó að trú-
málaumræöur séu nauösynleg-
ar, ætt: engum manni að vera
skylt að bera trú sína á torg.
Trúmálum er yfirleitt ekki
blandað i stjórnmálaumræður
hér á lar.di. Þó er ekki frítt við
þaö, að af og til örli á því, að
talsmenn Sjálfstæöisflokksins
hafi tilhneigingu í þá átt að
dæma andstæðinga sína guð-
lausan vantrúarlýð.
Þetta verður auðveldara vegna
þess að Marxisminn átti frá upp
hafi samleið með magnaðri
efnishyggju. Róttækir menn kring-
um síðustu aldamót voru marg-
ir andvígir kirkjunni, enda var
kirkjan stundum notuð gegn
frjálslyndi og víðsýni. Kommún-
istaflokkur Rússlands heldur
svo hátt á loft guðsafneitunar-
merki efnishyggjunnar jafn-
framt því sem hann gerir kenn-
ingu sína að trúarbrögðum með
öllum þeim ytri táknum, sem
einkenna trúarbrögð. Þar má
telja helgirit, óskeikula spá-
menn og páfastól, dýrlinga,
tákn eða merki, sæluríki og
kvalastað. Þrátt fyrir það segir
þetta lítið til um trúarbrögð
einstakra ■ Aiþýðubandalags
rnanna eða Framsóknarmanna á
íslandi á líðandi stundu. Á það
má minna, að starfandi prestar
og prófastar íslenzkrar þjóð-
kirkju eru kjósendur Alþýðu-
bandalagsins. Og við skulum al-
veg láta það liggja milli hluta
í stjórnmálaumræðum, hverju
menn trúa eða trúa ekki í
hjarta sínu. Þar skulum við
láta gilda hið forna heilræði:
Sýn mér trú þína í verkunum.
En tilraunir Sjálfstæðismanna
að ná Drottni í flokkinn í staö
þess að flokkurinn’nálgist Drott
inn eins og meinyrtur maður
orðaði það, benda ekki til þess
að þar fari menn sem blygðist
sín fyrir að draga það, sem öðr-
um er heilagt, inn í stjórnmála-
þrasið, ef þeir halda að það geti
orðið flokkslegur ávinningur
Framkvæmdastjórinn sagöi
líka, að andstæðingum sínum
væri ekkert svo heilagt, að ekki
þjónaði undir þrengstu flokks-
hagsmuni. En hverju var mað-
urinn þá að lýsa í raun og sann
leika?
Hví byrja þeir grjótkastiS?
Hér verðut nú fáu viðaukið að
sinni. En sú ræða. sem hefur
verið gerð að umræðuefni, er
(Frarah á 13. siöu.j