Tíminn - 15.11.1961, Side 2
Tkfclfttj^j.miðvihudaginnlS. nóvember 1961
12
Snæfellingar æskja
allsherjaráætlun-
ar um rafvæðingu
Raforkunefnd Snæfellsness
og Hnappadalssýslu boðaði til
fundar að Vegamótum á laug-
ardaginn til þess að ræða raf-
orkumál héraðsins. Á fundin-
um voru boðaðar hreppsnefnd
ir þeirra sjö sveitahreppa á
Snæfellsnesi, sem ekk? hafa
fengið rafmagn frá almenn-
ingsorkuveitum. Enn fremur
alþingismenn Vesturlandskjör
dæmis, og mættu þeir Ásqeir
Bjarnason, Sigurður Ágústs-
son, Halldór Sigurðsson og
Pétur Pétursson, raforkumála-
stjóri Jakob Gíslason og for-
maður raforkuráðs ríkisins,
Daníel Ágústínusson.
Gunnar Guðbjartsson formaður
raforkunefndar setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna.
Gerði hann grein fyrir tilefni
fundarins, sem væri það, að flestar
beztu sveitir héraðsins væru ekki
búnar að fá rafmagn og teldu sig-
hafa verið afskiptar við ákvörðun
framkvæmda skv. 10 ára rafvæð-
ingaráætluninni og vildu ekki við
það una lengur. Fyrir því hefði
sýslunefnd ákveðið á síðasta fundi
sínum að hefja nýja sókn í raf-
orkumálum héraðsins og væri
þessi fundur einn þáttur í þeirri
sókn.
Tilnefndi hann fundarstjcira
Hinrik Jópsson sýslumann og fund
arritara Ólaf Guðmundsson sveit-
arstjóra í Stykkishólmi.
Þá flutti raforkustjóri yfirlits-
erindi um rafmagnsframkvæmdir
almennt og horfur um fram-
kvæmdir á Snæfellsnesi.
Koma margar fróðlegar upplýs-
ingar fram í ræðu hans. M. a. að
vegalengdin milli bæja væri að
meðaltali 1,2 km sunnan fjalls á
Snæfellsnesi og meiri norðan
fjalls. En 10 ára áætlunin tæki til
bæja með minna en 1 km meðal-
fjarlægð. Að ræðu hans lokinni
voru frjálsar umræður og tóku
margir til máls.
Sigurður Ágústsson alþingis-
maður lagði áherslu á nauðsyn
þess að hraða rafvæðingu dreif-
býlisins og taldi þjóðfélaginu skylt
að leggja fram nægjanlegt fé svo
að það mætti verða.
Formaður raforkuráðs lagði á-
herzlu á að hraði raforkufram-
kvæmdanna væri háður því fjár-
magni, sem rikisstjórn og Alþingi
leggði til framkvæmdanna hverju
sinni. Lýsti hann yfir því að ekki
myndi standa á raforkuráði og raf
orkumálastjóra að leggja í fram-
kvæmdir á Snæfellsnesi, ef fé
væri nægjanlegt til þessara mála.
Margir ræðumenn lögðu áherzlu
á það, að ekki mætti miða þess-
ar framkvæmdir eingöngu við
vegalengdir, heldur yrði að leggja
fé í framkvæmdir í hverju hér-
aði — þar yrði þörfin að ráða úr-
slitum og hvert hérað, sem byggi-
legt væri talið, ætti að eiga kost
á þessum lífsgæðum, bæði til þæg-
inda á heimilum og til bættra at-
vinnumöguleika.
Kom fram sterk krafa um að
gerð yrði allsherjar áætlun um
rafvæðingu allra sveita, svo að
fólk geti gert sér grein fyrir hve-
nær þessara lífsþæginda megi
vænta.
Að umræðum ioknum bar Gunn-
ar Guðbjartsson fram eftirfarandi
tillögu fyrir hönd fundarboðenda;
og var hún samþykkt samhljóða.
Því næst sagði sýslumaður fundi
slitið og bauð fundarmönnum til
kaffidrykkju í veitingahúsinu.
„Fundur boðaður af raforku-
málanefnd Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu haldinn að Vega-
mótum 11. nóv. 1961 til að ræða
um rafmagnsmál þeirra hreppa á
Snæfellsnesi, sem ekki hafa fengið
rafmagn frá almenningsveitum,
samþykkir að taka undir áskorun
siðasta sýslufundar til raforkuráðs
um raforkuframkvæmdir í hér-
aðinu.
Telur fundurinn mjög þýðingar-
mikið að gerð verði allsherjará-
ætlun um rafvæðingu sveitanna,
svo að séð verði hvenær hver
sveit megi vænta þessara eftir-
sóttu lífsgæða.
Enn fremur telur fundurinn
alveg óhjákvæmilegt að fram-
kvæmdir verði hafnar í öllum hér-
uðum, þó vegalengdir séu meiri
en 1 km til jafnaðar og teknir
fyrir ákveðnir áfangar í hverju
héraði árlega.
Fundurinn telur lausn þessa
máls eitt mesta hagsmunamál
sveitanna til að tryggja framtíðar-
byggð í öllu landinu, og að á eng-
an hátt megi' gera upp á milli hér-
aða við skiptingu þess fjár, sem
til þessara framkvæmda er varið
af hálfu þjóðfélagsins hverju
sinni.
Af þessu tilefni skorar fundur-
inn á alþingismenn héraðsins að
vinna að því á Alþingi að veitt
verði nægjanlegt fé til þessara
framkvæmda og að tryggja nægj-
anlega raforku fyrir héraðið."
Tillagan var samþykkt samhlj.
Nehru
bjartsýnn
NTB—Los Angeles 13. nóv.
Nehru forsætisráðherra Ind-
lands sagði á blaðamanna-
fundi í Los Angeles í dag, að
styrjöld væri ólíkleg í fram-
tíðinni. Berlínarmálið væri
ekki eins hættulegt nú og áð-
ur, enda mætti nú eygja leið
til lausnar.
Frá Alþingi
' -■"hanl al 7 síðu 1
hlunninda, sbr. 2. lið 3. gr. Heim-
ilt er að veita framlag til kaupa
á sáðvélum, sjálfbindurum og
þreskivélum eða uppskeru- og
þreskivélasamstæðu og kornmyll-
um, enn fremur til kaupa á þurrk-
tækjum fyrir þreskt korn.
2. Greiða skal sama framlag úr
ríkissjóði á hvern ha. við frum-
vinnslu lands til kornræktar og
greitt er samkvæmt jarðræktarlög
um vegna nýræktar og síðan ár-
lega helming þess.
3. Heimilt er að verja árlega
allt að kr. J 0.000,00 til viðurkenn-
ingar þeim, sem eru til fyrirmynd-
ar um kornrækt.
6. gr.
A fyrsta ári, eftir að lög þessi
öðlast gildi, skal gefa 5 félögum
bænda eða einstaklihgum, sem
Nehru sagði, að spenna ríkti
milli Kína og Sovétríkjanna. Samt
myndu ríkin framvegis standa
saman. Sovétríkin hefðu komið
fjölmörgum umbótum áleiðis, og
væru nú að jafna sig eftir átökin
og vildu frið til þess, að þróunin
gæti haldið áfram. Byltingar-
hneigðin lifir hins vegar góðu lífi
í Kína. Sovétríkin eru íhaldssöm
um þessar mundir. ekki í sama
skilningi og viðræðum um brezka
íhaldsflokkinn, heldur vilja þau
halda fast við það. sem þau hafa
komið fram, sagði Nehru. Þegar
hann var spurður um orsakir hins
alvarlega ástands í heimsmálun-
um, svaraði hann því til, að það
stafaði af heimsku manna og
gáfnaskorti.
„STROMPLEIKUR" Kiljans verS-
ur sýndur I 13. sinnl í ÞjóSleik-
húsinu í kvöld.
ASsókn aS leiknum hefur veriS
ágæt, enda hefur sjaldan veriS
skrifaS og raett jafnmikiS um
neitt leikrit hér á landi.
Myndin er af Bessa Bjarnasyni
og Róbert Arnfinnssyni I hlut-
verkum sínum.
Breti í
landhelgi
ísafirði, 14. nóv. — í morgun
kom varðskipið Albcrt hingað með
togarann Grimsby Town, sem stað-
inn hafði verið að ólöglegum veið-
um út af Straumnesi. Þetta er
nokkuð stór togari, alltaf 600
lestir. Ekki tókst mér að fá nán-
ari fréttir af töku hans, því spurn-
ingum var ekki svarað, hvorki um
borð í varðskipinu né hjá bæjar-
fógeta. — GS.
Blaðið spurðist nánar fyrir um
I töku togarans hjá Landhelgisgæzl-
I unni í gær, og fékk þau svör, að
jAlbert hefði komið að togaranum
: í fyrrakvöld. Var hann þá með
ihlerana utanborðs og eitthvað af
jveiðarfærum í sjó. Albert skautj
| að honum aðvörunarskotum, og I
j fylgdust þeir síðan að í átt til:
lands. Vegna veðurs var ekki hægt i
30 hesta tún
(Framhaid af l. síðu).
sem er innsti hluti Patreksfjarð-
ar). Jeppabifreið, sem var á leið
inn að Barðastr'önd í gær tepptist
er aurskriður runnu bæði fyrir
framan og aftan bifreiðina. Á veg-
inn niður Bjarnkötludal á Rauða-
sandi hafa fallið margar skriður
og er hann algerlega ófær.
Á Rauðasandi hafa skriður fall-
ið á tún þriggja jarða og skemmd-
ir orðið miklar. f Karkjuhvammi
hefur eyðilagzt um 30 hesta tún.
Þykk aur og malarskriða hefur
fallið kringum fjárhús á túninu
og teppt aðgang að þeim. Margar
skiiður hafa fallið á beitiland
jarðarinnar. í Gröf féll skriða og
fyllti gamla hlöðutóft og síðan
fram á túnið. Tvær skriður féllu
á túnið á Stökkum og urðu mikl-
ar skemmdir á túninu. í Gröf og
Stökkum hafa vatnsból fyllzt af
skriðuföllunum, og er vatnslaust á
báðum bæjunum.
í dag er hér allhvöss vestanátt
með rigningarskúrum. Viðgerð er
hafin á vegunum.SJ
Ræsin höfðu ....
(Framhald af 1. síðu).
ir uxðu flestar til á svipaðan hátt;
frost er í jörð og gat hið mikla
vatnsmagn, sem úr loftinu kom,
því ekki sigið í jörð, heldur rann
ofan á, og vegarræsin höfðu ekki
undan rennslinu.
vilja taka að sér árlega ræktun
korns á minnst 10 ha. lands yfii
áætlunartímabilið, kost á aðstoð
löggjafar þessarar og síðan 5 fé-
lögum eða einstaklingum árlega.
Auglýsa skal eftir þátttöku fyrir
30. júní árið áður en ræktun hefst,
og samningar skulu gerðir það tím
anlega, að jarðvinnslu vegna korn
ræktar geti verið lokið fyrir 1.
október haustið áður en ræktun
hefst.
7. gr.
Gefa skal út leiðbeiningar um
undirbúning og framkvæmd rækt-
unarinnar og um meðferð upp-
skerunnar og sé eintak af þeim
afhent samningsaðila, um leið og
samningur er gerður.
8. gr.
Stofnframlag til vélakaupa, sbr.
5. gr., má vera allt að kr.
200.000,00 til hvers samningsaðila.
Almennt framlag samkvæmt jarð-
ræktarlögum greiðist ekki á þá
jarðvinnslu, sem samningar um
kornyrkju ná til.
9. gr.
Landbúnaðarráðherra gefur út
reglugerð um framkvæmd laga
þessara.
10. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi, og
skal endurskoða þau innan 10 ára
frá gildistöku þeirra.
I greinargerð með frv. segir:
Flutningsmenn þessa frv. báru
fram á síðasta þingi frv. til laga
um kornrækt. Það var samþykkt
í Ed., en varð eigi útrætt í Nd.
Frv. þetta er samhljóða því frv.
sem flutt var í fyrra.
Sú reynsla, sem fengin er af
kornrækt á Sámsstöðum og víðar,
hefur sýnt, að unnt er víða í sveit-
um landsins að rækta korn, svo
að það nái fullum þroska, og að
kornrækt geti orðið ein af fram-
leiðslugreinum landbúnaðarins.
Árlega eru fluttar inn fóður-
vörur fyrir allháar fjárhæðir í er-
lendum gjaldeyri. Með aukiinni
ræktun 'koms mætti draga úr þeim
innflutningi eða jafnvel fella
hann niður og spara erlendan
gjaldeyri sem því nemur. Það
virðist því sjálfsagt, að ríkisvaldið
hvetji bændur til að hefja korn-
rækt með því að veita þeim fjár-
hagslega aðstoð til þess.
Þessu frv. hefur áður fylgt all-
ýtarleg greinargerð, og vísast til
hennar um nánari skýringar.
ALMENNUR FUNDUR
að setja menn af varðskipinu um
borð í togarann fyrr en við Bol
ungarvík. — Rannsókn málsins
hófst á ísafirði í gær.
Alfabrenna
Skrautklæddir riddarar, blysber-
ar, Ijósum prýddir hrútar, naut og
geitur, púkar, álfar og tröll auk
tunnuskota, eldflauga og tungl-
skota, verða til skemmtunar á álfa
brennu ungmennafélagsins Aftur-
eldingar í Mosfellssveit, sem verð-
ur haldin á þrettándakvökli í
Varmártúni, þar sem þegar er bú-
ið að hazla ákjósanlegan völl.
Almennur fundur í Framsóknarfélagl Reykja-
víkur verSur haldinn I kvöld, 15. nóv., kl. 8,30 í
Framsóknarhúsinu.
Kristján Friðriksson heldur framsöguerindi um
Framtíðaruppbyggingu atvinnuveganna.
Frjálsar umraeður verða á eftir.
Framsóknarmenn og aðrir, sem áhuga hafa á
þessum málum, eru velkomnir á fundlnn.
Stiórnin.
Almennur stjórnmálafundur í
SuSurlandskjördæmi
Kiördæmissamband Framsóknarmanna í Suðurhndrkiördæmi
efnir til stjórnmálafunda sem hér segir: ^
Sunnudaginn 19. nóv. n.k.:
Vík í Mýrdal kl. 2 e.h.
Brautarholti, Skeiöum kl. 2 e.h
Hveragerði kl. 2 e.h.
Sunnudaginn 26. nóv. n.k.:
Vestmannaeyjum kl. 3.30 e.h.
Selfossi kl. 3 e.h.
Aratungu, Biskupstungum kl. 2 e.h.
Nánar sagt frá fundunum í næsta blaði.
Féla^smálaskóli Arnessýslu
Fyrstu tvö námskeiðin verða haldin á Selfossi, miðvikudaginn
22. og 29. nóv. n.k.
KELGI BERGS, verkfr. flytur erindi um Efnahagsbandalagið.
Frekari upplýsingar hjá
MATTHÍASI INGIBERGSSYNI, Selfossi, forstöðumanni Félagsmála-
skólans.
NÁDEGISKLÚBBURINN
kemur saman í dag á venjulegum stað og tíma.
Mætið stundvíslega.