Tíminn - 15.11.1961, Síða 5

Tíminn - 15.11.1961, Síða 5
T f MIN N, miðvikudaginn 15. nóvember 1961 b Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit. stjórar: Þórarinn Þórarinsson fáb.), Andrés (Cristjánsson. Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga. stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur i Edduhúsinu — Símar: 18300—18305 Aug lýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323 - Prentsmiðjan Edda h.f - Askriftargjald kr 55.00 á mán innanlands í lausasölu kr 3.00 eintakið Betra seint en aldrei Þegar ríkisstjórnin feildi gengi íslenzkrar krónu í febrúar 1960, var almennt búizt við því, að hún felldi jafnframt niður þau aðflutningsgjöld, sem höfðu verið lögð á til að mæta uppbótum. Gengisfallið kom í stað upp- bótanna og átti því vitanlega að feila niður þau aðflutn- ingsgjöld, sem áður höfðu verið notuð til að mæta þeim. Svo fór þó ekki, að ríkisstjórnin felldi þessi aðflutn- ingsgjöld niður, heldur lét hún þau haldast áfram að mestu leyti, þrátt fyrir gengislækkunina. Til viðbótar lagði hún svo á stórfelldan nýjan innflutningssöluskatt. Þetta gerði það að verkum, að verð margra vara hækk- aði gífurlega við gengislækkunina og hefur að dómi ýmissa, fylgt í kjölfar þess stóraukið smygl á ýmsum varn- ingi, þar sem það varð miklu ábatavænlegra en áður að koma umræddum vörum undan toili. Jafnframt fylgdi það, að ýmsum aðilum var gert auðveldara að ná í erlend- an gjaldeyri en áður. Af hálfu Framsóknarmanna hefur á undanförnum þingum og líka á þessu þingi, verið lagt til að innflutn- ingssöluskatturinn, sem var lagður á veturinn 1960, yrði alveg felldur niður. Það myndi a. m. k. lækka framfærslu- kostnaðinn sem svaraði 3 vísitölustigum og auk þess stór- lækka kostnað við rekstur atvinnuveganna og bygginga- framkvæmdir og þannig draga verulega úr dýrtíðinni. Þessu hafa stjórnarflokkarnir alveg hafnað. Þeir hafa þó ekki talið sér fært að taka ekki neitt tillit til þessarar til- lögu og því nú gripið til þess ráðs að fella niður á nokkr- um vörum aðflutningsgjöldin, sem að réttu lagi hefði átt að fella niður á þessum og öðrum vörum, þegar gengið var lækkað í febrúar 1960, eins og rakið er hér að framan. Það skal vissulega viðurkennt, að hér er að ýmsu leyti gengið í rétta átt og betra er seint en aldrei. Hér er hins vegar gengið allt of skammt og enn haldast gífurlegir innflutningstollar á fjölmörgum hinum brýnustu nauð- synjavörum. Með þessu er ekki heldur á neinn hátt tryggt, að smyglið á þessum vörum hætti, þótt það verði eitthvað ábataminna en áður. Fyrir það verður ekki byggt, nema með hertri löggæzlu og þyngri refsingum. En þrátt fyrir það, ber að fagna þessum árangri af baráttu Framsóknarmanna fyrir þvi að dregið sé úr að- flutningsgjöldunum. Hér liefur nokkur árangur náðst, en miklu meira þarf að gera til lækkunar á hinum brýnustu nauðsynjum, svo að vel verði lífvænlegt fyrir þá, sem minnst bera úr býtum. Vextir og lánsfé í fyrradag var til 1. umr. í neðri deild frumvarp Fram- sóknarmanna um lækkun vaxta og afnám lánsfjárhafta. Ef frumvarp þetta yrði samþykkt, myndi það bæði örva framleiðsluna og auka framkvæmdirnar. í kjölfar þess gætu kjörin batnað á raunhæfan hátt. Skilningur á þessu fer nú mjög vaxandi og hefur t. d. komið greinilega í Ijós á yfirstandandi landsfundi útvegs- manna. Sóknina fyrir þessum umbótum í efnahagsmálum þarf að herða, þá mun stjórnin fyrr en seinna láta undan eins og' 1 tollamálunum. Allir þeir, sem hér eiga hlut að máli, þurfa að taka þátt í baráttunni fyrir vaxtalækkuninni og afnámi frystingarinnar á sparifénu. ) 't 't 't t t 't 't t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ) ’t 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't '( 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ) ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ERLENT YFIRLIT Kennedy nýtur ðruggs fylgis Kosningaúrslitin í Texas, New Jersey og New York SiagstætJ fyrir hann Á ÞRIÐJUDAGINN í vikunni, sem leið, var liðið eitt ár frá því, er Kennedy var kjörinn for seti Bandaríkjanna. Þessa af- mælis var m. a. minnzt með því, að þá fóru fram tvennar kosningar, sem veitt var mikil athygli um öll Bandaríkin, og ýmsir töldu, að gætu verið tals- verð vísbending um viðhorf al- mennings til Kennedys og stjórnar hans, þótt fleira bland aðist inn í kosningabaráttuna á þessum stöðum. Þeir Kennedy og Eisenhower tóku virkan þátt í kosningabaráttunni á báðum stöðunum, og urðu kosningarn- ar þannig óbein átök milli þeirra. Niðurstaðan varð sú, að demokratar héldu vel velli á báðum stöðunum. Úrslitin eru því talin sigur fyrir Kennedy og flokk hans. Fylgismenn hans segja, að þau hafi verið forsetanum góð afmælisgjöf. ÖNNUR kosningin, sem hór um ræðir, var borgarstjórakosning- in í New York. Hún var á marg- an hátt sérstæð. Wagner borg- arstjóri bauð sig nú fram í þriðja sinn, var fyrst kosinn 1953. Á undanförnum árum hef ur risið upp mikill klofningur meðal demokrata í New York. Flokksstjórnin hafði komizt í hendur hægri sinnaðra manna og sérgóðra. Vinstri menn flokksins, undir forustu Leh- mans fyrrverandi ríkisstjóra og frú Elinore Roosevelt höfðu því sagt henni stríð á hendur. Wagn er reyndi lengi vel að sigla á milli, en í sumar, þegar ganga átti frá framboði flokksins, var svo komið, að hann varð að velja annan hvorn aðilann. Hann valdi að vera í sveit með- vinstri mönnum og lenti því í andstöðu við flokksstjórnina. Hún bauð því fram gegn hon- um við prófkjörið, en Wagner bar þar sigur úr býtum. Nið- urstaðan varð þó sú, að hægri sinnaðir demokratar buðu fram gegn honum og gengu demo- kratar því klofnir til kosning- anna. Þetta hugðust republik- ana að nota sér vel, þar sem við bættist, að uppvíst varð um ýmsa óreiðu í stjórn borgarinn ar, sem ekki var þó hægt að saka Wagner beint um. Repu- blikanar tefldu fram vinsælum Gyðingi, Lefkowitz, saksóknara í New York ríki, en Gyðingar er’u f.iölmennir í New York. Rockefeller ríkisstjóri og Eis- enhower studdu kosningu hans Richard J. Hughcs og kona hans á kjörstað með ráðum og dáð. Kennedy kom hins vegar Wagner til hjálpar. Niðurstaðan varð sú, að Wagner vann Lefkowitz með 400 þúsund atkvæða mun, þótt sprengjuframbjóðandi demo- krata fengi yfir 300 þús. atkv. Þetta er mikill persónulegur sigur fyr'ir Wagner, sem þykir nú líklegur til framboðs gegn Rockefeller við ríkisstjórakosn- ingarnar á næsta ári. Jafnframt er þetta talinn sigur fyrir Kennedy. HIN kosningin, sem athyglin beindist að, var ríkisstjórakjör- ið i New Jersey. Þar buðu rep ublikanar fram Mitchell, sem var verkalýðsmálaráðherra í stjórn Eisenhowers og hafði ver ið vel látinn í því starfi. Demo kratar buðu fram lítið þbkktan mann, Richard J. Hughes dóm- ara. Eisenhower studdi kosn- ingu Mitchells mjög kappsam- lega. Alveg fram til kjördags var Mitchell talin sigurvæn- legri. Niðurstaðan varð þó sú, að Hughes sigraði, en með litl- um atkvæðamun. Það er talið hafa styrkt hann verulega, að Kennedy mætti á kosningafundi hjá honum skömmu fyrir kjör- dag. Ýmsir höfðu varað Kenne dy við þessu, því að það yrði áffall fyrir hann, ef Hughes félli. Kennedy tók þó áhættuna. MEÐAL hægrisinna hjá repu- blikönum eru ósigrarnir í New York og New Jersey rökstudd- ir með því, að hér hafi frjáls- lyndir republikanar verið í bar áttunni og þeir séu ekki sigur- vænlegir. Það sé hægri stefn- an, sem er kennd við Goldwat- er öldungadeildarþingmann, er sé sigurvænleg. Þessar fullyrð- in,gar þeirra stangast hins veg- ar á við þá staðreynd, að rétt áður hafði farið fram auka- kosning í Texas á þingmanni til fulltrúadeildar Bandaríkja- þings. Þar sótti afturhaldssam- ur republikani gegn vinstri sinnuðum demokrata. Republik anar gerðu sér góðar vonir um sigur, þar sem þeir höfðu í kosningunum s.l. vor unnið öld ungadeildarmannssætið í Texas, er losnaði við það, að Johnson varð varafoiseti. Þeir tefldu því mjög fram í aukakosningunni í haust hinum nýja öldunga- deildarmanni sínum, sem er mjög afturhaldssamur, ásamt Goldwater. Johnson varaforseti fór hins vegar til liðs við fram bjóðenda demokrata. Úrslitin urðu þau, að hann vann með mjög ríflegum meirihluta. Þau úrslit hafa verið talin veruleg- ur ávinningur fyrir þá Johnson og Kennedy. Alveg sérstök athygli beind- ist að aukakosningunni í Tex- as vegna þess, að svo hefur virzt að undanförnu, að mjög afturhaldssinnuð hægri öfl séu að færast í aukana í Bandaríkj- unum. Ekki sízt hefur þessa þótt sjást merki í Texas og Califor'niu. Úrslitin í aukakosn- ingunum benda til þess, að þessi hægri öfl eigi enn ekki sterku almenningsfylgi að fagna, en fjársterkir aðilar standa að þeim og því ekki rétt að vanmeta þau. Þ.Þ. Wagnar borgarstjóri cg kona hens á kjörstaS t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t ‘t 't ') ') 't 't 't 't ') 't ') ') ') ') ') ') ') ') 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ') ') ') ') 't ‘t 't ') ') 't ') ') ') ') ') ') ')

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.