Tíminn - 15.11.1961, Side 8
T f MIN N , miðvikudaginn 15. nóvember 1961
Þa8 var mikið uppnám í
Reykjavík síðari hluta nóv-
embermánaðar fyrir fjöru-
líu árum. Mörg hundruð
manna liði var boðið út og
vopnaður vörður stóð dag
og nótt við ýmsar bygging-
ar, svo að kalla mátti hern-
aðarástand í höfuðstaðnum.
Og alit var þetta sprottið
út af einum föðurlausum
dreng, sem íslenzkur mað-
ur vildi taka í fóstur. Sumir
sögðu, að þessu ylli um-
hyggja fyrir heilsugæzlu og
lögum og rétti í landinu.
Aðrir fóru ekki dult með
það, að pólitískt ofstæki og
hefnigirni hefði freistað ís-
lenzkra stjórnarvalda til
vondra verka.
f þá daga var mikið rætt um
bolsivíkka, og þá var Ólafur
Friðriksson, ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, talinn ímynd alls ills,
er menn lögðu í það orð. Á hon-
um skullu bylgjur haturs og
heiftar, en hann átti sér líka
ótrauða aðdaendur og stuðn-
ingsmenn. í þessu Ijósi verða
menn að sjá þá atburði, er nú
verður sagt frá, þegar fjörutíu
ár eru liðin frá því þeir gerð-
ust.
Ólafur Friðriksson hafði vei-
ið í Rússlandi haustið 1921, en
kom heiim í lok októbermánað-
ar. Hafði hann með sér fjórtán
ára gamlan dreng, Natan Fried
mann að nafni. Var hann rúss-
neskur að uppruna, en fæddur
í Sviss, þar sem faðir hans,
kunnur ver'kalýðsforingi, hafði
átt griðland um skeið á dögum
keisarastjórnarinnar í Rúss-
landi. Hafði maður þessi horf-
ið heim til Rússlands, en lent
í höndum hvítliðasveita, sem
árum saman börðust við bolsi-
víkka eftir byltinguna. Grimmd
in var skefjalaus á báða bóga,
og hvítliðarnir gerðu sér hægt
um hönd og tóku fangann af
lífi. Drengurinn lenti á ver-
gangi og komst til Moskvu, þar
sem Ólafur kynntist honum.
Ólafi hafði litizt vel á þenn-
an föðurlausa dreng og hugð-
ist ganga honum í föður stað.
Skömmu eftir heimkomuna
fór hann með Natan til augn-
læknis, því að eitthvað þjáði
hann í augum, og komst augn-
læknirinn að þeirri niðurstöðu,
að drengurinn væri með sjúk-
dóm þann, sem nefndur er
trakóma.
Nú stóð svo á, að ekki var
kunnugt um þennan sjúkdóm
hérlendis. Var fljótlega ákveð-
ið að vísa hinum munaðarlausa
dreng úr landi, og skyldi hann
fara utan með Botníu, er fór
frá Reykjavík 18. nóvember.
Þessi ákvörðun var rökstudd
með því, að sjúkdómurinn væri
smitandi og óþekktur hér. Ól-
afur vildi sætta sig við þetta,
ef drengurinn fengi forlagseyri
í þrjú ár, 100 krónur á mánuði.
Stjór’narvöldin vildu aðeins
leggja fram þúsund krónur, er
áttu að nægja fyrir kostnaði við
að senda drenginn til Rúss-
lands. Þar ríkti þá hungurs-
neyð, og hafnaði Ólafur þessu
boði.
Síðan neitaði Ólafur að láta
drenginn af hendi. Hann skír-
skotaði til þess, að trakóma
væri tregsmitandi sjúkdómur.
svo að þeiPj sem hann fengju.
væru yfirleitt einangraðir, enda
sæist, að hér væri ekki að verki
eirrkfrr áhugi á heilsugæzlu í
lan ’' • ■ b"í að ekkert hefði
v.p.,;ir tjj þess ag Ijægja
d'-rvrn-m' r.-í samneyti við ann
að fólk, þegar í ljós kom, hvaða
sjúkdómur hrjáði hann. Sagði
Ólafur skýrt og skorinort, að
níðast ætti á drengnum fyrir
þær' sakir, hvern hann ætti að.
Einhver ráð hefðu fundizt til
þess að leyfa honum landvist,
ef hann hefði átt þá að, Cope-
land eða Eggert Claessen.
Býsna margir munu hafa verið
honum sammála um þetta.
Nú var ekki að sökum að
spyrja. Miklar æsingar hófust.
Fó.lk á götunum æpti „frans-
ós, fransós11 að hinum útlenda
dreng, og blöðin tóku að deila
um málið.
„Bolsivíkkinn“ Ólafur Frið-
riksson hafði gert uppreisn
Klukkan eitt eftir hádegi
hinn 18. nóvembermánaðar hélt
þetta lið allt með. lögreglustjór-
ann, Jón Hermannsson, og lög-
reglu Reykjavíkurbæjar í
broddi fylkingar að húsinu Suð
urgötu 14, þar sem Ólafur Frið
riksson átti heima.
Þegar liðið kom að húsinu,
var þar fyrir mikill mannfjöldi.
Voru það bæði vinir Ólafs og
fleiri, sem búnir voru til lið
veizlu við hann, forvitnir bæj-
arbúar, sem vildu ekki láta sjón
arspilið fara fram hjá sér, og
æstir andstæðingar hans. Með-
al þessa fólks voru margir Dags
brúnarmenn, er komið höfðu
frá vinnu sinni við höfnina, og
að leita um sættir og fi'eista
þess að koma á samningum. En
þess var enginn kostur. Lögregl
an tók og það ráð að hörfa
frá húsinu, og var ekki að sinni
gerð önnur tilraun til þess að
ná drengnum. Botnía lét úr
höfn, en Natan Friedmann beið
þess, sem verða vildi, í skjóli
Ólafs Friðrikssonar í Suður-
götu. Mun ekki hafa veiið laust
við, að lögreglustjóra væri leg-
ið á hálsi af æstum fjandmönn-
um Ólafs Friðrikssonar fyrir
skort á röggsemi og einbeitni,
enda mun hann jafnvel hafa
verið grunaður um ógeð á því
verki, sem honum og mönnum
hans var ætlað að vinna. Lög-
væringar voru og á milli hinna
andstæðu sveita, njósnarar á
flökti, og stundum bar við, að
menn voiu teknir til fanga af
áköfum mönnum og krafðir
sagna um gerðir andstæðing-
anna.
Á meðan þessu fór fram,
gerðist það, að augnlæknar bæj
arins og settur landlæknir, Guð
mundur Hannesson, skoðuðu
drenginn að nýju og kváðust
nú ekki vissir um, að trakóma
þjáði drenginn, því að ekki sæj
ust glög,g einkenni þeirrar
veiki. Maður, sem þó lét ekki
nafns síns getið, kvaðst líka
hafa dvalizt hér á landi með
trakómu í sex ár og fengið hér
99
ÓIi Friðriks á hann.
U
m m
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
fyrlr fjörutíu árum
ÞEGAR
HERNAÐARÁSTANDIÐ
RÍKTI
í REYKJAVÍK
HAUSTIÐ 1921
NATAN FRIEDMANN,
drengurinn umkomulausi, sem
fluttur var nauðugur úr landi
gegn löglegum yfirvöldum, svo
sem hans var von og vísa, og
skirrtist ekki við að stofna
heilsu landsmanna í hættu með
því að gera voðalegan sjúkdóm
landlægan. Var þegar boðið út
liði, lögreglunni til aðstoðar.
einkum brunaliðsmönnum og
mönnum úr Skotfélagi Reykja-
víkur. Þeir hafa væntanlega ver
ið valdir vegna kunnáttu sinn
ar um meðferð skotvopna. Var
þetta lið allt vopnað kylfum
Þessu liði var ætlað að flytja
drenginn með valdi út í Botn
íu.
verkamenn af öðrum vinnustöð-
um.
Lögreglan ruddi sór braut
gegnum mannfjöldann, án þess
að til verulegra tíðinda drægi,
og komst umsvifalaust inn í
húsið,
Drengurinn hafði falið sig i
húsinu, en ekki leið á löngu, áð
ur en leitarmenn fundu hann
í skáp undir stiga.
Þegar Ólafur varð þess á-
skynja, að lögreglan hafði fund
ið drenginn, hrópaði hann til
mannfjöldans, sem beið úti fyr-
ir:
„Nú eru þeir búnir að finna
drenginn og koma senn með
hann út. Þeir skulu aldrei kom-
ast með hann burt“.
Einn liðsmanna stökk upp á
steinvegg og kallaði: „Við, sem
hér erum, metum mannúðina
meira en hegningarlögin“.
f þessum svifum drógu lög-
reglumennirnir drenginn gr'át-
andi út úr húsinu. Tók mann-
fjöldinn mjög að ókyrrast við
þá sjón, og veitti stór hópur
manna þegar lögreglunni að-
göngu. Sló nú í hinn harðasta
bardaga, og skipaði lögreglu-
stjóri varaliðinu að skerast í
leikinn. Segir ekki af fram-
göngu þess, en eftir alllangan
og snarpan bardaga fór lögregl-
an halloka. Hafði þá kylfunum
verið svipt af sumum og margir
hlotið nokkra áverka. Einkenn-
isbúningar höfðu rifnað í átök-
unum og húfur lögregluþjón-
anna verið fótum troðnar. Þeg-
ar í öndverðum^ bardaganum
höfðu liðsmenn Ólafs náð hin-
um hrjáða dreng. sem um var
harizt, og komið honum inn í
húsið, án þess að hann yrði fyr
’v verulegu hnjaski.
Ekki slapp húsið sjálft við
skemmdir. I hita barda.gans var
stórum steini varpað inn um
glugga á blómastofu Ólafs bg
á annan glugga var kastað hluta
af grindverki með pílárunum á
— Steininn notaði Ólafur síð
ar sem bréfapressu.
Þegar í þetta óefni var kom-
ið, gerðust góðir menn til þess
reglan var einnig atyrt af þeim,
sem ekki þótti nógu hart geng-
ið að Ólafi og talað var um
„vitsmunaskort og vanmátt"
hennar.
Æsingarnar mögnuðust nú
um allan helming. Forsætisráð-
hearann hafði verið lagður af
stað til útlanda er sennan varð,
en hætti við förina og gekk á
land í Hafnarfirði, er honum
bárust fregnir um hana. Ríkis-
stjórnin lét þessu næst bjóða
út fjölmennu varaliði, og var
kallað, að sjálfboðalið hefði ver
ið stofnað til aðstoðar lögregl-
unni. í það gekk allmargt verzl
unarmanna og íþróttamanna, og
var þetta lið síðan æft til bar-
daga og skipað í flokka. En svo
ólmt var það, að það neitaði að
lúta forystu Jóns Hermannsson
ar lögreglustjóra, og skipaði þá
ríkisstjórnin sérstakan lögreglu
stjóra til bráðabirgða til þess
að stjórna atlögunni að Olafi
og drengnum. Varð fyrir val-
inu Jóhann P. Jónsson, skip-
herr'a á varðskipinu Óðni, er
verið hafði undirforingi í sjó-
liði Dana. Höfðu 400—500 menn
gefið sig fram í varaliðið.
Sjálfboðaliðið gerði sér að-
albækistöð í Iðnaðarmannahús-
inu, en í Góðtemplarahúsinu
átti að vera hjúkrunarstöð. Var
þar safnað saman hjúkrunar-
gögnum, sjúkrabörum, sáraum-
búðum og lyfjum. Vopnaðir
varðmenn voru jafnan við þessi
hús og ýmsar aðrar byggingar
bæjarins — stjórnarráðshúsið.
bústað forsætisráðherra, Jóns
Magnússonar, fslandsbanka og
fleirí staði. Sums staðar var
jafnvel bönnuð umferð, svo að
í rauninni ríkti hernaðarástand
í Reykjavík þessa daga.
Ólafur var ekki aðgerðarlaus
að sínu leyti. Hann innritaði
einnig fjölda manna í lið sitt,
bæði fylgismenn sína í stjórn-
málum, og menn, sem sárir
voru og gramir yfir þeirri vald-
beitingu, er höfð skyldi i
frammi við umkomulausan
dreng. Voru varðflokkar i húsi
Ólafs nætur og daga. Nokkrar
endurnýjað resept frá Noregi
vegna þessa sjúkdóms. En hvor
ugt breytti þetta rás viðburð-
anna.
Hinn 21. nóvember var stjóin
Alþýðusambands íslands kölluð
saman til fundar, og var um-
ræðuefnið herför ríkisstjórnar-
innar gegn Ólafi Friðrikssyni.
Mun Ólafur hafa vænzt sér lið-
veizlu þessara samtaka. En það
brást. Eftir miklar umi'æður
var að lokum samþykkt sú álykt
un, að sambandsstjórn Alþýðu-
sambands íslands teldi brottvís-
unarmál Natans Friedmanns
einkamál Ólafs Friðrikssonar.
Morguninn eftir lét hinn nýi
lögreglustjóri til skarar skríða.
Um þrjú hundruð manna liði
var stefnt saman í aðalstöðvun-
um í Iðnaðarmannahúsinu. Var
það allt búið vopnum, margir
með byssur, en aðrir með bar-
efli. Upp úr hádeginu héldu 80
menn síðan af stað til heimilis
Ólafs Friðrikssonar og komu
þeir að húsinu úr tveimur átt-
um. Voru tuttugu með r'iffla og
höfðu skothylki í vösum sínum.
Tvö hundruð menn voru hafðir
til vara. Hinn nýi lögreglustjóri
gekk að dyrunum og krafðist
þess, að lokið væri upp. En þeg-
ar skipun hans var ekki hlýtt,
lét hann brjóta upp hurðina.
Gekk hann síðan í húsið í fylgd
með lögreglumönnum, en sjálf
boðaliðssveitirnar biðu úti fyr-
ir, ærið vígreifar, með byssur
sínar og barefli. Höfðu þá ver-
ið ruddar göturnar milli heim-
ilis^ Ólafs og fangahússins.
Ólafur Friðriksson hafði að-
eins fyrir fámennt lið í húsinu,
og var ekki veitt viðnám. Höfðu
flestir leitað upp í háaloftið.
og þar var Anna. kona Ólafs,
með drenginn.
Eftir örskamma stund sáu
þeir, sem úti biðu, að lögregl-
an kom út með Ólaf Friðriks-
son o.g þrjá menn aðra, alla
handjárnaða. Voru þeir umsvifa
laust settir í bifreið og farið
með þá upp í fangahúsið á
Skólavörðustíg. Á meðan var
handtökum haldið áfram í hús-
inu, og fóru bifreiðarnar hverja
ferðina af annarri með fang-
ana, nokkra óhefta, en marga
í járnum. Alls voru tuttugu og
tveir menn teknir höndum i
þessari hrotu
Bílarnir með fangana voru
látnir aka á fleygiferð, og henti
einn það óhapp, að hann kast
aðist upp á gangstétt, braut
grindverk og slasaði tvo drengi
sem stóðu innan við girðin?
una, 'Gunnar Guðjónsson o-
Björn Hjaltesteð.
Anna Fríðriksson og drene
urinn voru handtekin eins or
aðrir. Dró einn drenginn grát
íFramhald á 13 síðu
v-: -h v- •4Þ.-