Tíminn - 15.11.1961, Side 12
12
T í MIN N , íniðvikudagiim 15. nóvember 1961
RITSTJOR.I HALLUR SIMONARSON
Loksins rauf íþróttasíða j
Morgunblaðsins s.l. laugardag
þagnarmúr blaðsins um Þórólf
Beck og þá með einni furðu-
legustu grein, sem birzt hefur
á íþróttasíðu dagblaðs í
Reykjavík um langan tíma.
Ekki verður þessi ritsmíð á
annan hátt skýrð, en öfund og
afbrýðisemi hafi búið um sig
í herbúðum Morgunblaðsins í
garð þeirra blaða hér, sem
sagt hafa frá Þórólfi Beck, og
stýrt penna þess blaðamanns,
sem greinina ritar. Dylgjur og
rangfærslur greinarhöfundar
eru svo margvíslegar, að ekki
verður hjá því komizt að svara
þeim með nokkrum orðum.
Þórólfur Beok hefur dívalið á
Skotlandi í tæpa tvo mánuði og
síðustu vikurnar verið fastur mað
ur í aðalliði St.Mirren, þar secn j
hann hefur getið sér hinn bezta
orðstír. Undanfarin tvö ár hefur
Þórólfur verið vinsælasti knatt-
spyrnumaðurinn hér á landi, og
aðdáendahópur hans hefur stöð-
ugt vaxið'. Maður sky'idi því hafa
álitið, að stærsta blað landsins
hefði talið sig hafa nokkrar
skyldur gagnvart lesendum sínum
og reynt að færa þekn fréttir af
Þórólfi. En þar hefur vart verið
á hann minnzt — þar til nú að
þessi furðulega grein birtizt. Létt
hefði þó verið fyrir blaðið að afla
sér upplýsinga um Þórólf með
því að fá sfeozk biöð, þyi ag vart
hefur það sunnudagsblað komið
út á Slkotlandi að uindanförnu, þar
sem Þórólfs er ekki að einhverju
getið.
Síðustu vikurnar hefur um
fáa ef nokkurn knattspyrnu-
mann verið ritað meira í
skozk blöð en einmitt Þórólf
Beck. Þetta er staðreynd,
hvað sem Mbl. segir, og und-
irrituðum var þetta vel kunn-
ugt meðan hann dvaldi í
Skotlandi fyrir nokkrum dög-
um og af iestri skozkra blaða
síðan.
„Málið blásið upp"
Ein Mbl. leggur þetta til cnól-
anna. „Málið blásis upp. Mikið
rót hefur verið um ferð Þórólfs
utan og fátt eitt staðfest af frétt-
Þegar Morgunblað-
ið missti fréttina!!
um, sem birzt hafa. Teknar hafa
verið blaðaumsagnir í ýmis blöð
hér og gerðar stærri hér heima
en úti voru.“
Morgunblaðið, sem ekkert hef-
ur sagt frá Þórólfi vegna þess ein
faldlega, að það hefur ekki aflað
sér neinna gagna, getur ekki borið
slíkt á borð. Þau blöð, sem birt
hafa blaðaumsagnir ucn Þóróif,
Tíminn og Vísir, hafa ekki gert
þær stærri en þær voru í skozku
blöðunum, nema siður væri. Fyrst
Morgunblaðsmaðurinn þykist nú
hafa þessar umsagnir — sem óg
efa algerlega — þá sfcora ég á
hann að birta þær umsagnir, sem
hér hafa birzt í stærri mynd en
ytra. Eg er hræddur um, að það
reynist erfitt.
Og hann segir, að fátt eitt stað-
fest hafi birzt. Er þetta rétt? i
Meðan undirritaður dvaldi á Skot j
landi sendi hann margar greinar
heim, lýsingu á einum leik Þór-
ó'lfs, viðtal við hann, viðtal við
framkvæmdastjóra St.Mirren, og
viðtal við einn eiganda félagsins.
Þetta voru fréttir frá fyrstu
hendi, og vissulega staðfestar
fréttir — og það er einmitt þetta,
sem Mbil.-mönnum svíður. Það er
þess vegna, sem þessi þagnarmúr
hefur verið í blaðimu um Þórólf
— þag er vegna þess, að Mbl.
missti fréttina! — En Mbl. getur
enn bætt úr þessu með þv.í að
senda blaðamann til Skotlands og
láta hann fylgjast með Þórólfi
Beek í eina til tvær vikur. Það
yrði áreiðanlega vinsælt af les-
endum blaðsins.
Ekkert hægt að staðfesta
Mbl. er með dylgjur um það,
hvað Þórólfi sé boðið fyrir að ger-
ast atvinnumaður, en þá upphæð,
sem blaðið nefnir hefur enginn
heyrt, sem fylgzt hefur með þessu
máli. Og Mbl. segir: „Staðfestar
fréttir höfum við ekki og þær fást
jafnvel ekki með samtölum við
Skotland."
Að vísu er allt óstaðfest og ein-
kennilegt í þessari Mbl.-grein, en
Mbl. hefði áreiðanlega gert bet-
T ryggingaf élög gefa
Skíðaráði R. bikara
Á síðast liðnum vetri kom það í
ljós að silfurbikarar, sem keppt
hafði verið um á Skíðamótum
Reykjavíkur, höfðu allir verið unn
ir til eigna. Og Skíðaráð Reykja-
víkur var í mjög miklum vanda
statt þar sem skíðamót án verð-
launaafliendinga missa mjöig mikið
til gildi sitt.
Forráðamenn skíðaíþróttanna í
Reykjavík leituð'u fyrir sér hjá
tryggingafélögunum í Reykjavík
um aðstoð, og var mjög vinsam-
lega tekið.
Síðast liðið vor var haldið kaffi-
kvöld skíðamanna, og voru þar
afhentir silfurbikarar þeir, er
tryggingafélögin höfðu gefið skíða
félögunum í Reykjavík. Þar sem
hér er um farandbikara að ræða,
verður keppt um þessa bikara ár-
lega.
Skíðaráð Reykjavíkur er mjög
þakklátt fyrir þennan skilning,
sem tryggingafélögin sýndu með
því, að gefa þessa fallegu bikara,
og er þetta mjög mikil lyftistöng
fyrir skíðaíþróttirnar í heild.
Undanfarna daga hafa tækifæri
gefizt til skíðaiðkana þar sem
snjór hefur verið nægilegur á
Hellisheiðinni, skemmtilegt er að
sjá hve margir eru byrjaðir að
æfa af fullum krafti.
Skíðamenn, æfið vel í vetur og
fjölmennið til keppni.
ÞOROLFUR 3ECK
viS prentvélina
ur með því að reyna að hringja
til Skotlands en birta þessa grein
alla „óstaðfesta“. Það verður ekki
legið á því í skozkum blöð'uin, þeg
ar Þórólfur gerir samning, og
upphæðin, sem hann fær, þá á-
reiðanlega nefnd. Og að ekki sé
hægt að fá fréttir staðfestar með
símtali, hljómar einkennilega —
eða er ekki mikill hluti frétta Mbl.
einmitt kominn til blaðsins á þann
hátt?
Var þaS rétt?
í Mbl.-greininni er reynt að læða
þvi inn hjá lesendum, að Þórólf-
ur hafi hlotið eitthvert smánar-
boð hjá St.Mirren og íslenzkri
knattspyrnu hafi verið sýnd óvirð-
ing með því. Og til staðfestingar
'segir höfundur: „Hann er etoki
síðri miðherji að dómi undirrit-
aðs, en Daninn Harald Nielseu,
sem seldist til Bolonga á Ítalíu
fyrir tvær mil'ljónir kr. íslenzkar.“
Álit greinarhöfundar á Þór-
ólfi og Nielsen, kemur honum
einum við. En því að bæta nær
helming við þá upphæð’, sem Dan-
inn hlaut hjá Bolonga? Hverju
þjónar það? Harald Nielsen
fékk 215 þúsund danskar krónur
fyrir samning sinn, upphæð, sem
öll dönsku blöðin minntust á, og
svo er nú fyrir að þakka, jafnvel
á þessum viðreisnartímum, að ©in
dönsk króna jafngildir ekki tæp-
um tíu krónum íslpnzkum — en
greinarhöfund munar ekkert um
að bæta við nokkrum hundruðum
þúsunda til að reyna að gera hlut
Þórólfs minni.
Hvað þá, að ír.'nrrit sé á aðstöðu
mun danskra og íslenzkra knatt-
spyrnumanna. Á hverju ári koma
,,útsendarar“ frá stóru, ítölsku fé-
lögunum til Norðurlanda og kaupa
þar knattspyrnumann eða knatt-
spyrnumenn. Slíkt hefur aldrei átt
sér stað hér á landi — og þar get-
ur Skotland orðið stökkbretti fyr-
ir Þórólf. Albert Guðmundsson
hóf sinn knattspyrnuferil erlendis
einmitt á Skotlandi — reyndar
sem áhugamaður, þar sem hann
stundaði þar nám. Og sá knatt-
spyrnuferill var upphaf að miklu
ævintýri.
Óheppilegt dæmi
Mbl. reynir einnig að koma því
inn hjá lesendum sínum, að það
sé ógurleg frelsisskerðing að ger-
ast atvinnumaður í knattspyrnu,
og bendir á Jimmy Brown, fyrr-
verandi maifcvörð St. Mirren, því
til staðfestingar. En þar hendir
blaðið á heldur óheppilegt dæmi
fyrir sjálft sig — og það er ekki í
eiua skiptið í greininni sem höf-
undur er svo óheppinn. Blaðið
segir, að Jimmy hafi verið dáður
maður, þegar lið hans kom hing-
að í vor, en nú sé hann fallinn í
ónáð.
Hvað er rétt í þessu? Jú, einmitt
það, að Br'own bað um það sjálf-
ur að verða seldur til annars fé-
lags — og það var svo langt í frá,
að hann væri í nokkurri ónáð hjá
félagsstjórninni, síður en svo. Og
það sýnir einnig rétt atvinnu-
mannsins, að hann getur farið
fram á að skipta um félag, ef hon-
um sýnist svo. Jimmy Brown var
ekki í ósátt við félag sitt — held-
ur tvo leikmenn þess, og hann ósk-
aði ekki eftir að leika með þeim.
Deilur hans við leikmennina tvo
hófust einmitt í íslandsför St.
Mirren r— en um þetta mál veit
höfundur Mbl.-greinarinnar ekkert
frekar en annað í þessu máli, sem
hann er að reyna að skrifa um, og
því er grein hans svo furðulega
„óstaðfest11.
Skozka landsliðið
Og greinarhöfundur er einnig
óheppinn, þegar hann ætlar að
fara að fræða lesendur um skozka
knattspyrnumenn — en fáum, sem
til þekkja kemur það þó á óvart.
Hann segir: „Allir eða langflestir
beztu knattsp.m. Skota leifca með
enskum liðum — eða jafnvel
ítölskum — séu þeir mjög góðir.
Stilli Skotar upp landsliði þá leika
næsta fáir af þeim, sem heima
dvelja — hinir eru kallaðir heim.
Atvinnumennskan er á háu stigi,
en heimamarkaðurinn skozki get-
ur ekki greitt á við stóru félögin
erlendis.11
Þeir, sem fylgzt hafa með
brezkri knattspyrnu undanfarin
ár, hafa eflaust brosað þegar þeir
lásu þessa grein. f þau fimmtán
ár, sem ég hef fylgzt allnáið með
brezkri knattspyrnu, hefur það
víst komið fyrir í eitt skipti, að
skozka landsliðið hafi verið skip-
að fleiri leikmönnum úr ensku
liðunum, en þeim skozku — eða
fleiri „anglo-scots“, eins og Bretar
kalla þá. Mikill meiri hluti skozku
landsliðsmannanna er alltaf úr
skozku liðunum. Fyrir _ viku lék
Skotland við Wales. Átta leik-
menn úr skozku liðunum léku í
landsliðinu — þrír frá enskum
liðum, og var það meira en efni
stóðu til. Millar, miðherji Rangers,
var meiddur og St. John frá Liver-
pool tekinn í hans stað, og Brown
Tottenham, var settur í markið,
þar sem Dunferline lék sama dag
í Evrópubikarkeppninni í Júgó-
slafíu, og skozka landsliðsnefndin
vildi því ekki taka markmann liðs-
ins frá því.
Eða hvenær hefur Mbl. séð, að
Glasgow Rangers selji sína beztu
menn — eða jafnvel Glasgow
Celtic?. Heimamarkaðurinn skozki
getur vel^ staðið undir sínum
mönnum. Áhorfendur vantar ekki
á vellina — eða veit kannski Mbl.
í hvaða borg stærsti knattspyrnu
völlur í Evrópu er? — Ef það
hefur ekki vitað það, þá er það
Hampden-Park í Glasgow.
Koma þá ekki aðrir á eftir
Og grein Mbl. lýkur þannig:
„Heldur vildum við, að ísl. knatt-
spyma nyti hans (þ.e. Þórúlfs) og
hún gæti aðstoðað hann eitthvað
á móti því, sem hann aðstoðaði
ísl. knattspyrnu". Þetta er fallega
sagt, en hvar ætti ísl. knattspyrna
að ná í þær, segjum 700—800 þús-
und krónur, sem Þórólfur gæti
hagnazt á í skozkri knattspymu
næstu tvö árin. Og myndu þá ekki
aðrir knattspyrnumenn íslenzkir
koma á eftir og segja: „Þið getið
gert þetta fyrir Þórólf, því fáum
við ekki það sama?“
Það er vissulega mikil eftirsjá
fyrir íslenzka knattspymuunnend-
ur, ef Þórólfur Beck kemur til
með að gerast atvinnumaðuir á
Skotlandi, en við því er ekkert að
segja. Hlutur hans hlýtur að koma
fyrst — og það er skiljanlegt, að
ungur maður með hæfileika Þór-
ólfs á knattspyrnusviðinu vilji
tryggja framtíð sína. Við höfum
áður horft á eftir knattspyrnu-
manni í raðir atvinnumanna, og
þó að það væri mikil eftirsjá,
stóðum við þó nokkurn veginn
beinir í baki á eftir.
Og úti á Skotlandi sagði
Þórólfur við undirritaðan:
„Þið verðið að skilja aðstöðu
mína, Hallur. Hér get ég
fengið mikla peninga á stutt-
um tíma fyrir að stunda þá
íþrótt, sem ég met öllum öðr-
um meira. Heima lék ég
vissulega knattspyrnu í góð-
um félagsskap, og hafði sjö
hundruð krónur á viku í
kaup í prentsmiðjunni“.
Segja þessi orð ekki allt?
— hsím.
HARALD NIELSEN
Danmörku
hlaut ekki 2 milljónir, heldur
1.3 miiljónir krónur.