Tíminn - 15.11.1961, Qupperneq 13

Tíminn - 15.11.1961, Qupperneq 13
T f MI N N , miðvikudaginn 15. növember íaei 13 verksmiðjuna Þórarinn Þórarinsson, alþings- maður og ritstjóri, hefur komið fram með athyglisverða og merki- lega tillögu í ræðu á Alþingi um óburðarvei'zlunina. Tillagan er um, að áburðurinn, sem framleiddur er í Gufunesi, en einnig sá, er. fluttur verður inn á vegum Áburð- arverksmiðjunnar h. f., ef frum- varp Ingólfs á Hellu nær sam- þykki, verði verðlagður af öðrum en stjórn verksmiðjunnar. En frumvarpið gerir ráð fyrir, að all- ur áburðurinn sé seldur með kostn aðarverði, án þess að nokkuð sé nánar tilgreint, hvernig kostnaðar- verðið skuli reiknað eða fengið, en um það geta skoðanir verið skipt- ar. Ástæðan til þessarar uppástungu er vafalaust sú, að álitið er, að stjórn Áburðarverksmiðjunnar kunni eða muni hneigjast til, að draga taum stofnunnar sinnar fram yfir þörf hennar eða heldur frekt á kostnað áburðarkaupenda, sérstaklega eftir að hún fengi í 'hendur einræði um kaup, innflutn ing og sölu alls tilbúins áburðar í landinu, þótt henni sé treyst í því sambandi er minnt á, að verksmiðjan leggi í fyrningasjóð og varasjóð um 20 millj. króna ár- lega, ef miðað er við síðasta árs- reikning, og að stjórnin telji, að framlagið muni frekar þurfa að 'hækka en lækka frá því, sem er. Mörgum finnst það nokkuð hátt gjald, ef taka þarf fimmtíu krón- ur af hverjum kjarnapoka, sem er 50 kgr., eða 1000 krónur af hverri smálest af áburði í þessu skyni. Hér verður enginn dómur á það lagður, verksmið j ust j órnin er vafalaust sínum hnútum kunnug- ust. sem aðrir aðilar. Stjórn verksmiðjunnar er sett f mikinn vanda, ef hún á að hafa fullt ákvörðunarvald um áburðar- verðið, jafnvel þó að ráðherra þeim, sem fer með landbúnaðar- mál, sé ætlað að leggja samþykki sitt á það, sem stjórnin hefur á- kveðið. Það vald ráðherra er meira form, heldur en að honum sé ætl- að að taka fram fyrir hendur stjórnarinnar og mundu flestir ráð herrar leggja samþykki sitt og blessun á það, sem lagt væri fyr- ir þá af verksmiðjustjórn, enda hefðu þeir ekki í höndum þau mörgu skilríki og skjöl, sem að því lúta. Þeir mundu sjaldnast hafa aðstöðu til annars en að fall- ast á álit hennar, ef þeir fengju það ágreiningslaust og. sem sam- hljóða ákvörðun. Á það er enn fremur að líta, að áburðarverðið hefur drjúg áhrif á verðlagsgrundvöll landbúnaðar- varanna og þar með á allan fram- færslukostnað í landinu, og er því í rauninni alþjóðarmál eins og nú er komið. Það virðist því næsta eðlilegt og skynsamlegt, að einhver annar að- ili eða fleiri aðilar en sá, sem ber ábyrgð á rekstri verksmiðjunnar og kaupum á innflutta áburðinum, liafi verðlagsvaldið í hendi. Á það að sjálfsögðu við, hver sem verksmiðjustjórnin væri, eins þótt hún væri kunn að því að fara að lögum í hvívetna. Meðan ríkisstofnun eins og Á- burðarsala ríkisins hafði á hendi innflutning og sölu þessarar vöru, var nokkuð öðru máli að gegna. Hennar sjónarmið um áburðarverð ið var að halda því sem hagstæð-; ustu, enda hafði hún engin önnur hlutverk en áburðarverzlunina eina. En þegar verkefnin eru fleiri en eitt, er rrokkur hætta á, að þeim verði ekki hægt að halda full komlega aðgreindum, þótt vilji til þess væri nægur, svo sem ugglaust er hjá núverandi stjórn En hvar ætti þá verðlagsvaldið að vera? Um það gætu verið skipt- ar skoðanir að sjálfsögðu og fleiri en ein leið fær. t Sennilega væri heppilegt og j sanngjarnt, að fela það nefnd i þriggja manna. Einum frá Stéttar-j sambandi bænda, öðrum frá Al- þýðusambandi íslands og þriðja frá Áburðarverksmiðjunni, — ef hún fer með áburðarverzlunina, i — eins og Ingólfur hefur ákveðið. Einnig mætti hugsa sér, að sú sex mannansfnd, sem setur verð- j lag á landbúnaðarafurðir, hefði á j hendi ákvörðun um áburðarverðið. j Þessu er aðeins skotið hér fram án þess að vera rækilega athugað. Verði Áburðarsala ríkisins af- numin, virðist sjálfsagt, að öll á- burðarverzlunin sé gefin frjáls, en ekki falin hlutafél Áburðarverk- smiðjunni. Þeir, sem áhuga hafa fyrir því, að fórna tíma sínum og fé til þeirr ar þjónustu við landslýðinn, að verzla með þessa nauðsynjavöru, eiga að fá það, ef ríkið sjálft vill ekki lengur hafa þá þjónustu á hendi. Við höfum dugandi verzlunar- stétt, kaupfélög og kaupmenn, sem treystandi er til að leysa það hlut- verk af hendi á sama hátt og þeim hefúr t.ekizt með aðrar nauðsynja- vörur og þá hlýtur verðlagning áburðarins sömu háttum sem þær, og hver mundi þá‘ telja sig hafa ástæðu til að kvarta? _ Áheyrandi. Drengurinn kemur bezt klæddur frá okkur Vesturg 12 Sími 13570 Aðalfun Stúdentafélags Reykjavíkur verður haldinn í Tjarn arcafé uppi í kvöld (miðvikudagskvöld) kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Stúdenfafélags Reykjavíkur r,Óli Friðriks á bann..“ .franinaio ai b siöu andi út úr húsinu og niður stíg inn að bílnum, en Anna Frið- riksson reyndi að halda í aðra hönd hans. Þar var þeim báð- um snarað upp í bíl. Með þau var fyrst farið í Iðnaðaimanna- húsið, en síðan í franska spítal- ann. Mikil varúð var höfð á. Þegar þau voru háttuð, kom inn í svefnherbergið maður til þess að heimta vasaljós, sem dreng- urinn átti að hafa haft í fór- um sínum, og ekki fékk Anna Friðriksdóttir að tala í síma næstu daga, nema með eftir- gangsmunum og undir eftirliti, og skýrslur um orð hennar og gerðir taldi hún hafa verið send ar í aðalstöðvarnar i Iðnaðar- mannahúsinu jafnóðum. Handtökum var haldið áfram, þótt hús Ólafs Friðrikssonar hefði verið tæmt. Voru sex rnenn tíndir saman hér og þar síðar um daginh og settir í fangahúsið. Um kvöldið voru kvikmyndasýningar bannaðar, sem og fundir, og' sjálfboðalið- ið var látið halda vörð víða um bæinn um nóttina og daginn eft ir. Þann dag var þó birt tilkynn ing um það, að hernaðarástand inu í Reykjavík væri aflétt. Af- numin var skipun til borgar- anna um aðstoð við lögreglu bæjarins. Flestum þeim. sem handtekn ir voru, var fljótlega sleppt úr haldi. Samt þótti ekki vogandi að láta tvo þeirra lausa að svo stöddu — Ólaf sjálfan og einn iiðsmanna hans, Hendrik Ottós- son. Fékkst Ólafur ekki til þess að neyta neins matar í fangels inu og lét en,gan bilbug á sér finna, þótt fangi væri. Loks barst Önnu Friðriksson sú frétt í franska spítalann, að drengurinn yrði sendur utan með Gullfossi. Fór hún þess á leit við stjórnarvöldin, að för- inni yrði frestað, svo að hún gæti farið út með drengnum. En við það var ekki komandi. Ekki fékk hún heldur að vita, fyrr en á síðustu stundu, hve- nær skipið ætti að láta úr höfn, svo að sumt af fatnaði drengs- ins varð eftir. Það var hinn 28. október, að Gullfoss sigldi á brott með þennan umdeilda dreng. Dag- inn eftir var Hendrik Ottósson látinn laus, en Ólafur degi síð- ar. Hafði hann þá ekki neytt matar í sjö daga samfleytt, held ur aðeins drukkið heitt vatn, og munu yfirvöldin hafa óttazt, að til uppþota kæmi að nýju, ef honum yrði lengur haldið í svelti í fangahúsinu. Heimkoma þeirra hjóna, ÓI- afs og Önnu, var heldur ömur- leg. Margt hafði verið brotið og bramlað, skrifborð og hirzlur brotnar upp, og jafnvel einka- bréf frúarinnar tekin til rann- sóknar. Héldu þau því fram, að varðmenn hefðu verið drukknir í húsinu og sumir sjálfboðaliðanna piltar, sem lög reglan átti sakir við. Meðan brottfarar Gullfoss var beðið, höfðu þeir, sem í sjálfboðaliðinu voru, safnað þrjú þúsund krónum í farareyri handa drengnum. En sú fjár- söfnun var tekin óstinnt upp af honum sjálfum og þeim, sem horium veittu lið. Nefndu þess- ir aðilar fjársöfnunina „pen- ingaplástur" og „óþokkabragð" og vildu ekki veita fénu við- töku. Þessir atburðir vöktu ekki að úns at.hygli á íslandi — erlend blöð sendu hingað skeyti og báðu um frásagnir af þeim, og mör.g dönsku blaðanna sögðu frá málinu. þegar drengurinn kom þangað Siúkdómur sá, er hann hafði. reyndist að vísu Bandaríkjamenn og Bretar vilja semja NTB—Moskva 13. nóv. — Stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna lögðu formlega til við Sovétstjórnina í dag, að samningaviðræður um stöðv- un tilrauna með kjarnorku- vopn yrðu teknar upp á ný 28. nóvember n. k. eða þar um bil. Þessi tillaga er kjaxni samhljóða orðsendingar, sem sendiráð Bret- lands og Bandaríkjanna í Moskvu afhentu sovézka utanríkisráðu- neytinu i dag. í orðsendingunum er minnt á, að samningaviðræðum hafi verið hætt 9. sept. s. 1. og frestað þang- að til allsherjarþingið væri búið að ræða þetta mál. Þetta skilyrði hefði nú verið uppfyllt, þar sem allsherjarþingið hefði nú sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða ályktunartillögu, þar sem þess er farið á leit, að viðræður verði hafnar á ný. Lagt er til, að skýrsla um viðræðurnar verði lögð fyrir afvopnunarnefnd þiingsins eig' síðar en 14 des- ember n. k Fréttamenn i Moskvu telja, að Sovétstjörnin muni svara þessari tillögu neikvætt. en gætilega, en óvíst er enn um undirtektir, og í kvöld lágu ekki fyrir neinar upp- lýsingar um undirtektir, hvorki af hálfu hins opinbera né ann- arra. Éftir að Rússar byrjuðu að sprengja aftur í septemberbyrjun hafa margir Ieiðtogar þeirra látið þau orð falla hvað eftir annað, að Sovétríkin telji ekki koma til mála að ræða um stöðvun kjarn- orkuvopnatilrauna nema í sam- bandi við alþjóðlegar umræður um almenna og óskoraða afvopn- vera trakóma. En dönsku blöð- in sögðu, að stjórnarvöldin á íslandi hlytu að vera gætnustu stjórnarvöld í heimi, því að hvergi myndi annað eins hafa gengið á út af þvílíku máli. Sjúkdómur diengsins var læknaður í Kaupmannahöfn á fáum mánuðum. og tíu árum síður, árið 1931, kom hann hing að til lands alheilbrigður mað- ur. Hér heima hafði þetta mál líka löng og mikil eftirköst. Deilurnar lægði ekki árið út. Einn af blaðamönnum bæjar- ins sá sig tilneyddan að birta um yfirlýsingu, að nafngreind kona hefði ekki slegið sig í and- litið, og mánuðum saman var haldið uppi kröfu um rannsókn á athöfnum sjálfboðaliðsins. Fjölda margir menn, sem síðar urðu meðal þekktustu manna þjóðarinnar, fengu dag eftir dag og viku eftir viku margvís- legar slettur vegna þessara at- burða, og vafalaust hafa marg- ir þeirra síðar á ævinni óskað þess, að þeir hefðu ekki gengið svo fram fyrir skjöldu sem þeir gerðu þessa nóvemberdaga. Almenningsálitið virðist hafa hallazt meira og meira á sveif með Ólafi, þegar á haustið leið, og á fundum þennan vetur átti hann mikilli lýðhylli að fagna En smám saman lægði öldurn- ar, þótt lengi lifði í kolunum. Gamanskáld bæjarins ortu löng kvæði um þessa atburði, og það munu hafa verið liðin mörg ár, áður en menn þreyttust á að svngja þá bragi. .Óli Friðriks á hann, og af því máttu sjá að eggja þarftu lögregluna og kenna henni að slá . . . “. un. Samtímis því, sem orðsend- irigin til Rússa var birt opinber- lega, gaf bandaríska utanríkisráðu neytið út yfirlýsingu, þar sem seg- ir, að Bandaríkin muni halda á- fram neðanjarðartilraunum sín- um, unz náðs-t hafi samkomulag um að hætta tilraunum. Ekki er þess krafizt í orðsendingunni, að Rússar hætti sínum tilraunum, áð- ur en viðræður hefjist, en síðan 1. sept. hafa þeir sprengt kjarn- orkusprengjur, sem að styrkleika jafngilda 120 megatonnum. Srittingham styrkir Svo sem kunnugt er af fréttum, veitti Mr. Thomas E. Brittingham mörgum íslenzkum námsmönnum styrki til náms við háskóla í Bandaríkjunum. Hafa samtals 16 námsmenn hlotið þessa styrki, en Íslenzk-ameríska félagið hafði milligöngu um veitingu þeirra. Er Mr. Brittingham lézt fyrir tæpum tveim árum, féllu þessir styrkir niður urn eins árs skeið. Nú hefur félaginu borizt bréf frá syni Mr. Brittinghams, Mr. Thomas E. Brittingham, þar sem hann skýrir frá því, að þessir styrkir verði nú teknir upp að nýju og að á skólaárinu 1962—63 verði einum íslenzkum stúdent veittur styrkur til náms við Há- skólann í Delaware. Nemur styrk- urinn öllum skólagjöldum, hús- næði og fæði, bókakostnaði, ferða- kostnaði til kynnisferða innan Bandaríkjanna, og allríflegum vasapeningum, en styrkþegi greið- ir sjálfur feðrakostnað til og frá Bandaríkjunum. Upplýsingar um þennan styrk verða veittar í skrifstofu íslenzk- ameríska félagsins, Hafnarstræti 19, 2 .hæð, næstkomandi mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 13., 14. og 15. þ.m., kl. 6—7 e.h., og verða þar afhent umsóknareyðúblöð. Umsóknir sendist skrifstofunni fyrir 20. þ. m. Br. Brittingham og móðir hans munu koma hingað til lands síðar í þessum mánuði og hafa tal af umsækjendum hinn 29. nóv. n.k. (Frá Íslenzk-ameríska félaginu.) TRULOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 Heimilishjálp Tek gardínur og dúka í strekkmgu — einnig nælon- gardínur. Upplýsingar í síma 17045.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.