Tíminn - 15.11.1961, Page 16
Miðvikudaginn 15. nóvember 1961
291. blað'
Hin geigvænlegu umferðaslys
Haukur Kristjánsson, yfirlæknir á læknavarSstofunni,
hefur tekið saman skrá um slvs á mönnum af völdum um-
ferðar hér í Reykjavík og nágrenni dagana 10. október til
10. nóvember í ár:
51 maður slasaðist, þar af 25 börn á aldrinum eins og
hálfs árs til 14 ára, og 26 á aldrinum 15—83 ára. Talan 51
skiptist í eitt dauðaslys, 14 alvarleg slys, þar sem viðkom-
andi hlutu beinbrot, heilahristing eða urðu að gangast undir
veigamikla uppskurði, og 36, sem hlutu lítil meiðsl.
Ekið var á 37, þar á meðal öll börnin.
I farartækjunum sjáfum slösuðust 14 manns.
Hvernig má sporna við hættunni?
Lögreglan og
stöðumælarnir
í Reykjavík eru 290 stöðumæ!-
ar. Þelr gátu af sér eina milljón
króna í brúttótekjur á árinu,
sem leið. Fénu er varið, og á að
verja, til aukningar brfreiða-
stæða. Götulögreglan hefur eftir-
lit með stöðumælunum, en hún
skiptist í þrjár vaktir, 36 manns
á hyerri vakt. Þar af eru 5—6
í fríum, og venja er, að þriðj-
ungur liðsins sé inni á stöðinni
og bíði þess að sinna útköilun.
Tveir eftirlitsbílar eru í förum
að degi til og tveir lögregluþjón-
ar í hvorum. Að næturlagi eru
þrfr lögregluþjónar í hvorum bíi-
anna, en þriðji bíllinn er notað-
ur til að sinna köllum frá stöð-
innt. Á daginn eru 14—15 lög-
reglumenn á göngu á varðsvæð-
um, ef allir mæta til starfs, en
færri að nóttu, þegar fjölgað er í
bílunum. Á millivakt, frá kl. 11
—18,30, er fjölgað á varðsvæðun-
um um fimm manns. Auk þess
hefur umferðarleild lögreglunnar
í Skátaheimilinu á hendi umferð-
arstjórn á nokkrum stöðum,
Deildin hefur einnig fimm menn
á bifhjólum frá kl. 10 á morgn-
ana og fram á kvöid, en tvo til
miðnæ'ttis. Um hclgar eru tveir
lögreglumenn á bifhjólum frá kl.
8 á kvöldin til kl. 3 að nóttu.
Að fengnum þessum upplýs-
ingum er vert að íhuga, hvort
götulögreglunnl sé ekki ofviða
að gæta 290 stöðumæla og sjá
um, að skilvíslega sé greitt i þá
alla á þeim tíma, sem gjaldskyld-
an nær yfir, samhliða öðru
starfi á götunni.
Blaðið hefur snúið sér til
Óskars Ólasonar, starfsmanns
umferðardeildar rannsóknar-
lögreglunnar, og spurt um álit
hans, hvað gera megi til að
draga úr hinum tíðu umferð-
arslysum.
Óskar svaraði:
„Þegar spurt er um, hvað hægt
sé að gera til að draga úr hinum
tíðu umferðarslysum, þá vil cg
benda á eftirfarandi:
1. Gefa út handhæga, mynd-
skreytta bók þar sem í væru um-
ferðarlögin, lögreglusamþykkt,
myndir af öllum umferðai’merkj-
um, umferðartorgum og akrein-
um.
2. Herða eftirlit með umferð-
inni, t. d. með því að hafa lög-
reglumenn í óeinkenndum bifreið-
um og óemkennisklædda í umferð
inni. Með þessum mönnum væri
dómari, sem gæti, ef tilefni gefst,
sektað menn fyrir brot, er þeir
eru staðnir að. Þá ætti jafnframt,
að hafa á lögreglustöðinni eða
annais staðar kvöldnámskeið á
vegum lögreglunnar í umferðar-
reglum og öðru, er umferðina
varðar.
Þeim ökumönnum er sekta á,
sé jafnframt boðið, að þeir þurfi
ekki að greiða sekt þá, er þeir
eru dæmdir í, ef þeir vilja koma
á námskeiðið ákveðinn tíma, eftir
samkomulagi. Þeir, sem heldur
vilja borga, séu skyldaðir til að
mæta á slíku námskeiði, ef þeir
eru staðmr að broti oftar en einu
sinni. Sama gildir um gangandi
fólk og sé byrjað á þeim, er ekki
sinna umferðarljósunum.
Með þessu fyrirkomulagi myndu
viðkomandi aðilar finna að lög-
reglan er ekki að ónáða þá ein-
göngu vegna peninganna, heldur
til að skapa öryggi í umferðinni
með aukinni fræðslu.
3. Þeir sem öðlast ökuskírteini,
fái í fyrstu eftir að þeir hafa
lokið prófi, aðeins ökuskírteini til
reynslu í sex mánuði og jafnframt
séu þeir skyldaðir til að auð-
kenna þær bifreiðir, er þeir aka
á reynslutímanum, með merki,
sem þeir verða að hafa á bifreið-
inni á áberandi stað. Þetta myndi
(leiða til þess, að aðrir vegfarend-
ur sæju að umræddri bifreið væii
ekið af lítt reyndum ökumanni og
stjórnandi bifreiðarinnar myndi
vanda sig i akstrinum til að sýna,
að þrátt fyrir litla reynslu, væri
hann fær um að aka. Ef slíkur
ökumaður aftur á móti myndi
sýna sig í ógætilegum akslri, eða
lenda í árekstrum hvað eftir ann-
að, væri full ástæða til að láta
hann ganga undir vandlega skoð-
un, andlega og líkamlega, áður en
hann fengi ökuskírteini að reynslu
tímanum loknum.
Eg trúi því ekki, að foreldrum
þætti ekki gott að vita, að synir
Hver ber ábyrgöina ?
Samkvæmt fenginni reynslu hér í Reykjavik, virðist börnum á aldrin-
um 2—4 ára mest hætta búin í umferðinni, enda er gatan víða eini leik-
völlur þeirra. Skortur á leikvöllum hefur í för með sér alvarlega hætfu
fyrir börnin. Þó eru garðar við fjölda húsa, þar sem börn mega ekki
vera að leik. Ef barn, sem er eftirlitslaust á götunni, jafnvel fjarri heim-
ili sínu, verður fyrir bifreið, hver á þá að bera ábyrgðina? Samkvæmt
túlkun lagabókstafsins er það ökumaðurinn. Fyrst sú er raunin, hafa við-
komandi foreidrar þá falið börn sín á hendur ökumönnum til að ábyrgj-
ast líf þeirra?
Nú fer sleðatíminn í hönd, og þá er börnunum hætt.
þeirra og dætur, er væru í sínum
fyrstu ökutímum með bifreiðar
þeirra, væru undir smásjá lögreglu
og alls almennings. Fyrsta brotið
væri að hafa ekki merkið á bif-
reiðinni.
4. Bifreiðaeftirlitinu sé falið að
gera athuganir á vissum fjölda
bifreiða vikulega, strax að aðal-
skoðun lokinni og væru skoðanir
þessar framkvæmdar á bifreiðun-
um, þar sem þær eru í akstri og
án þess að eigendum þeirra sé
áður tilkynnt að skoðun eigi að
fara fram.
5. Á hverri vakt á lögreglustöð-
inni sé lögreglumaður, sem taki
að sér að taka skýrslur af fólki,
sem vill koma fram kærum út af
umferðarbrotum, sem það hefur
séð eða orðið fyrir, því til þess
að koma á umferðaimenningu, þá
þarf að fá aðstoð hins almenna
borgara. Fámennt lögreglulið get-
ur ekki ails staðar verið.
6. Almenningur verður að viður-
kenna, að í umferðarmálum hefur
mikið venð gert nú að undan-
förnu og að lögreglustjórnin og
umíerðarnefnd hefur leyst af
hendi þrekvirki, þó enn sé hægt
að benda á ýmislegt, sem betur
mætti fara. Mér virðist þó sem
þessir aðilar fái ekki að njóta
sannmælis. Hafa menn athugað,
hve umferðin hefur aukizt stór-
kostlega á fáum árum. Þótt á-
rekstrar og slys í umferðinni séu
alltíð, þá eru þau þó færii en
þröngar götur, skortur á barna-
leikvöllum og bílastæðum gætu
gefið tilefni til. Án góðs vilja og
virðingar fyrir umferðarreglunum
er ekki við góðu að búast.
7. Það er alvarlegt áhyggjuefni,
hve ölvun við akstur fer í vöxt.
f því sambandi finnst mér það
aldrei koma fram, hve dýit það
er að aka bifreið ölvaður. Það er
talað um ökuleyfissviptingu í
mánuðum eða árum, ef um endur-
tekin brot er að ræða, en það er
ekki minnzt á annan kostnað.
Maður sem setið hefur að
drykkju áfengis, fer síðan út í
bifreið sína og hyggst aka henni
heim til sín, en lendir í árekstri
og svo illa vill til, að ökumaður
hinnar bifreiðarinnar slasast illa,
t. d. brákast í baki. Þessi maður
sem er iðnaðarmaður, verkamaður
eða eitthvað annað verður óvinnu-
fær svo árum skiptir. Heimili
hans er bjargarlaust, kona og ef
til vill nokkur börn.
Hver á að sjá fyrir þessu fólki
annar en hinn drukkni ökumaður?
Tryggingarfélag hans er krafið
um bætur, en tryggingaféð nemur
ekki nema broti af tjóninu. Trygg-
ingafélagið greiðir allt trygginga-
féð, en svo tekur ölvaði ökumað-
urinn við. Auk þess verður hann
að endurgreiða tryggingarupphæð-
ina t. d. 300.000 til 500.000 kr.
Þá er ótalið tjónið á farartæki
hans sjálfs, ökuleyfissvipting og
sekt. Þessi maður má því vera
vel efnaður, ef hann verður ekki
gjaldþrota eftir þetta, og eru þá
cnefnd þau vandræði, sem hann
veldur fjölskyldu sinni. Eg efast
um, að nokkur maður, sem hugs-
ar út í þetta, láti það henda sig
að snerta bifreið, ef hann hefur
bragðað áfengi.
(Framh. á 15. síðu.)
HAUKUR KRISTJÁNSSON
Yfirlæknirinn gat þess
um leið og hann lét blaðinu
þessa ski'á í tré, að tiltölu-
legur fjöldi þeirra slysa,
sem verða þegar ekið er á
gangandi vegfarendur, væri
óvanalegur miðað við
reynslu. erlendis.
— Víðast hvar erlendis
mun reynslan vera sú, sagði
Haukur Kristjánsson, að til-
tölulega sjaldan er ekið á
gangandi fólk og sízt af öll-
um börn inni í sjálfum borg-
unum. Þar verða slysin &
þjóðvegunum. Meirihluti
þeirra er árekstrar milli
bifreiða og því er það fólkið
í ökutækjunum sjálfum,
sem slasast.
— Hér þarf gagngerðra
og i'éttra aðgerða við, sagði
læknirinn, fyrst og fremst
að koma börnunum burt af
götunum. Það háttalag, sem
hér viðgengst, að börnin
noti göturnar sem leikvelli,
er fordæmanlegt. í öðru
lagi er nauðsyn, að tekið sé
upp strangara eftirlit á göt-
unum með akandi fólki og
gangandi ekki síður.
12 millj.
Á árinu 1960 greiddi eitt trygg-
ingarfélag, Samvinnutryggingar, kr.
12.177.000,00 vegna árekstra og slysa
af völdum vélknúinna farartækja
um land allt. Félagið gerir ráð fyrir
að greiða hærri upphæð af sömu
ástæðum á þessu ári. Samvinnu-
tryggingar höfðu 46% af bifreiðastól
landsmanna á tryggingum í árslok
1960. Gera má ráð fyrir, að hundr-
aðshluti tjóns af völdum bifreiða-
slysa sé mun óhagstæðari hjá hin-
um tryggingarfélögunum, þar eð
meiri hluti slysanna á sér stað í
Reykjavík og nágrenni, en Sam-
vinnutryggingar tryggja aðeins ná-
lega þriðja hluta bifreiða í Reykja-
vík.
En slys verða aldrei fullmetin í
peningum. -