Tíminn - 14.12.1961, Page 8

Tíminn - 14.12.1961, Page 8
8 T f M I N N , fimmtudaginn 14. desembef 1961 Bretar trúðu ekki f réttinni um hermannasjónvarpið Rætt við Ólaf Gunnarsson, sálfræðing, nýkominn úr fyrirlestraferð til Manchester-háskóla Eins og kunnugt er af fréttum, Manchesterháskóla. Tíðindamaður Tímans hitti Ólaf að máli á dög- unum og spurði hann frétta úr förinni. — Um hvaða efni töluðuð þér? Aðalfyrirlesturinn hét: „Nokkrir þættir íslenzkrar menningar frá sálfræðilegu og félagslegu sjónar- miði“. — Iivaða þætti tókuð þér til meðferðar? — Þegar rætt er við nemendur háskóla utan Norðurlanda er eðli- legt að bregða upp mynd af land- inu> bæði frá landfræðilegu og sögulegu sjónarmiði og gerði ég það í nokkrum inngangsoiðum. Ég hafði sérstaklega verið beðinn að færa nemendum einhvern fróðleik um eldfjöll vegna Öskjugossins, og sýndi ég þeim mynd frá Heklugos- inu 1947. Aðalefni fyrirlestrarins var að leitast við að finna einhverjar orsakir til hinnar glæsilegu menn- ingar íslendinga til forna og hvers vegna þjóðin leið ekki undir lok á mestu hörmungartímum seinni alda. Eins og allir íslendingar vita er þjóðin svo fámenn, að vonlaust er að leita atvika úr sögu hennar, er sýni magn og orku hins mikla fjölda. Eina leiðin er að leita ein- hvers gildis, sem vera mætti, að öðrum þjóðum þætti einhvers um vert. Með tilliti til þess fannst mér eðlilegt að benda á hina fornu lög- gjöf, ekki sízt félagsmálalöggjöf- ina, en einna mesta áherzlu lagði ég á gamia drengskapárhugtakið og vitnaði í því sambandi i Háva- mál. Loks fór ég nokkrum orðum um hina nýju menningartilraun, sem verið er að gera á íslandi. — Við hvaða menningartilraun eigið þér? — Þá, að meiri hluti þjóðarinnar er á örstuttum tíma fluttur úr sveit um og til bæja. Bændamenning,! sem haldizt hafði lítið breytt öld- J um saman, er samtímis úr sögunni að mestu leyti, en á grundvelli hennar, áhrifum frá erlendri menn ingu og þeím áhrifum, sem þéttbýl- ið sjálft skapar, verður þjóðin að byggja upp nýja bæjamenningu. — Voruð þér bjartsýnn á grósku ; hinnar nýju bæjarmenningar? — Já, ég var og er fremur bjart- sýnn og tel, að við getum með hlið- sjón af sögunni haft nokkra ástæðu til þess. — Við hvað eigið þér? — Ég tel lítinn vafa leika á því, að hið snögga landnám íslands ásamt áframhaldandi sambandi ís- lendinga við.leiðandi menn ann- arra þjóða hafi valdið miklu um, ÓLAFURGUNNARSSON að þeim tókst að skapa eins merki- lega menningu og raun varð á. Nú er í raun og veru ný land- r.ámsöld á Islartdi. Bæirnir eru að mótast og skapa sinn eigin menn- ingargrundvöll. Hversu sterkur hann verður, er enn ekki unnt að segja, en benda má á, að sú öld, sem nú er að líða hefur þegar skip að færustu listamönr.um hennar til öndvegis á sviði ritlistar, málara- listar og höggmyndaiistar auk þess sem aðrar listgreinar eru í stöðugri sókn. sem leiða má til mikilla afreka. — Virtist yður stúdentarnir hafa áhuga á að fræðast um ísland? — Áhugi þeirra var stórum meiri ; en ég hafði búizt við, einkum voru : fyrirspurnir margar fyriá daginn, sem ég talaði, en þá var meiri tími j ætlaður til spurninga. — Vissu stúdentarnir nokkuð ; um ísland? I — Það mun hafa verið allmis- i munandi, en þó kom fyrsta spurn- ingin, sem fram var borin báða dagana, mér á óvart, þar eð hvorki fyrirlesturinn eða kvikmyndirnar 1 gáfu nei'tt tilefni til hennar. — Hvaða spurning var það? — Hún var sú, hvort það væri í raun og veru rétt, að íslendingar væru að veita bandaríska hernum leyfi til sjónvarpsreksturs án þess að hafa sjónvaip sjálfir. Sumir virtust allt ekki geta trúað því. að þetta gæti átt sér stað. — Þér hafið ekki komizt í kynni við neina sjónvarpsmenn í ferð- inni? — Jú, það gérði ég raunar. í samkvæmi, sem haldið var að loknum fyrirlestri minum þann 1. desember, var ég kynntur fyrir einum þekktasta sjónvarpsmanni Breta. Þessi maður hefur á þremur árum útbúið 500 sjónvarpsdag- j skrár' mert •dðt51 Prófessor John Cohen, forstjóri sálfræðideildar i Manehesterháskóla hefur verið j mjög virkur sjónvarpsmaður, en hann hefur ekkert sjónvarp sjálfur. — Hvernig stendur á því? — Iíann á tvo litla drengi tæpra þriggja og fimm ára. Hann taldi, að börn á þessu aldursskeiði hefðu ekkert eða mjög lítið gagn af sjón- varpi en gætu hins vegar haft mik- ið illt af að horfa á það. — Á hverju byggist sú skoðun? — Sjónvarp orkar miklu sterkar á tilfinningar fólks en t.d. útvarp. Allt, sem fyrir augu ber í sjón- varpinu, verður því mikill þáttur í lífi þess, sem horfir á það að stað- aldri. Börn með óþroskað tilfinn- inga- og vitsmunalíf geta orðið fyr- ir lítt bætanlegu tjóni, ef þess er ekki vandiega gætt, að þau venjist ekki á að opna sjálf fyrir sjón- varpstækin, án þess að foreldrarn- ir hafi hönd í bagga með efnisval- inu. Þessi afstaða prófessor John Cohen er cngin nýlunda erlendis. Ég þekki persónulega marga menntamenn, sem ekki vilja hafa sjónvarp handa börnum nema sem kennslutæki, en sem slíkt er það eitt af dásemdum veraldar og á áre:ðanlega mikla framtíð. — Hvaða álit höfðu þessir reyndu sjónvarpsmenn á banda- ríska sjónvarpinu hér? — Þeir töldu, að fátt gæti orðið menningu nokkurrar þjóðar hættu- legra en einhliða áhrif frá erlendu sjónvarpi, hvert svo sem það væri, bandarískt sjónvarp hefur ekki sannað neina þá yfirburði, sem gera það að úndantekningu í þessu efni. Eins og gerist og gengur, j þegar margir koma saman, voru i ekki allir á einu máli um þetta. Á : það var m. a. bent, þó ekki af há- | skólaborgara, að vissulega gæti það orkað tvímælis fyrir smáþjóð- ir, hvort þær ættu að eyða tíma og peningum i að halda uppi sérstakri menningu. Ef þær kæmust að raun um, að það væri ekki ómaksins vert, myndi tæpast hægt að velja betri leið til að losa sig við tung- una og gamlar menningarerfðir en hleypa erlendu sjónvaipi inn í landið án nokkurrar innlendrar samkeppni. Þessi skoðun var þó s-trax kveðin niður á þeim forsendum, að meðan íslenzk menning lifði í huga, þótt ekki væri nema nokkurra íslend- inga, ætti hún fullkominn tilveru- rétt og öðrum þjóðum bæri að virða hana og styrkja eftir því, sem föng væru á. Litiu jóiin í skóiunum SEXTUGUR: / Vaidimar Daníeisson bóndi á Kollufossi Suður af sveitinni, er liggur fyr ir botni Miðfjarðar, ganga þrír dalir inn í heiðina. Þangað líta laxveiðimenn vonaraugum á sumr in, því að árnar, sem um dalina falla, mynda Miðfjarðarána, eina af beztu veiðiám á landi hér. — Byggðin í dölunum er sérstakt hreppsfélag, Fremri-Torfustaða- hreppur. Þar eru nú 20 byggðar jarðir. Fvrir 40 árum voru þar 30 byggð býli og á sumum jörðunum, sem nú eru í eyði, var þá tvíbýli. Flestar jarðirnar í hreppnum eru landstórar og þar eru góð sauð- lönd. Bændurnir þar hafa verið drjúgvirkir jarðræktarmenn á liðn um árum, svo að í sveitinni eru nú góð skilyrði til búreksturs. Þó er svo í þeirri sveit eins og víðar, að búskapurinn á sumum jörðun- um stendur tæpt, vegna fólksfæð- ar á heimilu'num. Eins og áður segir eru nú aðeins 20 byggðar jarðir í hreppnum. í Ihaust mun hafa verið rekið þaðan í kaupstað um það bil 6 þúsund fjár, og fé er vænna þar en í flest um öðrum sveitum. Nokkur mjólk ursala er líka frá sumum bæjun- um. Hér af má sjá, að fólkið í þessu fámenna sveitarfélagi legg ur sig vel fram við framleiðslu- störfin Eitt hinna myndarlegu heimila 1 Fremri-To’i"-taðahreppi er að Kollufossi í Ves'u'árdaí Bóndinn þar. Vaklimat l)a>vip,s'’<>n, er 60 ára í dag. Foreid-'at ha.ES voru Halldóra Ólafsdóttir frá Bessastöð um og Daníel Pétursson. Þegar Valdimar var barn að aldri fór hann í fóstur til hjónanna Helgu Bergsdóttur og Ásmundar Eiríks- sonar, sem um allmörg ár bjuggu á Hvammstanga og ólst hann upp h.iá þeim Hugur Valdimars hneigðist snemma að sveitastörfum, og hann byrjaði búskap 24 ára gam- all. Bjó fyrst í 3 ár í Dæli í Víði- dal, síðan önnur 3 ár á Neðri- Torfustöðum í Miðfirði og fluttist þaðan að Kollufosai vorið 1932. Þar hefur hann búin síðan og gert verulegar umbætur á ábýlisjörð sinni, sem er ríkiseign. Á allan hátt hefur hann reynzt góður liðs- maður í þeim fámenna hópi, sem heldur uppi byggð og búrekstri í Miðfjarðardölum. Valdimar Daníelsson er tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Jóníma Friðriksdóttir. Þau skildu eftir fárra ára búskap. Sonur þeirra er Helgi, kvæntur Bryn- dísi Stefánsdóttur, og eru þau að reisa nýbýli á Kollafossi, sem þau nefna Fosshól. Seinni kona Valdimars er Guð- björg Gunnlaugsdóttir frá Torfu- stöðum Þau eiga þrjú börn, 5—11 ára að aldri. Eg sendi Valdimar sextugum og fjölskyldu hans beztu árnaðar- óskir frá mér og konu minni, með þökkum fyrir ágæt kynni á liðn- um árum. Sk. G. Eitt af því, sem við mæðurn- ar heyrum oft minnzt á þessa dagana eru litlu jólin, en svo nefna börnin jólaskemmtan- irnar í barnaskólunum. Margar okkar taka þessu sem sjálfsögð- um hlut, eða hugsa ef til vill svo, að nóg sé nú umstangið fj<rir blessuð jólin þó að þeim væri sleppt. en þar eru börnin nú ekki alveg á sama máli. Fyr- ir þau er þetta ekkert smáat- riði. Börn eru félagslynd og fátt mun þeim finnast ánægjulegra en að fá að starfa saman að skemmtilegu viðfangsefni, und- ir leiðsögn góðs kennara. Und- irbúningurinn fyrir skóla- skemmtunina er starf, sem flest barnanha mun vinna með ljúfu geði. Það er holl og skemmti leg tilbreyting frá lexíulestri og kapphlaupi um háar einkunn ir, og hefur áreiðanlega þrosk- andi áhrif á börnin. Það hafa ekki öll börn ástæður til að sækja jólaskemmtanir, og er kannske enginn skaði skeður við það, en þarna fá allir að vera með og það sem mest er , um vert, að taka virkan þátt í starfinu. Að þessar jólaskemmt- anir dragi úr jólagleði barn- anna á heimilinu álít ég fjar- stæðu. Þökk sé kennurunum, sem hljóta að leggja á sig mikla aukavinnu til þess að gefa nem endum sínum gleðileg jól. E. Þ. FÍMMTUGUR: * [nar Asgeirsson héraðslæknir, Isafirði í dag á Ragnar Ásgeirsson hér-1 aðslæknir á ísafirði fimmtugsaf-! mæli. Hann er fæddur að Sólbakka, Önundarfirði, 14 des. 1911. For- eldrar hans voru þau hjónin Ragn heiður Eiríksdóttir og Ásgeir Torfason, skipstjóri, að Sólbakka. Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri í júni 1933, og prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands í maí 1940. Hann var settur héraðslæknir í Reykjafjarðarhéraði á árunum 1939 og 1940 og aftur 1942. í marz 1943 var hann skipaður héraðs- læknir í Flateyjarhéraði og því | embætti gegndi hann þar til hann var skipaður héraðslæknir í ísa- I fjarðarkaupstað 1. sept. 1950, en ! þar hefur hann verið héraðslækn ; ir síðan. Á Flateyrarárum skium annað- ! ist Ragnar oddvitastörf um skeið, var formaður skólanefndar um tíma og í stjórn Kaupfélags Ön- firðinga flest árin sem hann átti heima á Flateyri. Á ísafirði hef- ur hann átt sæti í stjórn Kaup- félags ísfirðinga. og einnig í stjórn um íshúsfélags ísfirðinga h.f. og | Magna h.f. Ragnar Ásgeirsson er mjög á- hugasamur, traustur og samvizku samur embættismaður og hann nýtur almennrar hylli. Þrátt fyrir j erfið og erilsöm embættisstörf hefur hann ekki komizt hjá því að sinna fjöldamörgum þýðingar- miklum félaesmálastörfum i þágu samborgara sinna. eins og á er drepið hér að ofan. Sýnir þetta ljóslega hið mikla traust. sem til hans er borið. Kona hans er Laufey Maríus- dóttir og eiga þau fjögur mann- vænleg börn Eg og fjölskýlda mín óskum Ragnari og fjölskyldu hans til hamingju í tilefni afmælisins og þökkum góð kynni. ísafirði 14. des. 1961, Jón Á. Jóhannsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.