Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 5
TIMINN, sunnuuagmn 17. desember 1961. Mmmi Útgefandi: FRAMSÓKNARPLOKKURINN FramJrvæmdastjári: Tómas Árnason Rit stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i. Andrés Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúl rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egili Bjamason — Skrifstofur 1 Edduhúsinu — Simar 18300—18305 Aug lýsingaslmi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f — Áskriftargjaid kr 55.00 á mán tnnanlands. í lausasölu kr 3.00 eintakið í bokmánuði Sú var tíðín, að íslendijigar gáfu mánuðum nöfn eftir því sem atvinnuvegir, störf og viðfangsefni manna settu svip sinn á þá. Þessi nöfn eru nú flest hálfgleymd, enda þjóðhögum svo breytt, að sum þeirra eiga ekki við lengur. \ Eðlilegast væri að ný nöfn kæmu í staðinn í samræmi við nýja hætti og nýja tízku. Væri svo, færi varla milli mála, að desember hlyti nafnið bókmánuður. Og nú er bókmánuður þessa árs langt liðinn, því að eiginlega lýkur honum á Þorláksmessu. Réttmætt er því að líta á svipmót hans að þessu sinni, því að helztu drættir þess eru nú augljósir. Ekki fer á milli mála, að fleiri bækur — fleiri bóka- lieiti — eru nú á markaði en nokkru sinni fyrr hér á landi. að vísu hefur bókaútgáfa gengið í nokkrum öldum með árum, en þó er heildaryfirlitið allmikil aukning síðasta áratuginn. Á þessu hafa þó orðið kynlegar breytingar. Með fjölgun þjóðarinnar og almennari bókakaupum, hefði mátt ætla, að eintakafjöldi upplaga hefði aukizt, þ. e. að bækur væru nú gefnar út í stærri upplögum en fyrir ára- tug eða svo. En þessu er öfugt farið Yfirleitt hafa upp- lög minnkað. Bókaútgefendur gefa þá skýringu á þessu, að fjármagn það, sem eytt sé til bókakaupá árlega, sé nokkuð svipaður hundraðshluti af tekjum manna á hverju ári. Þegar bókum fjölgar á markaði, seljast færri eintok af hverri þeirra. Vegna þessarar reynslu hafa útgefendur lækkað upplögin, nema á einstökum sölubókum. Þá er að líta á bækurnar sjálfar. Bókagerð fer sífellt fram hér á landi, prentun batnar, bókbandi fer fram, smekkvísi eykst og meira nýtur við lærdóms í bókagerð. Fjölbreytnin verður miklu meiri, og við erum að komast á það stig að geta gefið út fallegar myndabækur. Bækur ‘ eru að verða listgripir, svo sem vera ber. fslenzkum höfundum fjölgar, en þó eru þýddar bækur enn í miklum meirihluta. íslenzkar ævisögur eru heldur færri en áður og minna um þjóðlegan fróðleik. í ævi- sagnaritun hefur nýtt form — samtalsformið rutt sér til rúms. íslenzkar skáldsögur eru allmargar og nokkrir ungir höfundar, sem enn eru óráðin gáta, hafa komið fram á sjónarsviðið. Það er mikil gróska í ritum fagurbók- mennta hér á landi. Ljóðagerðin er í beyglum. Þar gætir strauúiskila, sem í senn lama áhuga almennings á ljóðum og löngun höfunda til ljóðagerðar. Flóð barna- og unglingabóka er geysilegt og vafalaust um of, og ekki eins vel vandað til þess bókavals og bóka- gerðar sem annarra bóka. Við eigum nokkra ágæta ís- lenzka rithöfunda, sem skrifa barnabækur, og vinsældir þeirra eru yfirleitt miklar, svo að starf þeirra er ekki van- metið af lesendum en mætti vera betur metið af bók- menntamönnum og gagnrýnendum. Bókagagnrýni er því miður mjög í molum hér á landi Qg mun erfitt um að bæta við aðstæður í okkar landi. Þó mun heldur miða í rétta átt í þeim efnum. Hneykslanleg framkoma í fjárlagaumræðunum fór Gunnar Thoroddsen allt í einu að tala um útflutning á kjöti. IVIaðurinn hefur ekki kynnt sér þau mál. enda hafði hann ekkert fram að færa um þau, nema sleggjudóma og dylgiur. Það er hneyksli. þegar þeir, sem mestu trúnaðarstöður skipa leyfa sér að koma svona fram. 'Walter Lippmann ritar um alþjóðamál Breytingar á stjórn utanríkis- málanna virðast vera til bóta Ball og Harriman líklegir til a<S reynast vel FYRIR SKOMMU gerði Kennedy forseti talsverðar breytingar á yfirstjórn utanrík- ismálanna. Mikilvægasta breyt- ingin var sú, að George Wild- man Ball varð aðstoðarutan- ríkisráðherra í stað Chester Bowles, sem var gerður að einkaráðgjafa forsetans í mál- um vanþróaðra landa. Ball er 52 ára gamall, lögfræðingur að menntun og gamall og náinn starfsmaður Adlai Stevensons. Hann hefur getið sér orð sem ákveðinn talsmaður þess að vilja brjóta niður tollmúra og viðskiptahömlur milli landa hins frjálsa heims. Þá var Averill Harriman gerður að aðstoðarutanríkis- ráðherra í málum Austur-Asíu, en hann var áður sérstakur sendiherra forsetans. í eftirfarandi grein ræðir Lippmann um framannefndar breytingar: TILFÆRSLUR starfsmanna innan utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna eru ánægjuleg- ur vottur hinnar sjaldgæfu hæfni forsetans til að læra af reynslunni. Er þá bæði átt við það, hvei-.iar tilfærslu,rnar>...er.u, og eins hitt, hVernig þær voru framkvæmdar. , Sýnilegt hefur verið, allt frá því að valdatími forsetans hófst, að sambandið milli per- sónulegra ráðgjafa hans í Ilvíta húsinu og utanríkisráðu neytisins hefur verið allt ann- að en það þurfti að vera. Þetta hefur verið mjög áberandi síð- an Kúbu-málið kom til sög- unnar. Ráðgjafar forsetans höfðu ekki þá starfsþekkingu eða stjórnfræðilegu leikni, sem er að finna hjá starfsmönnum utanríkisráðuneytisins. Utan- ríkisráðuneytið hafði ekki full- an trúnað ráðgjafa forsetans, en í Hvíta húsinu er stefnan þó endanlega ákveðin hverju sinni. Þegar afleiðingarnar af þess- um tvískinnungi í hinn æðstu stjórn fóru að koma í ljós í vor, var það fyrsta viðbragðið að reyna að finna einhvern, til , að kenna um vandræðin. Chest. er Bowles átti að vera söku- dólgurinn, og hinir ákafasöm- ustu í þessu efni létu sem svo, að fjarlæging Chester Bowles leysti allt vandhæfi á samskipt- um ráðgjafa forsetans og utan- ríkisráðuneytisins. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir útskúfun Chéster Bowles. Eins og á stóð hefði verið hneyksli að fjarlægja hann af svo lítil- fjörlegu tilefni. INNAN ríkisstjórnarinnar var Chester Bowles einmitt eftirtektarverðasti andstæðing- ur Kúbu-ævintýrisins. (Ful- bright öldungadeildarþingmað- ur kemur ekki til greina í þessu sambandi). Það hefði verið hneyksli að fjarlægja andstæðing glappaskotsins. en láta frumkvöðla þess sleppa. Þó var sýnilegt þá. eins og nú, að Bowles var ekki á réttri hillu sem aðstoðar-utanríkis- ráðhérra, þrátt fyrir óvenju- Iega hæfileika hans. Samt sem George W. Ball (til hægri) svarar spurnlngum á blaðamannafundi. VIS hli5 hans er G. Mennen Williams, aðstoðarutanríkisráðherra í málum Afrlku. áður var það ekki satt, að hann væri höfuðorsök erfiðleikanna. Fjórir mánuðir eru liðnir síð : an hin árangurslausa tilrauti : vár gerð til að fjarlægja Bowl- ets. Forsetinn hefur því haft tíma, tækifærl Og reynslu til þess að vinna að breytingum, bæði í utanríkisráðuneytinu og ráðgjafasveit sinni. Það er eftir tektarvert við þessar breyting- ar, að nú er ekki allt í einu smalað saman nýju starfsliði til Washington, til þess’ að kippa öllu í lag, eins og oftast hefur verið gert áður. Þessi endurskipulagning fer einvörð- ungu fram með- tilfærslu í störfum, en ekki með tilkomu nýrra • starfsmanna. Öll helztu embœttin skipa menn, sem starfað hafa í 10 mánuði við stjórn Kennedys. Þetta er gott, þegar mennirnir sjálfir eru góðir, enda þurfa jafnvel hinir beztu menn marga mánuði til þess að venjast starfi sínu, áð- ur en þeir geta notið sín í því til fulls. í FYRSTUNNI gætti þess mjög, að reynt virtist vera að hafa sem mest af töglum og högldum í höndum ráðgjaf- anna í Hvíta húsinu. Mér virð- ist utanríkisráðuneytið nú háfa styrkzt svo mjög, að sennilega verði litið á hina upphaflegu tilhögun sem varúðarráðstöfun til bráðabirgða, vegna þekkts veikleika utanríkisráðuneytis- ins. Hinn aukni styrkur ráðuneyt isins stafar einkum frá þremur mönnum, þeim Rusk, Ball og Harriman. í viðræðunum við Gromyko sannaði Rusk, að hann er sérlega fær og kænn stjórnmálamaður. Ef til vill hefur Ball bent á leið til batn-' andi framtíðar fyrir gjörvallan hinn vestræna heim með undir búningi sínum að umræðum um þátttöku Bandaríkjanna í mark aðsaðverðum Evrópubandalags- ins Með stjórn sinni á umræð- unum um Laos og málefui Suð austur-Asíu hefur Harriman sýnt þolinmæði, stefnufestu og úrræði til muna umfram það, sem við eigum að venjast með- al stjórnmálamanna vorra. Stðan utanríkisráðuneytið óx að hæfni, hefur þörfin eðlilega farið minnkandi fyrir vara- ut- anríkisráðuneyti meðal ráð- gjafa forsetans. Hér er ég ekki að gefa í skyn, að McGeorge Bundy sé óþarfur, því að hlut- verk hans er ,þess eðlis, að það getur enginn annar leikið en ráðgjafi forsetans. En það er gott, að Rostow fer til utanrík- isráðuneytisins sem yfirmaður þeirra, sem þar vinna að á- kvörðun stefnunnar. Þetta er starfinn, sem forsetinn ætlaði honum í upphafi. Hæfileikar Rostows er óneitanlega miklir, og ég hygg, að þeir séu einkum vel fallnir' til rannsókna og skipulagningar. George Me- Ghee er aftur á móti fyrst og fremst athafnamaður og verð- ur því mun betur settur sem yfirma'ðu'r stjórnmáladeildar- innar. VIÐ GETUM vei’ið vissir um, að þetta verður ekki eina né síðasta endurskipulagning stjórnarinnar. Þýðingarmestu stjórnardeildirnar nú á tímum eru utanríkisráðuneytið, varn- armáluráðuneytið, fjármála- ráðuneytið og leyniþjónustan. Fjármálaráðuneytinu, undir for ustu Dillons og varnarmálaráðu neytinu, undir forustu McNam- ara, virðist sérlega vel borgið. Utanríkisráðuneytið sýnist nú líklegt til þess að valda hlut- ver’ki sínu í meðferð utanríkis- mála. Þá vh’ðist mun auðveld- ara, og um leið nauðsynlegra, að snúa sér að því að endur- bæta leynifjjónustuna. Leyni- þjónustan á alls ekki að vera það afl, sem ákvarðar utanríkis stefnu Bandaríkjanna, en það hefur alltof oft borið við að undanförnu. Það er einmitt þetta, sem valdið hefur leyni- þjónustunni hvað mestum vand ræðum, og því er það þetta, sem fyrst og fremst þarf að 1í. na.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.