Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 14
14 T í MIN N , laugardaginn 16. desember 1961 H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRA KROSSFERÐATIMUNUM 56 þreyttir og við getum leikið á _ þá enn þás agði hin hugrakka Masonda, en Godvin og Vulf horfðu kvíðafullir á hina tíu mílna breiðu sléttu, er lá á milli þeirra og fljótsins. Þau riðu sifellt áfram. Fjórði hluti sléttunnar var bú inn, en nú var fyrsti Fedejinn ekki meira en svo sem tvö hundruö metra bak við þau. Bilið minnkaði smátt og smátt. Loks var hann ekki meira en svo sem fimmtíu metra á eftir, og einn af of- sækjendunum kastaði spjóti til þeirra en Rósamunda hljóð aði upp af hræðslu. — Keyrið hestana sporun- um! hrópaði Masonda. Þeir beittu nú sporunum í fyrsta sinn og hafði það tilætl uð áhrif á hestana og jókst nú fjarlægðin. Þannig riðu þau tvær mílur, og nú sáu þau brúna dálítinn spöl framund- an, en turnarnir í Emesa sáust svo glöggt, að hægt var að greina verðina þar uppi. Svo riðu þau ofan í dalverpi og ■áðleggjum RINSO í allar þvottavélar X-R 27B/íCE-8845-50 íslendingar \ Nú fyrir jólin þegar þór þurfið að velja vini y'ðar vandaða jólagjöf, viljum vór minna yður á bók sem kom út í haust og nefnist „ÍSLAND í DAG“. Vér bendum á eftirfarandi staðreyndir. ★ Þetta er mesta og vandaðasta safnrit, sem gefið hefur verið 4t á íslandi um ísland, íslendinga, menningu þjóð- arinnar og atvinnuhætti. í bókinni eru eftirtaldar .ritgerðir: Land og þjóð, Stjórnarfar og félagsmál, Sjávarútvegur íslendinga, Landbúnaður á íslandi, Iðnaður á íslandi, Yfirlit um þróun íslenzks þjóðarbúskapar, Bankar og sparisjóðir, ísíenzk verzlun, Raforkumál á íslandi, Siglingar íslend- inga, Flug, Um byggingar, Skólamál á íslandi, Heil- brigðismál, Um skógrækt, Ræktun við jaröhita, Bók- menntir, leiklist, útvarp, íslenzk myndlist 20. aldar, íþróttir, ísland sem ferðamannaland, Samvinnuhreyf- ingin. ★ Ritgerðirnar skrifa: Einar Magnússon, menntaskóla- kennari, Ólafur Björnsson, prófessor, Davið Ólafsson, fiskimálastjóri, Páll Zóphóníasson, fyrrv. alþingismaður, Helgi H. Eiríksson, fyrrv. skólastjóri, Jónas Haralz, ráðu- neytisstjóri, og Árni Vilhjálmsson, hagfræðingur, Vil- hjálmur Þór, aðalbankastjóri, Björn Ólafsson, fyrrv. ráð- herra, Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, Gunnar Guð- jónsson, form. Verzlunarráðs íslands, Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, Sigurður Sig- urðsson, landlæknir, Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, Óli Valur Hansson, ráðunautur, Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, Björn Th. Björnsson, listfræðing- ur, Þorsteinn Einarsson, Iþróttafulltrúi, Þorleifur' Þórðar- son, forstjóri, Erlendur Einarsson, forstjói. ★ Hverri ritgerð fylgir fjöldi mynda til skýringar efninu og mynd af öllum höfundunum. ★ Myndir og stuttar greinar eru frá 30 kaupstöðum og þorpum á íslandi. ★ 300 fyrirtæki kynna starfsemi sína í myndum og máli, þar eru m. a. nærfellt 300 myndir af forvígismönnum fyrirtækjanna og öðrum sem hafa haft mikil áhrif á atvinnulífið, auk fjölda mynda af húsum, skipum vél- um og alls konar tækjum. ★ Samtals eru í bókinni nærfellt 900 myndir eða hartnær tvær á hverri blaðsiðu til jafnaðar, en samtals er bókin 516 blaðsíður í stóru broti, prentuð á myndapappír. ★ Að öðrum bókum ólöstuðum er þessi bók langtum viðamest allra íslenfca bóka. Hún hefur að geyma fjöl- þættari fróðleik en dæmi eru til á einum stað, og megin- hluti þess fróðleiks hefur aldrei birzt áður og mun tæp- ast gera fyrst um sinn. ★ Miðað við bókaverð almennt er verð þessarar bókar naumast meira en hálfvirði, sem er ákveðið svo lágt til að gefa sem allra flestum íslendingum kost á að eignast þetta einstæða verk. ★ Ef þér viljið gefa vini yðar vandaða og góða bók, þá skuluð þér ekki velja hana fyrr en þér hafið skoðað „ÍSLAND í DAG“ vandlega. Landkynning hf. ingólfsstræti 9. Box 1373. — Sími 36626 og 10912. i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.