Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 16
I Sunnudagur 17. desember 1961 319. tbl. 45 árg. Þó er ennþá innan veggja ylur til á Húsavík." — Egill er góður. — Já, þeir fara ekki allir í fötin hans. Komst í feitt Sigurður bað mig að hafa sig af- sakaðan, en stofan var full af vís- um, og eftirvæntingin lá í loftinu. Þegar hann kom aftur, var hann með Carlsberg, og við skáluðum fyrir vísunni. — Ég komst nýlega í óprentað svo það ketoi ekki allt í sand.“ — Hefurðu farið í söfnunartúra út á land eingöngu í þessn augna- miði? — Það er nú varla hægt að ■segja það. Auðvitað hef ég eyrun opin á ferðalögum, en einu sinni fór ég samt norður í Skagafjörð. — Til að safna. — Já. — Og hvað hafðirðu upp úr því? — Eg kom með rúmar þúsund vísur til baka. — Og hvernig þótti þér sú eft irtekja? Forðið ferskeytlunni úr tröllahöndum gleymskunnar ÞaS var orðið rokkið, þegar við kvöddum dyra hjá mesta vísnasafnara á íslandi, Sig- urði Jónssyni frá Haukagili, til þess að láta hann segja okkur og þjóðinni eitthvað um vísur og vísnamenn. Hann kom á móti okkur, vörpulegur Borgfirðingur með grásprengt hár og aldagamla glóð fer- skeytlunnar í augunum og bauð okkur inn í skrifstofu sína, sem er lítil, en hlýleg og full af bókum. Þeim, sem ekki kunna ,skil á manninum, skal sagt strax, að hann er ættaður frá Haukagili á Hvítár- síðu, stundaði nám í Reykholti og Samvinnuskólanum, en hefur um allangt skeið rekið leðuriðju hér í Reykjavík. En fiægastur er hann fyrir vísnasöfnun sína. Hann á nú stærsta vísnasafn á landinu í ein- staklingseigu, og munu vísurnar skipta tugum þúsunda. Bækur og möppur — Megum við ekki skjóta á nokkrar möppur hjá þér til að skreyta með baksíðuna? — Það ætti að vera auðsótt. Hvað viljið þið margar? — Geturðu raðað á endilangt skrifborðið? — Nokkrum sinnum það, held ég- Sigurður brá sér frá að sækja öskjur til viðbótar bókunum, sem fyrir lágu á skrifstofunni, þegar við komum inn. Og það var greini- leigt, að hann þurfti ekkert að ótt- ast. Sigurður hefði getað haldið áfram að tína fram visnasöfn þann dag allan og næstu nótt. — Þetta er nú orðið ágætt. — Ja, þið getið fengið meira, ef þið viljið. Ég sá, að hann átti margar öskj- ur, eins og notaðar eru á opinber- um skrifstofum. I — Hvað heldurðu, að þú eigir margar öskjur? Ætli þær séu ekki rösklega sextán. — Og hvað margar vísur í ös'kj- unni? — Um 3000. — Svo áttu mikið af bókum með skrifuðum vísum. j — Já, ég á líklega nærri 12000 vísur í bókum. Og svo elnar þrjár | fullar töskur. — Hverjir eru aðrir mestu safn- arar á landinu? — Ég veit það nú ekki. Það eru ýmsir að fást við þetta. En ég þekki ekki vinnubrögð annarrá safnara. Hitt er óumdeilanlegt, að ekki eru aðrir betur birgir af vísum en Sigurður. Á 30 árum ; — Hvenær byrjaðirðu að safna, Sigurður? — Ég var um tvítugt. Ég þigg j alltaf vísur. Og þá er ekki úr vegi að skjóta því, að, að ég vil ein- jdregið hvetja fólk til að láta þær vísur ganga til safnara, sem það ' vill að ekki glatist. Ég mundi taka j þeim tveim höndum. En þá er líka I hauðsynlegt að skrá á sem gleggst- j an hátt allt, sem vitað er um vís- una. Tilefnið verður að fylgja og eftir hvern hún er og um hvað eða j hvern. Annars gætu þetta orðið leiðinleg mistök og blotnað í öllu púðrinu. — Geturðu nokkuð ímyndað þér, hvað þú átt margar í fórum þin- um? — Nei. Ég Vil ekkert fullyrða um það. En þær skipta tugum þús- unda. — Ertu ekki farinn að fá jóla- vísurnar? — Það kom ein um daginn. Frá hverjum? — Agli. — Lofaðu mér að heyra hana. „Neðst úr dal til efstu eggja erjar hríðin hverja brík. handrit með eiginhendi Páls Ólafs- sonar. Það er 350 vísur. — Hver á það? — Það á einn á:gætur Skagfirð- ingur, Andrés Valberg bílstjóri. Móðir hans var dóttir Sveins gamla á Mælifellsá ... — Sem setti saman bók og kall- aði hana Veraldarsögu? — Já. — Það hefur mér alltaf þótt snjallt. — Þú ert víst ekki einn um það. — Er Andrés safnari? — Hann er dálítið merkilegur maður, skal ég segja þér. Alls staðar, þar sem aðrir sjá skarn og skít, finnur hauu verðmæti,! sem sjálfsagt er að bjarga frá glötun. Hann á líka rímur af Agli. Skallagrímssyni eftir Kolbein Jöklaskáld, Það er eina handrit- ið, sem vitað er um. Og hann keypti það fyrir lítið. En hann varð að leggja á sig eins eða tveggja daga ferð innst inn í Skagafjarðardali til að ná því. | Með þúsund úr Skagafirði — Hverníg færðu þessar vísur? i Hefurðu ekki samband við fólkj uni land allt? — Nei, ekki get ég nú sagt' það. Ekki beinlínis. Það vita marg ir, að ég dunda við þetta, og þeir hafa sent mér mikið. — Gerirðu ekki vísur sjálfur? — Nei, það skulum við ekki nefna. Það liggur ekki fyrir mér. Söfriunin hefur setið fyrir öllu öðru. - — En þú hefur gamau af þeim? — Já, mikil ósköp. — Hvað kom þér til að safna? Áhuginn? — Ja, söfnun, — ég yeit ekki undir hvað söfnunarástríða flokk ast. Menn safna öllum andskotan- um. Eg safna vísum. Kaunske má segja, að það hafi fyrst og fremst vakað fyrir mér að bjarga þessu frá glötun, — hvað segir ekki Forn ólfur: — „koma því undan kólgu, — Góð. Fannst í Eyjum Það var komið borð á bjórinn j í glösunum og froðan að engu i orðin, þegar Sigurður stóð upp og brá sér fram fyrir. Eg glugg- i aði í eina bókina á meðan. Þegar hanun kom aftur, var hann með þykka bók . í handarkrikanum. Þetta voru 259 vélritaðar síður, höfundamöfnin vélrituð með rauðu, en vísur og tildrög með klassískri prentsvertu. Gripurinn var bundinn í brúnt alskintt. — Þetta eru Haugaeldar, safn af þingeyskum vísum, sem Hjálm ar Stefánsson í Vagnbrekku tíndi saman. Hjálmar var merkilegur maður, og Guðmundur Frímann hefur ort um hapn ágætt kvæði. Það héldu allir, að þetta væri týnt, en svo fannst það úti í Vest- mannaeyjum. Það var í fórum systursonar Hjálmars, Amþórs Árnasonar frá Garði í Mývatns- sveit. Hjá honum fékk ég það. Ef það er kveikja í henni — Finnst þér vísur um sérstök efni eða með sérstökum blæ gripa þig öðrum fremur? — Nei, nei. Aðalatriðið er, að það sé kveikja í vísunni. Og ef þú hefur hlustað á útvarpsþætt- ina mína í fyrra og hitteðfyrra, hefurðu kannski veitt því athygli, að ég forðað'ist eins o>g heitan eldinn að láta á mér finna, að mér þætti ein vísan öðrum betri. Það má maður ekki undir neinum kringumstæðum. — En vísur eru bæði góðar og vondar? —Já, og þær beztu mega oft ekki fara lengra. Og verst þótti mér, að Sigurð- ur var alltaf með eina og eina á vörunum, sem ekki mátti fara í Tímann. — Hérna er samt ein, sem þú mátt birta. Hún er eftir Jón á Akri: ií'Ö'S “ » ',l .'"f SIGURDUR JÓNSSON frá Haukagill „Dregur grímu á dal og fjall, daufa skímu veitir. Leggur Tímans lygaspjall líkt og hrím á sveitir.“ Þetta orti Jón við lestur dagblaðs ins Tíminn. O^ hún er meira að segja hringhend. Þeir stóru ortu góðar stökur — Svona er það nú samt, segir (Framhald á 15. síðu). Hér sér hluta af hinu mikla vísnasafni Sigurðar frá Haukagili.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.