Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 3
T í MI N N, sunnudaginn 17. desember 19G1. 3 ennmgar- stofnun NTB-París, 16. desember. Ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti í dag, að koma á fót sérstakri menningarstofnun Evr- ópuráðsins. Skyldi stofnunin starfa í þremur nefndum, einni um æðri menntun og rannsóknir, önnur um tæknimenntun og hin þriðja um kennslu utan skóla. Stofnunin á að hefja starfsemi sína í janúar næstkomandi. Norstad en ekki Strauss vildi kjarnorkuveldi NATO NTB-Bonn, 16. desember.. Það er ekki Franz Josef Strauss varnarmálaráðh. Vestur-Þýzka- lands, sem á uppástungtma um að gera NATO að kjamorkuveldi, heldur er það Lauris Norstad, hershöfðingi, yfirmaður NATO- herjanna, sagði Felix von Eehart, blaðafuiltrúi vestur-þýzku stjórn- arinnar I gær. Norstad lagði þessa uppástungu sína fyrir Bandaríkjaforseta fyrir ihálfu öðru ári síðan, og Strauss hefur aðeins vakið málið af svefni, sagði von Eckhart. Lutuli heima NTB—Jóhannesarborg, 15. desJ Luthuli friðarverðlaunahafi kom í dag til Jóhannesarborgar frá Osió. Stjórnarvöldin héldu hon um kyri'um í tollinum til þess að koma í veg fyrir, að blaðamenn og Ijósmyndarar kæmust til hans. 100 Afríkumenn tóku á móti Luthuli. @ um un mimi Frakkar ræða vantraust NTB-París, 16. desember. f gær hófst í franska þinginu umræða um vantrauststi'liögu jafn aðarmanna og sósíalradikala á hendur stjórninni fyrir stefnu hennar í heild. Tillagan er svo óljóst orðuð, að talið er, að hún fái mikinn stuðning bæði hægri og vinstri afla, Ef vantrauststillagan fær meiri hluta atkvæða á þinginu, verður stjórnin að segja af sér. De Gaulle NTB-New York, 16 desember í stjórnmálanefnd S.Þ. var í gær Alsírmálið á dagskrá og réðst fulltrúi Saudi-Arabiu, Ahmed Shu kairy, harðlega á stefnu DeGaulle í Al'sír. Hann sagði, að takmark Frakk- lands væri að sundra Alsír, æsa deiluaðila hvorn gegn öðrum. Síð an væri ætlunin að skipta land- inu í tvennt. Fengju frönsku land nemarnir þá auðugustu svæðin, 750—1000 kílómetra af strand- lengjunni, stærstu borgirnar og frjósömustu héruðin. Hreinar Rússa- ! Austurríki og Sviss sprengjur í kvöld kemur nýtt skip tll fslands, Drangajökull, elgn Jökla h.f. Skip þetta er smíðaS I staö Drangajökuls gamla, sem fórst á Pentlandsfirðl fyrra. Nýi Drangajökull er smfðaður í Deest I Hollandl, en var afhentur Jöklum h.f. I Rotterdam 8. des. s.l., og veltti framkvstjórl Jökla, Ólafur Þórðarson, honum viðtöku. Sklplð er um 2000 brúttótonn að stærð Sklp- stjóri er Ingólfur Möller og 1. véltsjórl Höskuldur Þórðarson. NTB-Stokkhólmur, 16. des. Rannsóknarstofnun varnarmál- anna í Svíþjóð hefur upplýst, að kjamorkuspreugingar Sovétríkj- anna í haust hafi verið tiltölulega hreinar. Ber stofnuninni saman við Miðstæðar bandarískar stofn- anir, að óhreinindin hafi aðeins verið 15—20% í stað 50—55% áður. Samanlagður styrkur sovézku sprengjanna var 125 megalestir og myndast hefur hálft tonn af geislavirkum efnum, en mest af því er nú horfið. Ekki hefur reynzt unnt að ganga úr skugga um, hvort ein- hverjar sprengjanna hafi verið nevtrónusprengjur eða venjulegar kjarnasprengjur. NTB-Bruxelles, 16. desember. Austurriki og Sviss hafa, auk Svíþjóðar, sótt um, að viðræður hefjist við Sammarkaðslöndin um mögulega þátttöku þessara ríkja í Sammarkaðnum. Hafnar viðræður við Sovét Árangurinn af sóknarlotu Sameinuðu þjóðanna i Elisa- bethville í gær virðist hafa orðið mjög góður. Herlið sam- takanna hefur náð ýmsum ioröurlðndin sammarkaöurinn mikilvægur stöðum í borginni á sitt vald, án þess að verða fyrir manntjóni og án þess að valda skemmdum á eignum. Tsjombe á leið ti! Rhodesíu Tsjombe Katangaforseti er sagður flúinn úr Elisabethville á- samt aðstoðarmönnum sínum. Eru þeir taldir vera á leið til n'ántu- bæjarins Kiphusi við landamæri Rhodesiu. Sir Roy Welensky for- sætisráðherra Rhodesiu hefur boð ið Tsjombe skjól í landi sínu. — og hinir réðh. horfnir Allir meðlimir Katangastjórnar- innar eru nú í felum. Hefur ekki reynzt uhnt að ná sambandi við neinn þeirra. NTB—Stokkhólmur, 16. des. SérfræSingar ríkisstjórna Norðurlandanna fimm komu í gær saman til fundar j Stokk- hólmi. Umræðuefnið er mögu- leg norræn samvinna í við- ræðunum við Sammarkaðs- löndin. f gær voru sjónarmið hintia einstöku landa lögð fram. Sér- fræðingafundurinn mun síðan næstu daga reyna að vinna sam- eiginlega stefnu úr sjónarmiðun- um. Ef árangurinn af fundinum .verða ákveðnar tillögur, verða þær lagðar fyrir næsta fund Norður- landaráðs, sem haldinn verður í Helsingfors í marz. Mikill áhugi ríkir fyrir því, að efnahagsleg norræn samvinna haldi áfram, þrátt fyrir tilkomu Sammarkaðsins. U Thant, framkvstj. S.Þ., sagði í dag, að aðgerðir samtakanna í Katanga mundu halda áfram unz markmiðinu væri náð, en það væri að tryggja athafnafrelsi sam takanna í Kongó til þess að koma á friði þar. Union Miniére útvegaði vopn U Thant skrifaði Spaak utan- ríkisráðherra Belgíu, bréf í dag. Segist Ú Thant hafa öruggar heim ildir fyrir því, að Union Miniére, námufé.'agið belgíska, hafi staðið að baki framferði Tsjombes, námu félagið hafi séð Katangaher fyrir sprengjum og skotfærum. NTB-París, 16. desember. í yfirlýsingunni, sem ráðherra- fundur NATO gaf út í gærkvöldi eftir þriggja daga fund sinn, seg- ir, að Vesturveldin hafi þegar haf ið viðræður við Sovétríkin um lausn Berlínardeilunnar. Almenn eining ríkti á fundin- um um afstöðuna til Berlínar. Aðeins Frakkland skarst úr leik. Hins vegar voru ráðherrarnir mjög ósammála um Kongódeil- una, enda var ekki nein samþykkt gerð þar að lútandi á fundinum. Kennedy í Caradas NTB-Caracas, 16. desember. Kennedy Bandaríkjaforseti er nú í Caracas, en hann er á ferð um mörg Suður-Ameríkuríki til þess að vekja at.hygli á framsókn- arbandalagi Ameriku. Bandaríkja- menn hafa komið þessu bandalagi ' á fót til þess að efla Ameríkuríkin : efnahagslega og félagslega. Kenne dy hefur fengið betri móttökur i í Caracas, en Nixon um árið, en ! bann var grýttur þar. YerSIagsráSiS Fundir voru í sameinuðu þing: og efri deild Alþingis í gær. i efri cTfcild var frumvarpið um heiir ild til handa ríkisstjórninni un að taka allt að 2 milljón króna lán hjá Alþjóðabankanum afgreitl sem lög. Frumvarpið u.m Verð lagsráð Gjávarútvegsins var til 2 umr. e.d. Sjávarútvegsnefnc hafði k'lofnað um málið. Meirihlul inn lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt frá því sem þaí kom frá n.d. Minnihlutarnir, Sig- nrvin Ei.narsson og Björn Jóns (Framhald á 15 síðu) Það verður til nýbreytni í Bú- staðasókn í dag, að efnt verður til almenns jólasöngs í Bústaða sókn. Verður samkema þessi í Réttarholtsskólanum og hefst kl. fjögur. Til þes ser ætlazt, að sóknarfólk komi þangað með sólmabækur sínar og syngi þar saman jólasöngva. Séra Bjarni Jónsson mun flytja stutta hug- leiðingu, og Lúðrasveitin Svanur leikur syrpu af jólalögum frá ýmsum löndum undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar, Myndin var af lúðrasveitinni við æfingu. (Ljósmynd: TÍMINN — GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.