Tíminn - 30.12.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1961, Blaðsíða 1
Porfúgalir snúa baki viS Brefum og S. þjóðunum SJÁ 3. SÍÐLI 328. tbl. — Laugardagur 30. desember 1961 — 45. árg. Fundinn dínósár við Hjartará í Alberta, Kanada Sjá baksíðu Eíns og skýrt var frá í blaðinu í gær, kviknaði í v.b. Júlíu, VE 123, sem var að veiðum út af Vestmanna- eyjum. Bátsverjum tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins, og kcliuðu á hafnsögubátinn Lóðsinn sér tll aðstoðar. Honum tókst ekki heldur að kæfa eldinn, en tók Júlíu á siðuna og dró hana til hafnar. — Þegar þangað kom, var enn eldur neðan þilja og rauk upp úr dekkinu, en slökkviliðinu úr landi tókst að ráða niðurlögum eldsins. — Myndin var tekin yfir Lóðsinn, þegar verið var að slökkva síðustu neistana, en ennþá rýkur úr Júlíu. — Eigandi bátsins og skipstjóri var Emil Andersen. — (Ljósmynd: Guðjón Guðlaugsson). Franski herinn fær kjarnavopn? ^NTB—París, 29. desember. — Ef Frakkland heldur áfram að stunda þær skyldur, sem binda saman Alsír og 1 Frakkland, leiðir það aðeins til þess, að Frakkland tapar fólki og fé, á meðan allt önnur verkefni krefjast mannafla og fjármagns Frakklands. Þess vegna mun Frakkland á ein- i hvern hátt leggja niður hið stjórnmálalega, efnahagslega og hernaðarlega samband við Alsír. Stefna okkar er að vinna saman með sjálfstæðu og óháðu alsírsku riki, sem I grundvallast á sjálfsákvörðun- j arrétti íbúanna sjálfra. 1 Þetta sagði De Gaulle Frakk- j landsforseti í útvarps- og sjón- varpsræðu sinni í gærkvöldi, sem menn hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. — Þetta er sú lausn, sem Frakk- land álítur, að verði bezt í fram- tíðinni, vegna þess að þannig verð- ur hægt að skapa samstarf þjóð- anna í Alsír, segir De Gaulle. Hann sagði, að verið væri að ílytja tvær herdeildir og tals- vert fluglið frá Alsír til Frakk- lands og meira herlið yrði flutt þaðan innan tíðar. Við þetta stórfækkar í franska hernum í Alsír. Verður þá jafnframt fækkað í franska hernum almennt, en hann í staðinn endurskipulagður og vopnaður hinum fullkomnustu nýtízkuvopnum, og er talið, að De Gaulle hafi þar átt við 'cjarnorkuvopn. De Gaulle sagði, að nú væru bjartar horfur á því, að Frakk- !and geti hafið gagngera innri end urnýjun í efnahagsmálum, félags- •nálum, kennslumálum, vísindum, 'ækni og mannfjölda og nefndi hann í því sambandi hina nýju fjögurra ára áætlun. Kom víða við Ræða hans stóð yfir í 20 mín. og kom hann víða við. Hann sagði meðal annars, að Frakldand styddi viðræður milli Vesturveldanna og Sovétríkjanna, en fyrst yrði að lægja spennuna, sem Sovétríkin hafa skapað. Hann kvað Frakka vilja vinna að einingu Evrópu, en þá yrði um leið að gæta hagsmuna allra Evrópuríkjanna. Er talið, að þar hafi hann átt við deilur Frakka og Þjóðverja í Sammark- aðnum um landbúnaðarstefnuna. — De Gaulle taldi lok Alsírstyrj- aldarinnar vera nærri, en hann kallaði hana „grimmilegan sorgar Ieik“. íu 1111 ■■ 111111 ii 1111111111111111 ii ■ 111111111 nj |Lokið skiptum á 1 Íauðugu dánarbúi 1 |Dalasýslumanns = Árdegis í dag verður lok-E |ið arfaskiptum í dánarbúiE EÞorsteins ÞorsteinssonarE Esýslumanns. Þetta er eittE =auðugasta dánarbú, sem til= =skipta hefur komið um= =langt skeið, og skiptist það í= =tvo jafna hluta. Fellur ann-= =ar í skaut Davíð Þorsteins-= Ssyni á Arnbjargarlæk í= =ÞverárhÍtð, bróður Þor-= Esteins, en hinn rennur til= Esystkinabarna ÁslaugarE ELárusdóttur, látinnar konuE EÞorsteins heitins. Erfðaf jár-E Eskattur sá, sem rennur tilE Eríkisins, var ákvarðaður núE Efyrir skömmu. E Arfaskiptin hafa fariðE Efram með hinu bezta sam-E Ekomulagi erfingja, þótf umE Emikinn auð væri að tefla,E =og varð enginn ágreiningurE Eþeirra á milli um neittE Eatriði. E 1T111111111111 u 11111111111111111 ■ 111111111111T1 Læknadeilan leystist í gær í gærkvöldi náðist bráða- birgðasamkomulag í hinni svo- kölluðu læknadeilu, og var gengið að tíu prósent hækkun þeirrx sem læknar óskuðu eftir til viðbótar við fyrri tilboð og hækkanir þær, sem orðið hafa í sumar. Samkomulag þetta er gert til . þriggía mánaða, sem hugsað er sem eins konar reynslutími, svo menn geti áttað sig frekar á málinu. Það eru heimilislæknar, sem fá tíu prósent hækkunina á fastagjaldið. Sérfræðingum er skipt í tvo hópa, annars vegar þá, sem hafa ekki nema örfá heimili til að sjá um, og hins vegar þá, sem hafa mörg heim ili á sínum snærum. Þeir sem hafa fá heimili fá einhverja hækkun til að bæta þeim upp iekjur. Læknar féllu frá kröfu sinni um afslátt af tolli á bílum og siglingastyrkir eru heldur ekk' ’neð í þessum samningum. Þetta voru að verða síðust’ 'orvöð að leysa málið, þar seir. bráðabirgðalög þau sem setí voru í sumar, féllu úr gildi um áramótin. Báðir samningsaðilar gerðu sér Ijóst, að tíminn er orðinn naumur, enda voru fundir daglega. Fyrir jól stóð málið þannig, að læknar vildu fá tíu prósent hækkun fram f>essum tíu prósentum var ætl að að koma umfram þær al- nennu launahækkanir, sem . amið var um í sumar og lækn •;r fengu á fastagjöld sín. Af þessum sökum gekk ekki saman fyrir jól, en eins og fyrr segir hafa fundir verið daglega. Læknar voru á fundi í gær og í dag, með þeim árangri, að nú er deilan leyst. Sjúkrasamlagið hafði skýrt frá því, að yrði gengið að kröf um lækna, þyrfti að hækka sjúkrasamlagsgjöldin, og er þvi ekki útlit fyrir annað en svo verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.