Tíminn - 30.12.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1961, Blaðsíða 6
Samkvæmt kirkjunnar bókum er Jóhann Helgason á Ósi í Borgar- firði eystra sjötugur í dag. Á þessum punkti íslandssögunn ar, sem réttara væri nú til dags að kalla mannkynssögu, er það næsta fávíslegt, að fara að skrifa um útslitinn alþýðumann, sem ekki hefur einu sinni getað potað sér í pólitís'ka nefnd á Dagsbrúnarkaupi. Á þessum tímum, þegar allflestir íslendingar eru að verða stórmenni í umboði einhvers, og þjóðin hefur riðið sér mannhelt net ambassa- dora, móta og mannfagnaða, um gjörvallt hnattkrílið og hefur nú karlinn í tunglinu í sigtinu. Og á öll þessi mót sigla nú tugir og hundruð vorra beztu manna ár hvert, með eiginkonum eða hjá-: svæfum, og allt er þetta greitt eins og vera ber eftir reikningi. „Ja hvað mun innar,“ sagði karlinn, þegar hann fann lúsina á tann- garðinum. Og nú tefli ég þér, Jói minn Helgason, sem peði á móti þessari myndriku fylkingu, en bíddu við, peðsmát er líka til, að því að mér er sagt. Jóhann Helgason er fæddur í Njarðvík við Borgarfjöf'ð eystra, 30. desember 1891, sonur hjónanna Helga Jónssonar, Sigurðssonar, fræðimanns í Njarðvík og Sesselju Sigurðardóttur frá Heyskálum, er þar bjuggu. Árferði var þá harðara, en nú gerist og litið um allsnægtir, enda var Njarðvíkingum löngum brugð- ið um það, að þeir sinntu meira bókum en búskap og kunni slíkt ekki góðri lukku að stýra. Ekki báru þó börn þeirra hjóna nein merki búsveltu. Jóhann byrjaði snemma að vinna, enda ólatur. Oft minnist Jóhann þess, er þeir Kjarval og hann gættu fjár að vorlagi, og enn man hann eftir þeim myndum, sem Kjarval dró upp, bæði í orðum og á blaði, en sinn hlut mun Jóhann hafa fengið af fjárgæzlunni. Þrettán ára að aldri fór Jóhann að heiman og réðst að Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, til Sigfúsar Halidórssonar bónda þar. Vann hann þar öll algeng sveitastörf. Jóhann var snemma harðger og áræðinn, svo að af bar. Eitt sinn var hann staddur á beitarhúsun- um frá Sandbrekku, var hann þar við viðarhögg. Geigaði þá hjá hon- um öxin og lenti á baugfingri vinstri handar með þeim afleið- ingum, að fingurinn hékk á taug- um. Sýndist Jóhanni að fingur sá mundi lítt duga í baráttunni fyrir tilverunni, tók hann því vasahníf srinn og skar hann af og fleygði til seppa síns, sem tók glaðningu þess- ari með vinsemd. Frá Sándbrekku réðst Jóhann til | Magnúsar Þorsteinssonar í Höfn í Borgarfirði Árið eftir dó faðir hans og tók Jóhann þá við búsfor-; ráðum með móður sinni og syst- kinum til ársins 1918. Það ár kvæntist hanr Bergrúnu Árna- dóttur, Steinssonar frá Njarðvík, sem þá bjó í Bakkakoti í Borgar- firði. Á þeim árum var lítið um atvinnu og jarðir lágu ekki á lausu, og þar sem Jóhann var iítt gefinn fyrir sjó. sló hann á það ráð til að sjá sér og sínum farborða. að gerast vinnumaður á Héraði uppi. Fyrsta árið voru þau hjónin á Vík- ingsstöðum á Völlum, hjá Friðriki Jónssyni, sem þar bjó. Oft fór Jóhann kaupstaðaferðir, á meðan hann dvaldi á Víkings- stöðum. Þaðan var sótt verzlun til Seyðisfjarðar, og að vetrinum til þurfti oft að leggja á bakið. Einn- ar ferðar minnist Jóhann sérstak- lega. Hann hafði þá farið til Seyð- isfjarðar ásamt Vigfúsi Jónssyni frá Úlfsstöðum Um það bil er þeir lögðu upp af Seyðisfirði. kom til þeirra maður og beiddist sam- fylgdar til Héraðs. Var þar kom- inn Guðmundur Hagalín og ætlaði hann norður á Jökuldal. Á leiðinni fór hið bezta á með þeim félögum, en hvort allt var satt, sem Hagalín miðlaði þeim vissu þeir ekki gjör, enda skipti slíkt ekki máli, þar sem lygin er aldrei annað en vísi- tala á sannleikann. Veður var gott, : og vildi Gísli ekki að Jóhann legði 1 á heiðina, en hann var ófús að biða og hélt til Gnýstaða, innsta bæjar í Sunnudal. Þar var hann veður- tepptur í tvo daga, en á þriðja degi var heldur hægara og lagði hann þá af stað í skyndi. Ekki hafði hann lengi farið, er stórhríð brast á. þó var frost ekki hart. Eftir að upp var komið, var undan að fara og skilaði drjúgum, svo að skömmu eftir hádegi var hann kominn að sæluhúsinu. Ekki fýsti Jóhann að setjast þar að, því að um haustið hafði hann orðið þar dagþrota og ætlað að gista. Hestana hafði hann bundið úti undir vegg. En er hann hugð- ist taka á sig náðir, trylltust hest- arnir og hundurinn því meir. Jó- hann fór þá á kreik og þóttist sjá mann í dyrunum. Ekki vildi þó fjandi sá bíða, heldur leystist upp. Nú vildi hann ekki freista til end- urfunda og hélt því áfram. Óx nú hríðinni ásmegin, svo að j Jóhann sá, að ekki mundi hann ná i til Jökuldals með baggann, tók þvi úr honum tösku með smádóti og Sjötugur í dag: en fluttist siðan til Bakkagerðis f Borgarfirði og hefur búið þar síð- an. Þar hefur hann stundað jöfn- um höndum búskap, lausavinnu og sjóróðra. Svo til uppbótar á ævi- starfið hefar hann verið þrjátíu og eina vertíð í Vestmannaeyjum og væri slíkt efni í heila bók. Væri börnum um fermingu sagð- ir kaflar úr þeirri sögu, mundu þau halda, að verið væri að stað- færa sögur um ánauðina í nýlend- um heimsveldanna. Þar sem hér hefur verið gripið niður, sýnir hve geysihörð lífsbar- áttan var fyrir nokkrum áratug- um hér á landi. Harðduglegir menn urðu að sætta sig við svona hrakninga, vegna skorts á jarð- næði. Bændur, sem jarðirnar höfðu, vildu ekki fórna þúfu. Þau Bergrún og Jóhann hafa eignazt 14 börn og eru 12 þeirra á lífi og hafa komizt vel fram. Sú formúla hefur löngum ríkt í Njarð- víkurætt, að til lítils kæmi að stofna það fyrirtæki, sem hjóna- band nefnist, upp á minni fram- leiðslu en frá 10 upp í tuttugu börn, enda skaut langafi þeirra Jóhann Helgason, Ósí, Borgarfirði eystra en frost nokkuð, en er þeir komu í Úlfsstaði um kvöldið, var Grímsá talin ófær, en yfir hana þurfti Jó- hann að fara til þess að komast heim. Grímsá er eitt versta vatns- fall í vexti, straumhörð og stór- grýtt og nú var í henni jakaburður mikill og grunnstingull að auki. Ekki var talið fært að ferja, en Jóhann undi því lítt að komast ekki heim. Biður hann nú Vigfús að ganga með sér fram að ánni og sjá hvernig þar sé umhorfs. Vig- fús kvað slíkt ástæðulaust, þar sem áin væri bráðófær, en úrslit urðu þau, að sonur Vigfúsar fylgdi hon- um að ánni Jóhann segir svo frá: „Strax og ég kom að ánni, var ég ráðinn í því, að yfir skyldi ég komast. Er út í var komið, skall vatnið upp á mitt læri og síðar í beltisstað. Ég var með broddstaf alllangan og traustan. Stafnum beitti ég upp í strauminn til stuðnings og til að bægja frá jökum. sem annars mundu hafa skellt mér. Grímsá er ekki breið, en tuttugu minútur var ég að þumlungast yfir, og hvernig sem á því stóð, fann ég ekki til kulda, þegar ég kom yfir og áætl- unin stóðst, heim um kvöldið." Næst réðst Jóhann til Þorvaldar Benediktssonar í Hjarðarhaga á Jökuldal. Þorvaldur var stórbóndi og búið þurfti margs við. Þar hafði Jóhann aðdrætti alla og var það ærið verk og oft baggaburður. Verzlunarviðskipti lágu til Vopnafjarðar. Þar er yfir Smjör- vatnsheiði að sækja, sem talin er 45 km. á milli Fossvalla og Há- reksstaða og reiknað með 12—14 tíma lestargangi. Smjörvatnsheiði er 700 m. hár fjallgarður og afar illur yfirferðar og er þar snjó- þungt og illviðrasamt. Sæluhús er við suðurenda Smjörfjalla. Það var viku fyrir jól, að Þorvaldur biður Jóhann að skreppa til Vopnafjarð- ar og sækja baðlyf og bjóst Jó- hann þegar til ferðar. Segir nú ekki af ferðum hans annað en það, að hann kom á Vopnafjörð sam- dægurs, tekur þar 70 pund af bað- lyfi auk smávarnings og heldur svo tii Egilsstaða í sömu sveit og hafði þá farið um 70 km. þann dag. Þar gisti hann í góðu yfirlæti hjá Gisla bónda, föður Benedikts Gíslason- ar fræðimanns frá Hofteigi. Veður var skuggalegt að morgni, | nesti, en batt hann síðan við síma- : staur. Þegar liðið var að nóni, kom hann í þrengsli nokkur og lenti þar í krapi, svo að hann blotnaði í hendur og fætur. Tekur hann nú það ráð að grafa sig í fönn, finnur hengju, rótar þaruttrp^'gettir gert sér holu. Ekki var þó rúmið meira en svo, að hann' li'ggur "þárna á fjórum fótum og síðan skeflir yfir hann. Meðan skefldi, reyndi hann að hreyfa sig með hægð, til að fá ofurlítið rými. Hitagjafinn var söngur, söng hann svo hátt sem hann orkaði án þess að hirða um Ijóð eða lag, enda ekki allt and- látssálmar. Þess á milli hjó hann tönnunum í freðið nestið, en varð lítið ágengt, þó fann hann ekki mikið til hungurs. Leið svo nóttin. Árla morguns þótti honum sem veðrið hefði lægt og brauzt út. Hann hafði nú verið 14 tíma í fönninni og vissi, að þar væri nú aðeins eftir einu að bíða. sem hann hafði þó ekki áhuga fyrir. Bjóst hann því til ferðar og um i hádegi rakst hann á beitarhús frá Hauksstöðum á Jökuldal. Ekki var þar aðkoma góð. húsin opin og fennt inn í miðjar krær. Stóð þar fé inni, en sumt fennt undir veggj- ' um úti. Hafði sýnilega ekki verið ifarið á húsin s.l. tvo daga. Hélt Jó- hann til Hauksstaða og var þar vel : tekið. Ekki vildi hann þó setjast þar að, þáði mat og kaffi. þurr plögg og hélt síðan heimleiðis. : Þangað náði hann eftir sex tíma ferð. Pokann sótti hann eftir nýár og var þar allt óskemmt. Ekki undi Jóhann lengur á Hér- aði og flutti næsta ár til Borgar- fjarðar og fékk þar % úr Brúna- vík til ábúðar. Stundaði hann þar | nokkuð sjó, ásamt búskap. Næst flutti hann til Kjólsvíkur, þar voru hús léleg, grasnyt lítil og seintekin. enda víkin öll harðinda- jbás. Þaðan stundaði hann róðra á Glettinganesi með Stefáni Þórðar- jsyni og Jóni mági sínum Sjávar- | gatan frá Kjólsvík til Glettinga- ness, undir Glettingi, er engin ást- ;arbraut. Gínandi flugin sjá fyrir grjótkastinu og á einum stað verð- i ur maður að þrengja sér í gegnum gat á klöpp. sem gengur í sjó fram, og er þar ekki fært. nema vel l standi á sjó. f Kjólsvík var Jóhann í tvö ár, hjóna 28, sumir segja 30, inn í heiminn. Það lætur að líkum, að Jóhann gat lítt slakað á klónni hvað vinnu snerti, því að aldrei gat hann setzt á annarra bak og hirt auðinn af vinnu þeirra. Svona einfaldir menn finnast enn, og ef til vill gerir það ekkert til. Bæði voru þau hjónin veitul á það, er þau höfðu og aldrei stóð á rúmi til að hýsa gesti, sem að garði j bar, eða að bjóða þeim góðgerðir. Vegna dugnaðar og harðiengis var oft til hans leitað, ef um erfið ferðalög var að ræða, eða önnur torsótt verk. Og þar var nú ekki í geitarhús að leita, heldur líkast því, sem þetta væri í háns þágu og sérstakt happ. Þó að Jóhann hafi verið allra manna duglegastur, þá mundu brotsjóar erfiðleikanna kannske hafa fært hann í kaf, hefði konu hans ekki notið við. Þrjátíu og eina vertíð er heimilisfaðirinn fjarri. harðasta tíma ársins. Kon an verður að sjá um allt úti og inni með hjálp barnanna, sem á ; legg eru komin og málið var ekki svo einfalt, að ekki þyrfti annað j en að fara í búðina og kaupa fyr ir peninga. Sagan að baki sögunn ar er oft stór. þó að lítt sé á loft haldið. Eg hef alla ævi hatað fátækt- ina, eins og ófreskjuna Kögur- I grfm. Kögurgrímur var óvættur í Njarðvík eystra, sem rétti kruml una út úr berginu, er fiskimenn- irnir réru þar nærri til að létta sér baminginn og þá hirti kruml an bæði menn og bát. Fátæktin er heldur ekki annað en tæki ein- stakra manna til auðsöfnunar og valda. Þó verð ég að segja það, að hafi ég séð flöktandi bjarma á fátæktinni, þá var það á heim- j ili Bergrúnar og Jóhanns. Þar virt ! ist aldrei ský á himni, lífsgleðin j var bráðsmitandi. Húsfreyjan hafði fallega söngrödd, enda virt ist söngur hennar hljóma úti og : inni frá rismáli til dagsloka, var sá tími ekki alveg reglubundinn. Dugnaður, glaðværð og bjart- sýni Bergrúnar hélt hamingjusól- inni á lofti, svo að hún gat ekki setzt Ekki verður minnzt á allt, sem vantaði, en það var hverjum sýnilegt, er þar kom. Úti og inni sungu og sátu fáklædd börn, eða fjaran heillaði, enda kuðungar og skeljar dýrgripir á við nútíma leik íöng. Náttúrlega týndust börnin burt með aldrinum, en ekkert virtist fækka. Barnabömin hlupu í skarðið og enn þá óma Kiðu- björgin af söng barnanna á Ósi. Það vantar ekkert í þennan heim og það á engan að vanta neitt, þó er kannske ekki sama, hvernig menn eyða orku sinni. Mér verður stundum starsýnt á ungar og efnilegar húsfreyjur, þar sem allt er gljáfægt og teppalagt út úr dyrum. Þama er skrúbbað, fægt og bónað og ryksugað allan daginn, og svo verður að gæta bamanna, svo að þau komi ekki við húsmunina. Að kvöldi speglar þreytan sig í andliti húsfreyjunnar og mér sýn ist ylur ástarinnar hafa sogazt upp í ryksuguna. Vesalings eigin- maðurinn. Jóhann hefur ekki verið kvelli- sjúkur um dagana, enda hraust- ur enn þá og ekkert líklegur til að staulast eftir ellistyrk. Þó var það svo, að fyrir eitt- hvað fjórum árum, að hann kenndi innanmeina. Eftir að hafa reynt að liðka sig á vinnu, leitaði ■hann til læknis og var þar lýst- ur og skoðaður. Ekki vildu lækn- ar neitt gefa upp, en sögðu hón- um að vera heima og fara vel með sig. Og helzt las Jóhann það út, að hann ætti bara að geispa golunni. Ekki kvað hann það saka, þótt litið yrði innan í sig, og var það ráð tekið. Og sjá, þeir gerðu þar glugg á og öll sýndust beim líffæri Jóhanns í lagi, utan að fiskbein eitt mikið stóð út úr maganum og hafði hlaðizt á það kökkur sem varð til nokkurs traf ala Mun þetta hafa stafað af því, að hraðinn á matmálstímum í Eyj um gekk eftir öðrum lögmálum, en í ráðherraveizlum nú til dags. Eftir að heinið hafði verið burt numið^og það. sem fvlvdi því. birt ist Jóhann skömmu síðar i Eyjum og tók upp sinn fvrri starfa. Árna ég síðan .Tóhanni og heim ili hans allra heilla Halldór Pétursson. Afgreiðslumann vantar oss nú þegar við útibú vort á Kirkjubæjar- klaustri. Góð íbúð er fyrir hendi. — Umsóknir um starfið, er tilgreini aldur og fyrri störf, sendist til kaupfélagsstjórans, Odds Sigurbergssonar, Vík í Mýrdal, sem einnig gefur allar upplýsingar. Kaupfélag Skaftfellinga. 6 TÍMINN, laugardaginn 30. desember 1961.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.