Tíminn - 30.12.1961, Blaðsíða 2
f bænum Salisbury á Englandi
fara fram víðtækar rannsóknir,
sem stefna að því að finna lækn-
ingu gegn hinni dýrustu og út-
breiddustu allra þjáninga, sem
hrjá mannkynið: kvefinu. Ein-
mitt nú þessa saggafullu regn- og
snjóamánuði eru um 100—200
milljónir hnerrandi og hóstandi
manna víðs vegar á norðurhelm-
ingi jarðkringlunnar.
En það er í raun og veru von
til þess, að fljótlega takist að
benda endi k allan þennan aum-
ingjas'kap. Á siðast liðnum þrem
árum hafa brezkir vísindamenn
náð takmarki, sem hingað til
hefur virzt allfjarlægt. Þeir hafa
rekið kvefið upp í eitt horn rann-
sóknarstofunnar og hneppt smit-
efni þess í tilraunaglas, þar sem
þeir geta rannsakað lögun þess
og eiginleika og fundið þess
veiku hliðar. Þeir hafa einnig
náð mikilsverðum áfanga á þess-
ari leið með því að framleiða
kvefbóluefni, og að lokum hafa
þeir fundið efni, sem e. t. v. á
eftir að verða viður'kennt sem
mes-ti stórviðburður á sviði lækn-
islistarihnar síðan penicillinið
var fundið upp.
í mótsetningu við penicillin og
önnur mótefni, sem verka á
bakteríur verkar interferon, eins
og hið nýfundna efni nefnist,
gegn veirum. Ef interferon
bregst ekki vonum, er sá dagur
ekki langt undan, að hægt verð-
ur að lækna kvef, inflúenzu,
mænusótt og óteljandi veiru-
sjúkdóma aðr'a með einni töiflu
eða sprautu.
Vísindamennirnir brezku hófu
starf sitt árið 1946 við lítt upp-
örvandi kringumstæður — á
sjúkrahúsi, sem samanstóð af 22
smáhúsum og nokkrum blikk-
skúrum. Sjúkrahúsið, sem er
skammt utan við Salisbury, var
reist árið 1941 sem gjöf til Bret-
lands frá háskólanum í Harvard
og Rauða krossinum í Ameríku,
sem sá um fjárhagslegan rekstur
sjúkrahússins. Upphaflega var
það hugsað sem farsóttasjúkra-
hús, en var síðar á stríðsárunum
tekið í þjónustu ameríska hers-
ins.
Eftir stríð komust byggingain-
ar undir yfirráð hins læknis-
fræðilega rannsóknarráðs Bret-
landseyja. Sir Christopher And-
rewes, hinn frægi veirufræðing-
ur, sem einangraði fyrstu influ-
enzuveiruna, ákvað að Salisbury-
sjúkrahúsið skyldi gert að aðal-
herbúðum í allsherjarherferð
gegn þeim voveiflega fjanda
mannkynsins, kvefinu.
Þetta var ekkert smá verkefni,
sem hinu valda liði sirjChristoph-
ers var fengið í hendur. Óhætt er
að fullyrða, án þess að ýkja
á nokkurn hátt, að kvefið sé einn
okkar óútreiknanlegasti fjandi.
Auðvitað þekktu menn talsvert
til aðferða fjandans. Kvefið berst
frá manni til manns, og það herj-
ar venjuiega mest tvisvar ti!
þrisvar á ári, þegar skólarnir
hefjast eftir sumarfríið og haust-
ið kemur með regn og kalsa og
þegar fyrstu merki vorkomunnar
sýna sig. En fram að þessum degi
hafði enginn séð þá veiru, eða
þær veirur, sem orsaka kvefið,
og í rauninmi vissu menn ekki
með neinni vissu, hvort kvefið
var veirusjúkdómur. Þýzkur vís-
indamaður hafði tekið slímhúðar-
vökva úr nefjum kvefaðra manna,
hreinsað hann til að fjarlægja
allar bakteríur og sprautað því,
sem eftir var, á slímhúð heil-
brigðra manna. Þeir fengu allir
kvef og af því réðu rrrenn, að or-
sökin var að minnsta kosti ekki
baktería.
En ekki var hægt að segja, að
menn hefðu þokazt mikið áleiðis
í rannsóknum á því, hvernig
mætti fyrirbyggja og bæta kvef.
Engin hinna margbreytilegu
læknisaðferða hafði reynzt not
hæf.
Læknarnir hafa oft fengið
ágætar ábendingar frá skottu-
læknum, en öll gömlu húsráðin
Er f jandi fjandans
von bráðar fundinn
gegn kvefi hafa reynzt þýðingai-
laus. Eitt gamalt húsráð kennir,
að r-ein eigi að drekka mikið
vatn eða annan vökva, þegar þeir
þjást af kvefi. Þetta ráð telur
læknir einn að stafi af því, að
enginn hefur nokkru sinni séð
fisk hnerra!
Er maður móttækilegri fyrir
kvefi, ef maður er þreyttur? í
háskólanum í Illinois var mönn-
um í tilraunaskyni haldið vak-
andi í 56 klukkustundir, en þeir
reyndust ekki móttækilegri fyrir
smitun heldur en óþreyttir menn.
Venjuleg tilraunadýr reyindust
til allrar óhamingju ónæm fyrir
kvefi, og það varð alvarlegt áfall
fyrir vísindamennina. Eftir því
sem menn bezt vita er aðeins eitt
dýr, sem er mjög móttækilegt
fyrir kvefi, og það er sjimpans-
inn. En sjimpansinn er mjög dýr
í rekstri og erfitt að hafa hann
sem tilraunadýr, og þess vegna
ákvað dr. Andrews að gera til-
raunir á mönnum.
Byggingum sjúkrahússins var
deilt niður í smá íbúðir, og síðan
var auglýst í blöðum og útvarpi
eftir sjálfboðaliðum, sem vildu
láta einangra sig tveir og tveir
saman í tíu daga. Heitur matur
og öl skyldi fært að dyrum
þeirra, og daglaunin voru 3 shill-
ings. Hingað til hafa meira en
7000 manns tekið þátt í tilraun-
unum, aðallega námsfólk, sem er
að lesa undir próf, rithöfundar,
sem sækjast eftir vinnufi'iði, of-
þreyttar húsmæður, sem þarfnast
hvíldar og auk þess er fjöldinn
allur af nýgiftum hjónum, sem
eitt hafa hveitibrauðsdögunum á
sjúkrahúsinu í Salisbury.
f þessu ókeypis fríi sínu varð til
raunafólkið vitgnlega að lifa eft-
ir vissum reglum. Fyrstu fjóra
dagana lifði það einfaldlega í al-
gjörri einangrun, unz fullséð var,
að það hefði ekki flutt með sér
kvef. Fyrri rannsóknir höfðu
sýnt, að meðgöngutími kvefsins
er 1—3 dagar.
Á fimmta degi var slimhúðin í
nefjum tilraunafólksins pensluð
með sérs-tökum nefdropum, sem
framleiddir voru úr slímhúðar-
vökva frá kvefsjúklingum. Eftir
þær aðgerðir fékk venjulega
þriðji hluti alls fólksins kvef. En
hvers vegna ekki allir? Aðeins
af þeirri einföldu ástæðu, að hin-
ar eðlilegu varnir líffæranna
höfðu staðizt árás veirunnar.
— Það virðist auðsætt, að
jafnvel hinn minnsti veiru-
skammtur getur orsakað kvef, ef
útverðir líffæranna sofa á verð-
inum, segir dr. Andrewes.
En eftir tiu ára rannsóknir
hafði vísindamönnunum ekki tek-
izt að upplýsa marga af leyndar-
dómum kvefsins, og dr Andrewes
minnist þessara ára sem tilbreyt-
ingarlítils og leiðinlegs tímabils.
Nokkrar athuganir höfðu þó
reynzt mikilvægar. Sannanir
höfðu fengizt fyrir því, að veiru-
sýkingin er í sjálfu sér meinlaus
þjáning, sem varir aðeins í þrjá
daga. Sjúklingurinn fær lítils
háttar sárindi í hálsinn, e. t. v.
svolítinn höfuðverk, og nefið
þrútnar. Smám saman verður svo
hinn vatnstæri vökvi, sem úr
nösunum rennur, þykkur og gul-
leitur, og er það merki þess, að
bakteríurnar, sem lifa í nösum
og koki, hafa nú tekið sér ból-
festu í hinni bólgnu slímhúð.
Veirusýkingin hefur veikt slím-
húðina og rutt með því brautina
fyrir innrás bakteríanna.
Vísindamennirnir söfnuðu sam-
an öðrum upplýsingum í leiðinni.
Þeir fengu fullvissu fyrir því, að
kvefveiran er næstum því ótrú-
lega lítil venjuleg baktería, er
t. d. 300 sinnum stærri en veira.
Það kom einnig í ljós, að veiran
er alveg sérstaklega lífseig, það
má djúpfrysta hana og geyma
hana í mörg ár, og hún getur
stöðugt verið fær um að breiða
út kvef.
Einnig gátu þeir afsannað marga
gamla hjátrú um kvefið, m. a. þá
fullyrðingu margra, að menn
fengju kvef af því einu að verða
kalt. Mitt í hinum bitrasta vetr-
arkulda varð tilraunafólkið að
fara í heitt bað og standa síðan í
ísköldum gusti, þangað til tenn-
urnar glömruðu í munninum á
þeim. Aðrir gengu í blautum
sokkum í heilan dag. En enginn
þeirra fékk kvef, nema að þeim
væri einnig séð fyrir kvefveir-
unni.
Á þennan hátt fengu menn
smám saman ljósari mynd af
eðli kvefsins en nokkurn tíma
áður hafði fengizt. En enn þá
hafði þeim ekki tekizt að lokka
veiruna niður í tilraunaglas, þar
sem menn gátu athugað gaum-
gæfilega lögun hennar og eigin-
leika og fundið aðferðir til að
eyðileggja liana.
Það reyndist ókleift að rækta
veiruna á neinu þeirra næringar-
efna, sem menn buðu henni upp
á. Bakteríurnar eru eiginlega al-
ætur, en veiran er vandæt og get-
ur aðeins þrifizt í lifandi vefjum.
í meira en tíu ár brutu vísinda-
mennirnír heilann um þetta
mikla vandamál. Að lokum tókst
þeim þó eftir miklum krókaleið-
um að finna það, sem dugði. Það
varð eiginlcga fyrir mistök, en
ekki var það síður vel þegið.
Kvefveiran gat þrifizt í nýrna-
vefjum mannanna við sérstakt
hitastig og sýrustig.
Og þar með á brautin að vera
rudd fyrir bóluefnið. Fyrst verð-
ur að vera hægt að rækta veir-
una í rannsóknarstofunni, og það
í stórum stíl. Síðan er bóluefnið
framleitt úr dauðum eða veikt-
um veirum, sem ekki hafa kraft
til að orsaka sjúkdóm, þegar
þeim er sprautað í menn, en get-
ur örvað líffærin til að framleiða
móteitur.
Svo langt hafa menn enn ekki
náð með kvefveiruna. Hingað til
hefur tekizt að einangra níu teg-
undir af veirum, en menn vona,
að það séu aðeins þrjár eða fjór-
ar tegundir, sem orsaka venju-
legt kvef, svo að hægt verði að
sameina þær í eitt bóluefni.
En, sem sagt, nú hafa menn
náð svo langt, að þeir eru von-
góðir um, að ekki líði á löngu,
unz framleiddur hefur verið
fjandi fjandans, og óhætt er að
fullyrða, að honum verður tekið
tveim höndum.
Bílarnir of stðr-
ir undir jðlatrén
Það er víðar en á íslandi, aðl
mikið gengur á fyrir jólin. í Dan
mörku var mikil umferð og geysi-í
leg sala, og menn virtust síðurj
en svo horfa í peningana, þegarj
þeir gerðu jólainnkaupin, og nú
eru þeir meira að segja farnir
að gefa bíla í jólagjöf.
Á Þorláksmessu stóðu danskar
húsmæður í biðröðum í matvöru-
búðunum, en eiginmennirnir
flyktust í hinar verzlanirnar til
þess að gera jólainnkaupin, cg
meðal annars til þess að kaupa
gjöf handa konunni. Þeir létu sig
engu skipta, hvað sú gjöf kostaði.
Ef hún hafði óskað sér að fá skart-
grip, loðfeld eða sitthvað allt ann
að, var það bara valið og ekki rætt
neitt meira um verðið. Peningarn
ir voru lagðir á borðið, og-þessir
glöðu eiginmenn héldu heimleið-
is með böggul undir handleggn-
um, og sumir brugðu sér kannske
inn á veitingahús á leiðinni. Sum
ir eiginmennirnir voru- líka til-
neyddir til að fresta kaupum á
jólagjöf handa , konunni fram á
Þorláksmessu, því að þeir keyptu
stóra hluti, sem er ekki svo auð-
velt að fela lengi. Þeir keyptu til
dæmis saumavélar og þvottavélar
og gas- eða rafmagnseldavélar.
Og nú eru þeir líka farnir að
gefa bíla í jólagjöf. í fyrra var
dálítil jólaös hjá bílasölum, en
samt miklu meiri í ár. Einkum
'hafa bílasalar selt ýmislegt til-
heyrandi bílum, en þeir hafa líka
selt bíla, sem eiga að vera jóla-
gjafir.
Það er samt eitt vandamál, sem
þar kemur til greina, því að það
er alls ekki liægt að setja bílinn
undir jólatréð, og ef hann er af-
lientur fyrr en á aðfangadags-
kvöld, verður hann uppgötvaður
of snemma. Þetta vandamál er
leyst á marga vegu. Sumir fá bíl-
inn að morgni jóladags. Aðrir fá
hann á aðfangadag. Bílasalarnir
leggja honum þá í grennd við
heimili kaupandans og í samráði
við hann, og þá getur hinn glaði
gefandi afhent bílinn á stuttri
kvöldgöngu á jólakvöld.
Upplýsingar um hina miklu jóla
verzlun hjá bílasölum byggist m.
a. á því, að daginn fyrir Þorláks-
messu voru skráðir fjögur hundr-
uð nýir bílar í Kaupmannahöfn,
en það eru þó ekki allt saman jóla
gjafir.
Einn bílasalinn segir, að marg-
ir kaupsýslumenn kaupi einmitt
bíla núna — vegr^a skattanna, ef
tekjur þeirra eru orðnar of háar.
Verzlunin á Þorláksmessu var
framar öilum vonum hjá dönskum
kaupmönnum, því að þeir gerðu
ráð fyrir, að mesta jólaösin væri
um garð gengin.
Menn höfðu einnig búizt við, að
ekki yrði mikil áfengissala fyrir
jólin, því að flestir höfðu birgt sig
upp til jólanna, þegar tollar á á-
fengi voru hækkaðir til muna fyr-
ir skömmu. — Það lítur samt út
fyrir, að það hafi verið erfitt að
geyma flöskurnar, því jólaösin var
alls ekki minni en venjulega í
áfengisverzlununum.
Að lokum má geta þess, að þeir
Danir, sem annað hvort gleymdu
eða höfðu ekki tíma til að gera
jólainnkaup fyrr en á aðfanga-
dag, voru ekki í neinum vanda
staddir, því að flestar verzlanir
höfðu þá opið til klukkan fjögur.
Gengisfellingin
Það kom ótvírætt í ljós í
bráðabirgðalögunum, sem rík-
isstjórnin setíi í framhaldi af
gengisfellingunni, að gengið
var ckki fellt í þágu útvegs-
ins, eins og haldið var fram
í fyrstu, heldur var gengisfell-
mgin hefndarhöigg á almenn-
cg ógnun íil að lama verka-
lýðshreyfinguna í landinu. —
Efni bráðabirgðalaganna er
að meginefni það, að geng-
ishagnaðurinn, sem litgerðin
átfi að fá með fullum rétti,
er af henni tekinn og I'át-
inn renna í ríkissjóð og aðra
opinbera sjóði. Þannig er all-
ur gengishagnaðurinn af út-
flutningsbirgðunum tekinn eign
arnámi og nemur sú fúlga um
140 milljónum króna, er renn
ur þar beint í ríkissjáð. Þá eru
lögð útflutnimgsgjöld á útveg-
inn og látin renna í Iánasjóði.
Niðurstaðan er sú, að úívegur-
inn hefur * ekki fengið eyri í
tekjuaukningu vegna gcngis-
fellingarinnar, þótt gcngisfell-
ingin hafi aukið útgjöld hans.
— Forsendan fyrir .gengislækk
uninni var þar með fallin úr
sögunni, enda neituðu útvegs-
menn að leggja blessun sína
yfir gengislækkunina og þóttu
nokkur tíðindi ,þar sem stjórn
arstuðningsmenn eru faldir í
miklum meirihluta.
I trausti vaxta-
lækkunar
Útvegsmenn vildu ekki una
slíkum efnahagsráðstöfunum og
gerðu kröfur um raunhæfar
aðgerðir. Ríkisstjórnin neydd-
ist til að láta undan, enda stóð
hún berstrípuð og gengislaus
sem vandræðasfjórn. Mun hún
hafa gefið útvegsmönnum fyr-
irheit um að láta meginhluta
útflutningsgjaldsins renna til
greiðslu á váti-ygghigariðgjöld
um fiskiskipaflotans 1961 og
1962 og vextir af afurðalánum
og stofnlánum til sjávarúfvegs
ins yrðu lækkaðir. f trausti
þess, að hún stæði við þessi
fyrirheit, samþykkti svo fram-
haidsaðalfundur L.Í.Ú. 12. des.
s.l. að hefja róðra upp úr ára-
mótuin.
Hlutur sjómanna
Þótt ríkisstjórnin standi við
þessi fyrirheif gagnvart útgerð
armönnum og samkomulag ná-
ist um fiskverðið, þá er ekki
víst að sjómenn sætti sig við
þau áhrif, sem ráðstafanir rík-
isstjórnarinnar hafa á hluta-
skiptasamnimga þeirra. Sam-
kvæmt þeim samningum eiga
sjómcnn að fá sama fiskverð
og útvegsmenn og hljóta á-
kveðna prósentu af heildarafla
verðmæfinu. Útflutningsgjald-
ið nvja, sem ncmur sennilega
um 30 aurum 'á kíló, skerðir
fiskvcrðið stórlega og rýrir
þannig aflahlut sjómanna. —
Nú eiga útgerðarmenn að fá
þetta gjald aftur til greiðslu
vátryggingargjalda og þannig
hefur skiptaprósentan í raun
raskazt töluverf.
VandrætSastjórn
Vonandi tekst, þrátt fyrir
þessi einstæðu afglöp og kák-
ráðstafanir, sem ríkisstjórnin
hóf með gengisfellingunni í
sumar, að koma á réttlátu sam
komuiagi milli allra hlufaðeig-
andi aðila svo að vetrarvertíð
geti hafizt strax upp úr ára-
mótum og þjóðarbúið þannig
firrt tjóni, þótt vandræðastjórn
sitji að völdum, sem sífellf er
að magna deilur og setja at-
vinnulíf úr skorðum rneð ráð-
stöfunum sínum.
t.tr'nxágnx&B
2
T f MI N N, laugardaginn 30. desember 1961.