Tíminn - 03.01.1962, Síða 2

Tíminn - 03.01.1962, Síða 2
Seiöandi túnar og við- ræðugúður hðfuðpaur Blaðið hafði spurnir af því á dögunum, að þeir vœru með eítthvað nýtt á prjónun- um í Klúbbnum. Það virtist vera eitthvað alveg sérstakt sem á seyði var, svo að blaða- maður og Ijósmyndari voru sendir á stúfana til að rann- saka málið nánar. Þegar inn í Klúbb kemur, er staðurinn allur uppljómaður. Einni af hinum fjölmörgu jóla- trésskemmtunum er að Ijúka. í stiganum mætum við fjölda prúð- búinna barna, heitum og rjóðum eftir dansinn. Við þræðum okkur braut í gegnum þvöguna og leit- um að þeim ókennilegu tónum sem okkur berast til eyrna gegn- um allt skvaldrið. Að lokum komumst við inn í ítalska salinn, og á milli aragrúa stóla, sem þar er hrúgað saman um allt gólf, grillum við í nokkra menn, sem þar eru að stilla saman strengi sína. Tónarnir deyja út, og menn- irnir gægjast á móti. Stólum er rutt til hliðar í skyndi og við innt erindis. Við fölum snotra upp- stillingu fyrir myndatöku. Það er auðsótt mál, greiður upp þrifnar, bindin lagfærð, brandarar sagðir til að lífga upp á andlitin, og blossinn lciftrar. Viðmótsþýður og viðræðugóður Eftir þessa hátíðlegu athöfn króum við höfuðpaurinn af úti í horni og eigum við hann tal, meðan undixmenn hans framleiða seiðandi tóna í hinu horninu, og þjónarnir þjóta fram og aftur í kringrm ckkur að laga til fyrir kvöldið. Höfuðps'trmn er viðmótsþýður og viðræðugóður. — Já, ég þarf ekki að spyrja þig að nafni. — Jæja, en mundu bara eftir h-inu í Morthens, segir Haukur og brosir. Annars er mér alveg sama um það nú orðið. Áður fyrr þoldi ég illa að sjá nafnið mitt vitlaust skrifað. — Hvað hefurðu nú eiginlega sungið lengi? — Það er ekki svo gott að segja það nákvæmlega, en ég söng fyrst opinberlega með hljómsveit Bjarna Böðvars árið 1946. Nú, og síðan hef ég sungið og sungið og er ekki af baki dottinn enn. — Nei, ég sé það. Og þú hefur auðvitað sungið með mörgum hljómsveitum og á mörgum stöð- ufn um ævina? — Sei, sei, já. Með hljómsveit Bjarna Böðvars söng ég í Tjarn- arcafé og á gamla Röðli. Svo söng ég með hljómsveit Óskars Cortez í Iðnó og Ingólfscafé, með hljóm- sveit Braga Hlíðberg í Gúttó, með Aage Lorange í Sjálfstæðis- húsinu, Gunnari Ormslev í Tjarn- arcafé, Birni R. í Brelðfirðinga- búð og á Hótel Borg, með — æ, blessuð vertu, ég nenni ekki að telja þetta allt saman upp, er þetta ekki orðið nóg. Seinustu þrjú árin, og rúmlega það, hef ég svo sungið á Röðli með hljóm- sveit Árna Elfar. Stóðst ekki freistinguna — Og hvað liggur þá fyrir næst? — Ja, þetta, sem þú heyrir og sérð, segir Haukur og bendir í áttina til hljóðfæraleikaranna í horninu, sem allir færast í auk- ana, svo að vart má heyra manns- ins mál. — Ég stóðst ekki freistinguna, þegar mér var boðið að koma fram með eigin hljómsveit hérna í Klúbbnum. Ég valdi í liðið þá beztu, sem ég vissi um, og þarna sérðu þá. Þetta eru þeir Sigur- björn Ingþórsson, sem leikur á bassa, Guðmundur Steingrímsson á trommur, Örn Ármannsson á gítar og Jón Mtiller á pianó, allir úrvals hljóðfæraleikarar og prýðilegir strákar. —• Leikur þú á nokkurt hljóð- færi sjálfur? — Nei, biddu fyrir þér, ég hef nóg með að syngja og halda svo í 'hemilmn á drengjunum, segir Haukur og hlær til drengjanna sinna. — Hefurðu stjórnað hljómsveit áður? — Nei, en mig hefur lengi langað til þess, og ég er mjög ánægður yfir að hafa fengið þetta tækifæri, og ég bind miklar vonir við þessa stráka. Við byrjuðum að æfa saman 4, des. og komum fram i fyrsta sinn á nýársdags- kvöld. Ég hlakka mikið til að vinna hcrna í Klúbbnum. Hér er húsrými nóg og margt hægt að gera. Með sifthvað á prjónunum — Hvert er nú álit þitt á þvi, hvert hlutverk hljómsveitar er? Er það nægilegt, að hljóðfæra- leikararnir lelki af list á sin hljóðfæri, eða ... — Nei, grípur Haukur ákveð- inn fram i. Ég sagði þeim það, strákunum, þegar ég réð þá, að ég vildi ekkl menn, sem sætii eða HAUKUR MORTHENS stæðu við sin hljóðfæri eins og trébiúður og hugsuðu um það eitt að framleiða tóna. Það er ekki nóg. Og þá er heldur engin ánægja í starfinu. Við ætlum að skemmta fólkinu eftir beztu getu, og takist það ekki getum við eins tekið saman föggur okkar og hætt við allt saman. Það er margra álit, að það sé undir fólkinu sjálfu komið, hvort það skemmtir sér eður ei, eri því er alls ekki þannig farið. Hljómsveitin hefur ákveðið lilutverk með höndum, sem hún verður að gera skil. — Þú ert þá líklega með sitt- hvað á prjónunum, sem þú vildir skýra lesendum fi'á? — Já, já, ég er með eitt og annað í huga, en ég veit ekki, hvort er svo gott að útskýra það. Eins og ég sagði áðan, er hús- rýmið nóg hérna í Klúbbnum og möguleikar til margs. Fyrst ætla ég að gera tilraunir með eins kon- ar kabarott eða „floorshow". Á gólfinu verður komið fyrir skilti, svona eins og þau gerast við vega- mót, áletrað Róm, París, U.S.A. o. fll, og síðan mun ég syngja lög frá þessum löndum. í sambandi (Framhald á 11 siðu i Hljómsvelt Hauks Morthens á æfingu í Klóbbnum „Almennings- dómstólar“ Áramótagrein og ræða Bjarna Benediktssonar hefur vakið mikla athygli og umíal. Sýnist flestuin, að aldrei hafi forsætis ráðherra á íslandi lagzt lægra í mólflutningi sínum. Kom nú ljósara fram en nokkru sinni fyrr einræðishnelgð þessa „riddara frelsis og lýðræðis". Boðaði liann nýja stefnu f dómsmálum og réttarfari. — Koma æíti upp einskonar al- menningsdómstólum oig lét f það skína, að ekki væri lengur hægt að treysta dómurum lands ins til að kveða upp dóma hlut drægnislaust. Það réttarkerfi, sem við búum við, hefur þó gef izt vel á hinum Norðurlöndun um, sem einmití eru talin mjög til fyrirmyndar á þessu sviði. — Hvað ætli Bjarni sé að fara? „Skoíanafrelsií og útvarpift“ Þá boðaði forsætisráðherr- ann, að takmarka ætti enn um ræðufrclsi f útvarpinu og helzt alveg að hætta að útvarpa um ræðum frá Alþingi. Þannig á að koma í veg fyrir að þjóðin gefi hlustað 'á það í útvarpinu, hvað stjórnarandstaðan hefur til mála að leggja, ríkisstjórnin á ein að ráða, hvað þar er saigt. Engin ríkisstjórn hefur mis- notað svo ríkisútvarpið sem nú- verandi ríkisstjórn. Áramóta- ræða forsætisráðherra hcfur fram að þessu verið fremur „ópóliíísk", en nú var hún hinn svæsnasti áróður Gengislækkunin Þær upplýsingar, sem fram hafa komið nú um áramótin. liafa orðið síðasti hlekkurinn í beinni sönnun þess, að geng islækkunin í sumar var gersam lega óþörf og hrein hefndai ráðstöfun. Það er nú svo ljósi sem verða má, að kjarasamn ingarnir voru sanngjörn og | hófleg lausn, sem gat auð H veldlega orðið varanleg. Alll ^ tal um, að kauphækkanirnai myndu hafa Ieitt til svo mik f| illar eftirspurnar eftir erlend um gjaldeyri, að snarazt hefð; ■ um, cr út í bláinn og hcfui ekki við nein rök að styðjast enda guma stjórnarflokkarnii af stórlcga bæítri gjaldeyris stöðu. MatJurinn frá 1958 biíur um gott veíur Maðurinn, sem 1958 barðls, með oddi og egg fyrir kaup hækkunum og sendi 'áróðurs menn sfna í verkalýðsfélöglr til að livetja til kauphækkun arkrafna og lét þá atvinnurek endur, sem hann hafði í vasan urn, bjóða fram kauphækkan ir, þegar honum fundust verki lýðsfélögin of sein i kröfu gerðinni, þessi sami maður bií ur nú um gott veður, þótí kaui máttur launa hafi verið 15— 20% mciri, er hann barðist fy? Iir kauphækkunum, en hani er nú. Maðurinn, sem lét taka kauj hækkunina aila aftur og ve það, mcð lögum, strax og hani var sjálfur kominn til valda biður sér nú vægðar, þótí liani hafi fengið mjög hagstæði samninga upp í hendurnar suniar, en látið hefndarhitf einan ráðið afstöðu sinni. Hverjir taka lengur mark i því, sem Bjarni Bcnediktssor segir um kjaramál? rr*8£3SS2BliaMI 2 TÍMINN, miðvikudaginn 3. janúar 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.