Tíminn - 03.01.1962, Blaðsíða 11
(Framhald ar 6 slðu).
fev'eqng honum líkaði vistin þarna,
og fSck svohljóðandi svar: „Jií,
þetta er ágætt, en það er dálítið
hart undir fæti.
Öldum saman hafa Hollendingar
siglt um höfin sjö. Þeir eru verzl-
unar-, flutninga- og veðlánaraþjóð
og útflutningur er snar þáttur í
tekjum þjóðarinnar. Ég ætla að-
eins að nefná hinn heiimsfræga
iðnað á Philips-lömpum, útvarps-
tækjum og sjónvarpstækjum og
skipasmiðastöðvar, sem smíða
flutningaskip og olíuskip fyrir all-
an heiminn.
Það eru okkur mikil hlunnindi,
að tvö aðalfljót Evrópu, Kín og
Meuse renna í Norðursjóinn í
Rotterdam, þar sem stærsta höfn
Evrópu og næststærsta höfn heims
ins eru. Rotterdam var algjörlega
þurrkuð út í stríðinu af loftárás-
um Þjóðverja, en rís nú aftur í
allri sinni dýrð við árósa Rínar,
eins og hlið til meginlandsins. Ölí
borgin andar frá sér lífi og starfi.
Ást við fyrstu sýn.
Amsterdam er stærsta borg
Hollands, og um leið stolt þess,
því að hún er fegursta borg lands-
ins. Amsterdam er ómótstæðileg,
og þeir, sem koma þangað, verða
ástfangnir við fyrstu sýn. Til þess
að vatn frá Suðursjó og Norður-
sjó rynnu ekki í ána Amstel og
hún flyti ekki yfir allt svæðið, var
hlaðinn flóðgarður í Amstel. Flóð-
garður er „dam“ á hollenzku, og
var garðurinn kallaður Amstel-
dam, sem seinna breyttist í Amst-
erdam.
Hvorki meira né minna en 1600
síki voru grafin til þess að leysa
umferðarvandamál þessarar verzl-
unarmiðstöðvar. Það er hinum
vökulu Amsterdambúum að þakka,
að síkjunum hefur ekki verið út-
rýmt til þess að leysa umferðar-
vandamál tuttugustu aldarinnar.
Það hafa oft verið gerðar áætlanir
um að fylla upp í síkin til þess að
byggja bílastæði, en þessu hefur
aldrei verið komið í fram kvæmd,
og mun aldrei verða, sem lengi
sem Amsterdam-menn byggja
Amsterdam.
Þessum sömu Amsterdambúum
ber heiðurinn af musteri tónlistar
í Hollandi, Tónlistarhöllinni, sem
var fullgerð árið 1888, og heitir
„Conccrtgebuow". Bygging henn-
ar leiddi til stofnunar hljómsveit-
ar, sem er nú þekkt um allan heim
og tónlcikar hennar eru eins og
„gamalt og gott vín“, eins og gagn
rýnandi einn komst að orði. Ann-
að hvert ár fær þessi hljómsveit
alltaf heimboð frá Bandaríkjunum
um að dveljast þar í þrjá mán-
uði og halda nokkra tónleika.
— Búa á olfusvæði.
Þú skalt ekki búast við að finna
leiðtoga þjóðarinnar í stærstu
borg Hollands. Þú munt finna þá
í Haag, sem er reist við sendnar
strendur Norðursjávarins. Á tólftu
öid komu fyrstu greifarnir þangað
til þess að stjórna þegnum sínum.
Auk þess að vera stjórnaraðsetur
Hollands greiðir Alþjóðadómstóll-
inn hér úr flóknum heimsmálum.
Auk þess virðist borgin vera að
þróast i olíumiðstöð, því að mörg
af stærstu oliufyrirtækjum f heim-
inum hafa skrifstofur þar. Nýlega
fann eitt af þessum félögum olíu
í grennd víð Haag. Við höfum
þegar unnið olíu í mörg ár í Aust-
ur-Hollandi. Einu erfiðleikarnir
eru þeir, að við höfum engar olíu-
lindir og verðum að dæla olíunni
djúpt neðan úr jörðinní. ,Samt
g'etum við framleitt 'um 80% af
þeirri olíu, sem við notum i Hol-
landi. Olían er stór þáttur i verzl-
un okkar sem hollenzk-ameriska
Shell-félagið annast. Þess vegna
höfum við stóra olíuhöfn á einni
af litlu eyjunum í Karabiska haf-
inu, sem eru undir okkar stjórn,
Curacao.
Merkasti staðurinn í Haag er
torgið, þar sem Júliana Hollands-
drottning setur alltaf þriðja þriðju
dag í september þing Hollands,
með því að skýra frá helztu mál-
um, sem þingið mun fjalla um í
ræðu sinni frá hásætinu. Þessi
dagur er kallaður, „prinsjesdag“,
dagur litla prinsins, og þá eru
mikil hátíðahöld í Haag. Það er
einn dagur ársins, sem Hollend-
ingar láta í ljós tilfinningar sínar
til föðurlandsins. Frá öllum þess-
um ellefu héruðum flykkjast þeir
til Haag til þess að votta drottn-
ingunni virðingu sína.
Hún ekur hægt um borgina í
fylgd með Bernharð prins og
Beatrix ríkiserfingja í „gullna
vagninum“, sem dreginn er af sex
hvítum hestum.
Þeir komu í sínum beztu fötum
til þess að heiðra drottninguna.
Ef nokkur drottning hefur verið
vinsæl, þá er Júlíana það. Hún
hefur orðið að eins konar tákni
föðurlandsástarinnar eftir öll þau
persónulegu vandræði og þreng-
ingar þjóðarinnar, sem hún hefur
gengið í gegnum.
Myndir af drottningunni og hin-
um aðlaðandi og starfsama manni
hennar, Bemharð prins, sem hefur
unnið verzlun okkar við Mexico og
S.-Ameríku mikið gagn, og dætr-
um þeirra fjórum, er má'sjá á svo
að segja hverju heimili, kaffihúsi,
skrifstofu og hóteli í Hollandi.
Júlíana er önnur drottning Hol-
lands næst í röðinni á eftir Vil-
helminu drottningu. Önnur drottn-
ing mun koma á eftir henni, hin
23 ára Beatrix prinsessa. Vil-helm-
ína drottning var kölluð „eini
stjórnvitringurinn“ meðal þjóð-
höfðingja frá Vestur-Evrópu, sem
voru í útlegð í London. Á ríkis-
stjórnarárum sínum sýndi hún tak-
markalaust þrek, geysilegan áhuga
og óbilandi viljaþrek og í strið-
inu fylltu útvarpsræður hennar,
sem hún flutti af miklum eldmóði,
þjóð hennar þrótti, er hún var að
sligast undir oki nazistanna. Sjálf
hélt hún fast við að lifa sparsam-
legt og óskelfd af sprengjunum,
sem féllu næstum við húsdyrnar
hjá henni, þar sem hún bjó fyrir
utan London.
Konur fá loks full réttindi.
Þrátt fyrir það, að konur hafa
verið leiðtogar hollenzku þjóðar-
innar í mörg ár, fengu hollenzkar
konur ekki full réttindi fyrr en
1957, þegar lög um það, að giftar
konur séu óhæfar til þess að taka
þátt í opinberu lífi voru numin úr
gildi.
Nú geta giftar, holienzkar konur
gortað af eigin bankareikningum
og rekið sínar eigin verzlanir.
Að drottnigunni undanskilinni
gætir áhrifa kvenna lítið í opin-
beru lífi, en þau fara þó vaxandi,
hæ.gt, en örugglega.
Eina ráðið, sem ég get gefið
ykkur, ef ykkur langar til að vita
meira um þetta gamla land, sem
einu sinni var miðstöð verzlunar í
heipiinum og hefur enn mikið
gildi á öllum sviðum, er, að þið
skuluð koma sjálf og skoða það.
Þið munið aldrei gleyma víðáttu
þessa lands, hinum fagra gróðri
alls staðar og löngu, hvítu, sendnu
ströndunum. Ef ykkur langar til
þess, að ferðin heppnist sérstak-
lega vel, þá skuluð þið dveljast
nokkra daga í Amsterdarn og
kynnast lífinu þar, á blómamark-
aðnum, grænmetismarkaðnum, og
markaðnum, þar sem Gyðingarn-
ir selja notaðar vörur. Farið í
gönguferð um kínverska hverfíð í
Amsterdam og bragðið á hinum
ódýra en ljúffenga. kínverska mat.
Siglið eftir hinum óteljandi síkj-
um mcð sínar 500 brýr og sjátð
gömlu húsin, sem eru byggð úti í
vatninu, og það mun verða ágætur
gndir á heimsókn ykkar til einnar
af fegurstu borgum heims.
MINNING:
ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR
frá Núpi
í dag fer fram útför Þórunnar
Bjarnadóttur frá Núpi á Beru-
fjarðarströnd. Þórunn var bróður-
dóttir afa míns, Þorvarðs Þórðar-
sonar bónda á Núpi. Hún var fædd
árið 1860, í byrjun nóvembermán-
aðar, og varð hún því rösklega 101
árs gömul. Ellefu síðustu ár æv-
innar lá hún rúmföst. Þegar hún
var níræð, lærbrotnaði hún. Hún
naut þá ekki þeirrar læknisaðgerð-
gr, sem henni hefði verið nauð-
synleg. Vissulega mundi hún þó
hafa þolað svæfingu, fyrst hjartað
var svo sterkt, að hún lifði rösk
ellefu ár eftir þann atburð. Eftir
því sem leið á ævikvöldið, sljóvg-
aðist minnið og líkamskraftarnir
þurru. Hún þráði því orðið heitt
og einlæglega að losna sem fyrst
úr hinum jarðnesku líkamsfjötr-
um, sem voru orðnir henni böl,
þegar hún fékk skynjað, hversu
komið væri. Nú hefur hún loks
fengið þráða ósk uppfyllta, að
ferðast yfir þau landamæri, sem
hy^rjuip; pjnpm eru búin fyrr eða
síðar-sá ævinnií
Þórunn andaðist rétt fyrir síð-
ustu jól. Hún hefur því að þessu
sinni haldið jólahátið með sínum
elskaða manni og öðrum ættingj-
um og ástvinum á tilverustigi
ódauðleikalífsins.
Síðustu áratugina naut hún í
ríkum mæli aðhlynningar og Um-
önnunar dætra sinna, — sérstak-
lega þó Málfriðar, dóttur sinnar,
sem hún var til húsa hjá síðari
hluta ævinnar
Ég og kona min vottum eftirlif-
andi ættingjum hennar innilega
samúð, en sgmglcðjumst þeim
jafnframt yfir að vita hana nú
lausa við þessa heims þrengingar
og armæðu, en vita hana nú á
leið eða þegar komna í höfn fram-
haldslífsins.
J. Þ.
Seiíandi tónar
(Framhald af l siðu)
við slík atriði eru auðvitað miklir
möguleikar með ijós o. fl. ISÍú,
svo er ég með ýmislegt fleira í
huga, en það er bezt að láta ekk-
ert uppi um það. fólk verður
bara að koma og sjá og heyra,
ef það vill forvitnast frekar um
það.
Næsta spurning er borin fram
með háifurr huga.
— Ertu nokkurn tíma tauga* j
óstyrkur, þegar þú kemur fram? |
— Ekki vil ég nú segja það,
maður venst öllu Þó get ég ekki
neitað því. að ég er dálítið tauga-
óstyrkur núna ' eða að minnsta
kosti eftirvæntingarfuliur. Það
skiptir mig miklu máli. að vei
takist með þessa hljómsveit En
ég kvíði þvf svo sem ekki. að
þessir strðkar standi sig ekki.
— Ertu nokkuð farinn farinn
að hugsa um að hætta að syhgja?
Spurntngln er heimskuicg. enda
hristir Ilaukur Morthens. söngv-
arinn á heimsmælikvarða, þögull
höfuðið og brosir.
Pantið
eftir vetrarlistanum
Gerizt áskrifendur atS aukablötSunum.
Póstverzlunin
Miklatorgi, Reykjavík.
Iðgjöld
til Sjúkrasamlags
Reykjavíkur
hafa verið ákveðin kr. 54.00 á mánuði frá 1. jan.
1962 að telja.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis í Rauð-
arárporti, fimmtud. 4. þ. m. frá kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama
dag.
Sölunefnd varnarliSseigna.
Útgerðarmenn
1—2 vélbátar 70—150 tonn, óskast í viðskipti á
komandi vertíð í verstöð sunnanlands. Upplýsingar
í Sjávarafurðadeild S.Í.S. Sambandshúsinu, sími
1 70 80.
H|artkær eiglhmaSur og faSlr
Kjartan Einarsson,
trésm(6omelstarl, Hvolsvelll,
andaðlst i Landsspitalanum, 31, des
Fyrlr hönd aðstandenda
Katrín Aðalbjörnsdóttir og börn.
-----------------------------------------------------—----------S.
innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin-
semd og glöddu mig með heimsóknum. skeytum,
gjöfum og á annan hátt á 70 ára afmæii mi'nn 12.
desember,
Gnð blessi vkkur öll.
Hermann Jónsson,
Yzta-Mói.
T f MIN N, miðvikudaginn 3. janúar 1962.
11