Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 15
BLOÐI DRIFNIR
DAGAR
„Við erum hlekkjaðir, nið-
urlægðir og hræddir. Við höf-
um aldrei legið jafn lágt",
þrumar franski heimspeking-
urinn Jean-Paul Sartre yfir
landsmönnum sínum í formála
Sartre: Frakkland — nafn á
taugaveiklun
að nýútkominni bók sinni.
Sartre gerði sér að umræðu-
efni í þessum formála sam-
vizkustríðið, sem herjar
Frakka eftir margra ára Alsír-
styrjöld. „Hlutirnir hafa snú-
izt við, okkar gamla nýlendu-
þjóð er orðin eins og nýlenda.
Við höfum tekið upp villi-
mennsku nýlendanna."
Sartre líkir bílflaututakti rót-
tækra hægrimanna í .AÍsír, þegar
þeir slá taktinn „AÍ-gé-rie fran-
caise'* á bílflautur sínar, við
toumbuslátt villimanna í frum-
skógum. Sarti'e kallar De Gaulle
„töfralækninn mikla“ og spáir
honum mildu falli. Að lokum seg
ir Sartre: „Frakkland var einu
sinni nafn á landi, gætum að því,
að það verði ekki nafn á tauga-
veiklun."
12 drepnir
Dagurinn í dag var blóði drif-
inn í Alsír eins og undanfarnir
dagar. 12 menn voru drepnir þar
fyrir hádegi og 30 særðir. í París
sjálfri kom til átaka og sprengjur
sprungu í skrifstofuhúsnæðum.
Kommúnistar boðuðu til mótmæla
göngu vegna sprengjuárásar á
flokksskrifstofur þeirra í gær. —
Innanríkisháðherra bannaði göng
una og kallaði mikið varaherlög-
reglulið til Parísar og nágrenni,
til þess að ver’a viðbúið átökum.
Nýársræðan
Það má reikna með, að næstu
dagar verði sögulegir í Frakk-
landi De Gaulle sagði í nýársræðu
sinni, að tvær herdeildir yrðu
fluttar þegar í stað frá Alsír heim
til Fr'akklands og tvær aðrar yrðu,
fluttar mánuði síðar. Var talið.'iað
hann gerði það til að forðast, að
herinn lenti á milli tveggja fjala
í borgarastyrjöld frönsku landnem
anna og Serkja.
Fyrstu dagar 1962
Varla hafði De Gaulle sleppt
orðinu, þegar upphlaupiny og átök
in í Alsír jukust um allan helm-
ing. Á þessum fáu dögum, sem
liðnir eru af árinu 1962 hafa
hundruð manna fallið í átökum
Serkja og landnemanna.
Vermenn fljúga suður
Akureyri, 6. jan.
Vermenn eru a5 fljúga suð-
ur. Straumurinn liggur um
Akureyri, og flugferðir til
Reykjavíkur eru oft þrjár á
dag. Auk þess hafa vélarnar,
sem fljúga austur, viðkomu
hér.
Vermenn fara suður úr flestum
bæjum norðanlands nema frá
Ólafsfirði, Dalvík og Húsavík. Þar
er nú sköpum skipt, þorskurinn
tekinn heima og flestir halda
kyrru fyrir.
Hér eru allir vegir færir öllum
bílum að heita má. ED
Uppþot gerast þessa dagana oft á
dag, bæði í Frakklandi og Alsír
a„jjajii tttijf
rrrtprí rú
Misjafnt
kaffi
misjaf nt
verð
Miklar skemmdir
vegna eldsvoða
Klukkan eitt í gær var
slökkviliðið kvatt að Vestur-
brún 36. Kviknað hafði í ris-
hæð hússins og urðu miklar
skemmdir á húsinu, áður en
slökkviliðinu tókst að ráða nið
urlögum eldsins.
Húsið, sem kviknaði í, var eign
Gunnlaugs Pálssonar arkitekts. Er
það stórt með flötu og breiðu þaki,
sem hallar aftur, og eru aðalvistar-
verur rishæðarinnar undir suður-
brún þaksins. Eldurinn kom hins
vegar upp norðanmegin. Magnað-
ist hann skjótt og var orðinn mik-
ill, þegar slökkviliðið kom á vett-
vapg. Slökkviliðsrmenn sóttu að
eldinum innan frá og einnig rufu
. þeir gat á þakið, og fóru þar inn
með reykgrímu fyrir andlitinu.
Miklar skemmdir.
Eldurinn var þá kominn í þak-
■ ið sjálft, sem er einangrað með
I spónum og sagi, og var af þeim
sökum erfitt að ráða niðurlögum
hans. Tók það slökkviliðið upp
undir klukkutíma að slökkva hann,
en miklar skemmdir voru þá orðn
ar á húsinu, bæði af eldi og reyk.
Einnig hafði stálbiti, sem ber uppi
gólf hæðarinnar fyrir neðan, dign
; að vegna hitans, og hrundi þar
; múrhúðun af veggjum af þeirri
orsök. Ekki er vitað um eldsupp-
tök, en líklegt er talið, að eldur-
inn hafi kviknað út frá rafmagni.l
I
Mörgum, sern ekki eru hnútum
kunnugir, mun eflaust þykja lygi-
leg sú staðreýnd, að á þeim kaffi-
húsum og veitingastöðum höfuð-
borgarinnar, þar sem molakaffi er
dýrast, er verð þess 730% hærra
en á ódýrustu stöðunum.
Samt er þetta ekkert nema
sannleikunnn. Það er vitað mál, að
til eru staðir, þangað sem hægt er
i að ganga inn af götunni og kaupa
sér molakaffi fyrir 3 kr. og kann-
! ske minna. Annars staðar kostar
:það 3,85, 4, 6, 6,50 og sjö krónur.
■ Á einum kunnum stað er molasop-
inn seldur á tvisvar sinnum það, og
einn staðurinn bætir 4 kr. ofan á.
Nýlega var manni einum, sem fór
út með konu sinni og heimsótti ný-
legan og marglofaðan skemmtistað
sagt, að þau hjónakornin mættu
sitja þar inni allt kvöldið og þyrftu
ekki að drekka neitt nema moia-
kaffi, en það kostaði 50 kr. Af
þessu má ljóst vera, að munurinn
á dýrustu og ódýrustu stöðunum er
hvorki meiri né minni en um
730%.
Sannir kaffimenn ættu að hafa
þetta í huga, er þeir flýja næst
undan rigningunni til að fá sér
kaffisopa.
Þess skal getið, að gæðamunur
fer ekki eftir verði.
Vatnið á vegin
var á annan metr
A-Eyjafjöllum, 2. jan. — Á und
anförnum árurn hefur Seljalandsá
í V-Eyjafjallahreppi valdið verstu
samgönguerfiðleikum, þegar frost
hafa komið á vetrum. Bólgnar þá
áin upp og rennur yfir þjóðveginn
á löngum kafla. Stórir bílar svo
sem mjólkurbílar og aðrir flutn-
ingabílar lenda í því að brjótast
í gegnum þennan klakaelg, en
stundum hefur vatnið orðið á ann
Skozki þjóðdansa-
flokkurinn
Skozki þjóðdansaflokkurinn Cale.
donia kom hingað með flugvél í
gærkveldi. Hér verða aðeins tvær
sýningar í Þjóðleikhúsinu, því að
flokkurinn er á hraðri ferð. Upp-
selt mun á sunnudagssýninguna,
en eitthvað óselt á sýninguna á
mánudaginn.
Kennedy
Framhaid af 3. síðu.
á brjósti Krústjoff og spurði
hvaða orða það væri. Það er
Leninorðan — svaraði Krúst-
joff. — Ég vona að þú haldir
henni, sagði Kennedy þá kulda
lega.
355 lagafrumvörp
En í innanríkismálumum var
þetta líka mikið framkvæmda
ár. Kennedy hefur lagt fram
355 lagafrumvörp á árinu og
þingið hefur samþykkt 172
þeirra. Þingið reyndist homum
erfiðast í félagsmálum. Frum-
vörpum hans um námstojálp
og sjúkrasamiög fyrir aldrað
fólk, var beinlmis stungið und
ir stól.
30 fóru glaðir
Sannfærandi persónuleiki
Kennedys hefur komið honum
að miklu gagni í samskiptum
hans við fuiltrúa erlendra
ríkja. Þrjátru þjó.ðhöfðingjar
og forsætisráðherrar hafa heim
sótt hanrn og langflestir þeirra
hafa farið ánægðir af fundi
hans. Jafnvel gömul ijóm eins
og Adenauer og De Gaulle,
hafa mikið álit á honum.
Mikill forseti?
Kennedy er maður fram-
| kvæmdanna, og margir halda
því fram, að það sé einmitt
! það, sem Bandaríkin þurfi á
i að halda á þessum örlagaríku
i tímum.
Time gefur Kennedy þá
i einkunn eftir fyrsta starfsár
I hans, að hann hafi reynzt vel
j í baráttunni fyrir frelsi í heim
\ inum, og þess megi vænta með
! aukinni reynslu hans, að hann
verði mikili forseti.
Gifting
(Framhaid af 3. síðu)
koma“. Ríkið sem við er átt, er
guðsríki, og Vottar Jehóva boða til-
komu þess.
Safnaðarformaðurinn er prestur
safnaðarins og hefur umsjón með
safnaðarstarfinu. Safnaðarmeðlim-
ir tala einnig á samkomum. For-
maðurinn kemur fram jakkaklædd-
ur í ræðustól og lögin, sem söfnuð-
urinn syngur bera lítinn keim af
venjulegum sálmalögum. Vottar
.Tehóva skulu heiðra boðorðin tíu
og mega ekki neyta blóðs, sagði
formaðurinn, þegar við spurðum
um boð og bönn.
an meter yfir veginum. í ófæru
þessari, er oft kann að standa í
nokkra daga, festast bílar einatt,
en öðrum tekst að brjótast í gegn.
Verða af þessu stórskemmdir á
dýrum flutningatækjum. — Allir
sjá 'hversu fráleitt það er, að ekk
ert skuli gert þarna til samgöngu
bóta, svo varanlegt sé. — Núna
fyrir áramótin í frostinu hljóp áin
yfir veginn og urðu bílstjórar þá
eins og oft áður, að leggja bíla
sína í ófæruna og láta þá brjóta
þykkan klaka vaðandi í lítt keyran
legu vatnsdýpi, en litlum bílum
var með öilu ófært.
Víða ber á slíku, svo sem við
Skógaá í A-Eyjafajllahreppi, þar
flæðir áin yfir veginn er miyil
frost koma, en þá brú er brýn
nauðsýn að endurbyggja.
Á fjölmennum fundi bænda úr
Eyjafjallahreppum og V-Skafta-
fellssýslu, var eftirfarandi tillaga
rædd og samiþykkt með öllum at-
kvæðum:
„Fjölmennur fundur bænda úr
Eyjafjallahreppum og V-Skafta-
fellssýslu, haldinn að Skógaskóla
30. des. 1961, álítur óviðunandi
sinnuleysi í samgöngumálum, þar
sem Seljalandsáin er ár eftir ár
látin óhindruð flæða yfir þjóðveg
inn, hvað lítið frost sem gerir, og
stoppa þannig einu samgönguleið-
ina við þessi héruð.
f því sambandi skorar fundur-
inn á þingmenn Suðurlandskjör-
dæmis að beita sér fyrir því á
Alþingi, að útvega nægilegt fé til
úrbóta, og jafnframt beiti þeir sór
fyrir því, að stjórn samgöngumála
að hraða svo öllum framkvæmdum
að verkinu verði lokið fyrir næsta
vetur“.
E.Ó.
Skrifað og skrafað
Framihald af 6. síðu.
an hátt, verður það ekki haft
af Eisenhower, að hann naut
trausts um allan heim sem
eindreginn friðarsinni, er
væri ólíklegur til að rasa um
ráð fram. Sú tiltrú var Banda
ríkjunum mikilsverð.
Þótt Adams komi viða við
í bók sinni, er aðeins minnzt
á ísland á einum stað í bók
hans. Hann segir, að Dulles
hafi snemma á árlnu 1953
haldið ræðu á fundi helztu
ráðunauta Eisenhowers, þar
sem hann hafi m. a. nefnt
þau lönd, þar sem Bandaríkin
þyrftu að hafa stöðvar fyrir
árásarvopn; Meðal þessara
landa var ísland.
Það mun líka vera rétt, að
um þetta leyti hafi borizt
hingað beiðni um að kaf-
bátar fengju að hafa aðsetur
hér, en því verið neitað, þar
sem íslendingar vildu ekki
leyfa vstaðsetningu árásar-
vopna eða árásarstöðva í
landi sínu.
Þetta hlýtur að rifjast upp
nú vegna þess, að Bjami Bene
diktsson talar um það i ára-
mótagrein sinni að auka
beri og endurskoða varnir
íslands með^ tilliti til breyttra
aðstæðna. Á Bjarni kannske
við það, að rétt sé nú orðið
aö staðsetja hér árásarvopn
eða hvað á hann við? Það er
nauðsynlegt til að útiloka mis
skílning, að Bjarni skýri
greinilegar frá þvi, hvað hann
á hér við.