Tíminn - 09.01.1962, Page 4
★ vörðurinn
Benedikt Árnason
Kannast nokkur við gamlan
mann, sem he2ur átt góða
daga og víða farið, étið af
fínum diski og hlotið mörg
meðmæli, sem hann hefur því
miður ekki handbær. Mann,
sem er dálítið höstugur, því
að þorparar hafa leilcið hann
grátt. Hann gefur ráð og bend
ingar, ef honum er gert til
hæfis. Er að minnsta kosti fá-
anlegur til þess. En það verð-
ur að gera vel við manninn.
Hann verður að fá sitt fram.
Annars er hann kannski ekk-
ert að púkka upp á þig og fer
í annan og segir honum þú
sért skíthæll, óáreiðanlegur,
vitlaus. — En við tveir gæt-
um haft það gott. Við kunn-
um lagið á því. Losna við
hinn. Hann er vitlaus, en þú
veizt hvað þú syngur. Já, já,
sannur vinur.
Maður, sem þú réttir hjálp-
arhönd. Þú býður honum gist
ingu, eða þú gefur honum eitt
hvað. Hann er alltaf svolítið
höstugur og lætur ekki bjóða
sér hvað sem er. Hann er
eklcert upp á þig kominn.
Kannske lætur hann til leið-
ast að þiggja af þér eitthvað.
En það er aðeins greiði við
þig eins og þú getur skilið.
Hann er þá ekkert að slá
hendinni á móti því. Höfðings
maður, sem gerir þér tilboð,
t. d. að skipta á rúmi við þig
að því að það er dragsúgur
þar, sem hann sefur, en þú
kannt svo vel við útiloftið.
Hann getur meira að segja
verið svo rausnarlegur að
stinga upp á, að þú flytjir að
heiman og sért einhvers stað-
ar annars staðar þar sem það
hentar þér betur.
Og þú skalt ekki dirfast að
steyta görn við manninn.
Hann hefur töglin og hagld-
irnar og getur sett þér stólinn
fyrir dyrnar, ef honum sýnist.
Hann hefur bréf upp á það.
Þessi maður mun birtast á
sviði Þjóðleibhússins þann 11.
janúar, og það er ekkert ó-
vanalegt við hann. Hann er
úr sjálfum hversdagsleikan-
anum. Maður, sem gengur á
lagið.
Valur Gíslason leikur mann
inn. Mótleikarar hans eru
Gunnar Eyjólfsson og Bessi
Bjarnason. Þeir eru bræður í
leiknum.
Leikurinn sjálfur kallast
Húsvörðurinn. Höfundur er
Bretinn Harold Pinter. nann
er liðlega þrítugur. Pinter
hefur skrifað nokkur leikrit,
en Húsvörðurinn er þekktast.
Hann hefur veri,ð sýndur í
London, New York og á Norð
urlöndum hingað og þangað.
Benedikt Árnason stjórnar
flutningi hans hér. Æfingar
hófust í nóvember, en féllu
niður meðan verið var að æfa
Skuggasvein.
Harold Pinter var sjálfur
leikari að atvinnu í mörg ár
áður en hann hóf leikritun.
Tækni hans er hreinsuð og
markviss eins og hún birtist í
þessum leik. Hann sker niður
söguþráð, flytur engan boð-
skap og forðast ádeilur. Hann
segir ekki brandara. Þannig
er úthverfa leiksins hreinsuð
af ýmsu, sem mörgum dáðum
höfundum er gjarnast að ota
fram, en reynist þvældar og
skítugar pakkningar um ekki
neitt. Húsvörðurinn er blátt
áfram leikur. Höfundurinn
hefur jafnvel hundsað sögu-
leg endalok, þegar hann er
búinn að gera grein fyrir sínu
fólki. En að baki elntatdleik-
ans leynist saga, ádeila, boð-
skapur, skop, sem áheyrand-
inn fær ráðrúm til að skynja
vegna þess, að því eif ekki
troðið upp á hann. Pinter gef-
ur leikhúsgestum svigrúm —
og það er allt nokkuð.
— B.Ó.
Gamli maSurinn rannsakar þaS, sem honum er „útvegaS"
þjóðleikhúsinu
Gamla manninum komiS aS óvörum — Valur, Bessl. (Ljósm. TÍMINN, GE).
TIMIN N, þriðjudaginn 9. janúar 1962.