Tíminn - 17.01.1962, Síða 15
Búnaðarbankans
Hagurinn stendur með miklum blóma
Kekkonen
áfram
forseti
Ársuppgjör Búnaðarbank-
ans hefur verið lagt fram. Þar
kemur í ljós, að sparifjárinn-
stæður' hafa aukizt verulega,
útlán hafa aukizt nokkuð, en
aðalstofnlánasjóðir landbúnað-
arins hafa orðið fyrir miklum
skakkaföllum.
Á síðasta bankaráðsfundi, sem
haldinn var 12. þ. m., var lagt
frám ársuppgjör bankans.
Sparisjóðsdeild bankans stend-
ur með miklum blóma, á skuld-
laiusa eign um 25.8 millj. kr., þótt
húseiign bankans og aðrar fast-
eignir séu bókfærðar á aðeins
hálfa milljón.
Sparisjóðsinnstæður í bankanum
hér í Reykjavík hafa aukizt á sl.
ári um 68.7 millj. og um 81.7 millj.
ef útibúin á Akureyri og Egilsstöð
um eru talin með.
Innstæður á hlaupareikningi
hafa aukizt um 8.7 millj. í Reykja
vík.
Sparisjóðsinnstæður eru nú í að-
albankanum og útibúum í Reykja
vík um 250 millj. króna og sam-
tals 390 millj. kr. að meðtöldum
útibúunum utan Reykjavíkur.
Útlán hafa áukizt nokkuð, en
miklum mun minna en sparifjár-
aukningin.
Inneign bankans í Seðlabankan
um nam 47.3 millj. króna, þar af
40 millj. bundið vegna sparifjár-
aukningar.
Ræktunarsjóður og Byggingar-
sjóður, sem eru aðalstofnlánasjóð
ir landbúnaðarins, hafa orðið fyrir
Landgöngutilraun
Framhaid ai 3 síðu.
nágrenni við flóann, þar sem sjó
orrustan fór fram í landhelgi Irian,
hollenzku nýlendunvar á Ný{iu-
Guineu, og fleiri skip þeirra eru
á leið þangað.
Meiri viSbúnaður
miklum skakkaföllum vegna yfir-
færslugjalds á gjaldeyri og endur
tekinna gengisfellinga. Þannig
varð Ræktunarsjóður að taka á
sig rúmlega 100 millj. vegna geng
isfellinganna, auk áður greidds
yfirfærslugjaíds, og Byggingar-
sjóður skuldar rúml. 50 millj. um-
fram eignir, en Byggingarsjóður á
enn um 18 millj. króna hreina
eign. Þessum sjóðum var þó gert
kleift að lána til flestra þeirra
nýrra mannvirkja, sem virðingar-
gjörð hafði borizt um fyrir 1. des.
sl. Sjóðirnir fengu að láni hjá rík
issjóði samtals kr. 20 millj. og úr
Imótviðrissjóði kr. 27 millj. kr.
Ræktunarsjóður lánaði 748 bænd
um samtals 41 millj. kr. og Bygg
ingarsjóður 8,3 millj. bæði til nýrra
íbúðarhúsa og til að fullgera þau,
sem byrjað var á áður.
Á síðasta ári fór fram ítarleg
rainnsókn á hag þessara sjóða og
athugaðar leiðir til þess að skapa
þeim starfsgrundvöll til frambúð
ar.
10500 d.kr.
Kaupmannahöfn 16. janúar —
Kvöldblað Berlings skýrði svo
frá, að Helveig Petersen, kennslu-
málaráðherra, hefði farið fram á,
að í fjárlögum á þessu ári veiti
danska ríkisstjórnin 3500 danskar
krónur. sem styrk til útgáfu ‘á
fomíslenzkum handritum, sem
ætluð er almenningi. Verði þess
ar 3500 krónur fyrsti hluti af
10500 króna framlagi, sem notað
verður í þessu skyni á næstu þrem
ur ánim. Til þessa hafa komið út
sjö bindi af íslenzkum handritum
í þessu útgáfuformi, og hefur ver
ið varið til útgáfu þeirra svipuðu
framlagi og ráðherrann fer nú
fram á. Aðils.
Frægur celló
I kvöld var talið í finnsku
forsetakosningunum
NTB — Helsingfors, 16. jan. —
f gær fór fram taíning atkvæða
i finnsku forsetakosningunum og
sást fljótt, að Kekkonen, núver-
andi forseti, mundi fá flest at-
kvæði. Niðurstöðutölur í atkvæða
talningu fyrir Helsihgfors urðu
þessar: Kekkonen fékk tólf kjör-
menn (Engan 1956); Aitio fimm
(sama 1956); Paasio fimm (fengu
sjö 1956); sameiningarflokkurinn
þrjá (níu 1956); sænski þjóðflokk
urinn einn (fjóra 1956).
Klukkan 21.45 í gærkvöldi stóðu
tölurnar þannig: Kekkonen 331.-
000; Aitio 159.00; Skog 25.000;
Paasio 110.00; Sameiningarflokkur-
inn 117.900; sænski þjóðflokkur-
inn 45.000 og finnski þjóðflokkur,
inn 5.000.
Gunnar Böðvarsson
fær danskan styrk
til Nýja-Sjálands
I. C- Möller, forstjóri í Kaup-
mannahöfn, hefur skýrt frá því,
að ákveðið hafi verið að veita dr.
Gunnari Böðvarssyni, verkíræð-
ingi, styrk að fjárhæð lQ.000,00
danskar krónur til að kynna sér
jarðboranir og virkjun jarðhita á
Nýja-Sjálandi. — Styrkurinn er
veittur úr sjóði, sem I. C. Möller,
forstjóri, stofnaði fyrir nokkrum
árum. í skipulagsskrá sjóðsins,
sem dagsett er 30. desember 1954,
segir að sjóðnum skuli m. a. verja
til stuðnings almennum velferðar-
málum, mannúðarstarfsemi, list-
um og vísindum, og geta komið til
greina við styrkveitingar menn
eða stofnanir í Danmörku, á ís-
landi eða í Svíþjóð. — Frá mennta
málaráðuneytinu.
Kuay forsætisráðherra Hollands
sagði í dag, að Hollendingar
myndu verjast, ef Indónesar
reyndu aftur slíkar árásir. Her-
skyldutími hollenzkra hermanna
hefur verið lengdur um aillt að
einu ári.
Indónesíustjórn sagði í dag í op
inberri tilkynningu, að hún myndi
hefna tapsins á tundurskeytabátun
um. Jafnframt bað hún alla lands
menn að vera viðbúna, þegar til
kastanna kæmi.
50 fangar
Hollendingar hafa um 50 indó-
nesíska hermenn, sem voru um
borð í tundunskeytablfitunum, á
sínu valdi.
ieikari hér
Nýkominn er hingað til lands
tékkneski celloleikarinn Franti-
sek Simetana, og mun hann, ásamt
Áma Kristjánssyni píanóleikara,
halda tónleika fyrir styrktarfélaga
Tónlistarfélagsins á miðvikudags
og fimmtudagskvöld kl. 7.15 í
Austurbæjarbíói.
Meðal viðfangsefna eru cellosón
ata eftir Henry Becles, Variations
concertanos D-dúr op. 17 eftir
Mendelsohn, Sónata fyrir píanó og
cello í e-moll op. 38 eftir Brahms,
auk smærri verka eftir tékkneska
höfunda og fleira.
HörS kosningabarátta í Þrótti
Af 210 sem hefðis getað kosið kusu 208
Um síðustu helgi fór fram
stjórnarkosning í Vörubilstjórafé-
laginu Þrótti í Reykjavík. Tveir
listar komu fram, A-listi, listi
fráfarandi stjórnar og B-listi. A-
listinn fékk 105 atkv. og alla menn
ina kjörna. Stjórnina skipa eftir-
taldir menn: Einar Ögmundsson,
form., Ásgrímur Gíslason, varafor
m., Gunnar S. Guðmundsson, rit-
ari, Bragi Kristjánsson, gjaldkeri
og Árni Halldórsson meðstj. Vara
menn: Guðmann Hannesson og Ari
Agnarsson. B-listinn fékk 98 atkv.
Kosningarnar voru mjög hart
sóttar af báðum aðilum, sem sjá
má af þvi, að 208 greiddu atkvæði
af 210, sem talið var að gætu kos-
ið. Fækkað hafði um 12 á kjör-
skrá.
TOLLA
NTB—Bruxelles, 16. janúar.
Fulltrúar frá Efnahags-
bandalagi Evrópu og frá
Bandaríkjunum komu sér í
dag saman um eftir 15 mán-
aða viðræður að lækka toll-
múrana milli Efnahagsbanda-
lagsins og Bandaríkjanna. Er
um að ræða mjög margar iðn-
aðar- og landbúnaðarvörur.
Þetta er bein afleiðing af
Bruxelles-samningnum, sem
gerður var innan bandalagsins
um helgina, en þar náðu með-
limaríkin loks samkomulagi
um áframhald tollalækkana og
efnahagssamvinnu.
Samkomulag fulltrúanna fer
nú fyrir ráðherraþing Efna-
hagsbandalagsins.
Sjö lentu í sjóinn
(Framhald af 1. síðu).
ust í þann þriðjá, en lentu við það
allir í sjónum nema tveir. Síðan
var reynt að halda bátnum við
skipshlið en tókst ekki, hann slitn-
aði fljótlega frá eins og hinir.
Bátsverjar stóðu lengst af í austri,
en hentu sér niður þegar ólög
komu, til þess að gera bátinn stöð-
ugri. Björgunin tókst mjög vel, og
rómaði Friðrik móttökur bæði um
borð í Sigurfara og í Grafarnesi.
Stakk sér í sjóinn
Hlöðver Jónssyni háseta sagðist
þannig frá: Við vorum uppi á báta-
dekki og búnir að missa fyrsta bát-
inn, þegar slitnaði líka frá. Ég
stakk mér þá á eftir Iionum og ætl-
aði dð reyna að ná í hann og halda
honum við skipið, en þegar ég var
kominn svo sem 10—12 metra frá
skipinu og rétt að ná bátnum, kom
vindhviða og feykti lionum frá
mér.
Af eigin rammleik upp
Aðrir skipverjar sögðu, að þeir
Iiefðu ekki talið að Hlöðver næði
Skjaldbreið aftur, því frákast var
frá skipinu og hann fór hvað eftir
annað í kaf. En honum tókst að
komast af eigin rammleik upp á
bátadeklsið aftur, en það var þá að
mestu í kafi á stjórnborða. Eins og
fyrr segir komust mennirnir í
þriðja gúnuníbátinn, sem strax
slitnaði frá. Hann fékk þrisvar
sinnum á sig brot, en bátsverjar
settu ekki út rekakkeri, til þess að
þá ræki hraðar, en þeir vissu, að
rckstefnan var á Grundarfjörð.
Þeir óttuðust, að vindátt kynni að
breytast þannig að þá ræki út með
Snæfellsncsi, ef rekið væri ekki
nógu hratt til þess að flytja þá inn
á Grundarfjörð áður en vindátt
bieyttist.
Rán sá þá ckki
Þegar þeir höfðu verið góða
stund á reki, sáu þeir til R'ánar,
en hún varð þeirra ekki vör. Þeir
höfðu þá gætur á ferðum hennar
c-g kveiktu á blysi, þegar þeir sáu
hana nálgast næst, og þá kom hún
auga á bátinn og beindi Sigurfara
að honum.
Fangafínan of veik
Hjálmar Gunnarsson, skipstjóri
á Sigurfara, sagði þannig frá:
Grundarfjarðarbátar fóru rétt fyr
ir hádegi af stað til aðstoðar, og
skiptu sér þegar úti í fjarðarmynn
inu, og var Sigurfari syðstur. Síð
asta hálftímann fórum við alveg
eftir bendingum ,frá Rán og sá-
um ekld bátinn fyrr en í hálfrar
mflu fjarlægð. En blysið sáum við
í einnar og hálfrar mflu fjarlægð.
Það er landhelgisfluigvélinni Rán
að þakka að björgun tókst svona
fljótt. — Báturinn var um tvær
og hálfa mílu norðvestur af Hösk
uldsey. Leitarskilyrði voru mjög
slæm, bæði er siglingaleiðin erfið
og veðurhæð mikil og illt í sjó.
Fangalínan, sem fest er við
igúmmíbátiun, er allt of veik. Fyrst
þegar við kræktum í hana, slitnaði
hún, en við náðum henni aftur og
þá hélt hún. Eftir að báturinn
kom að síðunni vorum við ekki
nema 2—3 mínútur að ná hon-
um og mönnunum inn. Bátsverj-
ar voru blautir, en furðu hressir,
og rétt eftir að við náðum þeim,
kom mjög dimmt él, og er ekki
gott að segja hvort við hefðum
náð þeim þarna, ef við hefðum
lent í élinu við leitina. — Páll.
Sjómaður
drukknar
í gærmorgun vildi það hörmu-
lega slys tii, að ungur sjómaður,
Hans Hansson, Sólvallagötu 34
Reykjavík, féll fyrir borð á togar-
anum Surprise og drukknaði.
Togarinn lá í vari á Beruvík und-
ir Jökli, vegna þess að ekki var
veiðiveður á miðunum. Ekki er vit-
að um nánari tildrög slyssins, en
togarinn lá við ankeri, þegar slysið
varð.
Hans Hansson var háseti á Sur-
prise og 33 ára gamall. Hann lætur
eftir sig þrjú böin.
Þeir, sem vilja
gerasl áskrif-
endur a9 bla9inu,
hringi é 12323
Verzlimin Sport
SKAUTAR
Listsksutar meS skóm
Hockey skautar meS skóm
Hlauparaskautar með skóm
Ódýrir barnaskautar
PÓSTSENDUM.
Sport ■
Austurstræti.
KjörgarSi, sími 13508.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir og kveðjur til allra þeirra, sem
heiðruðu mig og glöddu, með heimsóknum, gjöf-
um, skeytum, símtölum og öðrum vinahótum, á
fimmtugsafmæli mínu 5. janúar sl.
Magnús Maríasson,
Olíustöðinni, Hvalfirði.
FaSfr minn,
Kristjón Daðason,
múrarameistari,
lézt í Landsspífalanum aSfaranótt þriSjudagsins 16. janúar.
F. h. vandamanna,
Pétur Krlstjónsson.
15