Tíminn - 27.01.1962, Page 12
f 1 ' Í| ' ; íiiÍiÍiÍiÍiÍiÍiiiÍSÍiiiiiiiiýÍiÍiý&íli-iÍi i;i;i;i;iii;i::iiiiiiýiii;i:ii iiil
-i i—i T’T' i n
|P r4L jTi IR iiiiiiiiiliíikiiililyiiilli Í liill lllii,?* :|ö Éd IPI xU FTiR iiiiiliiliiliil iiiiíiljpii ||ip ]Í 11 S::3:||||íl|Í|i||iiiÍÍ^te iiliiiii
. a. . . ; i H:Í:HÍ:li:Í:Í:IÍ:Í: . \.< .. .'. iiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiii. > i*ÍK
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Afmælishátíð Iþrdttasam-
bands Islands hefst í dag
Afmælishátíð íþróttasam-
bands íslands í tilefni 50 ára
afmælis sambandsins, hefst
í dag. Þá mun framkvæmda
nefnd taka á móti gestum í
SjálfstæSishúsinu. Þar verður
opið hús kl. þrjú og er öllum
velunnurum ÍSÍ heimilt a3
mæta barna. Þarna munu full
trúar frá héraðssamböndum
flytia ávörp, og gjafir verða
færðar.
Á fundi með framkvæmdanefnd
afmælis'hátíðarinnar nýlega var
blaðamönnum skýrt frá því, að
minnsta kosti sjö erlendir gestir
munu sækja hátiðina. Þeir komu
hingað flestir í gær. Tveir eiu
frá Danmörku, Aksel Petersen,
sem er í stjórn danska íþrótta-
sambandsins, og Ebbe Swhwarz,
formaður danska knattspymusam
bandsins. Frá Nor'egi koma einnig
tveir menn, A. P. Höst, forseti
norska íþróttasambandsins, og J.
Chr. Sehönhyder. Frá Svíþjóð
koma tveir fulltrúar, Hemy All-
ard, forseti framkvæmdanefndar
sænska sambandsins, og Thore
Brodd skrifstofustjóri þess. Frá
Finnlandi kemur einn, Erkki Kiv
elaa, en hann er stjórnarmaður
í finnska ríkisiþióttasambandinu.
— Sjö erlendir gestir væntanlegir
íþrótta á Islandi frá landnámsöld
fram á okkar tíma, hin yfirgrips
mesta sýning. Um 180 þátttakend
ur eru í sýningunni, en stjórnandi
verður Þorsteinn Einarsson, í-
þróttafulltrúi. Áður en sýningin
hefst munu Gísli Halldórsson, for
maður afmælisnefndar, Gylfi Þ.
Gíslason, menntamálaráðherra,_ og
Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ,
flytja ræður og ávöip.
Stjórnandi sýningarinnar, Þor-
steinn Einarsson, sagði, að íþrótta
fólkið hefði lagt sig mjög fram
til þess að gera þessa sýningu sem
glæsilegasta. Tveir leikarar, þeir
Rúrik Haraldsson og Jón Sigur-
björnsson, aðstoða við sýninguna.
Afmælishóf um kvöldið
Á sunnudagskvöld kl. sjö verðui’
afmælishóf að Hótel Borg. Meðal
^ ....
Stökkbrautin í Holmenkollen
Skíðaferð til Noregs
Afmælisorða ÍSÍ
Því miður gat fulltrúi frá Færeyj
um ekki komið á hátíðina.
Hátíðasýning á sunnudag
Á sunnudag verður hátíðasýn-
ing í Þjóðleikhúsinu, sem hefst
kl. tvö. Verður þar sýnd þróun
Minjagrlpur
Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir
h.f., efnir til 12 daga skíðaferðar
til Noregs nú í næsta mánuði.
Verður farið frá Reykjavík með
Flugfélagi .íslands þ. 24. febr. og
dvalið á skíðahóteli í nágrenni
Oslóborgar þá vikuna, og skíða-
fólki gefinn frjáls tími til æfinga
við hin ágætustu skilyrði þar sem
lyftur og annar útbúnaður er eins
og bezt verður á kosið. Helgina
eftir er hið fræga Holmenkollen-
mót, og verður farið þangað og
dvalið við keppnisstaðinn laugar-
dag og sunnudag 3—4 marz.
Gefst fólki tækifæri til að sjá
hina færustu skíðlamenn, sem
taka þátt í mótinu.
Á mánudeginum verður farið
til Osló og dvalið þa rtil mið-
vikudags 7. Þó verður flogið til
Reykjavíkur.
Er ekki að efa að marga fýsir
j til að koma til Noregs um vetur,
svo og til
Lönd og leikið).
%esta þar verða forsetahjónin, og
mun forsetinn, hr. Ásgeir Ásgeirs
son, flytja ávarp. Einnig 'tala
menntamálaráðherra, Gylfi Þ. i bæði' tiI s,kíðaiðkana
Gíslason, borgarstjórinn í Reykja- hressingar.
vík, Geir Hallgrímsson. Séi'a Eirík | & ...
ur J. Eiríksson, formaður Ung-j (Frettatilkynning
mennafélags íslands, flytur minnii
ÍSÍ, og Magnús Kjaran flytur]
minni kvenna. Ekki er ákveðinj
hvort hinir erlendu gestir munuj
flytja ávörp sín á afmælishófinu.
Útvarpað verður frá því
Afmælisrit
í dag kemur afmælisrit ÍSÍ út,
sem Gils Guðmundsson, rithöfund
ur, hefur tekið saman. Er þetta
mikið rit, 150 blaðsíður í stóru
broti, eða sama broti og íþrótta-
blaðið. í ritinu er rakin saga í-
þróttasamhandsins og hóraðssam-
bandanna.
Ungmennasamband Vestur-Húna
vatnssýslu gekk nýlega í ÍSÍ og
eru þá öll starfandi héraðssam-
bönd innan vébanda ÍSÍ — að
einu undanskildu. Sambandsfélög
eiu 230 og mun alls vera innan
ÍSÍ 25 þúsund manns.
....... I—......... llllll
frá
Norska skíða-
meistaramótið
Molde 26/1 — NTB. — Norska
skíðameistaramótið' - hófst í dag
með keppni í þrisvar sinnum 10
km. boðgöngu. Oslófélagið BUL
bar sigur úr býtum. Það er eins
stigs frost, þegar keppnin hófst,
og snjóaði mjög. Úrslit urðu
þessi:
1. Bul 1. lið (Alv. Storelvmo,
Arne Jensen og Ingemimd Holtas)
1:45.49 2) Freidig, Þrándheimi
(Reidar Grönningen, Alf Bjark-
lund og Harald Grönningen) 1:45.
56 3) Vestre-Trysil 1:46.45 og 4)
Bul 2. lið 1:46.50. Langheztum
brautartíma náði Harald Grönn-
ingen 33.35 mín.
Valur sigraði KR í
meistaraflokki kvenna
Handknattleiksmeistaramót ís-
lands hélt áfram í íþróttaliús-
inu að Hálogalandi í fyrrakvöld
og fóru þ'á fram fjórir leikir,
tveir í meistaraflokki bve.nna,
og tveir í öðrum flokki karla.
Það er oft mikið fjör í
Ieikjum stúlknanna í hand-
knatleiknum. Þessa mynd
tók Sveinn Þormóðsson í
fyrrakvöld í leik Ármanns
oig Víkings. Áslaug, Ár-
inanni, er með knöttinn
og er heldur betur ein
beitt á svip, enda hafnaði
knötturinn í Víkingsmark-
inu að þcssu sinni.
jOMMMMMWÍ
J
Fyrsti leikurinn var milli FH
og ÍR í 2. flokki og var það
heldur ójafn leikur. FH, >em eru
íslandsmeistarar í þessum flokki,
höfðu yfirburði og sigruðu með
17 niörkum gegn 10, en leikur-
inn beggja liða var þó heldur til-
þrifalítill. Síðan léku Vilur og
Ármann í sama flokki og sigruðu
Valsmenn með 14 mörkum gegn
9. —
\
í meistaraflokki kvenna, 1.
deild, léku Reykjavíkurmeistar-
ar Ármanns gegn Víking, og sigr-
aði Ármann með 9—7 eftir jafn-
an leik, þar sem Víkingsstúlk-
urnar höfðu lengstum yfir. Vík-
ingur hafði tvö mörk yfir í hálf-
leik, 5—3, og léku vel í fyrri hálf-'
Ieik, en misstu tökin á leiknum
í síðari hálfleik. Rannveig Laxdal,
hin kunna frjálsíþróttakona, lék
ekki með Víking að þessu sinni,
og hafði það mikil áhrif á leik
Víkings, en hún er aðaltaktiker
liðsins.
Síðasti leikurinn um kvöldið
var milli Vals og KR í fyrstu
deild. Þetta var aldrei spennandi
leikur, því að Valsstúlkurnar
höfðu leikinn í hendi sér allan
límann. í hálfleik var staðan 5
—2 fyrir Val og lokatölur 10—6.
íslandsmótið heldur áfram í
kvöld og fara þá fram fjórir lei-k-
ir. í 2. flokki leika FH og Kefla-
vík, í 3. flokki Keflavík og
Breiðablik í Kópavogi. Þá leikur
Akranes og Haukar í meistara-
flokki karla, 2. deild og Þróttur
og Keflavík í meistaraflokki
kvenna, 2. deild.
12
TIMIN N, laugardaginn 27. janúar 1963