Tíminn - 10.02.1962, Síða 1
Gerizt áskrifendur
að Tímanum —
Hringið í síma
12323
Fóik er beðið að
athuga, að kvöldsími
blaðamanna er
1 8303
34. tbl. — Laúgardagur 10. febrúar 1962 — 46. árg.
VEGNA OEIRÐA
NTB—París, 9. febrúar.
Franska stjórnin og lög-
regluyfirvöld Parísar sæta nú
mikilli gagnrýni fyrir að hafa
látið vopnaða herlögreglu
Skríður
í Hval-
fírði
Um kl. 4 í fyradag féllu
snjóskxiður yfir veginn í
Hvalfirði beggja vegna við
Staupastein. Vegheflar voru
staddir þarna innfrá og fóru
strax að ryðja veginn, og
voru að því fram á kvöld.
Þeir bilar, sem fóru yfir
Holtavörðuheiði snemma í
gærmorgun, komust greið-
lega áfram, en er líða tók á
daginn, var færð orðin nokk
uð erfið, sérstaklega norð-
an til.
Nokkrar skemmdir urðu
á vegum sunnanlands fyrr í
í vikunni vegna þýðunnar,
sem þá gerði, en unnið var
að viðgerð, og henni lokið
í fyrradag, og er nú aftur
komið frost og snjór. Hell-
isheiði var ófær smáum
bílum í gær.
berja niður uppþot stúdenta
og verkamanna í gærkvöldi,
þar sem átta manns lét lífið og
yfir 200 særðust. Öll París var
lömuð í eina klukkustund í
dag vegna mótmælaverkfalla.
Víða voru haldnar mótmæla-
göngur, en lögreglan skipti
sér ekki af þeim og allt fór
friðsamlega fram. Innanríkis-
ráðherrann sakaði í kvöld
kommúnista um að hafa stað-
ið á bak við uppþot gærkvölds-
ins.
Uppþotin, sem urðu víðs vegar
um París í gærkveidi, eru talin
þau mestu, sem orðið hafa þar
síðan 1934. Átta manns lét lífið,
þar á meðal 16 ára drengur, en
yfir 200 særðust, þar af 140 lög-
reglumenn.
Sameiginlegt verkfall /
Verkalýðsfélog kaþólskra, jafn-
aðarmanna og kommúnista ákváðu
sameiginlega að efna til klukku-
(Framhald a 15 siðu •
Fengu lofsyrði
í Störþinginu!
Vik-bræðurnir norsku, sem
hafa byrjað þá nýlundu, að ala
laxaseiði í söltu vatni, hafa að
vonum vakið á sér mikla at-
hygli, eins og kom fram í frétt
í blaðinu í gær. Telja sumir þá
hina mestu grillufangara, en
aðrir telja tilraunir þeirra hin-J
ar merkustu. Tilraunir þeirra
hafa m. a. verið ræddar f,
norska Stórþinginu, en í þeim
umræðum hallaði síður en svo,
á þá.
• •
Hins vegar munu ýmsir fræði-
menn um laxarækt í Noregi vera
all harðir andstæðingar Vik-bræðr-
anna i þessum efnum, þótt þeir
á hinn bóginn hafi ýmsa fræði-
menn á sínu bandi.
Það mun vera missögn, að Vik-
bræðurnir klekji laxaseiðum út í
söltu vatni. Hins vegar setja þeir
seiðin nýkomin úr pokanum í salt
vatn og auka siðan smám saman
seltu vatnsins, unz hæfilegu seltu-
magni er náð. Við þetta eiga seið-
in að ná skjótari þroska og vexti.
Það var i marzmánuði 1961, sem
(Framhalo a 15 oðú
Talstöð-
in allt-
of lítil
Frá fréttaritara Timans á
Hólmavík í gærkvöldi. —
Fréttaritari Tímans á
Hólmavík skýrði blaðinu
svo frá í gærkvöldi, að
hann hefði átt tal við
skipstjórann á Hafdísi,
Albert Guðmundsson,
sem óttazt var um í fyrra
dag, en kom fram þá um
kvöldið.
Skipstjóraunm sagðist svo
frá: „Við lögðum línuna út
af Gjögri og vorum búnir að
draga línuna um kl. 1,30. Þá
var sæmilegt veður, og við
kölluðum út í talstöðina, að
við yrðum í Iandi kl. 6—-7,
ef veðrið ekki versnaði. Þeg*
ar við vorum búnir að keyra
um klukkutíma, skall veðrið
á og stóð fljótlega í 8—10
vindstigum. Um hálfþrjú-
leytið varð vart við óeðlUega
breytingu á vélinni, en
stuttu síðar stanzaði hún
alveg.
Talstöðin ekki góð
Þá reyndum við aftur að
kalla út án þess að vita,
hvort heyrðist til okkar, því
að móttakarinn var bUaður.
Annars vil ég geta þess, að
mér líkar ekki þetta fyrir-
komulag, sem er á þessum
talstöðvum. Stöðvarnar, sem
við erum með, eru ónothæf-
ar í þessu tUfelli. Við náum
ckki strandstöðvum, því að
þessar talstöðvar eru aUtof
litlar fyrir okkur hér við
Húnaflóa. Við getum notað
þær til að kjafta saman,
meðan bátarnir eru hver ná-
Iægt öðrum, en það er ekki
nóg. Við sóttum strax um
sterkari stöð, þegar við
keyptum bátinn, en mér hef-
ur skilizt, að ilia hafi verið
undir það tekið. —
Jæja, svo snerum við okk-
ur að því að setja upp segl
og hugðumst sigla upp und-
ir land og reyna síðan að
komast á hreinan sjó aftur,
en vera helzt það nærri, að
ekki væri vonlaust, að til
okkar sæist úr landi.
Framhalo a lb
fim RITHOFUNDAR SVARA
ERUÐ ÞÉR SAMÞYKXIR STJÓRN RITHÖFUNDASAMRANDS ÍSLANDS I ÞVÍ, AD GRIIDA RERI
FYRIR UPPTÖKU EFNIS Í UMSÖGN UM SKALDSKAP MANNA? — ÞEIR SVARA A MORGUN
rj,