Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 2
GENGUR MED BARN G. B. $.! Það er staðreynd, að Ge- orge Bernard Shaw, hinn mikli i'rski leikritahöfundur, dó árið 1950, þá 94 ára að aldri. En það er einnig stað- reynd, að fyrir fáeinum vik- um tók stjórnercdum og um- boðsmönnum leikhúsa í New York, Moskvu og London að berast nýrituð leikrit eftir Shaw . Þeir urðu að vonum furðu lostnir yfir þessum einstæðu atburðum, en enn meiri varð undrun þeirra, er þeim bárust fleiri nýrituð lejkrit, sögð eftir löngu látna leikritahþfunda. M. a. má nefna 1-eikrit í þi’em þáttum eftir Anton Chekov (dá- inn 1904), pólitískian harmleik eft ir Tolstoy (dáinn 1900), smáleik eftir Emily Bronte (dáin 1848), og harmleik eftir John Gals- worfchy (dáinn 1933). Þeir fengu einnig tilkynningu þess efnis, að í undirbúningi væri nýtt leikrit eftir William Shakespeare. Handritin voru vélrituð og vandlega frágengin. gfindandinn var mrs. Patricia Shaw frá Shorn- hill, nálægt Gloucesterhire. Shakespeare ekki heima Þegar menn voru búnir að ná sér eftir mestu undrunina, var hafizt handa um rannsókn þessa furðulega máls. Maður var send- ur í pílagrímsför til Shornhill, og hann gerði sér eðlilega vonir um að hitta þar fyrir alla mestu leikritahöfunda heimsins. Þegar hann barði að dyrum, var tekið á móti honum af skeggj uðum manni á fimmtugsaldri, John Steele. Nei, því miður var William Shakespeare ekki heima. Ekki heldur Emily Bronte. Og engin merki sáust um Anton Ohekov. — En Bernard Shaw? spurði sendimaðurinn. — Eg held að þér ættuð að koma inn fyrir og ræða málið við eiginkonu mr. Shaw, Patricia. Franska skáldkonan Francois Sagan, sem er jafn fræg að endemum eins og fyrir skáldsögur sínar, breytti ný- lega út af þeirri reglu sinni, að hennl goðjaðist bezt að eldrl mönnum með gráspengt hár. Hún gekk að eiga eiginmann nr. 2, og að þessu sinnl var hann á svipuðum aldri og hún sjálf, og er hár hans hreint ekki tekið að grána. Nú eru hjónin í brúðkaupsferð, og er meðfylgjandi mynd af þeim á mótorbáti í Feneyjum. rr Hér kemur bréfstúfur um Ijósa- perur: „ÞIÐ MUNIÐ sjálfsagt eftir raginu með (jósaperurnar, sem ekkert ent ust í fyrra. Þegar ég var úti í haust, keypti ég mér 10 góðar Ijósaperur frá Philips, sem mér var sagt að brynnu í 2000 tíma að meðaltali. Annað kom upp. Þær entust 100— 200 tíma, alveg eins og hinar. Eg minntlst á þetta við rafvirkja, sem ég hifti hjá kunningja mínum, og er ég sagði honum, að ég byggi í Heimunum, sagði hann: „Jú, þetta þekkir maður nú. í Heimunum og yfirleitt nærri spennistöðvum er 240—250 volta spenna, og hún sprengir auðvitað allar perur fyrir 220 volt, og fer á skömmum tíma með öll heimilistæki og mótora, sem byggðir eru fyrir 220 volta spennu". Gætir þú nú fengið það upplýst hjá Rafveitunni, hvort þefta sé rétt, og ef svo er, hvers vegna þetta er gert, og hvaða ráð eru gegn þessari herferð gegn okkur, því fyrir nú utan, hvað það kostar okkur borgarana, þá fara nokkrar milljónir í súginn fyrir iandið með þessum aðförum. — Með kveðju, Einar E. Einarsson". ÞAÐ MUN ALKUNNA, að spenna rafmagns hér í Reykjavík og ná- grenni, og vafalaust víðar um land, er dálítið misjöfn og ýmist fellur hún eða hækkar, og veidur þetta’ auðvitað töluverðum vandræðum, en líklega ekki gott við að gera. Einkum mun þéffa eiga við, þar sem mikið er um ioftlínur og spennistöðvar dreifðar. Þegar álag er lítið, fer spennan upp i 240— 250, en lækkar þess á milli niður fyrir 200. í námunda við spenni- stöðvar mun spenna oft ærið há að jafnaði og höfð þannig að yfiriögðu ráði, til þess að fá hærri spennu og nær réttri, þegar fjær stST'-ini dregur. — Hárbarður. E. t. v. getur hún útskýrt þetta allt fyrir ySur. Og næstu tvo daga var „mrs. Shaw“ aS útskýra málið, meðan John Steele snerist í kringum frúna og þennan kærkomna gest. Eifct sinn viðurkenndi frúin John Steele sem eiginmann sinn. — Ef þér viljið trúa þeirri staðlreynd, sagði frúin, að við George Bernard Shaw gengum í heilagt hjónaband í Hotel Eu- ropa, Killarney, 9. ágúst 1961, mun yður virðast allt, sem ég segi yður, einfalt og blátt áfram. Það skýrir, hvernig mér var mögulegt að skrifa tuttugu leik- rit og vélrita meira en 600,000 orð síðustu mánuðina. Fjölskyidan öll frúir — Eins og flest fólk, trúið þér líklega, að Shaw sé dáinn. En ég segi yður, að hann er lifandi. Ha,nn er hérna núna við hlið mér, þrunginn lífskrafti og fjöri. Þetta er ótrúlegt þeim, sem skilja ekki, að við lifum af líkamlegan dauða. Það furðulega er, að fjölskylda frúarinnar hefur tekið þessu öllu sem staðreynd. John Sleele trú- ir þessu. Og börnin þrjú, 8, 7 og 4 ára, trúa því, að móðir þeirra sé nú gift George Bernard Shaw. — Eg kalla hann Bernie, sagði frú Shaw. Hann gjörbreytti lífi okkar. Fyrir u. þ. b. ári kom hann inn í líf mitt. Hugsun hans, mál og líkami slógu eign sinni á mig. Áður en þetta átti sér stað, var Patricia Joudry, eins og hún hét þá, þekkt sem vinsæll höfund ur sjónvarpsleikrita báðum meg- in við Afclantshafið. Hún vann sér inn nægilega peninga með því að skrifa þessi leikrit, til þess að kaupa sér tvo Rolls- Royce bíla og kaupa búgarð, sem kostaði þá 20,000 pund. Og hún hafði verið gift John Steele í níu ár. í algjörri þögn En koma George Bernard Shaw stöðvaði þessa velgengni og gjor- breytti öllu lífi fjölskyldunnar. — Eg -hélt áfram að skrifa, en ég fór að skilja, að orðin, sem ég skrifaði voru ekki mín eigin orð. Þau voru orð Shaw’s. Eg gaf mig fúslega á vald snilli hans. Hann styrkti mig og fullkomn- aði. f fyrstu gat John ekki skil- ið þetta. En smám saman varð honum ljóst, að ást okkar G. B. S. var enginn leikur. Hún var al- gjör. Nú erum við öll ein ham- ingjusöm fjölskylda. — Eg bað John um skilnað. Ekki þennan viðbjóðslega hjóna- skilnað, sem á sér stað fyrir fram an jarðneska dómara, heldur samning til þess að við gætum fullkomnað okkar aðskiljanlegu hlutverk. — Það var dásamlegt síðsum- arskvöld, þegar við G. B. S. geng- um í heilagt lijónaband í Killarn ey. Við stóðum í al.gjörri þögn við opinn gluggann. Eg fullvissa yður um, að Bernie var fullkom- lega raunverulegur, og ég meina líkamlega raunverulegur fyrir mig. Eg gat snert hann og fundið hann við hlið mér. Vaggan bíður En hvað segir nú sjálfur fyrr- verandi húsbóndinn á heimilinu, Jphn Steele, um þetta allt sam- an? — ÞeUa er heilagur sannleik- ur. G. B. S. er hið leiðandi afl á þessu heimili. Eg dvelst hérna sem faðir barnanna okkar og sem jarðneskur umboðsmaður eigna okkar. Eg er ekki reiður við G. B. S. í gegnum Patriciu hefur hann leitt okkur í því að byggja upp þetta dásamlega heimili. Eg hef skýrt þetta fyrir börnunum, og þau virðast skilja þetta full- komlega Serdimaðurinn spurði „mrs. Vcr.y. r.::-: Chekov, Galsworthy (Framh á 13. siðu.) Auglýsingainnstsður Gunnars Gunnar Thoroddsen auglýsti með miklu yfirlæti um ára- mótin, að ríkissjóður ætti orðið inni í Seðlabankanum. Fljót- lega kom í Ijós, að hér var komið fé það, sem upp var tek ið af sjávarútveginum á síðast- liðnu ári. Hafði Gunnar þó viljað láta líta svo út sem hér væri uin einhvern i'áðdeildarafigang að ræða hjá honum og því lætt þessu fé inn á reikning ríkis- sjóðs um áramótin, þótt í Iög- gjöf stæði, að því skyldi haldið sér. Síðan varð Gunnari bilt við, þegar minnt var á, að hann hefði talið sig þurfa á fé sjávar útvegsins að halda í ríkis- ábyrgðartöp. Rauk hann þá til og samdi frumvarp um Ríkis- ábyngðasjóð, sem fé þetta skyldi renna í. Siénhverfingaleikur Síðan á þessi sjóður að taka á sig ríkisábyrgðartöpin, sem voru og eru á fjárlögunum. Þannig fær ríkissjóður þetta fé eftir sem áður. En sjón- hverfingaleikinn verður að leika af því að það var sagt í blekkingaskyni, þegar féð var tekið af sjávarútveginum, að það skyldi renna í ábyrgðatöp vogna togaranna mestmegnis. Þessi skollaleikur minnir á aðfarir hinna fimustu „fjár- málamanna“, er sagan greinir frá, sem „millifærðu" fúlgurn- ar af mikiiy íþrótt þangað til enginn botnaði í hvað verið var að fara. Á fleygifer® meS „fengimiÉÍ Gunnar er sem sagt á fleygi- ferð með þennan „feng“ (120 —140 milljónir króna, sem hann náði af sjávarútveginum) og heitir þessi fúlga ýmist „greiðsluafgangur ríkissjóðs“, „innstæða ríkissjóðs í Seðla- bankanum“ eða „Ríkis'ábyrgða- sjóður — allt eftir því hvern þarf að blekkja í það og það skiptið. Þegar gorta þarf um áramót og gefa fallega skýrslu um fjárhagsafkomu ríkissjóðs, þá heitir fúlgan innstæða ríkis- sjóðs í Seðlabankanum, en þegar reyna þarf svo að milda þykkju þeirra, sem féð er hrifsað frá, heitir fúlgan Ríkis- ábyrgðasjóður, og það nafn á nú að lögfesta! Þunnar @ru flauiirnar Ríkisstjórnin efndi heit sitt um að bæta lífskjör almenn- ings með því að skerða kjör stórkostlega. Ágúst Þorvalds- son líkti þessu við húsbændur, er frá greinir í sögum, er lof- uðu hjúum sínum góðu viður- væri, en skömmtuðu þeim síð- kn flautir í stað undirstöðu- fæðu. Slíkir húsbændur urðu ekki vinsælir, heldur illa ræmdir og áttu erfitt með að fá hjú sín, er svik þeirra kom ust í almæli. Fóru hjú frá slík- um húsbændum og vistuðu sig hjá öðrum. Flautágróðinn var því skamnivinnur. Þessi snjalla líking Ágústs hefur orðið inönn uin yrkisefni: Illa stóðust íhaldsheit um afkomuna góða. Verður þjóðin varla feit „viðreisnar“ af gróða. Þunnt er gefið þegnum í þeirra ask og nóa. Alinenningur ætlar því á öðrum bát að róa. SBaimiiiiMaiwBaa 2 TIMINN, laugardaginn 10. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.