Tíminn - 10.02.1962, Qupperneq 4

Tíminn - 10.02.1962, Qupperneq 4
T f MIN N, laugardaginn 10. febrúar 1962 Á TVIST OG BAST í BÍÓ Hinn 16 ára enski dæg- urlagasöngvari, Laurie Lon don, hreif íslenzka táninga með söng sínum í Háskóla- bíói í fyrrakvöld, en húsið var þéttskipað áheyrendum á þessari fyrstu söng- skemmtun hins unga söngv ara hér. Framkoma hans á sviðinu var með miklum á- gætum, æfðar hreyfingar hins fædda showmanns, en hins vegar var söngur hans ekki eins góður og heyrzt hefur á plötum hans, hverju sem um er að kenna og er sennilegt að hann hafi verið betri fyrir tveim ur til þremur árum. Laurie London söng þarna mörg af sínum þekktu lögum eins og til dæmis He’s got tiie whole world in his hands, sem átti mikinn þátt í því að gera hann heimsfrægan, Sumertime og Down by the Riverside, og spöruðu hinir ungu áheyrendur ekki lófaklappið. Hljómleikarnir hófust með því, að 12 manna hljómsveit undir stjórn Kristjáns Kristjáns sonar lék og var þar margt vel gert, en mesta athygli vakti þó einleikur Gunnars Egilssonar á klarinett í Jealousy, enda prýði lega leikið hjá Gunnari. Hljóm- sveitin var vel æfð, en trompet arnir hefðu þó mátt vera betri. Þá höfðu áheyrendur gaman af einleik Péturs Östlund á tromm ur. Þá kom einnig önnur hljóm sveit fram á hljómleikunum, HLJÓMLEIKAR LAURIE LONDON ÓM, ásamt söngkonunni Agnesi Ingvarsdóttur, og lék og söng rokklög við mikinn fögnuð. Var þetta allvel unnið hjá hinu unga fólki. Kristín Einarsdóttir sýndi akróbatik af mikilli snilld, og sýndi furðulega leikni. Þá var sýning á nýjasta samkvæmis- dansinum, tvistinu, og vakti mesta athygli á þessum hljóm- leikum. Dansendurnir stóðu sig vel, en einkum var það þó Har- aldur Einarsson, sem dró að sér athyglina, en hann er líka mjög snjall dansari. í heild voru þessir hljómleik ar ánægjulegir, enda voru und- irtektir áheyrenda mjög góðar. Laurie London átti létt með að fá áheyrendur til þess að taka virkan þátt í skemmtuninni, en eins og áður segir, var fi'am- koma hans á sviðinu mjög ör- ugg. Kynnir á hljómleikunum var Baldur Georgs, og gerði hann því hlutverki góð skil að venju. Þessir hljómleikar munu verða endurteknir nokkrum sinnum. Ljósmyndarl Tímans, Guðjón Einarsson, brá sér á hljómleika Laurie London og tók þá þessar myndir hér á siðunni. Á þelrri efstu er Kristín Einarsdóttir í akróbatik, og á myndinni fyrir neðan sést hún í tvistinu ásamt Haraldi Einarssyni. Til vinstri er Laurie London og fyrir framan hann sjást áheyrendurnir 1 *--L~ 11----! JL-,‘X '■'* sönouarann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.