Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 8
Páll Gíslason og frú.
Vígt félagsheímíli
skáta á Akranesi
Síðastliðinn sunnudag var tek
ið í notkun nýtt félagsheimili
skáta á Akranesi. — Skátafor-
inginn, Páll Gíslason, yfirlækn-
ir, bauð fréttamönnum blaða,
bæjarstjórn og fleiri gestum að
því tilefni til kaffidrykkju í
hinum nýju húsakynnum. Rakti
hann þar sögu skátahreyfingar-
innar á Akranesi. Félagið á
mjög rúmgóða lóð við Skaga-
braut og var þar byggt lítið hús
árið 1929, sem nú hefur yerið
endurbætt og stækkað, svo að
grunnflötur skátaheimilisins er
nú um 230 fermetrar. Þar af
er að fullu lokið við 150 íerm.
húsrými, þar sem skátarnir hafa
hin ákjósanlegustu skilyrði. —
Félagar eru um 380 á aldrinum
12—16 ára, piltar og stúlkur,
auk eldri skáta, kvenna og
karla, er veita unglingunum
margháttaða aðstoð og leiðbein-
ingar. í hófi þessu fluttu ræð-
ur, auk foringjans, Páls Gísla-
sonar, framkvæmdastjóri Banda
lags skáta, Ingólfur Ármanns-
son, er flutti kveðjur og árnað-
aróskir fr'á skátahöfðingja ís-
lands, Jónasi B. Jónssyni. Gat
framkvæmdastjórinn þess, að ef
til vill væri skátastarfið hvergi
hér á landi með meiri blóma
nú en á Akranesi. — Frá Borg-
arnesi voru mættir nokkrir skát
ar og hafði Guðmundur í. Woge
orð fyr’ir þeim. Þá talaði bæjar
stjórinn, Hálfdán Sveinsson, og
færði skátafélaginu og forystu
mönnum þess þakkir bæjar-
stjórnar og bæjarbúa fyrir á-
gætt starf í þágu æskulýðs Akra
neskaupstaðar. — Að lokum
gafst gestum færi á að sjá skát-
ana að störfum í þessum vist-
legu hýbýlum, og munu þau
vissulega verða mikið notuð
bæði vetur og sumar, þó að sum
arið sé r’aunar meira notað til
útivistar skátanna, og eiga þeir
í því augnamiði skála við ræt-
ur Akrafjalls, og gamalt timb-
urhús hefur félagið keypt og
hyggst flytja inn í Svínadal, sér
staklega til afnota fyrir eldri
skáta. Þannig eru ýmis verk-
efni framundan, þó að merkum
áfanga sé þegar náð. — Er
Akranesskátum ómetanlegur
styr'kur að njóta forystu þeirra
hjóna, Páls Gíslasonar og frú
Soffiu Stefánsdóttur, auk fjöl-
margra annarra karla og
kvenna, er um langt skeið hafa
starfað í þágu þessa félagsskap
ar. G.B.
Fréttarltarf Tímans á Akranesl, Guðmundur Björnsson, kennari,
ásamt nokkrum foringjum skáta á Akranesi.
Sigurgeir
í Mannréttindanefnd Evrópu
Bjarga stjörnubú
ar mannkyninu?
Ráðherranefnd Evrópuráðsins
hefur kjörið Sigurgeir Sigurjóns-
son, hæstaréttarlögmann, til að
taka sæti í Mannréttindanefnd Ev-
rópu. Hefur Friðjóiy Skarphéðins-
son, forseti Sameinaðs Alþingis,
fyrir nokkru óskað eftir að láta af
störfum í nefndinni.
‘ Samkvæmt mannréttindasátt-
mála Evrópuráðsins skal mannrétt-
indanefndin ásamt Mannréttinda-
dómstóli Evrópu vinna að því að
tryggja, að staðið sé við skuldbind-
ingar, sem sáttmálinn fjallar um.
Tekur nefndin við kærum frá
þeim ríkjum, sem eru aðilar sátt-
málans, og að auki frá einstakling-
um og félagasamtökum, ef hið
kærða ríki hefur samþykkt slíkan
kærurétt. Einn maður frá hverju
hinna 16 ríkja í Evrópuráðinu á
sæti í mannréttindanefndinni.
Fyrsti íslenzki nefndarmaðurinn
var Hermann Jónasson, fyrrum for
sætisráðherra, en síðar tók Frið-
jón Skarphéðinsson sæti hans.
Frétt frá upplýsingadeild Ev-
rópuráðsins, 2. 2. 1962.
Verður hjálp frá íbúum
annarra hnatta til þess að
bjarga mannkyninu? Er farið
að viðurkenna hugsanaflutn-
ing sem vísindalega stað-
reynd? Er nú svo komið, að
kenningar sams konar og þær,
sem dr. Helgi Pjeturss hélt
fram hér á landi um meir en
þrjátíu ára skeið séu nú farn-
ar að koma fram meðal þekkt-
ustu vísindamanna í öðrum
löndum?
Vi'kublaðið TIME skýrir frá því
að þýzkur stjörnufræðingur, Seb
astian von Hömer, hefur látið
svo ummælt í tiimaritiinu Science,
að samband við lengra kornnia í-
búa annarra stjarna kunni að geta
orðið til að bjarga mannkyni þess
arar jarðar frá tortímingu. Vom
Hömer litur svo á, að á óteljandi
jarðstjömum kunmi lífið að hafa
þróazt fram á líkan hátt og hér,
og að lokum hafi þar komið fram
menning og maimvit og vísindi
og enn fremur slík tækmi, sem
fól í sér mjög mikinn eyðilegging
armátt. Telur hamn ats astand
það, sem nú hefur skapazt hér á
jörðu, þannig, að tala um aug-
ljósa möguleika á því að mann-
kynið fyrirfari sjálfu sér, muni
ekki vera neitt einsdæmi í al-
heimi. Muni á öðmm stjömum
hafa illa farið sums staðar og líf
ið eytt sjálfu sér, en anmars stað-
ar hafi tekizt að bjargast frá hásk
ariuim og komast hjá gjöreyðingu.
í sö'gu hverrar jarðstjörnu, eða
margra, komi fyrir slíkt hættu-
tímabil, sem allt velti á að kom-
ast yfir. Þar sem þetta hefur tek
izt á einhverjum hnetti úti í
stjörnustráðum geimnum, kunni
að vera um að ræða mjög foma
og göfuga siðmenningu, sem taki
Iangt fram því sem er hjá jarðar-
búum. Og hann gerir ráð fyrir
því, að þeir muni vilja vara jarð
arbúa við og senda þeim ráð til
að stýra fram hjú voðanum.
Von Hörner áætlar, að innan
þúsund Ijósára fjarlægðar frá
jörðinni megi vera einar tíu jarð
stjörnur, þar sem íbúarnir hafi
kornizt á hátt stig menningar og
tækni.
Dr. Helgi Pjeturss hélt því fram,
löngu á undan hinum þýzka
imanni og löngu áður en menn
voru famir að átta sig á því, að
sérstakir hætutímar væru fyrir
höndum, að mannkynið hér á
jörð væri á þeirri leið, sem til
glötunar liggnr. Hann nefndi
þetta helstefnu og sagði að ein-
fcenni þeirrar stefnu lýstu sér í
öllu lífi jarðarinnar, meira eða
minna eftir tegundum, en allra
verst hjó mannkyninu. Þar væri
þjámingin mest og hættan mest
á því að hið bezta eyðilegðist.
Hann sagði að styrjaldirnar yrðu
sífellt ægilegri og djöfulvirkari,
en þó sagði hann að þessi þróun
tæki enda, jafnvel þótt ekki yrði
bætt úr. „Fer svo að allt líf líður
undir lok á slíkum hnetti, eftir
mjög svívirðilega hnignunarsögu.
Hinn magnandi kraftur hverfur,
eigi einungis frá hinum lifandi
verum á slíkum hnetti, heldur
einniig frá hinni líflausu náttúru.
Framvinduna þar sem þannig er
að hrapa, mætti kalla devulution.
I > S ■ ; I l'i
Jafnvel efniseindirnar, ódeilin,
leysast sundur, en hinn losnandi
kraftur kemur ef til vill fram
sem sú geislun, sem nefnd er
radioaktivitet, og fundin ekki alls
fyrir löngu. Hér á jörðu er að
hrapa, glötunarvegur er það sem
verið er á.“ (1919).
Sézt hér greinilega að dr. Helgi
Pjeturss setur endalokin í sam-
band við þann óverulega vott af
kjamorku, sesn eðlisfræðingar
voru þá að byrja að uppgötva. Um
leiðina til björgunar kemst hann
næsta líkt að orði og Sebastian
von Hörner er nú farinn að gera.
„Sambandið við fullkomnari vit-
verur á öðrum stjömum mun
bæta svo greind manna, að orsak-
ir styrjalda munu liggja opnar
fyrir“, segir hann (1919), og
gengur sú hugsun eins og rauður
þráður gegnum öll rit hans, að
þaðan sé hjálparinnar að vænta.
Sebastian von Hörner byggir
skoðun sína um samband við íbúa
anmarra stjarna á því, að möguleik
ar séu til þess að senda útvarps-
bylgjur á milli. Dr. Helgi Pjeturss
byggir á því, að samband eigi sér
stað sem flytji hugsanir og önnur
áhrif beint manna á milli og ann
arra lifandi einstaklinga. Þetta
samband sagði hann að væri rann
sakanlegt og sikýranlegt, gagn-
stætt því sem flestir héldu, þá
sem á annað borð horfð'u frá sjón
armiði visindanna. En nú, ein-
mitt um þessar mundir er mikil
breyting að verða á, og er vitað
um einar þrjátíu rannsóknarstofn
anir víða um lönd, þar sem stund
aðar eru athuganir á þessum fyr
irbrigðum, eftir því sem Örnólfur
Thorlacíus hefur nýlega sagt frá
í útvarpi. Dr. Helgi sagði að
draumar stöfuðu af slíku sam-
bandi við aðra og tala mætti um
draumgjafa. Miðilsdáið sagði
hann að væri í aðalatriðum sama
eðlis og vanalegur svefn, og fleiri
tegundir af ástandi sem rnenn
höfðu efcki skilið, færir hann til
þessa sama flokks. Dr. Helgi seg-
ir, að sambandið nái hnattanna á
milli, og mælir ekkert af því sem
fram hefur komið við hinar nýju
rannsóknir á móti því. Sagði
hann að þessi áhrif manna á milli
væru miklu algengari en tekið
er eftir og að áhrifin væru mis-
góð, eftir eðlisfari manna og að
óhræsi nokkurt hefði getað látið
'mikið illt af sér leiða með því lagi
sem hann hefði náð á því að beita
þessum áhrifum. Þ. G.
30 þús. bófar
Einstaka sinnum er minnzt á
samvinnufélögin í dagblöðrim
höfuðborgarinnar í miður vin-
samlegum tón. Ef til vill liggur
þar til grundvallar eins konar
landföðurleg umhyggja fyrir fé-
Iagsmálahreyfingu, sem heittrú-
aðir vandlætarar hafa mikinn
áhuga fyrir. Vera má líka, að
þar liggi til grundvallar nokkur
vanþekking.
Á síðastliðnum 80 árum hafa
kaupfélögin verið hin mesta
hjálparhella í lífsbaráttu fólks-
ins. Á sínum tíma áttu þau, á-
samt ýmsum duglegum athafna-
mönnum, sinn mikla þátt í því,
að aflétta óhagræð'i selstöðu-
verzlananna og gera verzlunina
innlenda. Þeim tókst með hag-
kvæmu og réttlátu skipulagi,
að lækka að stórum mun verð
á innfluttum varningi og hækka
verð innlendrar framleiðslu.
Til þess beittu þau jöfnum hönd
um vörumati og vöruvöndun og
Ieit að nýjum og hagkvæmum
mörkuðum erlendis, Árangur
þessa alls varð glæsilegur, og
fólkið í landinu kunni réttilega
að meta yfirburði samvinnu-
stefnunnar. Frá útvegun inn-
fluttra lífsnauðsynja og sölu inn
lendrar framleiðslu var stutt
leið yfir í margs konar annan
stuðning við lífsbaráttu fólks-
ins. Samvinnufélögin hafa með
sívaxandi mætti orðið aðilar að
atvinnulífinu, bæði hvað snert-
ir iðnað og útgerð og nú síðast
með framleiðslu korns og gras-
mjöls.
Á ýmsum stöðum á landinu
hefur niðrirstaðan orðið sú, að
jafnframt þvi, sem kaupfélögin
annast útvegun meginhluta
allra lífsnauðsynja fólksins og
sjá um sölu á framleiðslu þess,
hafa þau einnig orðið að standa
að verulegu leyti undir atvinnu-
vegunum. Víða hefur þetta
gerzt með þeim hætti, að kaup-
sýslumenn og atvinnurekendur
hafa skyndilega hætt sínum at-
vinnurekstri, stundum eftir að
hafa þénað vel, og flutt í burtu
með liagnaðinn og atvinnutæk-
in. ‘Á 'slíkum stöðum urðu sam-
vinnufélögin bjargvættir. Er
vandséð, hvernig farið hefði
um lífsafkomu fólksins, ef það
hefðl ekki haft úrræði samtak-
anna sér til lijálpar.
Ólíklegt er, að það hafi nokk-
urn tíma verið „góð Iatína“ að
segja höfuðstaðarbúum, að „úti
um land gína kaupfélögin yfir
atvinnulífinu sem þau framast
mega og reyna að ná kverkatök-
um einokunarinnar á verzlun og
atvinnurekstri" ásamt öðrum
ummælum í sama tón, eins og
nú nýlega var gert í einu af
dagblöðunum. En áreiðanlega
veit allt viti borið fólk nú,
hversu fjarstætt þetta er. Slík
ummæli gera því ekkert annað
en opinbera hyldjúpt þekking-
arleysi.
Aldrei og hvergi hafa kaup-
félögin notið einokunaraðstöðu.
Á flestum verzlunarstöðum og
atvinnustöðvum er um að gera
verzlun og atvinnutæki á vegum
hvors tveggja, einkaframtaks og
samvinnu. Langvíðast búa þess-
ir aðilar í góðu nábýli. Þar sem
kaupfélög kunna að vera ein
um hituna, vegna þess, að ein-
staklingsframtakið hefur hlaup-
izt á brott, er skoplegt að tala
um einokun. Engin félagsmála-
hreyfing í landinu byggir á
traustara lýðræði en samvinnu-
félögin.
Hin fjarstæðufullu ummæli,
sem vitnað er til hér að fram-
an, og önnur slík, undirstrika
og minna á sögulega þýðingu
samvinnufélaganna og hlutdeild
þeirra í verzlun og atvinnu. Hitt
er árangurslaust, að segja viti
bornu fólki, að meir en 30 þús-
und kaupfélagsmenn um allt ís
land séu samsafn bófa.
PHJ
T f MIN N, laugardaginn 10. febrúar 1962