Tíminn - 10.02.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 10.02.1962, Qupperneq 15
Meiri og betri mjólk Mjólkurframleiðslan jókst um 7,77% s.l. ár og flokkun varS betri en Samkvæmt upplýsingum frá Kára GuÖmuTidssyni', imjólikur- eftirlitámanni rikisins, var mjólk- urframleiðslan á árinu sem leiff, meiri en nokkru sinni áffur, og gæði mjólkurinar vegna kæling- ar og meðferðar stórbötnuðu, svo að heita má að þriðji og fjórði flokkur mjólkur séu úr sögunni. Mjólkurframleiðslan, þ. e. a. s. heildarmjólkurmagn mjólkurbú- anna (samlaganna) á árinu 1961 reyndist vera 81,5 milj. kg. sem er 5,8 millj. kr. meira en árið 1960 eða 7,77% aukning. í I. og II. fl. fóru 97,81% mjólk urinar, í III. fl. 2,06%, og í IV. flokk 0,12%. Hefur flokkun mjólkurinnar aldrei verið eins góð sagði Kári, og hefur meðferð bænda á henni stórbatnað. Hefur svo raunar ver- ið á hverju ári undanfarið, en sjaldan eins vel miðað og s.l. ár. Fengu lofsyrói (Framhald al I síðu). fyrirspurn í norska Stórþinginu vakti umræður um þessa aðferð Vik-bræðranna. Lauk þeirri um- ræðu með því, að menn töldu þarna um merkt brautryðjenda- starf að ræða og urðu umræðurn- ar í heild mjög jákvæðar fyrir Vik- bæðurna. Dr. Rolleifsen, yfirmað- ur hafrannsókna í Noregi, er einn þeirra sérfróðu manna, sem hafa hælt starfi Vik og telur að það hafi borið afar athyglisverðan ár- angur. NATQ aðsfoóaói . . . (Framhald af 8. síðu)” Skýrðu Stikker frá óskinni Stikker, framkvæmdastjóri Nato hefur undanfarið verið í heimsókn í Bandaríkjunum meðal annars til að útskýra rökin fyrir því, að NATO verði gert að kjarnorku- veldi. Fulltrúair. ríkisstjórnarinn- ar í Washington hafa notað tæki- færið við heimsókn Stikkers að koma fram með óskina um sam- vinnu við NATO í að einangra Kúbu. Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, orðaði þessa hugmynd fyrst á mánudaginn, þegar hann lagði til, að NATO-ríkin gerðu upp við sig, hversu mikið efnahagslegt gildi Kúbuverzlunin hefði fyrir þau. Rusk sagði einnig við það tækifæri, að mikill skortur væri á hráefnum, var'ahlutum, neýzlu- varningi og erlendri mynt á Kúbu, síðan landið sneri mestum hluta utanrikísviðskipta sinna til komm únistaríkjanna. , Bingo Félag ungra Framsóknar- manna heldur skemmtun fyrir unglinga í Glaumbæ, » sunnudaginn 11. þ.m., og I hefst hún kl. 2 eftir hádegi. I Spilað verður BINGÓ um B góða vinninga. Slík unglinga ■ skemmtun var síðast haldin I í Lídó og var þá mjög fjöl- I cótt. Munið að skemmtunin 1 er eingöngu fyrir unglinga. 1 nokkru sinni fyrr Talsföðin (Framhaid af 1. síðu). Löguðu vélina Svo fórum við að athuga vélina, og reyndist hún þá hafa sett inn stimpilinn. Svp mikið heppnaðist okkur að laga hana, að við gátum vel haldið í horfinu gegn veðrinu, sem fór sízt batn- andi, því að myrkrið skall á og ekkert varð séð frá sér, t. d. birti ekki svo mikið, að vitar sæjust. Svo mikið var rokið og dimman, að við bjuggumst alltaf við vélar- bilun, en þó varð raunin sú, að við komum að bryggju á Kaldrananesi um ki. 10 í gærkvöldi, en þar var okkur prýðisvel tekið,“ sagði Al- bert að lokum. Þeir félagar komu heim til Hólmavíkur um kl. 12,30 í gærdag. Afl- inn var rösk 2 tonn, en þetta var fyrsta ferðin á þessum bát. Voru þeir fyrst að hugsa um að fara tveir, en úr varð að þrír færu og veitti ekki af að þessu sinni. HS Váfryggingar Framhald af 6. síðu. verið bundin við 25% en nú yrði hún hækkuð í 40%, og mun Sam- ábyrgðin ekki endurtry^gja nema það sem er umfram 400 þús. króna vátryggingu í hverju skipi. Við það mun endurtryggingin ekki kosta meira en rúmar 2 milljónir, og verður af þessu mik- ill sparnaður. Emil sagði, að vátryggingakerfi bátaflotans væri hins vegar allt í endurskoðun, en engin leið væri aff segja til um, hvenær þeirri endurskoðun Iyki, en vá- tryggingar fiskiski.pa eru líér á landi dýrari en í nokkru öðru ná- lægu landi. Framkvæmdir yiö vegagerð (Framhald sj 6 siðU1 fjprðum og Austurlandi. Má því ætla, að þessi viðurkenn- ing greiði fyrir því, að þetta frumv. fái jákvæða afgreiðslu á þessu þingi. Fyrst réttmætt þykir að leggja steinsteyptan veg fyrir erlent lánsfé til við- bótar vegi, sem fyrir er á sömu leið, verður að teljá enn nauð synlegra að leggja vegi fyrir lánsfé til þeirra byggðarlaga, sem enga eða algerlega óvið- unandi vegi hafa. Taldi Hermann, að ef sú leið, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, væri eina raunhæfa lausn in á þeim vanda, sem við væri að glíma, til leiðréttingar á því misrétti, sem skapazt hefði í vegakerfinu um byggðir landsins. Þrjár fyrirspurnir (Fi amhaltí aí' 6 úðu i þingi ákvað í 22. gr. fjárlaga 1959, og ef svo er, hvernig? Ríkislántökur 1961 Hverjar voru lántökur ríkisins og ríkisstofnana árið 1961, með hvaða kjörum voru lán- in, hvernig varið lánsfénu og liverj ar lánslieimildir Álþingis notaðar við lántökurnar? Annað kvöld verður Strompleikurinn sýndur í síðasta sinn og er það 24. sýningin á leiknum. Aðsókn hefur verið góð. Sérlega hefur verið mikil aðsókn að síðustu sýningum leiksins. Eins og kunnugt er þá er þetta eitt umdeildasta ielkrit, sem hér hefur verið sett á svið um langan tíma og mikið hefur verið raett og ritað um það. — Myndin er af Jóni Sigur- björnssyni og Þóru Friðriksdóttur í hlutverkum sínum. Sýndi tvist-dans Frú Rigmor Hanson sýndi hinn nýja dans twist í LidQ á fimmtu- dagskvöldið ásamt einum nemanda sínum, Bergsveini Alfonssyni. Var þesrsi dans því sýndur opinberlega sem skemmtiatriði í fyrsta sinn í Reykjavík það kvöld — meira að segja í tveim samkomuhúsum. Dans þeirra frú Rigmor og Bergsveins \akti í senn skemmtun og aðdáun gesta, sem klöppuðu dansendurna fram hvað eftir ann- að, enda hér um að ræða nýstár- legt skemmtiatriði. Blaðið spurði frúna, hvort hún mundi sýna dansinn aftur. Hún kvað alltaf verið að biðja sig að sýna twist, en vegna anna við dansskóla sinn og nýrra flokka í samkvæmisdönsum — ekki sízt twist — gæti húri lítið af þessu gert en mundi þó að Iíkindum sýna twist fljótlega aftur. Gjaldeyrísstaðan Samkvæimt lokatöluim gjaldeyr- isstöðu bankanna á árinu 1961 nam nettógjaldeyriseign bankanna í árslok 1961 526,6 millj. kr. í árslok 1960 nam nettógjaldeyris- eign 11,3 millj. kr., en umreiknað til núgildandi gengis er það 126,9 millj. kr. Gjaldeyrisstaðan hefur því batnað um 399,7 millj. kr. á árinu, talið á núverandi gengi, en á sama hátt reiknað batnaði gjald eyrisstaðan um 270,7 milj.; kr. á árinu 1960. Tölur liggja nú einnig fyrir um innlán og útlán bankanna á ár- inu 1961. Samkvæmt þeim jókst sparifé í bönkum og sparisjóðuim úr 2.202,6 millj. kr. í árslok 1960 í 2.752,2 millj. kr. í árslok 1961 eða uim 549,6 millj. kr. Á árinu 1960 nam sparifjáraukningin hins vegar 374,0 millj. kr. Veltiinnlán jukust á árinu 1961 úr 782,4 í 1.018,1 millj. kr. eða uim 235,4 millj. kr., en árið 1960 vrarð lækk- un á veltiinnlánum um alls 35,0 millj. kr. Heildarútlán viðskiptabanka og sparisjóða voru í árslok 1961 4.545,5 millj. kr. og höfðu hækk- að úr 4.196,7 millj. kr. í árslok 1960 eða um 348,8 milj. kr. Auk þess afgreiddi Stofnlánadeild sjáv arútvegsins 288,1 millj. kr. í nýj- um lánum á árinu 1961. Samtals nam því útlánaaukning bar.kanna að viðbættum stofnlánum 636,9 millj. kr. á árinu 1961, en 1960 nam heildarútlánaaukning banka og sparisjóða aftur á móti 297,7 millj. kr. (Fréttatilkynning frá Seðla- þanka íslands.) / ÞjóSleikhúskór- inn syngur í Keflavík Þjóðleikhúskórinn, sem hefur undanfarna tvo sunnudaga haldið samsöng í Kristskirkju í Landa- koti við góða aðsókn og undir- tektir, heldur samsöng I Keflavík- urkirkju, í dag 10. febrúar kl. 21 til ágóða fyrir Minningarsjóð dr. yictbr Urbancic. Söngstjóri er Herbert Hriber- schek, sem er fastur söngstjóri Karlakórs Keflavíkur og Kvenna- kórs Slysavarnafélagsins. Organ- leikari er Árni Arinbjarnarson. Mótmælaalda (Framhald af 2. síðu). stundar verkfalls í mótmælaskyni við aðgerðir lögreglunnar. Fleiri starfshópar slógust með í verk- fallið, m. a. opinberir starfsmenn, kennarar og stúdentar. Víða fóru verkfallsmenn í hópum um göt- urnar og æptu „OAS-mennirnir eru morðingjar“. Neðanjarðarjárnbraut borgar- innar og strætisvagnarnir hættu að ganga, tneðan verkfalliff stóð yfir, svo að algert uimferðaröng- þveiti varð víða í borginni. Franska frétastofan AFP varð að leggja niður þjónustu sína fyrir blöðin, þar sem allir starfsmenn hennar tóku þátt í verkfallinu. Útvarpið var einnig lamað meðan á verkfallinu stóð. Mótmæli úr ýmsum áttum Margir vinstrisinnuðu flokkanna hafa mótmælt aðgerðum lögregl- uinnar opinberlega, þar á meðal sósíalradikalir og kommúnistar, sem nefndu sérstaklega innainrík- isrácílherann og lögreglústjóra borgarinnar, sem ábyrga fyrir vopnabeitingunni. Fulltrúi lög- reglunnar lýsti því yfir á blaðá- mannafundi í dag, aff ekki hefði verið um annað að ræða en beita valdi, þar sem við fólk hefði ver-, ið að etja, sem var ákvæðið að láta til skarar skríða. Innanríkisráðherrann ásakaði kommúnista Frey innanríkisráðherra hélt sjónvarpsræðu í kvöld, þar sem hann kenndi kommúnistum um óeirðirnar í gærkvöldi. Þeim hefði tekizt að fá í lið með sér meðal annars sanna lýðræðissinna, sem vildu ekkert með moldvörpustarf semi kommúnista hafa að gera. Frey siagði, að fimm af þeirn, sem fórust, hefðu verið traðkaðir niður af skrílnum, en aðeins þrír hefðu látizt í átökunum við lög- regluna. Hann sagði enn fremur, að það skipti ekki máli, hver stæði fyrir óspektum, eða hver tilgangurinn með þeim væri. Óspektir yfirleitt væru bannaðar, svo að ugnt sé að vúrkja alla krafta í baráttunni gegn OAS. Málsrannsókn yrði haf- in til þess að komast að, hvernig óeirðirnar voru skipulagðar. Mannrán OAS QAS rændi í morgun 19 ára gömlum ættingja Debre forsætis- ráðherra, Marc Schwartz. RLíns- mennirnir hringdu í föður drengs- ins, prófessor Laurent Schwartz, og sögðust með ráninu slá tvær flugur í einu höggi. Ránið kæmi bæði við hann og forsætisráðherr- ann, sem eru þekktir af andstöðu við AS. Vinstri blöðin ritskoðuð Blaðamannasamtök Frakklands hafa mótmælt því, að rnörg vinstri sinnuðu og kommúnistisku' blöðin vorri annaðhvort gerð upptæk eða ritskoðuð í dag, daginin eftir upp- þotin. Hafa þau þess vegna ekki en látið í ljós álit sitt á aðgerð- unum. Klúbbur erlendra blaða- manna mótmælti því, að sprengja 'var sprengd við skrifstofu sov- ézku fréttastofunnar TASS. Hiö virta blað le Monde skrifar í dag, að bardagirm viö OAS, sé ekki aðeins mál stjówwrinnar. eins og stjórnin og de Gaulle álíti, heldur sé það verkefni allrar þjóðarinnar aff heyja þá baráttu. bökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móðir okkar Ragnheiðar Jónsdóttur. Fyrir hönd systkinanna ÓSKAR BENJAMÍNSSON T f MIN N, laugardaginn 10. febrúar 1962 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.