Tíminn - 10.02.1962, Page 16

Tíminn - 10.02.1962, Page 16
Laugardagur 10. febrúar 1962 34. tbl. 46. árg. Gúmmíbjörgunarbáfar hafa slitnað frá: Nú skal GALLINN LAGAÐUR Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri, boðaði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá ýmsu varð- andi gúmmibjörgunarbáta Með hliðsjón af fenginni reynslu í þeim efnum síðustu mánuði, en Skipaeftirlit ríkis- ins hefur nú í undirbúningi Síðastliðinn mið'vikudag var fundur hjá bæjarstjóm Seyð isf jarðar, og var þar rætt um sölu hlutabréfa Sildarbræðsl unnar h.f. — Ákveðið var að selja Sfldarverksmiðjum ríkisins Sfldarbræð'sluna, og munu Síldarverksmiðjurnar kaupa bana á fimmtán földu nafnverði lflutabréfanna. — Seyðisfjarðarkaupstaður átti tæp 97% lflutabréfa Síldarbræðslunnar, sem nú er orðin eign Síldarverk- smiðjanna, enda var salan samþykkt á fundinum með 5 atkvæð’um gegn 4. IH .-1 — - - ' ■ ’i .<**:'> * *' . *■ sgfif - k 'M Jón A. Ólafsson. Félagsmálaskólinn Fundur verður hjá Félagsmála skóla Framsóknarflokksins á mánu dagskvöld kl. 8,30. Fyrirlestur um stjórnskipun íslands. Jón A. Ólafs son fulltrúi flytur. nokkrar breytingar á bátun- um. Sagði hann, að almenningur fengi stundum óþarflega mikla vantrú á góðum björgunaitækjum, þar eð blöð og útvarp skýrðu oft- ar frá því, sem miður fer, þegar óhöpp verða á sjó, en hinu. Slitnaði ekki strax Eins og sagt var frá hér í blað- inu í gær, vill það brenna við, að snúran, sem björgunarbáturinn er bundinn við skipið með, slitni fljótt, þegar gúmmíbáturinn er kominn í sjóinn. Hins vegar er það ekki ævinlega slæmum útbúnaði að kenna. Má t. d. geta þess, að þegar Geir goði strandaði í des. s.l. og Muninn. kom þpniþn. tji hjálpar, misstu skipverjár gúmmí- báta beggja skipanna. Þegar, bát- ur Geirs goða var kominn á flot, dróst hann fram með skipshliðinni og hefur þá sennilega rekizt á nagla, því að annað lofthylkið var tómt. Sagði síðan í fréttatilkynn- ingu SVFÍ, að báturinn hefði verið óvirkur. Hins vegar er ekki rétt að áiykta svo, þar sem tvö lofthylki eru í öllum gúmmíbátum og ann- að þeirra nægir til að halda bátn- um uppi með öllum, sem hann er ætlaður, auk þess sem hægt er að blása upp botninn. — Þegar Mun- inn skaut út sínum bát, slitnaði línan, en ekki strax. Báturinn komst í sjóinn með eðlilegum hætti, en síðan var fangalína hans rétt yfir i skektu og róið með gúmmíbátinn i eftirdragi upp und- ir skerið, þar sem Geir. goði stóð, og nær því en skektan komst. Þeg- ar ekki tókst að komast alveg að skerinu, var snúið við og gúmmí- báturinn tekinn í tog á síðu Mun- ins áleiðis til lands, en þá slitnaði snúran. Við athugun kom í ljós, að snúran hafði marizt og orðið fyrir höggum á þessu ferðalagi, en þol hennar virtist nægilegt til flestra nota, þar sem hún var heil. Er vart hægt að segja, að línan hafi í þetta skipti slitnað strax. Ef draga á gúmmíbáta milli skipa eða á sjó, ætti því að binda í þá aðra línu til öryggis. Nerist sundur í gatinu Eftir Strand Skjaldbreiðar á | Breiðafirði kom í ljós, að línan I hafði slitnað með sérsökum hætti. ( — Á eldri gerð gúmmíbátanna liggur festartaugin í gegnum lítið gat á þeim hálfhluta glerfiber- hylkisins, sem verður undir bátn- um, er hann hefur þanizt út. I hafrótinu nagast svo nælonlínan tiltölulega fljótt sundur á skörpum brúnum hylkisins. Þetta gerðist, þegar Skjaldbreið strandaði. Til þess að bæta úr þessum ágalla hefur Skipaskoðun ríkisins krafizt þess, að öllum glerfiberhylkjum,' sem enn eru í notkun ( á sumum 1 skipum eru bátarnir í strigatösku, ofan í rimlatrékassa, og þar er. þessi útbúnaður ekki notaður) | (Framh a 13 síðu.j GATIÐ Fyrir skömmu lýstu stjórnarvöld in í A-Berlín yfir því, að fundist hefðu neðanjarSargöng milli borg arhlutanna Þau höfðu verið graf in vestan megin frá til þess að auðvelda flóttafólki undankomu. Svo illa vildi til, að loft neðan- jarðarganganna hrundi, svo að dæld myndaðist í stéttina fyrir ofan, en það var á borgarbrautar stöðinni Wollankstrasse í Austur- Berlín. Þegar farið var að athuga þetta betur, kom í Ijós, að holrúm var undir. Göngin voru ekki full grafin, þegar þau hrundu, og urðu því engum flóttamanninum að gagni. KOMA OGSYNA Síðari hluta febrúarmánað- ar kemur hingað til lands leik- flokkur frá háskólanum í Suður-lllincisríki — Southern lllinois University, mun flokk- Ætlar að svara Irish Press Gísli Indriðason, sem hefur heim sótt laxaklakstöð bræðranna Vik í Noregi og kynnt sér laxaeldi þeirra biður þess getið, að grein sú, sem birtist í Tímanutn í gær, bygfð á fréttum í írska blaðinu lish Press, sé bæði röng og vill- andi, og muni hann svara henni næstu daga. urinn halda eina leiksýningu hér í Reykjavík á leikritinu ,,Fædd í gær" eftir banda- ríska höfundinn Garson Kanin. Leikflokkurinn kemur hingað á vegum íslenzk-ameríska félagsins, og mun nann einnig hafa nokkrar sýningar á Keflavíkurflugvelli. Eins og kunnugt er hefur gam- anleikurinn „Fædd í gær“ notið mikilla vinsælda, og var hann með- al annars sýndur meira en 1600 sinnum samfleytt á Bi'oadvvay. Þar lék Judy Holliday aðalhlutverkið: Síðar lék hún það einnig í kvik- myndinni, sem gerð var eftir leik- ritinu, og hlaut hún þá Oscars- verðlaun fyrir leik sinn. Alls eru 13 leikendur í þessum leikflokki frá Southern Illinois University. Hann hefur sýnt þenn- an gamanleik, ásamt mörgum öðr- um leikritum víðs vegar um Bandaríkin og hlotið miklar vin- sældir og mikið lof. Þeir, sem leika aðalhlutverkin, eru Susan' Pennington, er leikur Billie Dawn; skransalann, Harry íFramh á 13 Oflti Tíminn frétti í gær, aö Rithöf- undafélag islands ætlaði að halda fund næstkomandi miðvikudag, og muni þar verða rætt um úrskurð stjórnar Rithöfundasambandsins um gjaldskyldu Tímans vegna um- sagnar í blaðinu um skáldskap ým- issa manna, bæði lífs og liðinna. Þetta verður rætt undir liðnum: Önnur mál, og verður þetta sjálf- sagt fróðlegur fundur. Væntanlega verða þá um leið ræddar van- goldnar skuldir Morgunblaðsins við skáld, sem blaðið hefur birt efni eftir í þættinum „Ljóð dags- ins“. Hefur ekki heyrzt að réttar- hafaskrifstofa Rithöfundasam- bandsins hafi haft nokkuð við það að athuga, þótt engar greiðslur hafi fengizt hjá Morgunblaðinu fyrir ljóð skálda, látinna sem lif- andi, sem þarna hafa birzt. Gesta- gangur N. k. fimmtudag verður frum- sýining á leikritinu Gestagangur eftir Sigurð A. Magnússon. Þetta er fyrsta leikitið, sem frumsýnt er eftir þennan unga höfund. Nú fyr- ir rtokkru kom út skáldsaga eftir (Framh á 13. síðu.) Herinn of feitur! Sú skipun hefur verið gefin út á tveimur bandarískum flug- stöðvum í Englandi, að nú skuli fcitir flugliðar þar fara í inegrunarkúr. Skipunin nær til 2100 manna, sem allir eiga að losa sig við að minnsta kosti 10 pund, eða nóg til þess að þeir verði 10 pundum undir þeirri hámarks- þyngd, sem leyfð er innan hersins. James Asher, fluglæknir sagði í þessu sambandi, að ekki þýddi að fara um of eftir skráð- um lögum, því að ef staðar væri numið við megrunina, þegar mennirnir hefðu náð hinni til- skyldu vikt, væru þeir búnir að ná aftur einum 5 pundum á tveim-þrem vikum. Hámarksþyngd hermanna á aldrinum 21—25 ára er 76 kg sé maðurinn 173 cm. Hins veg- ar mega sexfetungar vera 90 kg. Með þessari megrunarher- ferð er vcrið að reyna að koma í veg i'yrir hjartasjúkdóma. Dagleg fæða hvers hermanns inniheldur um 3000 liitáeining- ar, en að sögn læknisins verður þessi skammtur lækkaður um helming, ef nauðsyn krefur. Til að byrja- með hefur feitabollun- um verið skipað að draga úr sælgætis-, brauð- og kartöflu- áti og einnig að draga úr notkun áfengra drykkja. (Úr White Falcon). I'M

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.