Tíminn - 14.02.1962, Side 5

Tíminn - 14.02.1962, Side 5
itis renna flestir sömu, troðnu sióðina. Þeir bera upp íar- beiðnir sínar í ei.nbverri ferða- skrifstofu eða afgreiðslu, fá yfirleitt vinsamlega fyrir- greiðslu, húrra svo gegnum toll -og vegabréfaskoðun, setj- ast í svipuð sæti, komast venju lega, án mikilla tafa, í örugg- lega búnum farartækjum, sem stjórnað er af þaulvönum mönnum, til áfangastaðanna. Þeir f'á á leiömni einhvem þann viðurgerning, sem þeir vita no'kkurn veginn fyrir fram hver verða muni. Sem sagt: Ekkert annað en það, sem allir aðrir hafa að bjóða, ekk- ert nema eitt; viðmót þeirra starfsmanna flugfélagsins, sem farþegarnir eiga leugst sam- leið með, — flugfreyjanna. Og ég segi stúlkunum þann ein- falda sannleika, að ef ferðin er farin á ieiðarenda, sam- kvæmt fyrir fram gerðri áætl- un, þá er það eitt, og aðeins eitt, sem ræður úrslitum um það, hvort farþeginn mælir með okkur við vini sína eða heitir því með sjálfum sér, að með þessu andskotans félagi sbuli hann aldrei aftur fara, en það er svarið við spurning- unni um það, hvemig stúlk- urnar hafi rækt störf sín, hvernig þeirra „Public Rela- tions“ hafi -verið í ferðalaginu. Af þessum sökum séu störf þeirra ein hin þýðingarmestu fyrir félagið, þýðingarmeiri að þessu leyti en nokkurra ann- arra starfsmanna. Hvernig á þá sú góða flug- freyja að vera? Hvernig á hún að gegna hinu mikla ábyrgðar- starfi? Upphafsins við skynsamlegu svari er þar, alveg eins og í starfsemi félagsins í heild, að leita hið innra með henni sjálfri. Hún verður sjálf að vera sátt við sjálfa sig og það hlutverk, sem hún hefur valið sér. Hún verður fyrst og fremst og vilja vel og sé hún heilbrigð manneskja, þá er henni góður viljinn einn saman hinn traust- asti förunautur, minnug hins fomkveðna, en þó sigilda, að það sem maðurinn vili sjálfum sér til handa skuli hann einn- ig öðram gera. Ég segi þeim stunduim, að góð flugfreyja eigi að vera eins og góð, ung húsmóðir. Til hennar leitar lítið bam með sama öryggi og gamalmennið. Svo á hún að vera dálítið ásjá- leg, til þess að við, sem enn höfum ofurlítið kvensamt auga, höfum gaman af að horfa á hana. Það gerir ungri stúlku ekkert til, þó að miðaldra, ein- stæður flakkari hafi gaman af að gantast dálítið við hana í flugvél, biðji jafnvel um stefnu mót á leiöarenda. Hún brosir bara dálítið tvirætt og lofar engu, nema freistarinn kunni að koma yfir hana sjálfa. Fari ekki svo, er venjulega ekkert eftir að leiðalokum nema end- urminningin ein um þægileg- an ferðafélaga. Ég segi þeim lfka frá nöld- ursskjóðunum, hinum vanþakk- látu og hofmóðugiu, og reyni að skýra fyrirbærið. Sumir era nefnilega að eðlisfari óhrjáiega gerðir, eða hafa étið í sig vond an maga. Pátækiingum sumum þykir maturinn aldrei nógu góður, ef hann er ókeypis, og nýríkir aular eru oft með uppá- stöndugheit. Til eru þeir, sem óttast flugferð, og eru af þeim sökum í uppnámi. f stórum farþegahópi má alltaf búast við að fyrirhitta svona fólk Hundraðshluti þess er mjög lágur, en það er til, og kúnstin er bara sú að reyna að skilja það. umbera og fyrirgefa. En svo koma allir hinir, sem yfirleitt eru mesta ágætisfólk Ég segi frá reynslu minni af fararstjórn, þar sem ég sann- færðist um það, að aldrei væri fólk unaðslegra en á ferðalagi. yfirleitt fegið að vera búið að losna við amstur hversdagsleik- ans og síaðráðið í því einu að njóta í ríkum mæli alls þess bezta, sem ferðalagið hefur að bjóða. Ég hef sagt þeim, að marga af mínum beztu vinum hafi ég einmitt eignazt á ferða- lögum, að hvergi sé jafn auð- velt að fá sér félaga „með hálf- um hleif og höllu keri“, að fólk sé ótrúlega þaikklátt fyrir allt, seip því er gott gert undir þessuim kringuimsteeðum, jafn- vel þótt það sé mjög smávægi- legt. Ég tala stundum við þær.um ferðaleiðann,^ þreytuna af þvi að sjá ekkert nema himin og haf eða kaninske bara tóm ský. Og þá verður mörgum farþeg- anum það á að biðja um ein- hverja smávægilega fyrir- greiðslu, vatnssopa að drekka þó að hann sé ekki þyrstur. bara til þess að fá tækifæri til að tala við flugfreyjuna. Og þá á hann t.il að. spyrja uim eitthvað, bara til þess að fá að tala u;m ei.ttthvað, félagið, sem á flugvélina, landið. þar sem fólagið á heiima. Og hér kom- um við að sendiiherraþættinum í starfi flugfreyjunnar: Ég segi þeim, að þó að við íslendingar teljum okkur nógu marga til þess að hafa ráð á að rifa augun hver úr öðram heima á fslandi, þá séum við állt of fáir til þess að nokkur megi verða íslandi til skamm- ar ut.an land'steinanna, en eitt framsikilyrði þess að það komi ekki fyrir, sé, að við kiinnurr sæmilega örugg svör við flest- um almennum spurningum, er ísland varða, og getum fært, þau í bærilegan búning. Þess vegna ráðlegg ég stulkunum að afla sér nauðsynlegrar fræðslu í þessum efnum, áður en starf- ið er hafið, og bendi þeim á leiðir til að finna þann fróð- leik. Ég vek athyigli þeirra á, að þær eigi áreiðanlega í við- tölum við farþega sina eftir að verða fyrstu fulltrúar íslands, sem þeir hitti, en þess vegna skipti það land okkar miklu máli hver þau kynni verða. Ég segi þeim frá öllum þakk arbréfunum, sem félaginu hafa borizt um eldri starfssystur þeirra, og ég reyni að leggja á það ríka áherzlu, að þó að etokert kæmi til, nema þessi bréf ein, þá væru þau ærin sönnun þess hve störf flug- freyjanna séu félaginu þýðing- armikil. Að lokum vek ég athygli þeirra á því, að enda þótt ég voni, að þær eigi eftir að njóta margra ánægjustunda í starfi síhu, þá sé það grunur minn, að þær stefni ekki til þess að verða ellidauðar, að bak við hið síbreytilega fortjald flug- mennsifcunnar eygi þær kyrr- látari stundir, langrar, ófarinn- ar ævibrautar, þar sem þær vilja fyrst eiga samleið með einum, sem gaman væri að geta fjölgað með fylgdarliðinu. Og ég hef sagt þeim, að ein bezta trygging þess að sú ferð verði farsællega farin á leiðar- enda sé sá, að þær temji sér í hinu nýja starfi alla þá eigin- leika, sem til þess þarf að rækja það sómasaimlega. Með einlægum vilja til þess, gera þær því hvort tveggja í Senn, að vinna að heill þess félags, sem býður þeim nú til starfa og að þeim undirbúningi síðari ára, sem reynast mun ’þeim hinn happadrýgsti. Járnbrautarstoð í íslendingabyggðum vestan hafs. Hópferð um byggðir Islendinga í Ámeríku Á sumri komanda efnir ferða- skrifstofan SUXNA til fyrstu hóp- ferðar sinnar til byggða fslend- inga í Vesturheimi og jafnframt á heimssýninguna miklu í Seattle. Er vel til þessarar ferðar vandað og fararstjóri verður séra Bragi Friðriksson, framkv.stj. Æskulýðs ráðs Reykjavíkur, en hann var um nokkurt árabil sóknarprestur í íslendingabyggðum í Vestur- lieimi. __ Flogið verður frá Reykjavík á- leiðis til New Yonk með Loftleiða flugvéliað kvöldi 'hins 30. júlí í Neiv Yofk ’öéVðu'f skoðað sitthvað hið markverðasta seim þar er að sjá, svo sem höfuðstöðvar Sam- einuðu þjóðanna, Empire State, hæsti skýjakljúfur heimsins, ljósa dýrðin á Broadway og sitthvað | fleira. Gist við Niagaraíossana í Frá New York verður efcið í þægilegum langferðabíl norður og vestur til Niagarafossanna og gist þar á landamærum Bandaríkj anna og Kanada. Þaðan verður Eg trúi því nefnilega, að góð flugfreyja eigi að vera eins og góð, ung húsmóðír og að góð eiginkona verði hver sú stúlka, sem reynist góð flug- freyja. Jæja minn góði vinur, Indr- iði! Hér hefur þú þá svar mitt við spurningu þinni í dag. Ég held að það sé efnislega alveg rétt, en náttúrlega reyni ég lika að krydda mína ræðu yfir stúlkunum með einhverjum af þeicn mörgu skemmtilegu sög- um, sem ég fcann um það, hve þakklátir farþegar Loftleiða hafa verið flugfreyjunum okk- ar vegna prúðmennsku þeirra, manndóms og góðleika, en til þess að rekja þær allar, er ekkert rúm í Tímanum. Ég lýk svo máli mínu í kennslustund- inni með óskum um, að ný- græðingarnir megi ljúka svó störfum, að í bréfageymslum Loftleiða varðveitist margur vitnisburðurinn um það, að hvað sem segja megi öllum öðram félögum til sóma, þá sé það alveg áreiðanlegt, að ekkert þeirra eigi jafn ágætum flugfreyjum á að skipa og ís lenzka flugfélagið Loftleiðir 8. 2 ’62. Sigurður Magnússon. svo ekið eftir steyptum þjóðbraut um um vatnahéraðin miklu til Chicago, milljónaborgarinnar á böfckum Miohiganvatns, sem á sín um tíma kom mjög viö sögu ferða laga íslienzfcra landnámsmanna á leið vestur á sléttumar í leit að nýjum heimkynnum. Næst liggur ieiðin til borgar- innar Minneapolis við Mississippi- fljót, þar sem margt er íslendinga, meðal annars Valdimar Björnsson, 1 fjánmálaráðherra Minneasotaríkis og munu íslendingar að heiman að sjálfsögðu hitta hann og fjölda annarra íslendinga í borginni. Þaðan liggur leiðin svo vestur til Norður-Dakota með viðkomu í Grand Forks. Gist verður á íslenzk um heimilum í hinum fjölmennu íslendingabyggðum á Mountain, og þar í grennd, þar sem margt er stórmyndarlegra íslenzkra heim ila. Á ísíendingadeginum að Giinli. Frá „Fjalla'byggðum" ísiendinga í Norður-Dakota verður haldið norður yfir landamæri Bandaríkj- anna og Kanada, höfuðborgar ís- lendinga í Vesturheimi að fornu og nýju. Þar verður sitthvað skoð að, m. a. myndastytta Jóns Sig- urðssonar við þinghús Manitoba- ríkis. Síðan liggur leiðin um ís- lendingabyggðir í Nýja-íslandi og verður dvalið á Íslendingadegin- um að Gimli, þar sem fólk af ís- lenzkum stofni kemur árltega sam an til hátíðahalds á þessum fyrsta landniáimsstað íslendinga í Kanada. Gist verður eina nótt á íslenzk um heimiluim í Nýja-íslandi og ferðazt þar úm byggðir meðal ann ars til Mikleyjar í Winnipegvatni Arborgar og Lundar við Manitoba vatn. Að afloknu 9 daga sameiginlegu ferðalagi, skiptast leiðir. Þeir, sem vilja þá halda til dvalar hjá ætt- ingjum og vinurn vestan hafs en aðrir þátttakendur taka þátt í ferðalagi til vesturstrandarinnar, til Vancouver, þar sem risið hefur upp stór fslendinganýlenda á síð- ari árum og þaðan suður yfir landamæri Bandaríkjanna aftur ti.1 Seattle, þar s-em skoðuð verður hin stórkostlega heimssýning, er þá stendur yfir. Hópurinn kemur sxðan aftur saman til heimferðar í Winnipeg 20. ágúst, Geta þeir sem þess óska þá enn orðið vi.ðskila við hópferð ina og dvalið lerngur vestra á eigin vegum, einnig í New York eða annars staðar í Ameríku og átt flugseðil sinn heim til Reykjavík- ur opinn til frjálsrar ráðstöfunar um heimferð með þeirri ferð sem óskað er. Ferðaskrifstofan SUNNA efnir til þessarar hópferð'ar vestur vegna óska og tilmæla margra, sem þang að vilja fara og kjósa að taka þátt í vel sikipulagðri hópferð, sem verður mun ódýrari en ferðalag fyrir einstakling en veitir þó tæki- færi til frjáisrar ráðstöfunar um heimferð og dvalarstað í Vestur- heimi. Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands efndi til 88. hljómléika sveitarinnar í samkomusal Háskólans þann 8. | febrúar s.l. undir stjórn dr. Jinr- ich Rohan. I Gestur og einleikari var að þessu sinni ungverski píanóleikar inn Georg Vasarhelyi. Efnisskráin sem samsett var af þrem öndvegis verkum, hófst á forleik að „Brúð- kaupi Fígarós" eftir Mózart. Þetta I siunga verk, sem ávallt heillar á- heyrandann, var vel og hressilega flutt af hljómsveitinni og yfir þvi léttur blær. | Píanóleikarinn Georg Vasarhelyi ! er traustur og fágaður listamaður og var einleikur hans í píanókon- cert í G-dúr eftir Beethoven, ör- ugur og hnitmiðaður. og einkennd ist af yfirlætisleysi en kom þó allt til skila sem þetta dásamlega verk inniheldur. Þriðja og síðasta verkið á efnis- skránni var hin stórbrotna og viðamikla D-dúr symfónía eftir Joh. Brahms. Þetta verk var yfir- leitt vel unnið og áheyrilega flutt, þótt alltaf megi deila um túlkun og skilning. Adagio kafli verksins var þó helzt til ofhlaðinn tilfinn- ingasemi þannig, að hinu einfalda og óbrotna hætti til að lúta í lægra haldi. Stjórn dr. Jindrieh Rohan var með ágætum og auðheyrilega vel unnið að undirbúningi þessara tónleika, og var ánægjulegt fyrir áheyrendur að hlýða á svo vel samansetta efnisskrá. Hljómsveitin boðar nú áfrarri- haldandi tónleika á 14 daga fresti til maí-loka og er það tilhlökkun- arefni fyrir konsertgesti, að vita að markvisst er unnið að miarg- breytilegu efni. U.A. T í MIN N, miðvikudagur 14. febrúar 1962. 5

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.