Tíminn - 21.02.1962, Page 2
■
■
i
h mm
John Glenn inni f geimfarinu. — Myndin er tekin á aefingu.
ÞAÐ SEM GLENN
SAGÐI í GEIMNUM
Cape Canaveral, 20. febrúar.
(USIS)
7.5 milljón hestafla Atlas-ald-
flaugin spýtti frá sér eldi, reyk
og gufu, um leið og hún hófst á
loft frá Canaveralhöfða og stefndi
í skafheiSan himininn. Farartæk-
ið fór hægt í fyrstu, en jók hrað'-
ann síðan ört.
Eftir loftþrýstinginn í upphafi
ferðarinnar tilkynnti Glenn, að
flugið væri „mjög létt“. Síðan fór
geimfarið inn á sporbrautina, og
Glenn stýrði fari sínu snúandi
baki í flugstefnuna.
Geimfarið flaug austur yfir At-
lantshaf, yfir Afríkuströnd,
skammt frá Kand í Nigeríu, yfir
Indlandshaf skamnú frá Zansibar,
yfir suðurhluta Ástralíu, yfir
Kyrrahaf og miðbaug í nánd við
Canton eyjar og loks yfir megin-
land Norður-Ameríku.
Við Indlandshaf skall myrkur á
geimfarið, en þegar kom yfir mið-
baug suður af Hawaii rann dagur
á ný. Náttmyrkur og dagsljós
skiptust á með 45 mínútna milli-
bili.
Kl. 14.28 heyrði stöðvarskip á
Indlandshafi til Glenns, sem sagði
allt í lagi hjá sér, og á sama tíma
tilkynntu læknar þeir, sem fylgd-
ust með Glenn á fluginu frá Cana
veral höfða, að hann vær'i í góðul
heilbrigðisástandi. Þeir fylgdust
svo nákvæmlega með honum, að á
tímabili var hjartslætti hans út-!
varpað, og var hann jafn og stöð-i
ugur. j
;
j 45 mínútum eftir brottförina var j
i Glenn staddur yfir Ástralíu, og;
j nafði samband við stöðina ó Woo-;
i mera. Hann hafði samband við i
! stöðina og kvaðst sjá mörg björti
jljós, líklega yfir Perth, og sagðij
j ,,ég þakka þeim, sem á þeim hafa j
; kveikt".
Þegar hann hvarf inn í „nótt“
öðru sinni, varð honum að orði:
j „Þetta er stytzti dagur, sem ég
hef lifað".
Skömmu áður en geimfarið kom
í nánd við San Diego, losnaði Atl-
as-eldflaugin frá geimhylkinu og
hélt áfram á sporbrautinni nokkru
lægra en geimhylkið og á meiri
hraða. Þetta var þó ekki það eina
sem þarna var á ferð, því í sólar-
upprás tilkynnti Glenn, að fyrir
utan kýraugað sæi hann einhverj-
a^ agnir, sem færu með svipuðum
hraða og geimhylkið og glitruðu
í sólinni. „Þetta eru glitrandi agn
ir, þúsundum saman, núna rétt
um sólarupprásina“.
Á fyrstu hringferðinni "fði
Glenn nóg að gera. Hann 1"' ''ið
ugt af mælum og lýsti st< ; omi
farartækisins, útsýninu á sjónskíf
unni, mældi blóðþrýsting sinn o.
s. frv. „Eg finn ekki til neinnar
slæmsku, ekki minnstu óþæginda"
sagði hann, meðan hann þeyttist
umhverfis jörðina.
Þegar hann fór yfir Ástralíu í
annað sinn kviknaði varnaðarljós í
.mælaborðimi á eldflauginni, en
Glenn taldi sig hafa lagfært það,
sem aflaga fór. Þegar hann nálg-
aðist strendur Norður-Ameríku,
sagði hann, að bilunin væri ekki
nógu mikil til þess að rétt væri
að hætta við þriðju ferðina. Þeg-
ar hann fór yfir Kaliforníu í þeirri
íerð, hafði hann samband við jörð
og sagði: „Líður pr'ýðilega, hef
cngin vandamál“.
Ilann kvaðst sjá vel til jarðar,
þegar hann fór yfir Flórída. „Flór
ída er fyrir neðan mig eins og
landabréf1', sagði hann. Ennfrem-
ur kvaðst hann sjá til Canaveral,
og í fjarska sá hann greinilega allt
til Mississippi, þar sem hún renn-
ur inni í miðju meginlandinu.
Að áliðinni þriðju umferð var
kveikt á eldflaugunum, sem beina
áttu geimhylkinu til jarðar aftur.
Allt fór samkvæmt áætlun, nema
hvað hylkið kom niður í Atlants-
haf skammt frá Flórída, eþ ekki
í Carabiska hafið., eins 05 áætlað
var. Þegar hylkíð kom on ‘á á-
hrifasvæði jarðar sagoi Glenn
(Framnau .1 10 „óu
Tímatafla
geimferðar
Cape Canaveral, 20. febrúar.
\(USIS)
f stórum dráttum er ferðasagan
á þessa IeiB (alls staðar íslenzkur
vtími):
Klukkan 6.20 vakti dr. William
Douglas geimfarann. Glenn var í
bezta skapi og át góðan morgun-
verð 25 mínútum síðar. Kl. 7.08
gekk hann undir síðustu læknis-
raniisóknina fyrir flugið, og að því
loknu voru þræðir festir við hann,
sem áttu að gefa til kynna hjart-
slátt hans, æðaslög, svita og lík-
amshita, meðan hann væri á lofti.
K3. 8.30 tók hann að klæðast silf
ur-alúmíníum stakknum, og tækni
fræðingar sannfærðu sig um, að
hvergi læki. Hann steig upp í vagn
inn, sem flutti hann til flugvall-
arins kl. 9.02. Þar beið hann í klst.
meðan skipt var um stykki í eld-
fiauginni. Einnig vaið nokkur töf
að því, að lagfæra þurfti svita-
mælingaútbúnaðinn á hjálmi
Glenns.
Klukkan 9.59 fór hann út úr
vagninum og veifaði blaðamönn-
um, Ijósmyndurum og tæknifræð-
ingum, sem krökt var af á vell-
inum. Hann fór í lyftu upp eftir
eldflauginni og hvarf inn í eld-
flaug sína, „Vináttu 7“ klukkan
10.03. Klukkan 11.20 varð að losa
kýraugað úr geimfarinu til þess
að skipta um einn hinna 82 bolta
í festingunni. Kýraugað var full-
frágengið aftur klukkan 5 mínút-
ur yfir 12 á hádegi.
Síðan fylgdist Glenn þolinmóður
með talningunni, áður en honum
yrði skotið á loft og hafði þráð-
laust samband við stjórnarstöðina.
Hann var í stöðugu sambandi við
geimfarann Alan Shepard, sem
var hinn opinberi aðili til þess að
hafa samband við Glenn frá jörðu.
25 mínútur yfir tólf var stóra kran
anum ekið frá eldflauginni, sem
síðan stóð ein og stefndi til him-
ins, en ennþá í sambandi við jörð
gegnum fjölda af leiðslum. 12.35
var fljótandi súrefni sett á eld-
flaugina. Hitinn, 297 gráður I
Fahrenheit, og rakinn í loftini
þéttist utan um eldflaugina, sem
varð frostrósum prýdd. Því næst
.var sér'stakur krani hafður til
taks, ef vera kynni að Glenn vildi
'komast út á síðustu stundu. Kl.
13.10 var hætt að telja um hríð,
meðan fljótandi súrefni rann á
tanka eldflaugarinnar, en 14 mín-
útum síðar var talningu haldið á-
fram, unz eldflaugin tókst á loft
kl. 13.47. Glenn varð í fyrstu fyrir
miklum þrýstingi, en sagði síðan,
að nú væri hann kominn í þyngd-
arleysi, en það þýddi að hann væri
að komast á sporbr'aut. Síðan sagði
hann: „Mér líður prýðilega“.
13.49: Aflvélar Atlas-eldflaugar-
innar stöðvaðar.
13.50: Geimhylkinu skotið frá eld-
flauginni með þrýstilofti.
13.51: Hlustunarstöðin á Bermuda
eyjum nær sambandi við geimfar-
ið.
14.00: Glenn ofursti verður fyrsti
Bandaríkjamaðurinn á br'aut um
jörðu. Hraðinn er 28.060 km á
klst., hæðin um 256 km yfir jörðu.
15.21: Glenn lýkur fyrsta hring
umhverfis jörðu, 97 mínútum eft-
ir brottförina frá Canaveral.
16.56: Glenn fer yfir Canaveral
cg hefur* þriðju hringferðina.
18.20: Eldflauginni, sem á að
beina geimhylkinu aftur inn í and
rúmsloftið, er skotið.
18.41: Tilkynnt, að fallhlífarnar
séu opnar. Glenn tilkynnir: „Eg
er í sjöunda himni!“
18.42: Tundurspillirinn USS
Noah kemur auga á geimfarið.
18.43: Geimhylki Glenns, „Vin-
átta“, fellur í Atlantshafið eftir
fjögurra klukkustunda og 56 mín
útna geimferð, fjórum sekúrtdum
á undan áætlun, eftir að hafa far-
ið 129 þús. km veg.
19.01: Hylkið veitt upp úr' sjón-
um.
19.04: Hylkið komið um borð í
USS Noah.
19.23: Glenn kemur út úr hylk-
inu, héill á húfi og ánægður.
Rak mannlausan
upp í klettana
í gærmorgun gerði vonzku-
veður í Þorlákshöfn með suð-
austanátt og 8 til 10 vindstig-
um. í þessu veðri varð það,
að báturinn Faxi frá Eyrar-
bakka slitnaði upp á bátalæg-
inu og rak mannlaus upp í
klappir.
Forsaga málsins er sú, að Þor-
lákshafnarbátar lögðu allir af
stað í róður í fyrrinótt. Þeir lögðu
þó ekki línur sínar, heldur biðu á-
tekta til þess að sjá, hvernig veðr-
ið snérist. Þegar fór að hvessa,
fóru þeir allir í land aftur.
Skipshöfnin komst um borð
Menn gengu frá bátunum á legu
færum eins og venja er til, en um
kl. hálfníu slitnaði Faxi upp og
rak mannlaus upp í klappir í Þor
lákshöfn. Skipshöfnin komst um
borð í bátinn, og vélin vár þegar
sett í gang. Báturinn Dux frá
Keflavík kom til hjálpar, og komu
menn taug um borð i Faxa. Virtist
mi allt ætla að ganga vel og að
lakast mætti að ná Faxa út.
Héngu á borðstokknum
En skyndilega bilaði spilið á
Dux, og eftir það var Faxi ofur-
seldur eyðileggmgunni. Sló honum
flötum fyrir vindinum, en mun
þá þegar hafa verið orðinn mikið
brotinn, því að hann lagðist strax
á hliðina.
Mennirnir, sem um borð voru,
komust á borðstokkinn og héngu
þar, en báti var þegar skotið út
og honum róið út að Faxa. Áhöfn
inni á Faxa, sem var 5 manns,
heppnaðist að stökkva um borð í
bátinn, og sluppu allir ómeiddir.
Báturinn talinn ónýtur
Faxi liggur enn upp undir
klöppum, og er lítil von um að
hægt verði að gera við hann.
Skipstjóri og eigandi hans er Sig-
urður Guðmundsson frá Eyrar-
bakka. Byrjaði Faxi róðra frá Þor
lákshöfn um miðjan janúar, en
þaðan hefur hann verið gerður út
í nokkur undanfarin ár.
Það má í frásögur færa, að 1
fyrra slitnaði Faxi lika upp á báta
læginu í Þorlákshöfn, en skemmd-
ist þá ekki. ÁB
TÍMINN, miðvikudaginn 21. febrúar Í962
/
2