Tíminn - 21.02.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.02.1962, Blaðsíða 13
Minningarorð: Frú Helga Finnsdóttir Frú Helga Finnsdóttir verður borin til grafar í dag. Þar er eftir að sjá konu, sem margir munu minnast með virðingu, þökk og hlýju, á meðan þeir sjálfir eru ofar moldu. Eg kynntist Helgu ekki fyrr en hún var orðin öldruð kona. Það, sem fyrst vakti athygli mína, var glaðlyndi hennar, rausn og alúð við gesti sína. Vaxandi kynni sýndu æ betur, hve miklum mann- kostum hún var búin, þessi prúða, höfðinglega kona, sem sat með gítarinn sinn í miðjum gestaskar- anum, oft langt fram á nætur, sjálf glöðust allra, þótt elzt væri að árum. Margra slíkra kvölda á ég sjálfur að minnast frá fyrri ár- um, — kvölda, sem ella hefðu orð ið tómleg mér og fleirum, er ekki áttu víða athvarf á þeim dögum. Ekki þurfti löng kynni af Helgu til þess að skynja hina ríku sam- úð hennar með öllu, sem lifsanda dró. Þess nutu ekki síður málleys- iugjar en menn, þar sem hún náði tú, enda mun hún hafa átt til að 1 ta skörulega til sín taka, ef hún vissi miður vel farið með dýr. Skapgerð hennar var traust og lífs skoðun hennar fastmótuð. Það lætur að likum, að Helga var af góðum stofni runnin. For- eldrar hennar, Finnur Jónsson á K.iörseyri og Jóhanna Matthías- dóttir, kona hans, voru mannkosta hjón hin mestu, og eru um það varðveittir órækir vitnisburðir. Er eitt dæmið um það, þegar þau tóku fram fyrir hendur valdstjórn arinnar, sem hafði látið sér sæma að senda átta ára gamalt, umkomu laust barn frá hreppstjóra til hreppstjóra um hálft landið, og veittu þeim ,auk, er ábyrgð báru á þeim atburði, snarpa ádeilu í blöðum landsins. Helgu kippti því þar í kynið, er hún, hin milda og ástúðlega kona, gat tekið rösklega af skarið, þegar einhverjum þeim var misboðið, sem varnarlaus var. Eg hef fyrir satt, að Kjörseyr- Miðvikudagsgreinin i Framtiald aí í) *iðu > Framtíðarþjóðfélög sam- vinnuríkisins verða fylking ar sjálfbjarga atvinnuborg- ara til sjávar og sveita, byggðar upp samkvæmt ó- tvíræðu lögmáli lýðstjórnar og þar sem mennirnir vinna saman og standa saman til varnar eigin réttindum og farsæld jafnframt farsæld og réttindum hvor annars. Meginkenning samvinnu- stefnunnar er í stuttu máli þessi: Ekki yfirtroðslu.r sam kef.yninnar, heldur sann- virði og réttlát skipti, ekki öreigar lieldur sjálfstœðir atvinnuborgarar í félags- fylkingum samvinnumanna, ekki sundurþykkt mannfé- la.g með gagnstriðandí öfg- um, heldur bróðurlegar úr- lausnir vandamála með sam starfi borgaranna frá grunni, þar sem hver og einn ber úr býtum rétta hlutdeild eftir atorku, sinni og manntaki, en heldur ekki meira. „Traustir skulu hornstein ar hárra sala. í kili skal kjörviður". Því meira sem ég hef komizt til vits og ára, því ljósara hefur mér orðið það, ajð samvinnustefnan er þjóðmálastefna og jafn- framt sú hin eina, sem í eðli sínu og aðferðum kunni að arheimilið, þar sem Helga ólsb upp í hópi margra systra, hafi ver- ið hið glaðværasta, og sá félags- andi, sem þá fór eldi um landið, hafi fallið þar í hinn fr'jóasta jarð veg. Og Helga var ung í anda fram á elliár. Rösklega tvítug að aldri giftist Kelga Guðmundi Bárðarsyni, sem gerðist hinn merkasti vísindamað- ur á sviði jarðfræði, þótt honum entist ekki heilsa til þess að stunda skólanám í æsku nema fá ár og yrði á fullorðinsárum að afla sér þekkingar sinnar að miklu lcyti af sjálfsdáðum. Bjuggu þau hión framan af árum í Hrútafirði, en fluttust síðan til Akureyrar og Reykjavíkur, er Guðmundur Bárð arson gerðist kennari við gagn- fræðaskólann nyrðra og mennta- skólann hér. Hvarvetna stóð Helga við hlið hans sem hin glæsilegasta húsfreyja, hvort var sem bónda- (Framhald a 15 siðu ‘ bera einhverjar líkur til þess að unnt muni verða, að ráða bót á vanda sam- búðarhátta mannanna á jörðinni. Það mun sýna sig, hér eftir jafnvel enn frekar en hingag til, að ekkert þjóð skipulag byggt með valdboð um ofan frá, mun til lang- frama fá staðizt án byltinga og hruns. Gildir þá einu, hvort heldur þess háttar þjóðfélag hefur á sér yfir-; skyn lýðræðisins með afsið- j un og öll spillingartilbrigði atkvæðaveiðanna ag fylgi- fiskum, eða því er opin- skátt stjómað með valdboð um sjálfskipaðra stjómar- herra. Félagslegt uppeldi manna frá grunni í sam- starfi, sem hefur að leiðar- Ijósi áður tilvitnað siðaboð Krists, ber eitt í sér mögu- leika og líkur til þess að byggja upp á jörðinni sam- félag þjóðríkis mönnunum samboðið. III. Mér er ljúft að leggja orð í belg, þegar minnzt er 15 ára afmælis Samvinnutrygg inga. Ekkert félagskerfi at- vinnuborgaranna og fram- kvæmdafyrirtækja í landinu er sjálfsagðara að reka að samvinnuháttum en trygg- ingar. Allar tryggingar eru í eðli sínu og framkvæmd eins konar samhjálp borg- aranna, einnig þær, sem stofnaðar eru og reknar í gróðaskyni einu saman. Þær starfa samkvæmt lögboð- inu: „Berið hver annars byrðar“. MASSEY-FERGUSON - 35 Tryggingarfélög eins og svo margt annað hér á landi, munu upphaflega hafa verið stofnuð og rekin eftir erlendum fyrirmynd- um, enda hin fyrstu aðeins sem útibú erlendra trygg- ingarfélaga. Iðgjaldataxtarn ir munu þá hafa verið mjög háir, ekki sízt, meðan al- menn þátttaka i trygging- unum var lítil. Það hefur tekið áratugi að koma þjóð inni í skilning um það, að almenn þátttaka í trygging unum er eitt af meginskil- yrðum fyrir efnahagslegri farsæld og öryggi hvers ein asta mannsbarns í landinu, og er enn langt í land að því marki verði náð. Allir kann ast við halann á flestum fréttum, sem birtast í út- varpi og blöðum um elds- voða og brunatjón. Efni hans er jafnan. eitthvað á þessa leið: „Hús og innbú, verksmiðja og vörubirgðir o.s.frv. var mjög Iágt vá- tryggt — og er tjón eigand- ans tilfinnanlegt“. Eldurinn og hin tíðu slys í landinu hafa enn ekki kornið lands- mönnum að fullu í skilning um það, a.ð almenn þátttaka manna l tryggingum er ein grein þegnskapar um leið og hún er öryggisráð sjálfra þeirra vegna. Þegar Samvinnutrygging- ar fyrir fimmtán árum komu til sögunnar undir framkvæmdastjórn núver- andf” 'fórstjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, Erlend- ar Einarssonar, varð gerbylt ing í tryggingarmálum lands manna. Iðgjaldataxtarnir lækkuðu almennt. Til dæm- is að taka, lækkuðu iðgjöld sjóvátrygginga um helming. Óljúgfróður maður hefur sagt mér eftirfarandi sögu: Mikilsvert, vel þekkt og vaxandi ríkisfyrirtæki, sem annast mikinn innflutning á vörum, hafði sjóvátrygg- ingar sínar hjá trygg- ingarfélagi, sem einnig er vel þekkt og mikhsvirt. Þeg ar kunnugt varð um 50% lækkun Samvinnutrygginga á sjóvátryggingartöxtum j þeim, sem tíðkazt höfðu í landinu, taldi ríkisfyrirtæk ið einsætt að bjóða þessar tryggingar út að nýju og! leita tilboða. Þá tók eldra tryggingarfélagið af skarið. og lækkaði fyrri taxta sinn um 75%. Tvennt er aðeins til um dæmi þetta: Annað tveggja hefur fyrri taxti fé lagsins verið úr hófi hár, ell i egar að það hefur ekki orð ið ofhaldig af þessum við- skiptum eftir breytinguna. Nú mun hafa tekizt mik- ilsvert samstarf með trygg- ingarfélögum í landinu um samræmingu á iðgjaldatöxt um, þátttöku þeirra hvers I annarra félaga tjóni o. s. frv. Horfir þessi samvinna félaganna til öryggis í trygg ingarmálum landsmanna. En auk þess að tryggja öllum landsmönnum stórum betri tryggingakjör en áður höfðu tíðkazt í landinu, tóku Samvinnutryggingar sér- (37 hestafla). Kjörgripur hvers bónda. a) Létt og lipur í notkun. b) Snúningshringur aðeins 5.86 m í þvermál án notkunar bremsu. c) Höggdeyfandi stýrisvél. d) Breytilegri sporvídd en á öðrum tegundum dráttarvéla, eða 48—80" að framan og 48— 76" að aftan. e) Öryggisrofi hindrar ræsingu, ef vélin er í gír, sem minnkar slysahættu. f) Hámarks-„vinnsla" vélar fæst við aðeins 1200 snúninga/min. af 2100. g) Ökuhraða við 1500 snún. má hafa aðeins 1,54 km/klst., t. d. mikilsvert með tætara í erfiðu landi. h) Sjálfvirk átaksstilling vökvakerfis, sem nýtist m. a. við að jafna vinnsludýpt við jarðvinnslu, kartöfluniðursetningu og notkun álagsbeizlis. i) Fleiri sér-verksmiðjur framleiða vinnutæki við Massey-Ferguson dráttarvélar, en nokkra aðra tegund hjóladráttarvéla. ÞESSIR ERU NOKKRIR KOSTANNA VIÐ MF^35 DRÁTTARVÉLINA SEM VALDA HINNI GLÆSI- LEGU ÚTBREIÐSLU HENNAR OG VINSÆLDUM UM ALLAN HEIM. Vér bjóðum þessar vélar nýjar eða notaðar (frá 1958 og 1959). — VERÐIÐ MJÖG HAGKVÆMT — LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA — DRÁTTARVÉLAR H.F. Sambandshúsinu, Reykjavík, Sími 1 70 OO. stöðu frá upphafi: Þær gerð ust samvinnufélag, eftir því sem hlutverk þeirra og starfshættir gerðu fært. Sérhver tryggingarkaup- andi hjá Samvinnutrygging um gerist um leig félagi trygginganna og öðlast rétt til hlutdeildar í arði af rekstri félagsins, eftir því sem hann kann að reynast frá ári til árs. Er skemmst af því að segja, að á þeim 15 árum, sem tryggingarnar hafa starfað, hafa þær greitt til viðskiptamanna sinnd hlutdeild í arði og nemur sú endurgreiðsla sam tals um 30 milljónum króna. Skipulagðar kreppuráðstaf- anir, sem nú ríkja hér á landi, koma sjálfsagt niður á öllum tryggingum eigi síð ur en á svo mörgum öðrum starfsgreinum landsmanna. Sparnaður er bví nauðsyn- legur og í sjáixu sér lofsverð ur og skynsamlegur. En I því sambandi langar mig til að vekja athygli allra les- enda þessarar greinar á því, að útgjöld, sem miða að því að tryggja eignir sínar, at- vinnuöryggi sitt og lífsaf- komu sína og sinna, ef slys og örorka ber að höndum, eru meðal þeirra útgjalda, sím sízt er skynsamlegt að ,spara. 1 Án alls efa munu margir landsmenn samfagna Sam- vinnutryggingum á 15 ára afmæli þeirra með þakklát semi fyrir það stórfellda á- tak, sem þær hafa orkað í tryggingamálum lands- manna og fyrir réttlát og bróðurleg viðskipti á liðn- um árum. Sjálfur óska ég að áma Samvinnutryggingum góðs farnaðar og allra heilla á ókomnum árum. 3. október 1961. Jónas Þorbergsson. (Úr ritinu Samvtnnutrygging). TÍMINN, miðvikudaginn 21. febrúar 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.