Tíminn - 21.02.1962, Page 3

Tíminn - 21.02.1962, Page 3
Rottur herja í Hamborg meðan björgunarstörf standa enn yfir NTB — Hamborg, 20. febrúar. Nú þegar hafa fumlizt 272 lík eftir flóðin miklu á Norð- ursjávarströnd Þýzkalands og þar af 253 í Hamborg. Búizt er við, að opinberar tölur yfir hina látnu hækki mikið, þeg- ar lögregla og herlið byrja að kemba úthverfi Hamborgar í lcit að látnum eða hjálpar þurf andi mönnum. Verst er ástandið í útborg- inni Wilhelmsburg, þar sem myndin hér til hliðar er tekin. Öll borgin lá undir vatni, ofsa- legt eignatjón hafði oi'ðið og fjöldi manns var enn einangr- aður og beið björgunar. Um 20,000 manns eru nú heimilislausir í Hamborg, en þúsundir annarra bíða og geta ekki snúið aftur til heimila sinna, sem liggja enn þá undir vatni. Vatnshæðin fer nú ört lækkandi. Ekki er vitað um nein tilfelli farsótta, en i öryggisskyni er bólusetningunni gegn tauga- veiki haldið áfram. Hollendingar ætla að senda sérstök skip í flýti til flóða- svæðanna í Þýzkalandi með stórvirkar dælur meðferðis til að aðstoða við að þurrka upp Miklir herir rotta herjuðu í ar hafa ráð'izt á mörg líkin og þau svæði innan flóðgarða, er dag á þeirn svæðum, þar sem dýrahræin, sem liggja um allt hafa flætt. vatnið hafði sjatnað. Rotturn- á þessum stöðum. J GLENN I (Framhald af 1. siðu). Kanaveralhöfða, þegar allt var komið í kring. — GeimferÖ Glenn er tal- in mikill sigur fyrir bandarísk vísindi og geim rannsóknir. Geimfari Glenns hershöfðingja var skotið á loft í Atlaseldflaug ná kvæmlega kl. 13.47 eftir ís-lenzk- um tíma, eða 17 sínútum síðar en áætlað hafði verið. Örstuttu síðar var geimfarið komið á braut um- hverfis jörðu. Eldflaugin jók stöðugt hraðann og stefndi í norðaustur frá Kana- veralhöfða i átt til Bermuda. Allar fimm vélar hennar unnu eftir út- reikningum og eftir eina mínútu var hún komin í 120 kílómetra hæð. 7,5 sinnum meiri þrýstingur Þegar eldflauginni var skotið á loft, varð Glenn fyrir þrýstingi, sem er 7.5 sinnum meiri en að- dráttar'afl jarðar, en örfáum mín- útum síðar reyndi hann hið gagn- stæða — aigert þyngdarleysi. — Þá tijkynnti Glenn, að þrýstingur- inn í klefanum væri eðlilegur. Geimskipið komst á braut sína yfir Bermuda. Þá hafði það 28.000 kílómetra hraða á klukkustund. Allan þennan tíma hafði Glenn samband við jörð. Stfórnaði sjálfur Þegar Glenn fór yfir Indlands- haf, voru 28 minútur liðnar frá því hann fór af stað. Þá kom hann inn í næturbeltið og stjórnaði þá sjálfur flugi geimfarsins. Það er í fyrsta skipti, sem geim fari stjórnar sjálfur flugi sínu. Bæði geimförum Gagaríns og Tít- offs var stjórnað frá jörðu. Yfir Zanzibar gaf Glenn fyrstu nákvæmu tæknilegu skýrsluna um ferðalagið. Síðan sendi hann á hálftíma íresti slíkar skýrslur. Fyrsta hálftímann fékk hann sér lika að borða. Hann át kjötbúð- ing og ávaxtamauk úr túbum. Eftir 65 mínútna flug skýrði Glenn frá því, að þyngdarleysið væri ekkert óþægilegt. Stuttu síð- ar sá hann sólarupprásina uppi yf- ir strönd Kaliforníu. Rétt eftir að hann hafði lokið fyrsta hríngnum, skýrði hann frá litlum, lýsandi hlutum, sem hann sá við hliðina á geimfarinu. Fóru þær með sama hraða og í sömu átt og geimfarið. Hálftíma eftir skotið var sagt frá því í Moskvuútvarpinu bæði á rússnesku og ensku. Sjáifstýringin í ólagi Aðra hringferðina fór geimfarið aðeins sunnar en þá fyrstu. Þegar Glenn var kominn yfir Zanzibar í annað sinn, sagðist hann eiga í erf iðleikum með sjálfstýringuna og ætlaði sjálfur að annast stjórn geimfarsins aftur. Gekk það að óskum. Yfir Indlandshafi lifði Glenn aðra nóttina á flugi sínu. Hitinn í klefa Glenn varð srmám saman meiri en reiknað hafði ver ið með, m. a. vegna hins sterka sólskins í háloftunum. Allt þar til Glenn var langt kominn með aðra hringferðina, var ekki útséð um, þvoit hann færi tvær eða þrjár hringferðir. Fór samt þriðja hringinn Þessi vafi jókst, þegar Glenn skýrði frá því, að hann ætti í erf iðleikum með sjálfstýringuna, en tilraunastjórnin á Kanaveralhöfða ákvað, að hann skyldi samt sem áður fara þriðja hringinn. Glenn sagðist vel geta stjórnað geimfar- inu sjálfur. Nokkra stund var óttazt á Kana- veralhöfða, að Glenn mundi ekki hafa nóg brennsluefni fyrir heml- unareldflaugarnar á niðurleiðinni, þar sem geimfarið notaði meira brennsluefni en þegar það var sjálfstýrt. Það kom í Ijós, að sá ótti var ástæðulaus. Glenn voru gefnar nýj ar tilskipanir um, hvenær hann ætti að skjóta hemlunareldflaugun um til þess að jafna hemlunina eftir magni brennsluefnisins. Stýrisklefinn hringsnérist Þegar Glenn hóf þriðja hring- inn var hann í sambandi við einn félaga sinn Wally Sehirra og sagði honum, að hann hefði átt í erfið- leikum með jafnvægisstjórn stýris- klefans, sem hringsnérist stö<’'r't en það hefði nú lagazt. Um hálfsexleytið var Glenr ; Indlandshafi í þriðja og síðasla sinn. Hann var nokkru norðar en í fyrri skiptin og stjórnaði nú geim farinu sjálfur. Glenn skaut hemlunareldflaug- unum klukkan 18,20, er hann var um 1000 kílómetrum vestan Los Angeles. Hann skýrði þá frá, að þrýstingsaukningin hefði orðið svo ofsaleg, að honum fannst sér vera kastað aftur alla leið til Hawaii. Lenti rétt hjá fundurspillinum Geimfarið fór nú í bogabraut í átt til Atlantshafsins. í 10.000 feta hæð voru fallhlífar geimfarsins opn aðar og frá skipunum, sem biðu lendingarinnar undan strönd Flor- ida, sást geimfarið greinilega á skýlausum himninum. Geimfarið lenti í sjónum sex sjó mílum frá bandaríska tundurspill- inum Noah, sem setti á fulla ferð til þess. Fjöldi þyrla flaug einnig til staðarins, þar sem geimfarið svamlaði í sjónum. Klukkan var nákvæmlega 18,43, þegar geimfarið lenti, fjórum tím- um og 56 mínútum eftir skotið. 18 mínútum síðar var geimfarið dreg- ið upp á þilfar Noah, sem síðan tók stefnuna t.il Bahama-eyja. Við beztu heilsu Þegar geimfarið var komið upp á þilfar tundurspillisins, sagði Glenn, að heilsa sín væri prýðileg. Þá var hafizt handa við að opna geimfarið. Glenn reyndi sjálfur að opna ventil, svo að hann gæti skriðið út um mjórri enda geim- farsrns, en þegar það gekk ekki, opnaði hann neyðarventilinn. Nokkrum mínútum síðar stóð hann heill á hvifi á þilfari Noah. Þegar honum hafði verið óskað hamingju eftir ferðalagið, fór hann í bráðabirgða læknisrannsókn. Síð- an átti hann að f ara yfir í flugmóð- urskipið Randolph, þar sem hann átti að fara í ýtarlegri rannsóknir. Glenn hafði verið í níu klukku- iundir inni í geimfarinu. Minnsta fjarlægð geimskipsins iiá jörðu á ferðalaginu var 160 kílómetrar en mesta fjarlægðin var 260 kílómetrar. FrestaÖ hvað eftir annaö Geimferð Glenn hefur verið frestað hvað eftir annað síðan í desember. 27. janúar var hætt við geimferðina aðeins 18 mínútum áð- ur en hún átti að hefjast. Þá hafði Glenn legið í fimm klukkustundir í klefa geimfarsins. Áður en geim- farinu var skotið á loft í dag, var hvað eftir annað frestað sekúndu- talningunni til skotsins, þar sem ýmsir smágaJlar höfðu komið í ljós. Alls beið Glenn í þrjá tíma í toppi eldflaugarinnar. Hörkukarl John Glenn hershöfðingi er fer- tugur að aldri, hertur í hættum og spennu, mikinn hluta ævi sinnar. Allt frá því er hann tók flugpróf 1942 hefur hann staðið við og við augliti til auglitis við dauðann. í seinni heimsstyrjöldinni var Glenn orrustuflugmaður á Kyrrá- hafi og fór í 50 árásarferðir gegn Japönum. í Kóreustríðinu lenti hann 100 sinnum i orrustu og skaut m.a. síðustu níu daga stríðsins nið- ur þrjár MIG-þotur óvinarins. 73 oröur fyrir hugrekkí Fimm sinnum hefur Glenn hlotið hina sérstæðu og virðulegu Flying' Cross flugmannaorðu og 18 sinn- um hefur haun fengið hugrekkis- orðu bandaríska flughersins. Glenn er kraftalega vaxinn, rauð hærður og græneygður, Hann er sagður þolinmóður og rólegur í tið- inni. Hann var fyrsti varamaður þeirra Grisson og Shepard, sem fóru í stuttar geimferðir í fyrra. Glenn-ihjónin eiga tvö börn, John David, sem er 14 ára, og Carolyn, 13 ára. Fjölskyldan býr rétt utan við Washington. Til þess að halda sór heilbrigð- um, hleypur Glenn þrjá kilómetra á hverjum degi árið um kring. Frægur fyrir fieira Eftir Kóreustríðið var Glenn til- raunaflugmaður í bandaríska land- gönguliðinu. Hann komst í forsíðu- fréttir blaðanna, þegar hann flaug árið 1957 fyrstur manna frá Los Angeles til New York með meiri meðalhraða en hljóðið. Glenn komst aftur síðar í fréttir, þegar hann vann 25.000 dollara í spurningakeppni í sjónvarpi. Serkir á fundi NTB-Túnis og Alsír, 20 febr. Þjóðarráð serknesku útlaga stjórnarinnar kemur saman í Tripoli síðdegis á fimmtudag- inn eða snemma á föstudaginn til þess að taka ákvörðun í samningunum við frönsku stjórnina um vopnahlé í Al- sír og sjálfstæði landsins. Þjóðarráðíð hefur æðsta vald í málefnum serkneskra uppreisnar manna, og verður bæði það og (Frambald á 15. síðu i TIMIN N, miðvikudaginn 21. f ebrúar 1962 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.