Tíminn - 21.02.1962, Síða 6
Enn slokkna
Undanfarnar vikur hefur
mikið verið rætt og ritað um
hafnarljósin í Grindavík, en
þau hafa þótt slokkna nokkuð
oft og mönnum algerlega að
óvörum, og hefur sjómönnum
stafað af því mikil hætta.
Söngskemmtim
Eyja-kórsins
Vestmannaeyjum, 19. febrúar.
Um helgina hélt Karlakór Vest-
mannaeyja samsöng og þótti tak-
ast prýðilega. Einnig söng blandað-
ur kór auk þess söng Einar Sturlu-
son, óperusöngvari einsöng. Söng-
stjóri karlakórsins er Ragnar G.
Jónsson, en kórinn hélt nýlega upp
á 20 ára afmæli sitt.
Þingstörf i gær
Stuttir fundir voru í báðum
deildum Alþingis í gær.
í efri deild mælti Ólafur Jó-
hannesson fyrir nefndaráliti
um frumvarp um birtingu laga
og stjórnarvaldaerinda er var
til 2. umr. Nefndin hafði orðið
sammála um afgreiðslu frum-
varpsins og mælti með sam-
þykkt þess. Frumvarpið var
afgreitt til þriðju umræðu.
Frumvarp um heilbrigðis-
og féiagsmálanefnd deildarinn-
ar var til 3. umr. og var af-
greitt til neðri deildar.
í efri deild liafði Gunnar Jó-
hannsson framsögu fyrir frum
varpi um breytingar á lögum
um almannatryggingar. Frum-
varpinu var vísað til heilbrigð-
is- og félagsmálanefndar og 2.
umr.
Birgir Finnsson mælti fyrir
orðalagsbreytingu á frumvarpi
um staðfestingu á bráða-
birgðalögum um vátryggingar
fiskiskipa er var til 3. umr.
Breytingatillagan var sam-
þykkt og málið afgreitt til efri
deildar.
Frumvarp um breyting á
lögum um húsnæðismálastofn-
un ríkisins er þingmenn Al-
þýðubandalagsins flytja var til
2. umr. Gísli Jónsson mælti
fyrir áliti meirihluta heilbrigð-
is- og fólagsmálanefndar, sem
leggur til að frumvarp þetta
verði fellt. — Umræðunni um
málið var frestað og önnur
mál tekin af dagskrá og fundi
slitið.
Blaðið hafði tal af Aðalsteini
Júlíussyni, vita- og hafnarmála,
stjóra, og spurði hann hverju þetta
ljósleysi sætti.
— Hafnarljósin í Grindavík eru
á bæjarkerfinu þar, en að undan-
förnu hefur verið óvenju milcið um
særok og selta því setzt á rafmagns
línurnar. Rafmagnsveita ríkisins
hefur af þessum sökum orðið að
þvo og hreinsa línurnar og ljósin
verið slökkt eitthvað meira en eðli-
legt er, Reynt hefur verið að stilla
þessu í hóf og láta sjófarendur
vita.
— í gærkvöldi var tilkynnt, að
taka ætti Ijósin af, og munu þá
Grindavíkurbátar hafa farið út til
þess að geta notfært sér Ijósin á
meðan þau loguðu. Síðan gerði
vont veður, og komust þá bátarnir
ekki inn aftur vegna myrkurs, þar
eð hafnarljósin eru ekki þau einu,
sem slökkna, heldur einnig öll önn-
ur ljós í þorpinu. Verið er að gera
áætlun og ráðstafanir til þess að
koma á varakerfi, en það er bæði
mjög dýrt og mikið fyrirtæki.
Blaðið spurði Aðalstein að því,
hvort ekki mætti taka rafmagnið
af á daginn og bægja þannig hætt-
unni frá sjófarendum, en hann
kvað það nokkrum erfiðleikum
bundið þar eð þau væru á samá
kerfi og bærinn eins og áður segir,
og erfitt að vera án rafmagnsins
þar að degi til. Hins vegar hefur
verið haft samband við Rafmangs-
veituna og þess farið á leit, að eins
lítið verði gert af því að slökkva
ljósin og hægt sé, og einnig að Vita-
og hafnarmálastjórnin verði látin
vita, þegar þau verða slökkt, svo
að tilkynna megi sjófarendum um
það tímanlega.
Helge Ingstad og kona hans sjást hér horfa á íslandskortið í skrifstofu þjóSminjavarSar. Augun leita tll Breiða
fjarðar, þaðan sem íslendingar lögðu upp í vesturátt. —-
UNNU RAUDAJARN
Á NÝFUNDNALANDI
Norski landkönnuðurinn (Ingstad telur nú öruggt, að
Helge Ingstad og kona hans, húsatóftirnar, sem hann fann
Anne Stíne Ingstad, fornleifa- á Nýfundnalandi og kona hans
fræðingur, komu til íslands hefur grafið upp, séu frá
með Loftleiðavél í fyrrinótt.: byggð norrænna manna í Am-
Telja vafasaman gróða
af tappagjaldshækkun
í gær boðuðu gosdrykkja-
framleiðendur í Reykjavík
fréttamenn á sinn fund til
þess að skýra frá því, að þeir
hefðu ýmislegt að athuga við
frumvarp það um hækkað
tapþagjald af gosdrykkjum,
sem nú liggur fyrir Alþingi.
Hafði Björn Ólafsson orð fyrir
gosdrykkjaframleiðendum.
Sagði Björn, að 1958 hefðu ver-
I ið sett lög til firnm ára um það, að
I Styrktarfélag vangefinna skyldi fá
110 aura tappagjald af hverri gos-
{drykkjaflösku til stuðnings starf-
j semi sinni, en nú liggur fyrir þingi
breytingartillaga við þessi lög þess
! efnis, að Styrktarfélagið skuli fá
30 aura af flösku næstu 10 árin
60—70 millj. gjöf
Með 10 aura gjaldi varð útkoman
sú, að féiagið fékk hátt í 2,1 milljón
króna á ári, þannig að ef frum-
varpið um 30 aura fer í gegn, kem-
ur Styrktarfélagið til með að fá 6
—7 milljónir á ári, eða 60—70 mill-
jónir næstu 10 árin — ef gos-
drykkjasalan minnkar ekki, en
framleiðendur óttast mjög, að svo
verði ef gosdrykkir hækka í verði
frekar en orðið er.
GosdrykkjaverS of hátt
j Þrátt fyrir eðlilega fólksfjölgun
hin siðari ár, hefur gosdrykkja-
framleiðsla og sala staðið nokkurn
veginn i stað, og kenndu gos-
Framhaid a 15 siðu
eríku, áður en Kólumbus kom
þangað. Eins og annars staðar
er getið í blaðinu, hefur Ing-
stad nú boðið íslendingum að
taka þátt í rannsóknum með
sér í sumar.
Ingstad skýrði ekki frá því, fyrr
en hann kom hingað til lands, að
merkilegasta sönnunargagnið, sem
fundizt hefur, eru gjallmolar. f
einum gjallmolanum fannst við
nánari athugun viðarkolamoli. Má
telja fullvíst, að norrænir menn
hafi unnið rauðajárn á þessum
slóðum.
Til Grænlands 1953
Árið 1953 fór Ingstad til Græn-
lands ásamt konu sinni, Anne
Stine Ingstad, sem er fornleifa-
fræðingur að menntun. Fóru þau
á litlum bát og hugðust skoða þar
húsarústir og aðrar fornminjar, m
a í sambandi við byggð norrænna
manna þar um slóðir. Ferð Leifs
heppna til Vínlands og byggð nor-
rænna manna í Ameríku féll vit-
anlega inn í rannsóknarsviðið, en
dvöl Ingstads í Grænlandi og frá-
sagnir íslendingasagna, einkum
Grænlendingasögu og Eiríks sögu
rauða vöktu upphaflega áhuga
hans fyrir þessari fornminjaleit,
sem kynni að geta fært sönnur á,
hvar byggð norrænna manna, sem
getið er í sögunum, hefði staðið.
Áður töldu flestir, sem um þessi
mál höfðu fjallað, nema helzt próf.
Tanner, að íslendingabyggðirnar
í Amei'íku hefðu verið sunnar en
á Nýfundnalandi. Ingstad dró
þetta í efa, og með staðalýsingar
og staðanöfn sagnanna og gömul
kort í huga fór hann í ferðalag
1960 og sigldi þá meðfram Labra-
dorskaga og allri strönd Nýfundna
lands. Eftir þá ferð taldi hann sig
hafa fundið húsarústir við Lance
aux Meadows, sem líklegt mætti
telja, að væru leifar af byggð nor-
rænna manna.
Fyrsfu vísindalegu
sannanirnar
S.l. sumar hóf hann svo upp-
gröft þarna ásamt konu sinni og
aðstoðarmönnum þeirra, en hún
var eini fomleifafræðingurinn í
hópnum. Engar vísindalegar sann
(Framhald á 15 sfður
TIMINN, miðvikudaginn 21. febrúar Í962
I