Tíminn - 21.02.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 21.02.1962, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarínn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason Frétta- ritstjóri: Indriði G Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egili Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur i Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305 Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusimi 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55 á mán innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Dæmið af eigin reynslu Fyrsta forustugrein Morgunblaðsins í gær, fjallar um óheiðarlega blaðamennsku. Blaðið deilir þar ákaft á and- stæðingablöð sín, en þó einkum Tímann, fyrir óheiðar- legan fréttaflutning og stjórnmálaskrif. Rökin fyrir þessu eru þó meira en léttvæg. Af hinum miklu umvöndunar- orðum, sem þarna eru látin falla, mætti þó ætla, að ritstjórar Mbl. kappkostuðu að þræða vegi sannleik- ans og vönduðu málflutning sinn. En hvert er svo framhaldið á þessum inngangi? í næstu forustugrein birtist mikið lof um árangur „við- reisnarstefnunnar". í Staksteinum blaðsins er svo reynt að halda því fram, að vinstri stjórnin hafi skilið við allt í rúst, er hún fór frá völdum í desember 1958. Hvað finnst mönnum um slíka meðferð á staðreynd- um? Er þetta gött dæmi um heiðarlega fréttamennsku og vandaðan málflutning? Menn geta bezt svarað þessum spurningum með þvi að bera saman ástandið nú og 1 árslok 1958. Er afkoma ríkisins betri nú en þá? Er afkoma atvinnuveganna betri nú en þá? Finnst útgerðarmönnum léttara að reka útgerð nú en þá? Finnst bændum búskapurinn orðinn hagstæð- ari? Finnst launafólki að kaupið endist betur nú en þá? Þannig geta menn spurt áfram. Ekki verður því haldið fram, að ástandið hafi þurft að versna á þessum tíma vegna versnandi árferðis eða sérstakra óhappa. Ef stjórnarstefnan hefur verið rétt á undanförnum árum ætti því bæði afkoma atvinnuveganna og almennings að vera mun betri nú en 1958, eins og líka hefur sánnanlega orðið hjá öllum nágrannaþjóðum okkar. Með þessar staðreyndir í huga getur hver og einn svo svarað þeim spurningum sem varpað hefur verið fram hér á undan, með hliðsjón af eigin reynslu. Þegar undan- skildir eru nokkrir gróðamenn, munn svörin áreiðanlega ekki verða hagstæð fyrir áðurnefnda fréttamennsku og málflutning Mbl. Ætli það stafi líka ekki af því, að ritstjórar Mbl. byrja þessi skrif likt og farisearnir, sem þykjast betri og rétt- látari en aðrir menn? Þeir, sem hafa slæma samvizku og þurfa að vinna ógeðfelld verk, reyna oft að hressa hana á þennan hátt, Landhelgin og svikin Það má heita sameiginlegt álit manna í útgerðarstöðv- unum um allt land, að aflabrögð hafi mjög batnað síðan fiskveiðilandhelgin var færð út sumarið 1958. Þessi út- færsla fiskveiðilandhelginnar sé því eitt bezta verk, sem íslenzk ríkisstjórn hafi lengi unnið. Þrátt fyrir þetta, má nú daglega lesa það í Mbl., að vinstri stjórnin hafi svikið allt og gert allt illa, sem hún ( kom nærri. Með þessu stimplar Mbl. útfærslu fiskveiðilandhelg- innar 1958 sem eitt af svikum og ohappaverkum vinstri stjórnarinnar. Þetta þarf raunar ekki að koma á óvart. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins reyndu að hindra þessa útfærslu meðan þeir gátu og þorðu. Skrif Mbl. sumarið 1958 áttu ekki sízt sinn þátt í því, að Bretar töldu sig geta sigrað íslendinga með ofbeldi og ofbeldishótunum. Þeir fengu líka undanþágurnar fljótlega eftir að Sjálfstæðisflokkur- ir.n var kominn til valda að afstöðnum kosningum. Það er í samræmi við afstöðu þessara manna, að telja ríkisstjórnina, sem færði út fiskveiðilandhelgina 1958, hafa svikið allt og gert allt illa. En af þeim málflutningi þeirra ætti þjóðin lika að þekkja þá betur en ella. T f MIN N, miðvikudaginn 21. febrúar 1962 Adenauer og de Gaulle greinir á um pólitíska sameiningu Evrópu Helztu umræÖuefni þeirra á fundinum í Baden-Baden VERULEG athygli hefur beinzt að óvæntum fundi þeirra Adenauers og de Gaulle, sem haldinn var í Baden-Baden síðastl. fimmtudag. Fundur þessi var ákveðinn með litlum fyrirvara og eftir hann var birt óljós tilkynning um efni við- ræðnanna. f París var það sér- staklega látið uppi eftir fund- inn, að de Gaulle hefði verið á- nægður með niðurstöður hans. Þeir blaðamenn, sem taldir eru þekkja bezt til, telja hins vegar víst, að fundurinn hafi ekki nema að litlu leyti fjallað um deilumálin milli austurs og vesturs, heldur hafi hann fyrst og fremst snúizt um mismun- andi skoðanir þeirra de Gaulle og Adenauers varðandi Efna- hagsbandalag Evrópu. Sumir telja, að de Gaulle hafi farið með sigur af hólmi, en aðrir álíta, að lítið hafi þokast til samkomulags. ÁGREININGUR sá, sem hér um ræðir, snýst um það, hve víðtæk eigi að vera pólitísk sameining þeirra Evrópuríkja, sem standa að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Á síðastl. sumri var sett á laggirnar á vegum bandalagsins nefnd, sem átti að ganga frá tillcgum um þetta atriði. Foimaður nefndarinnar er Fouehet, sendiherra Frakka í Kaupmannahöfn, og er nefnd in oftast kennd við hann. Nefnd þessi hefur haldið marga fundi, en lét þá falla niður um miðjan janúar, án þess að nokk ur árangur hefði náðzt. Ástæð- an var sú, að Frakkar héldu þar fram annarri tilhögun en hinar bandalagsþjóðiniar und- ir forustu Þjóðverja. Þjóðverj- ar vildu stefna að þeirri fram- tíðarskipun, að þátttökulöndin afsöluðu sem mest sjálfstæði sínu i hendur sameiginlegs þings og stjórnarnefndár og Efnahagsbandalagið yrði þann- ig í rauri og veru ein pólitísk ríkisheild. Frakkar vildu hins vegar hafa þetta miklu laus- legra, eða m. ö. o. halda við þann grundvöll, að ríkin héldu áfram sjálfstæði sínu en byggðu pólitískt samslarf sitt mcð því að stofna til reglulegra funda hinna æðstu manna ríkj- anna, þar sem reynt yrðu, að tryggja pólitískt samstarf þeirra, án þess þó að þau af- söluðu sér sjálfstæði og eðli- legu neitunarvaldi. Segja má, að munurinn hafi fólgist í því, að Þjóðverjar hafi haldið fram ríkishugmynd, en Frakkar bnndalagshugmynd. Fouchet-nefndin á að hefja störf sín að nýju fyrir næstu mánaðamót og þykir því lík- legt, að fundur þeirra Ádenau- ers og de Gaulle hafi verið hald inn til þess’ að reyna að brúa þann ágreining, sem verið hafði í nefndinni. ÞAÐ ER um fleira en þetta, sem ágreiningur hefur veri'ð milli þeirra de Gaulle og Ade- nauers, þótt þetta hafi verið helzta ágreiningsefnið þeirra. Þetta ágreiningsefni þeirra hef Adenauer og de Gaulle í Baden-Baden ur stundum verið orðað þann- ig, að Adenauer vilji sameinaða Evrópu, þar sem Þjóðverjar ráði málum, en de Gaulle vilji öflugra Frakkland í evrópsku samstarfi. Annað ágreiningsefni þeirra de Gaulle og Adenauers hefur verið afstaðan til Atlantshafs- bandalagsins. Frakkar hafa i raun og veru tekið mjög Iftinn þátt í störfum bandalagsins að undanförnu í mótmælaskyni gegn því, að de Gaulle telur hlut Bandaríkjanna og Bret- lands þar alltof stóran. De Gaulle fer ekki dult með, að hann vill verða óháður hinum engilsaxnesku yfirráðum, eins og hann er sagður orða það. Hann vill því, að meginlands- ríki Evrópu, þ.e. fyrst og fremst ríkin, sem nú eru í Efna hagsbandalagi Evrópu, talci upp séristaka hernaðarsam- vinnu, meira og minna óháða AUantshafsbandalaginu. í því sa.mbandi er hann sagður hafa látið skína í það, að Frakkar muni bráðlega geta látið Þjóð- verja fá kjarnorkuvopn, ef Bandaríkjamenn halda áfram að neita fieim um þau. Adenauer er hér talinn á allt annarxi skoðun en de Gaulle. Hann telur Vestur-Evrópu nauðsynlegt að Bandaríkin séu öflugur þátttakandi í vörnum hennar. Því vill hann treysta varnir innan Atlantshafsbanda- lagsins. og tekur því þunglega tillögum de Gaulle um sérstakt varnarbandalag meginlandsríkj mna í Vestur-Evrópu. Þá virðist de Gaulle meira mótfallinn þátttöku Bretlands í Efnahagsbandalaginu en Ade nauer, m.a. vegna tortryggninn- ar í garð Engilsaxa. ÞEIR Adenauer og de Gaulle virðast hins vegar vera sam- mála um viðhorfið til Rússa og Berlínardeilunnar. Þar legg ur de Gaulle áherzlu á, að vest urveldin fari sér rólega og láti ekki í Ijós nein merki þess, að þau telji nauðsynlegt að hafa hraðann á samningunum. Hann virðist trúa því, að Vesturveld in hafi tímann með sér í þess- um efnum, ef svo mætti segja. Þessa skoðun sína er hann tal- inn byggja á því meðal annars, að deilur Kínver'ja og Rússa muni halda áfram að harðna og það muni gera Rússa fúsari til samvinnu við Vestur-Evrópu en ella. Hann treystir því á að samstarf Vesturveldanna og Rússa muni batna, þótt slíkt taki hins vegar sinn tíma, og ekki megi gera sér vonir um of sk.iótan bata í þeim efnum. Að dómi de Gaulle mun vest- ræn samvinna ná alla leið til Úralfialla áður en langir tím- ar líða, því að Rússar verði neyddir til þess að koma aftur til Evrópu. eins og hann orðar bað, vegna ásðknar Kínverja og annarra Asiuþjóða. Reynslan mun á sínum tima dæma um það, hvort de Gaulle hefur rétt fyrir sér. En kannske cru Rússar honum ekki svo mjög ósammála, en nokkuð er það, að þeir hafa deilt minna á hann undanfarið en flesta aðra Ieiðtoga Vesturveldanna. Þeir hafa jafnvel lítið eða ekk- ert gert til þess að torvelda honum lausn Alsírdeilunnar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.