Tíminn - 21.02.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.02.1962, Blaðsíða 8
„Ég hef ekkert á segja, ég bara mála II Listmálarinn býr í gömlu timburhúsi í Þingholtunum ásamt konu og börnum, en hugurinn dvelur við annað hús, sem rís í Kópavogi, hálft úr steini en hálft úr draumi. Það er sem sagt ekki nema fokhelt enn, einbýlishúsið sem Hafsteinn Austmann er að byggja nálægt guðshúsinu þar syðra. Pensillinn er ekki lagð- ur á hilluna, þótt staðið sé í byggingarframkvæmdum, þessa dagana er opin sýning á málverkum Hafsteins á Mokka-kaffi á Skólavörðustíg. Við lögðum leið okkar upp í ris- íbúð listmálarans við Bókhlöðustíg í hlákunni um daginn og hittum þannig á að hann var að skenkja kaffi kollega sínum, Jóhannesi Geir. Akvarellur og steinsteypa Þegar þriðja bollanum hafði verið bætt við, spurðum við list- málarann um sýninguna. — Þetta eru vatnslitamyndir frá árunum 1958—60, málaðar hér uppi á 'náalofti á Bókhlöðustíg, þessar fáu stundir sem Jóhannes Geir er rétt ókominn eða nýfarinn út úr húsinu. Þetta-eru akvarellur. Annars mála ég mest olíumyndir eins og þú getur séð. Allir veggir eru þaktir málverk- um stórum og smáum, sumum full- gerðum öðrum hálfköruðum. List- málarinn hefur farið að mála ofan í sumar myndir sem leikmanni virtust fullgerðar. Það er langt frá því að vera ákjósanleg birta inn um gluggaborurnar tvær sem þar að aulci snúa ekki í þá átt, sem listamenn helzt kjósa sér. En þetta stendur til bóta, því Hafsteinn kveðst standa í byggingarfram- kvæmdum suður í Kópavogi. ,Nýrnasteinar í púkk — Hvernig geta íslenzkir lista- menn eignazt einbýlishús? spýrj- um við. Kvennadeild S.V.Í. Kvennadeild Slysavarnarfélags- ins í Reykjavík hélt aðalfund sinn 5. febrúar síðastliðinn. Fóru þar fram venjuleg aðal- fundarstörf. Endurskoðaðir reikn ingar lesnir og ársskýrsla ritara. Frú Gróa Pétursdóttir var end- urkjörin formaður deildarinnar. Fjórar konur, sem áttu að ganga úr stjóminni, voru einnig endur- kosnar. Stjórnina skipa nú Gióa Péturs- dóttir formaður, Hlíf Helgadóttir gjaldkeri, Eygló Gísladóttir ritari, Ingibjörg Pétursdóttir vgraformað ur, Guðiún Magnúsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir og Sig- ríður Einarsdóttir. Fjárhagur deildarinnar er góð- ur. Til slysavarna var varið 160 þúsund krónum. Þá voru fjáröfl- unarnefndir kosnar og 12 fulltrú- ar á 11. landsþing Slysavarnafé- lags íslands, sem haldið verður í vor. Söngkór deildarinnar hefur haldið nokkra samsöngva við góð- an orðstír. Grózka er mikil í Slysa varnafélaginu og mikið unnið, og er því nauðsynlegt að deildirnar starfi vel. — Ég átti ekki krónu þegar ég byrjaði, svarar Hafsteinn, mér var úthlutað lóð, svo fékk ég lánaða skóflu og fór að grafa fyrir grunn- inum ásamt mági mínum. Við urð- um að skiptast á um skófluna. Svo brosti ég framan í nokkra banka- stjóra, sló mér víxil og tókst að gera fokhelt fyrir haustið, þá var lánstraustið búið og heilsan farin. Siðan tóke við blankheit og hospítal, nýrun þoldu ekki ósköp- in. Nýrnasteinarnir losnuðu. — Þeir voru notaðir í púkk und- ir húsið, segir Jóhannes Geir, eins og þú veizt er grjótlaust land í Kópavogi. Þegar vagninn fer af stað ... — Og varð ekki lítið úr málara- listinni meðan á byggingunni stóð? — Ég hef aldrei málað meira, svarar Hafsteinn. — í hverju liggur það? Snert- ingin við materíalið? Harðneskja lífsbaráttunnar? Hafsteini vefst tunga um tönn, svo að Jóhannes Geir hleypur und- ir bagga og varpar ljósi á málið: — Þegar vagninn fer af stað Mikil ósköp. Þetta hefur breytzt mikið á 10 árum. Abstrakt- listin á greiðari aðgang til fólks- ins en áður. Það hefur líka haft heillavænleg áhrif á málarana. Áður þjöppuðu þeir sér saman í grúppu, voru í varnarstöðu, sam- anber Septembersýningarmenn. Þeir studdu hver annan, sóttu styrk hver til annars eins og eðli- legt var þegar almennri andúð var að mæta. En vegna þessa vildi brenna" við að verk þeirra voru um of steypt í sama mót, báru keim hvort af öðru. Nú hefur þetta breytzt. Skiln- ingur fólks hefur aukizt, áhuginn fyrir nýrri myndlist vaxið. Klík- urnar leysast þá upp af sjálfu sér, málarinn fer þá frekar sínar eigin leiðir, skoðar í eigin barm af meira öryggi en áður. Fjölbreytn- in verður meiri, það má búast við meiri grósku. Enda hefur sú orðið raunin. Eklcert að segja — bara mála — Hvað kemur þér til að mála? — Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki nokkurs konar húsbygging — maður er að byggja yfir sjálfið, ef svo mætti að orði komast. Eins Hafsteinn Austmann og eitt málverka hans. veltur hann yfir alls konar þústir 0g maður byggir hús í Kópavogi sem að öðrum kosti hefðu orðið yfir skrokkinn á sér og sínum. Já, steinn fyrir hjóli. þag má eins kalla þetta andlega Út á þetta fær Jóhannes Geir , húsbyggingu eins og hvað annað. aftur í bollann. Hafsteinn Austmann er spurður um stefnur í málaralist. — Eg spekúlera ekkert í stefn- um, ég reyni bara að mála góða mynd, svarar hann. — Þú ert þó ekki stefnulaus? — Nei. Þér er óhætt að bóka að ég fylgi ekki aldamótamennskunnj í listum. Hér er fólk fylgjandi bylt ingu á öllum sviðum þjóðfélagsins nema í listum. Það finnst mér s'krýtið. Það vill búa í nýtízku hús- um, það vill hafa nýjustu húsgögn- in í kringum sig, klæðir sig eftir síðustu tízkublöðum, ferðast í flug- vélum og bilum en afskræmist í framan ef það sér nýtízkumálverk eða nýtízkuljóð. Listasmekkurinn er aftan úr öldum. Þetta fólk vill hafa glansmyndir upp á veggjum, fjöll og vötn og hús. Það segíst ekki skilja annað. Það segir að allt annað sé firra og géggjun. Sannleikurinn er bara sá að þetta fólk skilur ekki hætishót í eldri list fremur en nýrri. Það þykist skilja myndir af því það þekkir fyrirmyndina, stúlkuna, fjallið. En ef nánar er að gáð, þá botnar fóllcið ekki vitund í formi, uppbyggingu, litum eða línum mál- verksins, þó svo það sé af stúlku eða fjalli. Það skilur ekki myndina sem mynd, heldur sem frásögn. Það er ekki von að þetta fólk skilji nýtízkulist. En fólk sem ekki kann að meta nútímalist, kann ekki að meta neina list. Marxistiskir góðborgarar — Ég þekki hagfræðing sem hefur haldið því blákalt fram að myndiistin hafi lognazt út af árið 1880 þegar expressionisminn fór að taka við sér, heldur Hafsteinn áfram og kyndir pípuna af miklu kappi, hann segir að síðan hafi ekki verið um annað að ræða í myndlist en hnignun og úrkynjun. Þetta er skoðun margra góðborg- ara, þótt þeir orði það kannske öðruvísi. En þetta er ekkert annað en þröngsýni og skilningsleysi — eða marxi'smi. — En abstraktlistin hefur unnið á? — Sumir abstraktmálarar sækja áhrif frá náttúrunni, er náttúran í þínum myndum? . — Nei, svarar Háfste'inn,"íiettá; hluti, ég hef ekkert að eru ekki náttúrustémmíííngár.1 bára mála. Þetta eru ýmiss konar áhrif. — Kannske helzt truflanir frá mér, skýtur Jóhannes inn í. — Þetta eru bara myndir, segir Hafsteinn, það eina.sem vakir fyr- ir mér er að búa til góða mynd. Ég mála af því ég hef ánægju af því. Ekki af neinu öðru. Annars er tilgangslítið að tala um þessa segja, ég Jóhannes Geir (klárar úr boll- anum): — Öll list er vita gagns- laus, sagði Oscar Wilde, eða var það Bernard Shaw? Það má frekar segja að öll blaðaviðtöl séu vita- gagnslaus. Með það kveðjum við þá kollega og höldum niður stigann og út á flughála götuna. Það fossar leys- ingarvatnið niður Bókhlöðustiginn. Jkll. Jónas Þorbergsson: Ber/S hver tmnars byrðar „Allt hva3 þér viljið að mennirnir gjöri ySur, það skuluð þér og þeini giöra". — (Matth. 7. 12). I. Ekkert viðfangsefni hefur reynzt mönnunum torsótt- ara en að fá sambúðarhátt- um sínum á jörðinni við- unanlegt form. Við höfum sagnir af því, að meðal frum stæðra þjóða, til dæmis að taka Eskimóa, þar sem lífs- baráttan var í harðasta lagi, ríkti fullkomið sameignar- skipulag. Af hreinni eðlisá- vísun lifðu þeir samkvæmt þeirri kenningu, sem þeir aldrei höfðu heyrt né kynnzt, en sem Kristur boð aði lærisveinum sínum fyr ir nær 20 öldum og tekin er upp úr Mattheusarguðspjalli í upphafi þessara hugleið- inga. Engin siðaregla gæti verið einfaldari og auðsærri til skilnings og eftirbreytni. Samt sem áður hefur harla lítið miðað áleiðis gegnum allar þær aldir sem liðnar eru frá því er svonefndur kristinn siður breiddist út um mikinn hluta heims- byggðarinnar. HöfuðTeynd- in hefur orðið sú, að því meir sem maðurinn hefur fundið til máttar síns, því yfirgangssamari hefur hann orðið, því valdagráðugri, metorðagjarnai’i, fésjúkari og grimmari. Engar slóðir veraldarsögunnar eru meira blóði drifnar og viðbjóðs- legri en valdaslóðir svo- nefndra kristinna þjóða. Allt frá því er skeiði frum- kristninnar lauk og þjóð- irnar tóku að beita kirkju- valdinu og ógnum helvítis til þess að kúga menn til hlýðni, hafa þær „haft á sér yfirskyn guðhræðslunnar, en afneitað krafti hennar.“ Öldum saman hafa „kristn- ar“ þjóðir undirokað, kúgað. féflett og drepið niður mann fólkið meðal frumstæðra og varnarlausra þjóða i Asíu og Afríku. Á einum manns- aldri hafa „kristnar" þjóðir háð tvær mestu og hroðaleg ustu styrjaldir mannkyns- sögunnar, og af Þjóðverja hálfu með meiri grimmd en áður hefur þekkzt í sögu mannkynsins. Og það eru „kristnar" þjóðir, sem nú halda öllu mannkyni í greip um óttans um það, að ein- hvern næstu daga rætist spá völunnar og Surtarlogi atómstyrjaldar tæti sundur mestu þjóðlönd jarðarinnar og meginhluti mannkynsins farist í einni svipan, þó svo, sem verra yrði, að einhverj ir lifðu af til þess að mæta næstu öldum að verða hryggðarmynd sköpunar- verksins. Þannig er mvnd heimsins í dag, þar s';rn hvíti kynstofninn og svo- nefndar kristnar þjóðir hafa meginforystu um að móta stjórnarfar og sambúðar- hætti mannanna á jörðinnl. T í MIN N, niiðvikudaginn 21. febrúar 1962 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.