Tíminn - 21.02.1962, Side 12
r ' ■ ili ili fiii 1R ífcaRT il Hil! ' 'q
, , , r-*r IJV llll , ' ' mJ C :ý: II* iiiii r • 0$ .
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Leikur Fram og Vals í meist
araflokki karla, 1. deild á
sunnudagskvöldin var aldrei
spennandi, því að yfirburðir
Fram voru miklir, þegar frá
byrjun og í fyrri hálfleik hrúg
uðust mörkin upp hjá Val, en
hins vegar tókst leikmöiinum
Vals sárasjaldan að skora. En
þótt leikurinn væri afgerður
fyrir hlé. var það engin afsök
un fyrir hinum frámunalega
lélega síðari hálfleik — og þar
eiga leikmenn Fram meiri
sök, því að þeirra er getan.
Bergur Guðnason skoraði fyrsta
markið í leiknum fyrir Val, en
síðan tók Ingólfur Óskarsson, hinn
skotharð'i leikmaður Fram við, og
skoraði þrjú næstu mörk, en alls
skoraði hann tíu mörk í fyrri hálf-
leik og 14 mörk í leiknum. Val
tókst þó að jafna þennan mun, en
síðan seig stöðugt meir á ógæfu-
hliðina fyrir Val. Fram skoraði sex
næstu mörk — og á þessu tímabili
fékk Fram einnig tvö vítaköst, sem
Egill Árnason, markvörður Vals,
varði. Valsmönnum tókst af og til
að stinga inn marki, en um miðjan
hálfleikiun skoraði Fram aftúr
fimm mörk í röð og markatalan
var þá orðin 15—5 fyrir Fram. í
hálfleik varð staðan 20—8.
Fram lék á þessu tímabili oft
'ágætan handknattlcik — og línu-
i gegn i
Það var 18 ára Svíi, sem sló
í gegn í heimsmeistarakeppn-
inni í skautahlaupum í
Moskvu um helgina, Johnny
Nilsson að nafni, þótt hann
sigraði pkki samanlagt.
Johnnv var algerlega óþekkt-
ur fyrir keppnina, en í 10000
m. hlaupinu setti hann nýtt
meistaramótsmet og varð ann
ar í 5000 metra hlaupinu.
Eins og við skýrðum frá í gær
varð Victor Kotsitsjkin heimsmeist-
ari, hlaut 188.340 stig. Næstur varð
van der Grift með 189.143 stig og
þriðji Ivar Nilsson með 189.316
stig. Boris Stenin varð fjórði með
189.915 stig, og sýna þessar tölur
hezt. hve keppnin var jöfn og hörð
og árangur góður, þrátt fyrir slæm
ar aðstæður í Moskvu Tveir Kín-
verjar voru í 5. og 6. sæti, Knud
Johannesen 7, Kouprianoff. Frakk-
landi nr. 8, Evrópumeistarinn
Merkulov nr. 9 og Johnny Nilsson
nr. 10 samanlagt.
I 1500 m. hlaupinu sigraði
Stenin á 2:13.5 mín. Grift varð ann-
ar á 2:13.9 mín. Wang, Kína, þriðji
á 2:16.6 mín. Landi hans Lo fjórði
á 2:17.1 mín. Ivar Nilsson fimmti
á 2:17.3 og Merkulov sjötti á 2:17.4.
í 5000 m. hlaupinu sigraði Ivar
Nilsson á 8:03.2 mín. Johnny Nils-
son varð annar á 8:04.2 og Knud
Johannesen þriðji á 8:04.4. Fjórði
varð Kositsjkin á 8:4.9 mín., en
þessir fjórir hlauparar voru alveg
í sérflokki. Norðmaðurinn Maier
varð fimmti á 8:15.3 fnín.
í 10000 m. hlaupinu kom svo
bomban. Johnny Nilsson sigraði á
16:29.4 mín., sem er lang bezti tími,
sem hefur náðst á láglandabraut.
Ivar Nilsson varð annar á 16:44.6.
Þrið'jiKositsjkin á 16:45.0 mín., en
hinn jafni árangur hans í öllum
hlaupunum gerði hann að heims-
meistara. Maier varð fjórði á
17:01.1 mín. Johannéssen lagði ekki
að sér og varð aðeins sjötti. Van
der Grift missti heimsmeistaratit-
ilinn í þessu hlaupi. Hann varð að-
eins í 8. sæti' á 17:15.mín. — eða
hálfri mínútu á eftir nýja heims-
meistaranum.
spilið var til fyrirmyndar. Guðjón
Jónsson átti þar mestan þátt og
sumar sendingar hans til línu-
mannanna vöktu mikla aðdáun.
Um síðari hálfleikinn er bezt að
ræða sem minnst, en leikur beggja
liða var þá mjög slakur. Kæruleysi
einkenndi leik Fram, jafnt í s-ókn
sem vöm. Þetta varð til þess, að
Valur skoraði fleiri mörk framanaf
— en undir lokin tók Fram aftur
leikinn í sínar hendur, mest fyrir
tilstilli Hilmars Ólafssonar, hins
trausta leikmanns Fram, og Fram
skoraði því einnig fleiri mörk í
síðaii hálfl., 14—10 og sigraði því
í leiknum með 34—18.
Leikurinn var oft mjög grófur
eins og sést á því, að einn leikmað-
ur í hvoru liði varð að vera sjö
mínútur utan vallar vegna brota.
Dómarinn, Frímann Gunnlaugsson,
var mjög ákveðinn í dómum sínum
— og tók hart á öllum brotum.
Mörk Fram í leiknum skoruðu
Ingólfur 14, Hilmar 6, Erlingur 4,
Guðjón, Tómas og Sigurður 3 hver,
og Karl 1. Geir Hjartarson skor-
aði 8 af mörkum Vals, Bergur 3,
Örn, Gylfi og Stefán, tvö hver, og
Sigurður 1.
Á laugardaginn fóru fram nokkr-
ir leikir í handknattleiksmótinu, og
bar þá helzt til tíðinda að íslands-
meistarar FH í kvepjyajlokký, fitju,
í miklum erfiðleikupj, rn^ tVíI^ng,
og mátti FH þakka fyrir jafntefli,
7—7. Ármann sigraði Fram í sama
flo’kki með 12—7. í 2. flokki karla
vann Fram Hauka með 13—7 og
KR vann Þrótt með 17—10.
Norrænt í
Zakopane
Heimsmeistarakeppnin í
Zakopane í Póllandi í norræn-
um greinum hefur verið hrein
sigurganga fyrir Norðurlanda-
þjóðirnar hingað til, nema í
kvennagreinum, þar sem sov-
ézku stúlkurnar hafa reynzt ó-
sigrandi. í gær var keppt til
úrslita í norrænni tvíkeppni
og 15 km. göngu og varð dag-
urinn fyrst og fremst Norð-
manna.
(Framh á 15 síðu.
SlgurSur Ólafsson — hinn Uunni landsliðsmaSur í knattspyrnu — og
Krlstián Benediktsson, til hægri, sigurvegarar í firmakeppninni.
Olíufélagið sigraði
í firmakeppninni
Síðasthðinn laugardag voru
háðir í íþróttahúsi Vals úr-
slitaleikir í firmakeppni Tenn
is- og Badmintonfélags Reykja
víkur. Keppnin var mjög hörð
og tvísýn frá upphafi til enda.
Þau þrjú firmu, sem lengst
komust, voru þessi: Olíufélag-
ið h.f.; Húsgagnabólstrun Ein-
ars og Sigsteins og Sportvöru-
verzlunin Hellas.
Kúsgagnabólstrun Ei»nars & Sig-
sleins var þá komin til úrslita, en í
undanúrslitum kepptu Olíufélagið
h.f. og Sportvöruverzlunin Hellas.
Varð sá leikur að útkljást með
aukalotu. Harka var mikil í leik
þessum, og má til sönnunar geta
þess að hann stóð yfir á annan
klukkutíma.
Fyrir Olíufélagið kepptu Sigurð-
ur Ólafsson og Kristján Benedikts-
son, en fyrir Hellas Walter Hjalte-
sted og Ragnar Georgsson. Að lok-
um sigraði Olíufélagið h.f. og
komst þar með til úrslita á móti
Húsgagnabólstrun Einars & Sig
steins, en fyrir það firma kepptu
Einár' Jónsson og Gísli Guðlaugs-
son.
Þeir Kristján Benediktsson og
Sigurður Ólafsson tóku leikinn
strax í upphafi nokkuð örugglega
í sinar hendur, og sigruðu í tveim-
ur lotum. Var þó við ramman reip
að draga, þar sem á móti lék hinn
gamalreyndi badmintonkappi Einar
Jónsson, ásamt Gísla Guðlaugssyni,
sem stóð sig með hinni mestu prýði,
þrátt fyrir litla keppnisreynslu.
Kristján Benediktsson og Sigurð-
ur Ólafsson léku alla sína fjóra
leiki af miklu öryggi og þrótti.
Greinilegt var að þeir eru þrek-
menn báðir og taugasterkir, og þeir
eiginleikar komu þeim að góðu
haldi þennan dag. Þar að auki voru
slaðsetningar þeirra á vellinum til
mikillar fyrirmyndar, þrált fyrir
það, að þeir eru óvanir að leika
saman. Þeir færðu Olíufélaginu h.f.
sigurinn, og gerðu það með glæsi-
brag. Til gamans má geta þess, að
Sigurður Ólafsson er ekki nýliði í
íþróttalífinu hér. Hann er gamal-
(Framhald á 15. slðu).
Elns og sagt var
frá hér í blaðinu
gær var mikll
þátttaka I afmæl-
isskíðamótl ÍSÍ
viS sklðaskálann í
Hveradölum á
sunnudaginn., —
Þessa mynd tók
Bjarr.lelfur af öll-
um þátttakendun-
um
12
TIMINN, miðvikuðuginn 21. febrúar 1962