Tíminn - 01.03.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 01.03.1962, Qupperneq 6
r T ogararnir í janúar Engiim togari fór á veiðar á fjarlæg mið í janúarmánuði. Yfir- leitt var allur.-togaraflotinn að veið um á Vestfjarðamiðum og Horn- banka og nokkuð út og suður af Jökli. Örfá skip leituðu fyi'ir sér við suðausturströndina, en aðeins eitt náði nógum afla í söluferð, hin leituðu aftur vestur, enda voru þar skástu aflabrögðin. I byrjun mánaðarins seldu nokkur skip góð an afla á erlendum markaði og var þar mest um að ræða þann góða afla, er fékkst síðustu daga desembermánaðar, en því miður stóð sú veiði stutt við. I janúar var afli tregur. Mjög miklar frátafir voru hjá togurunum, var næstum samfelld ótíð fyrstu 2 vikurnar, enda afla- brögð í samræmi við það. í mánuðinum var eitt togaraút- gerðaxfélag, ísfirðingur hf., Isa- firði, lýtt gjaldþrota og báðir tog- arar þess seldir á nauðungarupp- boði. Ríkissjóður íslands er nú eigandi að togurunum Brimnesi, Sólborg og Þorsteini þorskabít, en Stofnlánadeild sjávarútvegsins (Landsbanki íslands) eigandi að Isborg og Bjarna Ölafssyni og er enginn þessara togara gerður út eins og er. Auk þess hafa togar- arnir Akurey, Bjarni riddari, Sig urður, Ólafur Jóhannesson og Siri us, ekki verið gerðir út að undan- förnu. Aðrir togarar eru ýmist að veiðum, í síldarflutningum, við- gerð eða klössun. Heildaraflinn í mánuðinum mun vera sem næst 3694.0 lestir, þar af landað heima 347.5 lestum, þ.e. í Hafnarfirði 32.9, Akureyri 276.5 og Reykjavík 38.1 lest. í Bretlanai seldu togar'arnir eig in afla 2201.8 lestir fyrir fyrir £ 137.170-15-0 eða til jafnaðar kr. 7.52 pr. kg. Megnið af aflanum var þorskur eða 1208.7 lestir enda höfðu allir togararnir þorsk sem aðaltegund nema einn, sem var með ýsu sem aðaltegund. í Þýzkalandi seldu togararnir; 1144.7 lestir af eigin afla fyrir DM 926.850.07 eða til jafnaðar kr. 8.70 pr. kg. Einnig seldu þeir 3009.2, lestir af síld og örlítið af öðrum' fiski fyrir DM 1.519.273.09 eða kr.1 5.43 að meðaltali. Af eigin afla togaranna voru 463 lestir af þorski, höfðu 5 skip hann sem að- altegund, 2 ufsa og hinir blandað. — Ægir. Sex bátar ganga frá Stykkishólmi Frá Stykkishólmi ganga í vetur sex bátar af stærðinni 35 til 70 lesta, og hafa fimm þeirra verið gerðir út á línu, en einn á net (Amfinnur). Nöfn Stykkishólms- bátanna eru: Þórsnes 70 lestir, Brimnes 34 lestir og Straumnes 36 lestir, allir eign Þórsness hf. Leggja þessir bátar upp afla sinn hjá hraðfrystihúsi Kaupfélags Stykkishólms. Þá eru Svanur og Arnfinnur, 53 lesta bátar, eign Sig urðar Ágústssonar, og Hafbjörg 65, eign Þórólfs Agústssonar. Leggja þessir þrír bátar upp afla i hraðfrystihús Sigurðar Agústsson ar. Auk þessara tveggja fisk- vinnslustöðva er rekin síldar- og fiskmjölsverksmiðja, sem er sam- eign Sigurðar Agústssonar og Kaupfélags Stykkishólms, en sam eignarfélagið nefnist Hamar sf. Gæftir hafa verið ákaflega erf- iðar það sem af er, og aðeins farn ar 17 sjóferðir frá áramótum til 15. febrúar. Afli er því sáralítill. Um miðjan mánuðinn var Þórsnes með mestan afla, 68 tonn, en Haf- björg næst með 58 tonn, aðrir minna. Langróið er frá Stykkishólmi á línuvertíðinni, allt upp í 7 tíma, en þegar kemur fram á netaveiði- tímann er sótt á nálægari mið. SJÁVAR S I D A Ritstjóri: Ingvar Gíslason. Frá Vestfjörðum: Mikil bátaútgerð Rækjan í lægð Eins og annars staðar á land inu hafa gæftir verið stirðar í Vestfirðingafjórðungi síðan um nýár, og þó varla eins slæmar og í öðrum fjórðung- um, a.m.k. að því er snertir verstöðvar við ísafjarðardjúp. Bátaútgerð er með meira móti á Vestfjörðum í vetur, hrað- frystihús eru í öllum veiði- stöðvum, í sumum fleiri en eitt, auk annarrar vinnslu sjáv arafla, s.s. rækjuvinnslu, sem er enn nokkuð sérstök fyrir Vestfirði. Togaraútgerð er nú engin á Vestfjörðum, en var um skeið talsverð frá fsafirði og Patreksfirði og víðar. Patreksfjörður. Á Patreksfirði eru tvö hraðfrysti hús, annað í eigu Vatneyrarbræðra (Kaldbaks h.f.), en hitt eign hluta- félags, sem kaupfélagið er aðal- eigandi að. Hefur hús þetta nýlega verið endurbyggt og bætt að Öllu leyti, svo að það er nu mjog full- komið. Fjórir stórir bátar leggja upp á Patreksfirði, þ. á. m. Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum. Hinir eru: Sigurfari, Sæborg og Jóhas Jónasson. Tálknafjörður. Frá þessu litla byggðarlagi ganga 3 bátar, Tálknfirðingur, Sæ- fari og Guðmundur á Sveinseyri. Þar er eitt liraðfrystihús, nýtt og fullkomið. Bfldudalur. Rækjuveiði og rækjuvinnsla set ur svip sinn á atvinnulíf Bílddæl- inga. Þaðan ganga fjórir bátar til rækjuveiða og er rækjan soðin nið- ur og fryst. V.b. Andri og smátog- arinn Pétur Thorsteinsson eru gerðir út á þorskveiðar. A Bíldu- dal er eitt hraðfrystihús. Þingeyri. Þaðan ganga fjórir bátar í vet- ur, Þorgrímur, Þorbjörn og Fjöln ir og leigubáturinn Hrafnkell frá Neskaupstað. Þar er eitt hrað- frystihús, að mestu eign Kaup'fé- lags Dýrfiröinga. FlateyrL Fjórir bátar róa frá Flateyri, Ásgeir Torfason, Hinrik Guðmunds son, Einar Þveræingur og aðkomu báturinn Víkingur. Þar er eitt hraðfrystihús, eign ísfells h.f. Suðureyri. Fimm bátar eru gerðir út frá Suðureyri í Súgandafirði og eru nöfn þeirra sem hér segir: Freyja, Friðbert Guðmundsson, Draupnir, Hávarður og Júlíus Björnsson. Hinn síðasttaldi er leigubátur frá Dalvík. Á Suðureyri eru tvö hrað- frystihús, annað eign Isvers hf„ hitt eign Páls Friðbertssonar o. fl. Var það tekið í notkun í sumar sem leið. Bolungarvík. I Bolungarvík er eitt hraðfrystihús eign Ishúsfélags Bolungarvíkur ágætlega búið hús. Þaðan eru gerð ir út fjórir stórir bátar og nokkrir minni þilfarsbátar. Hnífsdalur. Þetta er lítið byggðarlag með þróttmikilli útgerð og fiskvinnslu. Eru gerðir út þaðan a.m.k. fjórir bátar, sá minnsti 18 smál. Eitt hraðfrystihús er í Hnífsdal. ísafjörður. Isfirðingar gera út 10—12 báta til þorskveiða auk nokkurra minnr báta, sem stunda rækjuveiðar. Rækjuveiðar ísfirðinga eru nú í mikilli lægð, og hafa þó eitthvað glæðzt upp á síðkastið, að því er Sjávarsíðan hefur fregnað. Var ná- lega rækjulaust í Djúpinu í haust og var þá leitað nýrra miða, og fannst m. a. góð rækjuslóð í Ing- ólfsfirði á Ströndum, en þangað er langsótt í misjafnri tíð og hættu- legt litlum bátum. A ísafirði eru þrjú hraðfrystihús, þ.e. hraðfrysti hús íshúsfélagsins, hraðfrystihús .Norðurtanga hf og hraðfrystihús hins gjaldþrota togarafélags, Is- firðings hf. Hefur hús þetta eitt- hvað verið starfrækt í vetur, þrátt fyrir gjaldþrot félagsins, en ekki er Sjávarsíðunni kunnugt, hver ber ábyrgð á þeim rekstri. Súðavík. Þrír bátar, Trausti, Svanur og Sæfari, eru gerðir út frá Súðavík og leggja upp afla sinn hjá frysti- húsinu. Á Langeyri er rekin rækju verksmiðja (framkvstj. Björgvin Bjarnason) og hefur hún nýlega fest kaup á vélbátnum Kristjáni frá Ólafsfirði, sem er 90 lesta, gamalt skip, ætlað til rækjuveiða. Steingrímsfjörður. Við Steingrímsfjörð eru tvær verstöðvar. Hólmavík og Drangs- nes. Róa þaðan allmargir þilfars- bátar í vetur. Var mjög ógæfta- samt frá áramótum og aðeins farn ar sárafáar sjóferðir. Afli er sæmi legur, þegar gefur á sjó. Verð og flokkun fisks l.Jan-31.maí Frá verðlagsráði sjávarútvegsins Með tilvísun til laga nr. 97 frá 18. desember 1961, um verðlagsráð sjávarútvegsins, og samkvæmt úr- skurði yfirnefndar, skal lágmarks-; verð á ferskfiski á tímabilinu 1. janúar til 31. maí 1962, vera sem hér segir: ÞORSKUR: I. fL A Stór sl. m/h., pr kg kr. 3.21’ I £LA — ósl. pr kg — 2.87 I.H.B — sl. m/h„ pr kg — 2.89 I.Í1.B — ósiL pr kg — 2.58 H.fl. — sl. m/h„ pr kg — 2.57 H.fl. — ósl. pr kg — 2.30 I. fl.A Smáir sl. m/h„ pr kg — 2.82 I.fl.A — ósl. pr kg — 2.52 I. fl.B — sl. m/h„ pr kg — 2.53 I.fl.B — ósl. pr kg — 2.26 ÝSA: I. fl. A Stór sl. m/h„ pr kg kr. 3.21 l.fl.A — ósl. pr kg — 2.87 I.fl.B — sl. m/h.. , pr kg — 2.89 I fl.B — ósl. pr kg — 2.58 II fl. — sl. m/h„ prkg — 2.57 II. fl. — ósl. prkg — 2.30 I. fl. A Smá sl. m/h„ prkg — 2.82 I.fl.A — ósl. pr kg — 2.52 I.fLB — sl. m/h„ pr kg — 2.53 I. fl. B — ósl. pr kg — 2.26 LANGA: I fl. A Stór sl. m/h„ pr kg kr. 2.64 1 fl. A — ósl. pr kg — 2.13 I fl.B — sl. m/h., pr kg — 2.38 Ifl.B — ósl. pr kg — 1.92 II. fl. — sl. m/h„ pr kg — 2.11 II fl. — ósl. pr kg — 1.70 I. fl. A Smá sl. m/h„ pr kg — 2.24 Ifl.A — ósl. pr kg — 1.81 1 fl. B — sl. m/h„ pr kg — 2.01 I.fl.B — ósl. pr kg — 1.62 KEILA: Slægð með haus, pr kg kr. 2.67 Óslægð po-kg — 2.38 STEINBÍTUR (hæfur til frystingar): 1. fl. A sl. m/h„ pr kg kr. 2.29 I. fi.A ósl. pr kg — 2.03 UFSI: I fl. A Stór sl. m/h„ pr kg kr. 2.39 I fl. A — ósl. pr kg — 2.10 I fl. B — sl. m/h„ pr kg — 2.15 I.fl.B — ósl. pr kg — 1.88 II. fl. — sl. m/h„ pr kg — 1.91 II fl. — ósl. pr kg — 1.67 I fl. A Smár sl. m/h„ pr kg — 2.10 I.Í1.A — ósl. pr kg — 1.84 I.fl.B — sl. m/h„ pr kg — 1.89 I fl.B — LÚÐA: ósl. pr kg — 1.66 l’Æ kg. til 40 kg„ pr kg kr. 7.00 % kg. til m kg pr kg — 5.60 HROGN: I. fl. pr kg kr. 7.05 II. fl. pr kg — 3.44 SKATA: Stór sl„ pr kg kr. 1.50 — ósl. pr kg — 1.30 börðuð, prkg — 2.20 Framangreipd vorðákvæði eru miðuð við eftirgreind stærðarmörk: Þorskur og ufsi, stór 57 cm og yfir. Þorskur og ufsi, smár undir 57 cm. Langa, stór, 72 cm og yfir. Langa, smá undir 7? cm. Ýsa, stór yfir 50 cm. Ýsa, smá 40—50 cm. Við stærðarákvörðun skal mæla eftir miðlínu fisks frá trjónu á sporð blöðkuenda (sporðblöðkusýlingu). Verðið miðast við, að seljandi af- hendi fiskinn á flutningstæki við skipshlið. Verðflokkun samkvæmt framanrit uðu byggist á gæðaflokkun ferskfisk eftirlitsins, en þar segiir svo: I FLOKKUR A. Fiskor, sem gefur óaðflnnanlegt hráefni I hvaða verkun sem er. Engar blóðæðar né roði í þunn- ! ildum. Vöðvinn heill og stinnur, ekk ert sundurlos. Engar sjáanlegar !-goggstungur né blóðblettiir. T f M I. FLOKKUR B. Fiskur með minni hátfar galla, efnislega tælcur til frystingar, en sem gefur verri nýtingu eða lakari útflutningsgæði en I. flokkur A., vegna blóðs ( þunnildum, blóðbletta í holdl, orma og loss. Nokkuð áberandi blóðæðar eða roði í þunnildum. Los byrjað í holdi en tiltölulega lítið um blóð eða mar bletti. Ekki mjög áberandi gogg- stungur eða aðrir meðferðargallar. II. FLOKKUR. 1 Fiskur, sem vinna má úr lægstu gæðaflokka saltfisks og skreiðar. Þunnildi með blóðæðum, en ekki samfelidum blóðflekkjum. Sundurlos töluvert í holdi, en það helzt saman sem ein heild. Holdið blædökkt. Á- berandi goggstungur eða töluvert um aðra meðferðaa-galla. III. FLOKKUR. Úrgangsfiskur, eingöngu til mjöl- vinnslu. Greinileg súr- eða ýldulykt. Vöðv- inn mjög linur og. laus við hrygg. Mikið sundurlos. Rifinn og kraminn fiskur eða stórgallaður á annan hátt. Reykjavík, 1. febrúar 1962. — ÆGIR I N N, fimmtudagur 1. marz 1962 6

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.