Tíminn - 03.03.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.03.1962, Blaðsíða 2
um framgengt. Ég geri ráð fyrir, að ég sé ivær persónur. Þegar ég er að leika, þá er ég það, sem ég leik, en þegar ég er fjarri öll- um kvikmyndatökuvélum, þá er ég aðeins Nancy Kwan, dóttir arkitekts. Nancy segist njóta þess í rík um mæli að vera kona, það sé miklu meira upp úr því að hafa að vera kona heldur en karlmað- ur. Henni finnst mjög gaman að klæðast fallegum fötum. Einkum nýtur hún þess að klæðast kín- vferskum, þröngum kjólum með klauf upp eftir öllu, þegar hún fer út að borða með karlmanni. Þeir, sem sáu hana í myndinni um Suzic V/ong, skilja væntan- lega, hvers vegna henni finnst það svo gaman. Hún segist aldrei klæðast slíkum kjól á daginn, því að fólk glápi svo mikið á hana þannig klædda. — Ef ég væri karlmaður, gæti ég ekki klætt mig þannig, segir Nancy. Og ef ég væri karlmaður, yrði ég að borga, þegar ég færi út að skemmta mér. Það hlýtur að vera voða leiðinlegt að vera karlmaður. Nancy fer oft til spákonu, en hún segist ekki trúa öðru en því, sem hún sjálf vilji trúa. Því hafði verið spáð fyrir henni, að hún yrði mikil leikkona, tækifær ið myndi berast upp í hendur hennar, þegar sá tími kæmi. Og Nancy trúði þessu. Það má líka segja, að sú spá hafi í raun og veru rætzt. Nancy neitar algjörlega að ræða nokkuð um væntanlegan eiginmann eða annað þvílíkt. Og sé hún spurð að því, hvað hún hafi mikil laun á ári, spyr hún bara þess sama á móti, án þess að veita nokkurt svar sjálf. Og nú vill Nancy Kwan ekki lengur leika aðeins austurlenzk ar stúlku, hún segist geta leikið hvað sem er. Og í næstu mynd gefst henni tækifæri til að sanna það, því að þar fer hún með hlut verk ítalskrar stúlku. Fyrir skömmu var sýnd í Háskólabíói kvikmynd, er nefndist „The World Of Suzie Wong". Þetta stóra samkomuhús fylltist af á- horfendum kvöld eftir kvöld í langan tíma, enda var myndin Ijómandi falleg og skemmtileg. Það nægir þó ekki til þess að skýra þá óhemju aðsókn, sem mynd þessi hefur hvarvetna hlotið, sem hún hefur verið sýnd. Nei, veigamesta ástæðan mun vera: Nancy Kwan. Nancy Kwan er 22 ára gömul. Faðir hennar er kínverskur, en móðirin ensk. Nancy fæddist i Hong Kong, og þar var hún fyrs-tu ár ævi sinnar í klaustri. Síðar var 'hún í skóla í Englandi, og að skyldunámi loknu var hún í kon unglega ballettskólanum í Lond- on. Nafnið Kwan merkir á ís- lenzku hið viðkvæma blóm. Nancy var á ferðalagi í Tor- onto með leikflokki, sem sýndi „The World Of Suzie Wong“ þegar verið var að kvikmynda leikinn í Englandi. Skyndilega féll aðalleikkonan, hin fransk- kínverska France Nuyen, úr fat- inu, og leikstjórinn hringdi í of- boði til Nancy, sem einmitt hafði keppt um kvikmyndahh.-tverkið við France Nuyen, en tapað. Ög nú þrábað leikstjórinn Nancy að hlaupa í skarðið fyrir hana. — Segðu leikstjóranum þínum að faðir þinn hafi fengið hjarta- slag, eða segðu honum hvað sem er, aðeins ef þú kemur hingað til London sem fyrst. Þú ert leik kona, Nancy, farðu til leikstjór- ans þíns og gráttu. Og hvað, sem Nancy nú gerði, þá er það víst, að innan skamms var hún mætt í London og tekin við hlutverki Suzie Woiig. Það var fyrsta kvikmyndin sem Nancy lék í, en ekki sú síð- asta. 1. marz síðastl. vax' t.d. frum Elizabeth Taylor og Richard Burton, sem sjást á myndinni her aS ofan, komust nýlega í slúðurdálka blaðanna, sem sögðu þau vera farin að draga sig saman. Sá orðrómur hefur verið borinn til baka af viðkomandi aðilum. GAMLA BÍÓ hefur í dag sýn- ingar á hinni heimsfraegu kvik- mynd Ben Hur. Er hér um nýja kvikmynd að ræða, en Gamla Bíó sýndi Ben Hur-mynd árið 1927, er það hóf sýningar í núverandi húsa kynnum. Kvikmyndin Ben Hur er samin eftir samnefndri skáldsögu Banda- ríkjamannsins Lew Wallace. Hóf hann samnlngu sögunnar árið 1878, hún var fyrst kvikmynduð árið 1907 og síðar 1925. Þessi nýja kvikmynd, sem nú verður sýnd hér, er gerð af MCM kvikmyndafélaginu í Cinecitta-kvik myndaverinu í nánd við Róma- borg, Taka myndarinnar kostaði um 645 milljónir isl. króna, enda er það dýrasta kvikmynd, sem gerð hefur verið til þessa. Undir- búningur hennar stóð yfir í fimm ár áður en kvikmyndunin gat haf- izt, en hún tók 10 mánuði. Leikstjóri í myndinni var Wllliam Wyler, og er hann talinn einn vandvirkasti kvíkmyndastjóri, sem nú er uppi. Hann hlaut Oscarsverð launin árið 1960 fyrir leikstjórn sína á Ben Hur, en alls fékk mynd in 11 Oscarsverðlaun. Aðalhlutverk í myndinni leika Charlton Heston, Jaclc Hawkins, Stephcn Boyd og Haya Harareet. Charlton Heston fékk Oscarsverð- launin fyrir leik sinn í þessari mynd, en hann fer með aðalhlut- verkið Ben Hur. í sambandi við sýningu Ben Hur hefur Gamla Bíó látið setja upp ný tóntæki, og eru þau af nýjustu og fullkomnustu gerð, fyrir svokall aðan margrása segultón. Nú er hátölurum komið fyrir á mörgum stöðum að baki sýningartjaldsins, þannig að hljóðin koma frá rétt. um stöðum á tjaldinu. Áður var aðeins einn hátalari að tjaldabaki, og kom þá allur hljómur frá þess um eina stað. Gunnar Þorvarðs- son annaðist uppsetningu tækjanna og verða þau notuð við allar melri háttar kvikmyndir sem bíóið sýnir í framtíðinni. Nýtur þess í mæli að vera sýnd í London kvikmyndin „Flower Drum Song“, sem gerð er eftir samnefndum söngleik eftir Rodgers og Hammerstein. Þar leikur Nancy Kwan stúlku að nafni Linda Low, fagra en samvizkulitla nektardansmey í næturklúbbi í kínverska hverf- inu í San Francisco. Svo fullkom lega framkvæmdi Nancy nektar- dansinn, að leikstjórinn hætti við að fá starfandi nektardansmey til þess að kenna henni, hvernig henni bæri að haga sér. — Ég þurfti ekki að horfa lengi á Nancy æfa nektardans- inn, áður en ég komst að raun um, að hún þarfnaðist engrar kennslu í faginu, sagði Ross Ilunter leikstjóri. Mér, virtist fremur, að gamlar og reyndar nektardansmeyjar gætu lært sitt af hverju af þessari undursam- legu stúlku, Þegar Nancy Kwan var að leika í þessari kvikmynd, var hún eitt sinn spurð að því af blaða- manni, hver's konar stúlka hún væri eiginlega. Nancy skríkti svolítið og sagði: — Allan tímann, sem ég var fyr- ir framan kvikmyndavélarnar, var ég í rauninni nektardansmær in Linda Low, sem vissi, hvað hún vildi og fökk iíka vilja sín- Auítiíegf yndasihald Varla mun í frásugur fært nú um sinn aumlegra undan- hald í nokkru máli sem stórnar flokkanna í hinu svokallaða sjónvarpsmáli — eða deilum þeim, sem uppi liafa verið ut- an þings og innan um hið ein- stæða leyfi utanríkisráðherra til fimmfaldrar stækkunar sjón varpsstöðvar á Keflavíkurflug- velli og þar með einkaleyfi um sinn til handa erlendum her til að annast sjónvarp er náð getur til meirilil. þjóðarinnar. Flestir ræðumenn eða allir viðurkenndu beint eða óbeint, að það væri varhuigavert eða óhæft að láta erlent herlið hafa einkaaðstöðu til sjónvarps til þjóðarinnar, svo að í raun og veru eru allir sammála um það, sem er kjarni málsins. Fulltrú ar stjórnarflokkanna þorðu að minnsta kosti ekki annað en segja það í eyru þjóðarinnar, því að þeir vita um álit hennar í málinu. En samt réyna þeir að bjarga sér á alls konar hálm stráum til þess að komast hjá að sýna þann manndóm að aft- urkalla stækkunarleyfið. Og nú eftir umræðurnar er helzta hálmstráið að skjóta sér á bak við dr. Kristin Guðmunds son, utanríkisráðlierra og segja að hann hafi veitt sjónvarps- leyfið upphaflega vitandi að það hlyti að sjást út fyrir flug völlinn, og fimmföld stækkun nú breyti svo sem engu, stöðin sé eiginlega alveg sú sama og sú, sem dr. Kristinn leyfði, þótt hún sé stækkuð fimm sinnum. Aumlegra málefnalegt und- anhald er varla hægt að hugsa sér. Hætta hernámssjónvarps- ins viðurkennd og þar með eig in afglöp, en aðeins hrópað: Það voru aðrir, sem byrjuðu. Þetta er neyðaróp Alþbl. í gær. Hver er munurinn? En hver er munurinn á leyfi því, sem dr. Kristinn veitti og leyfi Guðmundar f.? Það ligg ur alveg ljóst fyrir, og af því stafar allt írafár stjórnarsinna. Af bréfi því, sem Karl Kristj- ánsson las upp í útvarpsumræð unum var áþreifanlega sannað, að dr. Kristinn setti það ófrá víkjanlega skilyrði fyrir sjón- varpi á Keflavíkurflugvelli, að stöðin hefði ekki nema 50 vatta orku otg sending hennar sæist alls ekki í viðtækjum utan byggðar- og athafnasvæðis flug vallarins. Kæmi f Ijós, að unnt væri að ná þessum sjónvarps- sendingum utan þessa svæðis, skyldi stöðin hætta sendingum. Bandaríkjámenn töldu engin tæknileg tormerki á þessu. Sjónvarpsleyfi Guðmundar í. er hins vegar fimm sinnum sterkari stöð og engin skilyrði um hömlur, og raunar þar með skellt á einkarétti erlends her mannasjónvarps fyrir meiri- hluta þjóðarinnar. Þetta er mergurinn málsins, og hann verður ekki dulinn fyrir þjóð- inni. Stjórnarsinnar hafa raun verulega játað, að þeir hafi framið óhæfuverknað. £r þetta hægt Emil? Emil Jónsson heldur því fram, að aðstaða manna til að eignast íbúð sé betri nú en hún vár 1958. Gaman væri að fá nánari skilgreiningu Emils á því, hvernig maðúr með meðal- tekjur og útgjöld vísitölufjöl- skyldunnar fer að því að byggja sér íbúð. — Emil segir að Iítið sem ekkert hafi dregið úr bygg- ingum. Emil býr í Hafnarfirði. Það stendur varla á honum að upplýsa það, hvað var byrjað á mörgum íbúðum þar á s.l. ári og hvað hann áætlar að þær úi verði margar á þessu? 2 T I M I N N, laugardagur 3. marz 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.