Tíminn - 03.03.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.03.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími 19523. Afgreiðsiusími 12323. Áskriftargj. kr. 55 á mán, innanl. í lausasölu kr, 3 eint, — Prentsmiðjan Edda h.f. — Nýjar sannanir ÞaS kemur alltaf betur og betur í ljós, að gengislækk- unin, sem ríkisstjórnin framkvæmdi á síðastl. sumri, var með öllu óþörf. Stöðugt eru að koma í dagsljósið nýjar upplýsingar, sem staðfesta þetta. Slíkar upplýsingar koma t. d. fram í yfirlitsgrein um sjávarútveginn 1961, sem Davíð Ölafsson fiskimálastjóri birtir í Mbl. í fyrradag, og reynir þó Davíð að breiða yfir þær eftir því, sem hann megnar, enda einn dyggasti þjónn ríkisstjórnarinnar. Snemma í grein sinni farast Davíð þannig orð: „Þróun verðlags á sjávarafurðum á árinu 1961 var yfirleitt fremur hagstæð." Síðar í greininni farast Davíð orð á þessa leið: „Samkvæmt þessari áætlun hefur aukning heildar- aflans (þ. e. á árinu 1961) numið 23% frá árinu áður og var aflinn nú meiri en hann hefur nokkru sinni verið áður á einu ári. Næst komst árið 1951, en þó var aflinn nú um 12% meiri en þá var." Þessar upplýsingar Davíðs sanna bezt, hve óþörf gengislækkunin var. Bæði vora aflabrögð miklu betri 1961 en 1960, þegar togararnir eru undanskildir, og verð- lag yfirleitt hagstæðara. Þess vegna mæltu ekki nein heil- brigð rök með því, að hin hóflega kauphækkun, sem samið var um síðastl. sumar, yrði strax tekin aftur með ástæðulausu gengisfalli. \ Gengisfellingin var ekki byggð á efnahagslegum rök- semdum. Frá því sjónarmiði var hún algerlega óþörf. Hún var hefndarr^ðstöfun ríkisstjórnar, sem hafði beðið réttmætan ósigur, og hugðist jafnframt gera launa- stéttirnar hræddar og undirgefnar. Þar mun ríkisstjórninni hins vegar skjátlast. Þess vegna er það bezt fyrir ríkisstjórnina og alla aðila, að hún sjái að sér í tíma og bæti fyrir brot sitt. Það getur ríkisstjórnin bezt gert með því að fallast á þær hóflegu kröfur, sem stjórn Alþýðusambands íslands hefur borið fram og fela í sér verulegar kjarabætur, án verulegra kauphækkana og án þess að til verkfalla þurfi að koma. Stjórnin má ekki ofmetnast og halda að hún geti lengi þrjóskazt við að gera rétt, þótt henni hafi tekizt um stund að villa um fyrir mönnum í sambandi við stjórnar- kjör í verkalýðsfélögunum. Gjaldmiðillinn Það er keppikefli allra heilbrigðra ríkisstjórna, hvort heldur sem þær hallast til hægri eða vinstri, að reyna eftir ýtrasta megni að trey§ta verðgildi gjaldmiðilsins. Traustleikí gjaldmiðilsins er framar Öðru traustust undir- staða heilbrigðs fjármálalífs og framfara. Núverandi ríkisstjórn íslands er á öðru máli. Hún teíur það engu máli skipta, þótt gjaldmiðillinn sé felldur í verði á fárra mánaða fresti. Hún lækkaði gengi krón- unnar langt úr hófi fram á árinu 1960. Hún felldi krón- una aftur á síðastl. ári algerlega að ástæðulausu. Og þetta' heitir viðreisn á máli iiennar og ráðunauta hennar. Vissulega á ekkert síður skylt við viðreisn en sifelldar verðfellingar gjaldmiðilsins. Þetta gildir þó alveg sér- staklega, þegar slíkt er gert að ástæðulausu. Ef litið er til þeirra landa, þar senr mest raunveruleg viðreisn hefur átt sér stað seinustu árin, þá er stöðugt verðgildi gjaldmiðilsins eitt höfuðeinkenni á fjárhagskerfi þeirra. Halda menn kannske að Þjóðverjar hefðu rétt eins fljótt úr kútnum og raun hefur orðið á, ef þar hefði við- gengizt að fella markið tvisvar á ÍVÍ- ári? Víðförull tengdasonur Krustjoffs Aleksej Adzjubej hefur reynzt Rússum góður fullfrúi í tíð Stalins var það mjög fá- títt, að rússneskir stjórnmála- menn ferSuSust til annarra landa. Þetta hefur tekið miklum breytingum siðustu árin. Sjálfur hefur Krustjoff helmsótt mörg lönd. Enginn rússneskur stjórn- málamaður hefur þó verið meira á ferð og flugi seínustu mánuð- ina en Adzjubej, tengdasonur Krustjoffs. í siðastl. mánuði heimsótti hann m.a. Brazilíu og Mexico, ásamt konu slnni, og komu þau við i Washington, þar sem þau sátu hádegisverðarboð Kennedys forseta. í eftirfarandi grein, sem nýlega birtist i Poli- tiken, ræðir danski blaðamaður- inn Henning Nystad, um Adzju- bej: ÞAÐ VAKTI alheimsathygli þegar Aleksej Adzjubej, tengda sonur Krustjoffs, átti viðtal við Kennedy forseta í nóvember U vetur. Blöð hvarvetna um heim birtu á forsíðum sínum frásagnir af viðtalinu og í Moskvu stóðu félagarnir í bið- röðum til þess að ná í eintök af Izvestia. Og nú hefur Adzjubej aftur gist Hvíta húsið. Bæði Ameríku menn og Rússar leiða enn get- um að tilgangi ferðarinnar og afleiðingum, engu síður en for- vitnir menn meðal annarra þjóða. Er þessi kunni ferða- langur þarna sem venjulegur blaðamaður, eða er hann send ur í einhverjum stjórnmálaer- induiti?... .^.i.Hið^SÍýara þykir óneitanlega sennilégra, en sé það rétt, þá hlýtur önnur spurning að skjóta upp kollinum: Hver er tilgangurinn með þeirri persónu legu snertin.gu forvígismanna þjóðanna, sem nú tíðkast svo mjög? Er ef til vill úrlit fyrir eitthvað lægri spennu en áður? Úr þessu verður ekki leyst að sinni, en fyrirbærið Adzju- bej er vel þess virði að það sé athugað nánar. Hann er annað og meira en tengdasonur tengda föður síns, — í niðrandi merk- ingu. ALEKSEJ ADZJUBEJ er fæddur í Samarkand, bæ goð- sagnanna, gamalkunnum við- komustað ferðamannalestanna á leið þeirra um Mið-Asíu, þar sem allt angar af myrru. Ilann var í æsku rauðbirkinn á litar- hátt, ljóshærður og norrænn á yfirbragð. Hann var því næsta lítið austurlenzkur í útliti. Enn í dag er þessi 37 ára gamli ritstjóri vestræijastur forvígismanna Sovétríkjanna. Iíann flækist um í heimi kapí talistanna án þess að ofurselja marxismann sinn. Það olli miklu angri í Kreml, þegar hann sást við jólamessu í Frúar kirkjunni í París, ásamt konu sinni, Rada. Einn síns liðs hef- ur hann heimsótt nektaxsýn- ingu í San Remó í Bandaríkj- unum. í frásögn sinni frá þeirri Sódómu lét hann ekki undir höfuð leggjast að aumkva hinar nöktu dömur, en bætti við í ein laegni: „ . . . þær eru mjög fall egar------“ Adzjubej kann vel að meta kosti ítalskra og brezkra „sport“-bíla, og hann er góður viðskiptavinur hinna kunnustu klæðskera og sannur sælkeri. ÉG HEF kynnzt honum sem samkvæmismanni og ræðu- manni á fámennri blaðamanna- samkomu í Varsjá. Pólverjar og Frakkar hafa orð á sér fyrir látbragðslist við ræðuflutning, en þeir hurfu í skuggann vegna feikilegrar tækni Rússans. — Hann var eini ræðumaðurinn, sem reis á fætur til að flytja ræðu. sína, baðaði út höndun- um, hristi hárið niður í augu, þrumaði og raulaði á víxl, hló eða kreisti fram tár í augna- krókana og kom jafnvel skráp- þurrum Bretum til að láta und an. Túlkarnir höfðu alls ekki und an, en daginn eftir fengum við að sjá aðalefni ræðunnar og hún var algerlega laus við hin- ar verstu áróðursupphrópanir. Þegar alvaran var um garð gengin hópuðumst við saman umhverfis borðin, sem kynntu pólska matgerðarlist, og þá ját aði Adzubej sult sinn: „Hvenær kemur aðalréltur- inn?“ spurði hann áhyggjufull- ur, þegar verið var að byrja á lystaukandi forréttinum. BAK VIÐ leikaragrímu Adzju bej býr iðjusamur veruleiki. — Þegar lokið var herskyldunni í stríðinu fór hann í blaða- mannaháskólann og hóf brátt að æfa sig í blaði ungkommún- ista, „Komsomolskaja Pravda“. Meðan á námi stóð gekk hann að eiga dóttur Krustjoffs, Rada, sem þá stundaði líffræðinám. Þau eiga nú þrjá sonu, þriggja til níu ára. Hinn ungi blaðamaður hækk aði brátt í tign. Hann var val- inn í stjórn ungkommúnistana og gegndi starfi sem aðalrit- stjóri blaðs þeirra. Á þremur árum tókst honum að tvöfalda eintakafjöldann, þ.e. úr hálfri annarri milljón í þrjár millj. 1959 hætti Adzjubej í ung- kommúnistaráðinu og lét af starfi við blað þeirra um leið. Þá gerðist hann aðalritstjóri Izvestia, málgagns ríkisstjórnar innar, og á svipstundu gjörbylti þessi nýi húsbóndi öllu, við þetta þrautleiðinlega málgagn. , Hann hóf að myndskreyta blað ið, stækkaði fyrirsagnir stór- lega, birti Ijósmyndir af Ginu Lollobrigidu og rússn-eskum fegurðardísum, lét skrifa ýmis legt efni, sem snerti heimili og fjölskyldulíf og léði gjarna rúm allbiturri gagnrýni á starf semi ríkisins og flokksins. í Moskvu gætti bæði undrunar og gremja yfir þessari vorleys ingu í blaðamennskunni. En sala blaðsins margfaldaðist. Lesendurnir fengu nú alltaf öðru hvoru fréttir handan fyrir járntjald. Aðalritstjórinn flaug til útlanda og sendi þaðan greinar heim, sem hann lét birta undir fullu nafni. Það var einnig alger nýjung í blaða- mennsku í Sovétríkjunum. ADZJUBEJ er vafalaust ein- lægur stuðningsmaður sam- komulags milli þjóða kapítalis mans og sósíalisrnans. Honum er fullkomlega ljóst, að andstæð ingar hans í Moskvu kveða upp þunga dóma yfir ferðum hans, Krustjoffs 0g Mikojans til vest urlanda, en hann er svo sannar lega fær um að svara fyrir sig. Á 22. flokksþinginu haustið 1961 sagði hann m.a.: „ — — Einangrun er auð- veld,( samskipti við aðrar þjóð- ir eru erfiðari, en það eru ein- mitt samskiptin, sem þjóð vor þarfnast. Og hvað sem líður róg burði um „játningar" og allt þess háttar, þá er bezta svarið við honum einmitt fólgið í hin um mörgu yfirlýsingum — bæði vina vorra og óvina — um að Sovétríkin séu stöðugt að vinna á, einkum vegna utanferða stjórnraálamanna vorra og flokksleiðtoga.----- — — Það er auðvitað hæg- ira að sitja heima í skrifstofu sinni, snúa hnattlíkaninu fyrir framan sig og ákveða á því þró un heimsmálanna, — en þá leið hefur flokkurinn ekki farið og mun ekki fara-------“ Tengdasonur Krustjoffs og skoðanabræður hans eru fylg- andi því, að Sovétríkin og vest rænar þjóðir lifi saman í fiiði. Þess vegna er rétt að hlusta á þá, þrátt fyrir alla hugsjóna- lega tortryggni. T í M I N N, laugardagur 3. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.