Tíminn - 03.03.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1962, Blaðsíða 4
Hér vií hföffina eru slökkviliffsmennirnir aff starfð á Kirkjutorginu í gær. Þeir eru komnir í stigum upp á þakiff á eldra húsinu viff Kirkju- torg 6, og kaffæra eldinn í yngra húsinu með ógnarlegum vatnsflaum — Á miffmyndinni eru stólar rakarastofunnar og peningakassi úti á miðri götu, en loks á neffstu myndinni sést hluti af slöngulögninni, sem varð samtals 1100 m. | Vatnið úr Tjörninni var tekið viff niffurfallsrist- :< ina hjá Búnaffarfélagshúsinu, og lá leiðslan eftir [ Lækjargötu aff Skólabrú og þá leiðina að Kirkju ; torgi 6, þaff var lengsta ieiðslan. ! Kiukkan rúmlega þrjú í j fyrrinótt kviknaði í húsinu 1 númer 6 við Kirkjutorg. Kom eldurinn upp á her- bergi á þriðju hæð, og brann allt úr því herbergi og mikið úr risi, en skemmdir á neðri hæðum voru mestar af vatni. Húsið er gamalt, járnvarið timb- urhús. Milli hálf þrjú og þrjú um | nóttina kom Sigurður Sigurðs- son lögregluþjónn, heim til sín, en hann hefur herbergi á þriðju hæð hússins. Hann sat stundarkorn í stól, las og reykti eina eða tvær sígarettur, áður en hann fór að sofa, og skýrði svo frá, í yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni, að hann hefði drepið í sígarettunum í litl'um öskubakka. Ófært upp aftur Hann hafði ekki sofið nema 10—20 mínútur, þegar hann vaknaði við það, að eldurinn stóð upp úr bréfakörfu frammi við dyr og var kominn í glugga tjöldin. Sigurður stökk þegar fram úr, og hljóp á nærfötun- um gegnum eldinn og út um dyrnar. Pétur Hoffmani) Saló- monsson hafði tvö herbergi gegnt honum á hæðinni, og vakti Sigurður hann strax. Pét ur brá hart við, og saman fóru þeir upp í risið og vöktu aldr- aða konu, sem þar hafði 'her- bergi og hjálpuðu henni niður, og vöktu síðan á annarri hæð og hringdu.í lögreglu og slökkvi lið. Lögreglan var fljótari á staðinn, og var tekinn til að hjálpa íbúum hússins út, þeg- ar slökkviliðið kom, en eftir að þau þrjú af efri hæðunum komu niður, var ekki viðlit að kdmast upp aftur. 3000 lítrar á mínútu Slökkviliðinu var tilkynnt um- bruríann klukkan 3.24, og fór I það undir eins á vettvang. Þá logaði út um gluggana á for- hlið hússins. Slökkviliðið tók þegar til við að slökkva eldinn og notaði til þess háþrýstidæl- ur, en auk þess slöngur frá þremur hönum í Lækjargötu, einum á Skólabrú, öðrum í Póst hússtræti og einnig var dælt úr tjörninni. Við slökkvistarfið unnu 51 slökkviliðsmaður, með fjóra bila frá slökkviliðinu í Reykjavík og einn frá liðinu á flugvellinum, auk varabíls þaðan. Eftir voru tveir bílar á slökkvistöðinni, til þess að hægt væri að sinna fleiri út- köllum, ef með þyrfti. Leiðsl- urnar, sem fiuttu vatnið að eld- stað, voru samtals 1100 metr- ar að lengd, og fluttu rúmlega 3000 lítra á mínútu, meðan mestu var dælt, en það var um klukkutíma. Þetta vatn fossaði síðan niður stigann og út um aðaldyrnar, og var flaumurinn hátt á annað fet á dýpt, og ekki fært inn í húsið þá leið- ina. Stigabílar aS láni Slökkvistarfið krafðist því góðra stiga, en slökkviliðið á ekki nema einn stigabíl, Ford- son, smíðiár 1932, með 20 m. stiga. Því var það ráð tekið, að fá lánaða tvo stigabíla hjá raf- veitunni, hvorn með 12—15 m. löngum stiga, og áttu slökkvi- liðsmenn því gre.iðan aðgang að þaki þessa húss og húsanna í kring, sem einnig voru í hættu. Þeim gekk greiðlega að slökkva eldinn, þótt stinningskaldi væri að norðan, og tókst alveg að verja næstu hús, eldra húsið við Kirkjutorg 6 og Kirkjuhvol, 'IramOciiii a • 4 T í M I N N, Iaugardagur 3. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.