Tíminn - 06.03.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1962, Blaðsíða 2
Nýir bílar Tímarnir breytasl og bílarnir með. Orðnir og verðandi bíla- eigendur um allan heim bíða þess árlega með eftirvæntingu, að nýjustu gerðir bílanna komi á miarkaðinn. Og þeir verða sjaldnast fyrir vonbrigðum, bíl- arnir verða faUegri, þægilegri, hraðskredðari — og dýrari — með hverju árinu, sem líður. Nú eru bilasýningarnar í fullum gangi í stórborgum heimsins. Og að þessu sinni bregður svo við, að mönnum þykir þar fátt um góða drætti. 2. marz s.l. var alþjóðiega bíla- sýningin í Forum í Kaupmanna höfn opnuð. Þar úir og grúir af allra þjóða bílum, og tegundirn- ar skipta hundruðum. En fáir bílanna vekja mikla athygli, og menn hafa orðið fyrir von- brigðum, þeim þykir framfar- irnar í bilaiðnaðinum ekki í samræmi við þróunina á öðrum sviðum tækninnar. Samt sem áður er þar ein tegund til sýnis, sem vakið hef- ur óski'pta athygli um allan heim, vestur-þýzkur BMW 1500 og önnur gerð frá sömu verk- smiðju, BMW LS. Þessi bíll er útbúinn með loftkældum fjór- gengis mótor, sem komið er fyrir aftan í bílnum. Verðið mun vera um 15.000 danskar krónur. í New York verður opnuð mikil bílasýning í apríl. Þar bú- ast menn við, að mesta athygli vekji gastúrbínubíll, byggður af Roververksmiðjunum á Eng- landi. Er það margra álit, að sá bíll reynist skeinuhættur þeim gastúrbínubílum, sem byggðir hafa verið í Bandaríkjunum. Gerðin er T 4, og Roververk- smiðjurnar binda miklar vonir við framleiðslu þessara bíla. Bíllinn er knúinn 140 bremsu- hestafla gastúrbínuvél. Þessi gerð er árangur 15 ára rann- sókna Roververksmiðjanna og tilrauna með gastúrbínuvél í flugvélar. Þetta er fjórði gas- túrbínubíllinn sem Roververk- smiðjurnar framleiða nú eftir stríð. Þó að ekki hafi enn verið gerðir neinir samningar um framleiðslu þessara bíla, eru framleiðendurnir vongóðir og hæstánægðir með þann árang- ur, sem þeir hafa náð. Myndirnar sýna þessar þrjár gerðir bíla, sem virðast munu vekja mesta athygli á bíla- markaðinum í ár. Talið ofan frá: BMW 1500, BMW LS og T 4, gastúrbínubíllinn frá Rover. mæm • ■:■ :■: >: Hér er bréf frá V. G. um frásagn ir úr fjarlægð: „í VETUR HEFUR verið skemmtileg- ur þáttur I útvarpinu, þar sem ýms Ir skólar hafa þreytt þekklngar- keppni. Margir hafa dáðst að, hve unga fólkiS hefur verlð frótt um margt. Þó hafa þar á verið leiðln- legar glompur. T.d. selnast, er sá skóllnn, sem betta hefur fengið þekkingareinkunnina, vissi ekki að Ingólfur Arnarson kom frá Rivedal við Dalsfjörð I Noregi, þótt þar væri s.l. haust mikil hátíð, sem stofnað var tll af íslendingum. Og sami hópur gat ekki svarað, hvert væri mesta gullnámuland heimsins, þó að nágranni skólahópsins hefði fyrir nokkru skrifað í fjöllesna ferðabók sína um ferðalag sltt nið- ur í gullnámu i þessu landi og að f því landl væri yfir 40% af gull- framleiðslu heimsins, en aðeins 7% í því næstmesta. EN VORKUNN ER æskufólkinu, þótt það ruglist i ýmsum fjarlægum fróðlelk. M.a. reynist fræðsla þeirra fullorðnu oft völt. Margir muna t. d eftir „fræðslu" eins alþingis- mannsins á sl. ári um fjarlægt merkisland, þar sem úði og grúði af ónákvæmni og villum, sem hann er nú einstaka búinn að leiðrétta í sínu eigin biaði, þó að hann þrætti fyrir f fyrstu, þegar bent var á ónákvæmni hans. EN AÐALÁSTÆÐAN fyrir því, að ég sting niður penna nú er leiður misskilningur, sem sprottið hefur út af frásögnum í útvarpinu og Mbl., vegna vrásagna þar um mjalt ir og skepuhirðingu á Nýja Sjá- landi. Þar sem ég hef verið þar syðra dynja sí og æ spurningar manna á mér út af þessu. En mis- skilningurinn virðist stafa af því, hve ólíkt bltðara er þar syðra held ur en hér norður frá. Eg sagði dálítið í ferðabók minni frá hinum geðþekka, unga manni Kristni Steingrímssyni (Fiskhöllin), og hans fögru nýsjálenzku konu, sem fyrsti gestur þeirra eftir brúðkaup ið. En seinna urðu þau sveitahjón. Þar á nyrðri hluta Nýja Sjálands kemur aldrei snjór. Heyjað er dá- lítið á sumrin til þess að gefa mjólkurkúm út á jörðina um miðj- an veturinn (í júlí og ágúst). Eng- in hús eru til fyrir búpening. Mjög margir bændur eiga þetta 50—80 mjólkurkýr. Kristinn er orðinn einn þeirra. Kýrnar eru reknar inn í grindur til mjalta. YfTr a.m k. hluta grindanna er þak til þess að skýla fyrir regnl — og þá eink- um mjaltavélum og kúnum meðan þær eru mjólkaðar. Sams konar og þetta er mjög mikið í Argentínu o. fl. suðlægum löndum. Vegna veðr- áftunnar er tæpast hægt að bera þetta saman vi@ skepnuhirðtngu og mjaltir hér norður á íslandi. Eg gaf t.d. oft 3000 fjár einsamali fuila gjöf af heyi í Montana. Sum- ir halda að það séu ýkjur, þegar ég segi frá því i bók minni um „Villta vestrið". en það er jafnsatt og að margir af lesendum mínum hafa einhvern tíma drukkið hjá mér kaffi í gestaheimilum mínum. — Hvað samanburður á skepnuhirð ingu hér nyrðra og víða í Suður. löndum er villandi gerlr mest hinn feiknalegi mismunur á tíðarfarinu. FRÓÐLEIKSFÚST fólk hér á landi vill yfirleitt vita hið réfta úr fjar- lægum löndum og ættu blöð og út- varp að hyllast til að flytja ekkl villandi frásagnir því fólki, sem vlll eða þrálr að fræðast um fjar- læga staðl. V.G." Þriðjungi lægra kaup í setningarræðu Þorsteins Sigurðssonar á Vatnsleysu á Búnaðarþingi komst hann m. a. svo að orði: „Með beim kjörum, sem bændum eru búin, er ekki sér- staklega fýsilegt fyrir ungt fólk að byrja sveitabúskap. Þótt bóndanum sé ætlað sama kaup og verkamanninum, verð- ur hann að vinna þriðjungi og suma tíma allt að helmingi lengri vinnudag en verkamað- urinn, auk hinna 62 helgidaga, sem bændur verða að vinna að mestu leyti. Ef svo heldur fram, sem nú horfir, mun land búnaðarframleiðslan dragast sarnan og er það ekki vanda- mgl bændanna einna, heldur allrar þjóðarinnar/1 BíSa í 7 mánuði eftir þriSjungi launanna Og enn fremur sagði Þor- steinn, er hann hafði getið um helztu erfiðleika bændastéttar- innar og landbúnaðarins: „En hvað myndi launþeginn segja, en við kaup hans er kaup bónd ans miðað, ef hann yrði að bíða í 6—7 mánuði eftir þriðj- ungi launa sinna og nokkrum hluta þeirra allt árið?“ Stjórnarflokkar í sjón- varpi Skrif stjórnarblaðanna um sjónvarpsm|ílið eru farin að verða æði furðuleg. Alþýðu- blaðið segir um afstöðu Fram- sóknarmanna til málsins: „Nú brosa menn að þeim í dag, er þeir berjast gegn sínum fyrri Igerðum." Um afstöðu Morgunblaðsins segir Alþýðuhlaðið: að Sjálf- stæðismenn séu „eindregið fylgjandi“ stækkun sjónvarps- stöðvar varnarliðsins. „Þó virð ist vera hik á Sjálfstæðismönn- um varðandi íslenzka sjónvarp ið,“ segir Alþbl. um félagana í syndinni. Það er furðulegt, að ritstjór ar stjórnarblaðanna skuli treysta sér að bera annan eins málflutning á borð fyrir les- endur sína, að nú sé ekkert að gerast í sjónvarpsmálinu nýtt. Framsóknarmenn hefðu leyft þetta 1954 og það á eng- !in breyting að verða. Það veit það hver skyniborinn fslend- ingur, að styrinn stendur nú ekki um það leyfi, er dr. Krist inn veitti varnarliðinu 1954, sem var veitt til br'áðabiygða og í tilraunaskyni og var al- gerlega og stranglega bundið þeim skilyrðum, að sjónvarpið næði ekki út fyrir vallarsvæð- ið og því lieitið þá af varnar- liðinu að þeim skilyrðum yrði fullnægt. — Nú hafa hafizt umræður um þetta mál, vegna þess, að nú á engin skilyrði að setja fyrir sjónvarpsrekstri varnarliðsins og það hefur í hyggju að fimmfalda orku stöðvarinnar, þannig, að sjón- varpið nái til rnikils meirihluta íslenzku þjóðarinnar. Við þetta segjast stjómarflokkarn ir ekkert hafa að athuga. Al- þýðublaðið getur þess jafnvel um samherjann svona í leið- Iinni, að hann sé með banda- rísku hcrmannasjónvarpi fyrir fslendinga, en sé í rauninni á móti íslenzku sjónvarpi, eða a. m. k. tvístígandi um það, þótt hitt sé ekkert áhorfsmál. — Er hægt að „sjónvarpa“ öllu betur, livers konar undirlægj- ur standa að núverandi ríkis- stjórn? T f MIN N. briðiudaeinn 6. maríz 1962 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.