Tíminn - 06.03.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.03.1962, Blaðsíða 15
Veljið NÚTÍMA saumavél með frjáBsum armi Frjálsi armurinn auðveldar yður stórum sauma, þar sem ella er erfitt að komast að, t. d. við að sauma í ermar, bæta drengjabuxur o. fl. Aðeins HUSQVARNA vélar með frjálsum armi hafa þessa undraverðu kosti. ■^r Skyttu sem ekki flækir Hraðaskiptingu Langan, grannan frjálsan arm Flytjara, sem getur verið hlutlaus Husqvarna Rotary Saumávél með frjálsum armi fyrir venjulegan saum. Verð kr. 5.990,00 Husqvarna Zig-Zag Ódýr saumavél með frjálsum armi og sjálfviik að nokkru leyti. Verð kr. 7.770.00. Husqvarna Automatic Automatisk saumavél með frjálsum armi, saumar beinan saum og zig-zag, auk fjölda mynztra Verð kr. 9.630.00. Kennsla fylgir með í kaup- unum. Söluumboð víða um landið Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, Rvík. Sími 35200. Setningarathöfn (Framhnici ai ih síðui lokinni tók Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur, við stjórn fyrsta námskeiðsfund ar. Á dagskrá voru tvö er- indi. Hið fyrra: Þróun og grundvöllur verkalýðsbarátt unnar, sein Hannes Jónsson flutti, og hi® síðara: Upphaf verkalýðshreyfingarinnar, sem Haraldur Jóhannsson, liagfræðingur, flutti. Á sunnudaginn kemur halda námskeiðin áfram. Þá mun Hannibal Valdemarsson forseti ASÍ, flytja erindi um íslenzka verkalýðshreyfingu í fortíð og nútíð, en Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastj. Vinnuveitendasamb. flytja erindi um sögu, tilgang og skipulag samtaka atvinnurek enda. Búnaöarþing (Framhald af 6. síðu). unum. Var það hið fróðlegasta, svo ! og myndirnar. ! Á föstuaaginn flutti Sveinn Tryggvason erindi um Efnahags- bandalag Evrópu á búnaðarþingi einkum með hliðsjón af áhrifum þess á íslenzkan landbúnað. Var það niðurstaða hans, að Islending- ar yrðu að bíða og sjá hvað setur um framþróun þessara mála, hver verðskráning landtoúnaðarvara yrði og að hverju leyti við gætum not- fært okkur skipulagið. Var erindi hans mjög glöggt og fróðlegt. FmSH hús (í'ramnald ai 16 síðu) málfarsmismim, og Guðlaugi Rós- inkranz tókst að fá Lars Smith, sem hefur sýningarréttinn á söng- leiknum í Evrópu, til þess að lækka gjaldið um einn fjórða. Þá samdi hann einnig um leigu á búningum frá Stokkhólmi, en það gekk til baka. Á síðustu stundu tókst Lars Smith að útvega bún- inga og leiktjöld frá Falkoner Teatret í Kaupmannahöfn, og er það hvort tveggja komið, sem kunnugt er. Þetta færði kostnaðinn til muna niður. Það var einnig mjög hagstætt, að Svend Aage Larsen skyldi fást til þess að se'tja leikinn á svið og Erik Bidsted til þess að æfa dansana. Samt er mjög dýrt að setja leik sem þennan á svið. Það var einn- ig til þess að auka kostnaðinn, að fá varð 6 ballett-dansara erlendis frá. Einn iþeirra er að vísu íslenzk- ur, Jón Valgeir, en hann er starf- andi erlendis. Þrátt fyrir mikinn kostnað munu miðarnir hér ekki kosta nema 190 krónur fyrir utan söluskatt og, 100 krónur á efri svölum. Til samanburðar má geta þess, að í New York kosta mið- arnir 10 dollara, eða 430 krónur, miðað við skráð gengi. Þess má geta, að þegar miðasala á My Fair Lady hefst, mun miða- sala Þjóðleikhússins ekki svara í síma tvo fyrstu tímana. Er þetta gert í samráði við stöðvarstjóra bæjarsímans, því að reynslan hef- ur sýnt, að þegar mikið álag verð- ur á símann, fer hann úr sam- toandi og veldur margvíslegum truflunum og óhöppum. Erik Bidsted leit aðeins inn á tolaðamannafundinn, en var önn- um kafinn og mátti ekki vera að því að stanza. Hann stóð í dyrun- um og spurði, hvort blaðamenn viidu spyrja hann að einhverju, svaraði sér sjálfur neitandi og var þar með þotinn. Svend Aage Lar- sen var ekki alveg eins önnum kafinn og ræddi stuttlega við blaða mennina. Hann taldi gott að vinna með íslenzkum leikurum, en vinn- an væri erfið og ætti að vera það; það mætti ekki kasta höndunum til slíks verks. Hann var spurður, hvort ekki væri erfitt að sviðsetja á tungumáli, sem leikstjórinn ekki skilur. Hann svaraði því til, að hann hefði lært að hlusta á málin og skynja þau; hann skildi heldur ekki finnsku og ekki hollenzku, en hefði þó leikstýrt My Fair Lady bæði á Finnlandi og Hollandi. Einnig væri Benedikt Árnason að- sfó&lftÍÍKkjöri betri en enginn. Að Iokum kvaðst hann stórhrif- inn af Þjóðleikhúsinu hér, að þora að færa My Fair Lady upp. Svend Aage Larsen fer héðan Leikfélag Selfoss Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Frumsýning í Selfossbíói n.k. fimmtudagskvöld kl. 9. — Önnur sýning sunnudagskvöld kl. 9. x ASgöngumiðasala í Selfossbíói. — Sími 20. Nokkrir verkamenn óskast við byggingavinnu í Kópavogi nú þegar. Verklegar framkvœmdir, Brautarholti 20. Tilboð óskast í VOLKSWAGEN 1962 fólksbifreið í því ástandi, sem bifreiðin nú er í eftir árekstur. Bifreiðin verfeur til sýnis á Bifreiðaverkstæðinu Kópavogshálsi við Álfhólsveg miðvikudaginn 7. marz 1962 milli kl. 13—17. Tilboðin óskast send Samvinnutrygging- um, Bifreiðadeild, herbergi 214 fyrir kl. 17 á föstudag hinn 9. marz 1962, merkt „Volkswagen“. á mánudagtan til Belgíu, þar sem hann tekur enn til við að leikstýra My Fair Lady og Erik Bidsted fer einnig utan um sama leyti. Þá verða tvær sýningar frá, frumsýn- ingin á laugardaginn og önnur sýn- ing á sunnudag, en síðan verða tvær sýningar á leikritinu í næstu viku, á þriðjudag og föstudag. Jafnframt verður haldið áfram sýningum á þeim leikritum, sem fyrir voru á sviðinu, svo lengi sem áhorfendur fást að þeim. Ekki gengur aS stoppa (Framhald af 16 síðu) sín, ef liann ætlar ekki að fá þau í höfuðið, þegar þau koma niður. Ef við hægjum eitthvað á okkur, verðum við á eftir hljómsveitinni, og allt verður að vera i takt við tónlistina, ef við yrðum of Beinir yrði að stoppa hljómsveitina, og það gengur ekki. — Hvenær hafið þið svo æf- ingar? — Við verðum að hafa Ijósa- æfingar á morgnana og svo á nóttunni. Síðan eru tvær æfing ar með leikurunum, fyrst frá 12 til 4 og svo aftur frá 8 til 12 á kvöldin. — Hvað ertu annars búinn að vinna hérna lengi? — Eg kom hingað rétt áður en Þjóðleikhúsið var opnað, en áður hafði ég ainnið í 14) ár í Iðnó. — Eftir svona langan starfs- feril hlýtur þú að geta sagt okk ur frá einhverju skemmtilegu sem skeð hefur á sviðinu. — Það hefur nú margt farið öðru visi en það átti að fara, sérstaklcga á generalprufum, já og svo fyrst eftir að við byrjuð- um að vinna hérna og kunnum ekki fyllilega á tækin, en mað- ur vill helzt ekki vera að segja frá því. Það spaugilegasta var þó eflaust, þegar verið var að sýna Nýjársnóttina. Þá átti Svartur, leikinn af Haraldi Á. Sigurðssyni, að fara í lyftu nið ur af sviðinu og niður í víti. Haraldur er nú nokkuð þungur, eins og menn vita, og gekk okk- ur iila að koma fyrir lóðum á lyftunni, nógu þungum til þess að vega upp á móti honum, þeg ar hann átti að síga niður. Svo skeði það eitt kvöldið, að Har- aldur átti að síga niður af svið- inu, en þegar liann var kominn hálfa Ieið, stóð allt fast, og end aði það með því, að við urðum að draga hann upp á sviðið aft- ur og gera aðra tilraun. í það skipti komst Haraldur niður! Annars er starfið hérna að tjaldabaki mjög taugatrekkj- andi, og vinnutíminn er dálítið langur svona stundum. Við Guðni gengum svo út af sviðinu, og vonuðum eflaust bæði, að ekkert kæmi fyrir við sýningarnar á My Fair Lady, og að leikararnir yrðu svo fót- fráir eftir langar og strangar æf ingar, að þeir ættu ekki eftir að fá leiktjöldin í höfuðið eða stoppa yrði leik hljómsveitarinn ar vegna of hægra handtaka að tjaldabaki. — Fríða. NONNA ÚTSALAN heldur áfram Drengjajakkaföt Drengjajakkar Gallabuxur kr. 125.00 Buxnaefni — Ullarefni frá kr. 85.00—150.00 Sokkobuxur á fullorðna og unglinga, kr. 135.00 Drengjapeysur — Bútar Pilsefni, Moher, kr. 75.00 í pilsið Nylonsokkar, saumlausir, kr. 35.00 Skíðajakkar Stórkostleg verðlækkun Vesturgötu 12 Sími 13570. Trúlofunar- liringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. HALLDÓR SIGURÐSSON Skólavörðustíg 2. Skíðagangan er hafin Strethc nylon skíðabuxur fyrir kvenfólk og karlmenn Þægilegar, klæðilegar Gott verð, kr. 1045.00 og kr. 1146.00 Póstsendum Sport Austurstræti 1 Kjörgarði Laugaveg 57 Sími 13508. ÞAKKARÁVÖRP Þakka innilega öllum þeim, er heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á 85 ára afmæli mínu, 5. febr. s.l. Guðfinna ísleifsdóttir, frá Drangshlíð. Þökkum innllega auðsýnda samúð og vlnáttu vlð andlát og jarðarför Guðnýjar Ólafsdóttur, Helgastöðum Sérstaklega þökkum vlð öllum þelm, sem velttu okkur marg. vislega aðstoð. Vandamenn. T í MI N N , þriðjudaginn 6. marz 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.