Tíminn - 06.03.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.03.1962, Blaðsíða 13
Ad vera góður í hraunum (Framhaid al 4 siðu > — Hvar lærðirðu þá? — Það er langt síðan. Eg byrjaði ungur, og þá fór ég inn á Akureyri og í nám hjá Geir Þormar, myndskurðarmeistara. Það voru margir frægir menn hjá honum. Örlygur Sigurðsson var þá bai’a strákur, ósköp góð- ur og blíður strákur og lék sér í spónahrúgunni í kringum okk ur. Já, hann var eiginlega mjög gott barn, hann Örlygur. Við höfum alltaf verið góðir vinir sínar. Svo lærði ég litablöndun hjá Hauk Stefánssyni, málara á Akureyri. Hann var snillingur að blanda liti og hafði lært i Chicago. Já, það hafa ekki allir lært í Chicago. Sumir, sem voru þarna hjá Geir fóru seinna í myndlistarskóla. — En þú aldrei? — Nei, Sigurður Sigurðsson, listmálari, Sigurður frá Sauðár- króki, hann sagði einu sinni, þegar einhver var að segja, að ég ætti nú eiginlega að fara í myndlistarskóla: — Ég veit nú ekki, hvað Stefán ætti að gera þangað. Hann bætir nú sjálfsagt ekki miklu við sig þar. Þetta qera þeiþ í París — Hvers vegna datt þér í hug að sýna hér á veggnum? — Sko, ég var beðinn um það. Það er maður niðri á Öð- insgötu, sem er að opna búð með sælgæti, og hann hefur lít- ið í búðina, og ég ætla að lofa nokkrum myndum að hanga hjá honum. Þess vegna er ég á leið með þær þangað. En ég ætla að geytna þær inni í þessu húsi í nótt. — Fékkstu leyfi hjá Sigurði Jónassyni til að hengja þær á hans veggi? — Nei. Hann hefði aldrei leyft það. Það er ég viss um. En mér fannst þetta bara ágæt- is auglýsing fyrir húsið. Hann ætlar sjálfsagt að leigja það. Ég hef verið að vinna við þetta hús að undanförnu, svo að mér fannst allt í lagi að nota það svolítið. — Þú ert ekkert feiminn við að sýna úti? — Nei, mér er alveg sama. Þetta gera þeir í París, sýna á gangstéttunum og alls staðar, bara þar sem þeir eru stadd- ir ... Bíð eftir Bogasalnum — Ætlarðu að opna sýningu? — Ja, ég veit það nú ekki, segir Stefán og hlær við. Það er bara svo erfitt að fá hús- næði. Ég hef viljað fá Lista- mannaskálann eða Bogasalinn, en það hefur ekki tekizt. Klíku- skapurinn er svo mikill hjá sumum þessum listamönnum og spekúlöntum, sem halda, að þeir viti allt og geti allt. Það er það versta, að ég hef haft svo lítið af peningum. Maður þarf nefnilega að eiga dálítið af peningum. Ef ég eignast pen- inga, þá getur verið, að ég fái sal. Og svo eftir því sem maður kemst upp á lag með að búa til betri myndir, getur verið, að ég geti selt þær dýrara. — En þú ætlar sem sagt að sýna, ef þú færð sal? . — Já, það geri ég örugglega. Og ég ætla að skrifa ævisögu mína. — Hvað á hún að heita? — í Heljardal. Það heitir áreiðanlega engin bók önnur það. Það komu nýir bílar og nýtt fólk, sem stanzaði á götunni, þegar aðrir voru búnir að skoða nægju sína. Það var flóð og fjara. Sólin skein á vegginn í þessum sýningarsal götunnar. þegar við snerum frá, og slút- andi hattbörð Stórvals bar i undarleg hugarblðm, sem tákna frið dauðans. — CFramhald af 9 siðu' að svo er um fleiri, að við eigum erfitt með ag neita vinnu, þegar við vitum, að alltaf er skortur á hjúkrunarliði. Við viljum leggja fram okkar lið — kannske um- fram getu — og við viljum, að þjóðfélagið njóti menntunar okk- ar. Eg er viss um, ef fleiri sjúkrahús fylgdu fordæmi Klepps spítalans og stofnuðu barnaheim- ili fyrir starfslið, þá myndu fleiri giftar hjúkrunarkonur koma til starfa. Þær verða líka að finna. að óskað sé eftir starfskröftum þeirra. Erlendis eru víða barna- heimili fyrir starfslið iðnfyrir- tækja oW þykir mikig ágæti. Sama gæti átt við um sjúkrahúsin. — Er barnahjúkrun ekki frá- brugðin öðrum hjúkrunarstörfum? — Jú, hún krefst miklu meiri nákvæmni og athygli, því að börn in geta ekki alltaf kvartað, eins og þeir fullorðnu, en samt vil ég ekki við annag vinna. Á barna deildum þarf . miklar aukavaktir, börnin geta ekki hringt eða gert vart við sig. Og mér finnst, að t.d. hjúkrunarkonur þurfi sann- arlega ag fá frí meira en einn dag í viku Þeim veitti ekki af hálfum öðrurn degi, eins og nú þykir sjálfsagt. að hjúkrunarkon ur í Danmörku fá vikulega. Væri því æskilegt, ag .vinnutíipinn yrði styttur í 45 stundir á viku í stað 48 stunda. eins og nú er. Jórt Skaftason hrl. Jón Grétar SiourSs' Laugaveg 18 f2 hæðl Símar 18429 os 18783 ViSfal við Ingibjörgu Allir þarfnast hvíldar við störfin. Þá er gott að fá sér Coca-Cola, Ijúffengt oa svalt, sem léttir skapið og gerir vinnuna ánægjulegri. Viðtal við Helgu Framhald af 8. síðu konur ættu kost á að koma börn- um sínum á dagheimili? — Að vissu leyti væri það æski- legt, en það yrði aldrei fullkomin lausn, því að hjúkrunarvaktir eru á öllum tímum sólarhringsins og þær stæðu líka jafn ráðalausar og aðrir, þegar börnin eru veik — já, enn þá ráðalausari, því að það er ekki þægilegt áð hjúkrunarkona eða ljósmóðir komi ekki til starfa á sína vakt. Svo tel ég ekki æski- legt, að mæíiur séu mikið að heim- an frá ungum börnum, en nauðsyn brýtur lög í mörgum tilfellum, Peningar eru sannarlega ekki allt, en ef mann vantar þá, þá vex gildi þeirra ótrúlega mikið. Eg vor- kenni hvorki mér né öðrum, sem eru heilbrigðir að vinna eins og kraftarnir leyfa, en manni finnst það dálítið óverðskuldað að fá aðra eins „viðurkenningu" og skattayf- irvöldin veitt'' okkur — og líklega fleirum. — Eruð þér ekki ánægð með þessa íbúð, sem þið eruð feúin að hafa svona mikið fyrir að eignast? — Að mörgu leyti er ég það, en ósköp langar mig oft til að það væri lögfest að í svona stórum sambýlishúsum væri kostuð sér- stök ræstingakona til að ræsta stig ana. Það er ekki gaman fyrir okk- ur, sem búum á neðstu hæðinni, að eiga að þrífa þau ósköp, sem inn berast af götunni. Og það er býsna drjúg viðbót, t. d. þegar maður kemur heirr eftir að hafa vakað heilar nætur yfif sjúklingum. — Hugsið þér yður að fást meirá við hjúkrun, þegar synirnir stækka? — Já, mig langar til þess, því að mér þykir vænt um starfið. — Álítið þér, að fleiri hjúkrun- arkonur myndu koma til starfa, ef þær ajttu almennt kost á að taka hálfar vaktir? — Áreiðanlega — ef kaupið væri sæmilegt. Sem stendur er eiginlega flest önnur vinna betur uð en hjúkrunin. Ég myndi skipta á því að skúra gólf og við hjúkrun, ef þar væri uð laun að ræða. Kveðjuorð til áhafnar- innar á Stuðlabergi Orð fá ekki mótað hug minn á þessari stundu. Við finnum það gleggst, hvað maðurinn er vanmáttugur, og hvað vegir Guðs eru órannsakanlegir, þegar við stöndum við dyr hinna ömurlegu, en köldu staðreynda. Sá, Snorri Þorfinnsson Framhald af 7. síðu. Guðríður lifði mann sinn, og tók hún við varðveizlu bús með Snorra, en er hann kvongaðist, gekk hún suður til Rómar, kom aftur l*sim og gerðist einsetukona í Glaumbæ. Er saga hennar öll hin mesta, og hafa fáar konur á fyrri tugum 11. aldar verið henni víðförlari. Svo segir, að er Guðríður hafði kveðið Þorbjörgu lítilvölvu Vað- lokur á Grænlandi, þá hafi völvan spáð henni því, að af henni myndi koma mikil ætt og góð úti á ís- landi. Rættist sú sjá, því að meðal afko-menda Snorra bónda Þorfinns sonar voru biskuparnir Þorlákur, Björn og Brandur og margt annað stórmenni. Guðlaugur Einarsson Freviugötu 37 sirrn 1974< Málflutningsstofa --------,---------------- er heldur að heiman fullur lífs- þróttar og framtíðaráforma, getur eftir augnablik verið kaldur nár. Afl, okkur æðra, spinnur örlaga- þráðinn. Tilvera okkar íslendinga sem þjóð3r byggist frá upphafi á því, að nægilegar margar vinnufús- ar hendur hafa gengið á hólm við óblíð náttúruöfl. Á baráttu þessara manna bygg- ist tímanleg velferð okkar. Þessi barátta kallar því miður allt of oft á síórar fórnir. Aðrar þjóðir heyja styrjaldir til landvinninga eða vegna ofurkapps tillitslausra valdamanna. Við íslendingar höfum aldrei borið vopn á aðrar þjóðir. Stór hópur blómans úr mannvali okkar stendur þó ávallt í fremstu víglínu og heyr þar stöðugt bar- áttuna fyrir tilveru okkar. Enn þá einu sinni hefur stórt og óbætanlegt skarð verið höggvið í þessa víglínu. Ellefu ungir og röskir menn, elskaðir eiginmenn, feður, synir, bræður og vinir eru fyrirvaralaust kvaddir á brott. Sorgin hefur enn einu sinni kvatt dyra á íslenzkum sjómannaheimilum. Óbætanlegur harmur er kveðinn þeim, er á örskammri stund missa allt, sem þeim er kærast. Fátækleg orð fá þar engu um bætt. Það er á valdi Guðs eins að bera smyr$l á þá opnu und. Starfssága félaganna ellefu, sem gengu á vit örlága sinna með Stuðlabergi var ekki löng. Eg held, að fátt sé ánægjulegra en að koma um borð í nýtt og glæsilegt fiskiskip og finna slíka samúð og vináttu, sem ríkti meðal áhafnarinnar á Stuðlabergi. Samstillt áhöfn úrvaísmanna, sem vilja og ætla sér að vinna sam an að eigin velferð og velferð skips síns, skapar slíka trú á lífið, að maður fær ei skilið örlög sem þessi. Áhöfn skipsins samanstóð af bræðrum, frændum, félögum og vinum. Félagsandinn, er þar ríkti, skapaði þeim sitt annað heimili. Nú eru þessir félagar allir. Eftir lifir minningin ein. Minningin urn ástvinina, sem lögðu sig alla frarn um að búa sem bezt að og fæta hag þeirra, sem þeim voru kærasí- ir. Minningin um góða drengi, fé- laga og vini. Eg sendi ykkur félögunum mín- ar hinztu kveðjur, með þökk fyrir þá ánægju, að hafa fengið að kynn ast jafn sönnum mönnum. Ykkur, ástvinum þeirra, tjái ég mína dýpstu samúð. Samúð allrar þjóð- arinnar er með ykkur á þessari raunastundu. Megi Guð halda sinni almáttugu verndarhendi sinni yfir ykkur og blessa hvert ykkar spor um ógengin æviár. Björgvin Jónsson. er ætíð bezta hressingin TÍMINN, þriðjudaginn 6. marz 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.