Tíminn - 25.03.1962, Page 2
Fenuiugargjöfín í ár
STÓRA ALFRÆÐIORÐABÚKIN
NORDISK KONVERSATIONS LEKSIKON
sem nú kemur út að nýju á svo
ótrúlega lágu verði ásamt svo
hagstæðum greiðsluskilmálum,
að allir hafa efni á að eignast
hana.
Verklð samanstendur af:
8 stórum bindum í skrautlegasta
bandi, sem völ er á. Hvert bindi
er yfir 500 síður, innbundið í
ekta „Fab-lea", prýtt 22 ka.rata
gulli og búið ekta gullsniði. Bókin
er öll prentuð á fallegan, sléttan
og ótrénaðan pappír, sem aldrei
gul'nar. í henni er fjöldi mynda
auk litmynda og landabréfa, sem
prentuð eru á sórstakan listprent-
unarpappír. í bókina rita um 150
þekktustu vísindamanna og rit-
snillinga Danmerkur, og öllum
mikilvægari köflum fylgja bók-
menntatilvitnanir.
Nú, á tímum geimferðanna, er
það nauðsynlegt, að uppdrættir
af löndum og borgum séu stað-
settir á hnattlíkani, þannig að
menn fái raunverulega hugmynd
um, hvað er að gerast umhverfis
þá. Stór, rafmagnaður Ijóshnött-
ur með ca. 5000 borga- og staða-
nöfnum, fljótum, fjöllum, hafdjúp
um, hafstraumum o. s. frv., fylgir
hókinnl en það er hlutur, sem
hvert heimili verður að eignast.
Auk þess er slíkur ljóshnöttur
vegna hinna fögru lita, hin mesta
stofuprýði.
VIÐBÆTIR: Nordisk Konversati-
ons Leksikon fylgist ætíð með
tímanum og verður því að sjálf-
sögðu framhald á þessari útgáfu.
AFHENDING: Áætlað er, að bindi
bókarinnar komi út með fjögurra
mánaða millibili. — Hnattlíkanið
er þegar hægt að afhenda, ef
gerð er f það pöntun tafarlaust
VERÐ alls verksins er aðeins kr.
4.800,00. ljóshnötturinn innifalinn.
GREIÐSLUSKILMÁLAR: Við mót-
töku bókarinnar skul'u greiddar
kr. 4.00,00, en síðan kr. 200.00
mánaðarlega, unz verkið er að
fullu greitt. Gegn staðgreiðslu er
gefinn 20% afsláttur, kr. 060.00
Bókabúð Norðra
Hafnarstræti 4, sími 14281
Utvarpsstöiá
Hverfísgötu 63
í fyrrakvöld fór lögreglan með
liði inn á Hverfisgötu 63 í Reykja-
vík og stöðvaði þar sendingar frá
nýrri „útvarpsstöð“, sem ungur
radíóamatör hafði komið sér upp.
Hafði hann sent gegnum ljósvak-
ann á kvöldin undanfarinn hálfan
mánuð við og við, tónli'starefni af
erlendum hljómplötum með nokkr-
um skýringum. Samkvæmt upplýs-
ingum rannsóknarlögreglunnar
stóð maðurinn einn að stöðinni, en
kunningja- og vinahópur hans vissi
af þessu og naut góðs af. Bylgju-
lengd stöðvarinnar var 1388,08
kílórið, og styrkleiki 7—10 vött.
Með fullum styrk telur „útvarps-
stjórinn“, að styrkleiki stöðvarinn-
ar gæti verið 28 vött, en fróðleik
sinn kvaðst hann aðallega hafa úr
bandarískri handbók fyrir amatöra.
Hann segist ekki hafa gert sér
grein fyrir því, að þetta væri ólög-
legt athæfi, svo lengi sem það
truflaði ekkeit annað.
Rannsóknarlögreglan hefur enn
ekki fengið skýrslu frá sérmennt-
uðum mönnum um þessa stöð, en
að sögn er hún talin heldur frum-
stæð. Þó mun hafa heyrzt til henn-
ar um alla borgina. Stöðin fannst
með því að Landsíminn miðaði
hana út, og að sögn var miðunin
svo nákvæm, að símamennirnir
gátu sagt um, hve hátt hún væri
yfir sjó.
Ræða Rusks
í Genf í fyrradag
„Enda þótt aðeins nokkrir tug-
ir manna séu nú í Genf til þess
að finna þar leiðir til almennrar
afvopnuuar, hafa þeir það á til-
finningunni, að í rauninni sé þar
samankominn allur heimurinn.
Svona á þetta líka að vera. Von
in um afvopnun er skynsamleg
— von, sem maðurinn getur gert
að veruleika.
Sendinefnd Bandaríkjanna kom
til Genf með þá sanfæringu, að
þar megi byrja á þessu starfi. Við
komum einnig með jákvæðar til-
l’ögur um, hvernig megi fram-
kvæma þetta. Við erum með
skýra og vel vinnandi áætlun um
hvert fyrsta skrefið í þessa átt
skuli verða — bann um áfram-
haldandi tilraunir með kjam
orkuvopn og samning til varnar
gegn þeim, sem myndu brjóta
þetta bann. Við erum einnig með
uppkast að áætlun um byrjunar-
atriðin í algjörri afvopnun — um
að minnka vopnabirgðir stórveld-
anna um 30% bæði kjarnorku-
vopn og venjuleg vopn.
Ef hægt verður að ná samkomu-
lagi um annað hvort þessara atr-
iða hér, verður þess minnzt sem
þess tíma þegar stjórnirnar fundu
íeið að því takmarki, sem menn í
aldaraðir hafa ekki getað náð.
Ég vildi, að ég gæti sagt að
miðað hefði í rétta átt fyrstu
daga ráðstefnunnar. en ekki hef-
ur það verið mikið. En við höfum
talað um almenna afvopnun.
Bandaríska sendinefndin hefur
einnig átt viðræður við sendi-
nefnd Sovétríkjanna einslega um
hið alvarlega Berlínarvandamál,
sem ekki verður rætt á þessari
ráðstefnu 8 ríkja, en hefur þrátt
fyrir það mjög mikil áhrif á and-
rúmsloftið á ráðstefnunni.
Samningaviðræður hafa enn
! ekki staðið lengi og málið er
hvorki auðvelt né fljótleyst. Það
þarfnast dirfsku en einnig ábyrgr
ar stjórnkænsku.
Áður en við komuim hingað
höfðu Vesturveldin og Sovétríkin
orðið á eitt sátt um mikilvæg atr-
iði í afvopnuninni.. Þessi atriði
eru hornsteinar, mikilvægir til að
byggja á samning um afvopnun
með stöðugum áföngum.
Við stöndum um þessi frum-
atriði, og geri Sovétrlkin hið
sama, verður hægt að hefjast
handa.
Lausn vandamálsins um tilraun-
ir með kjamorkuvopn er mjög
aðkallandi. Sem afleiðing af því
að Sovétríkin tóku upp aftur til-
raunirnar í fyrrahaust eftir langt
hlé, eru Bandaríkin neydd til þess
að hefja tilraunir aftur, ef ekki
næst yaranlegt samkomulag um
að hætta þeim. Bandaríkin óska
þess af heilum hug, að samkomu-
lag náist. Ég vona ákaft að Sovét-
ríkin geri samninga mögulega."
Ný matvörubúð
Ný matvörubúS hefur verið
opnuS í verzlunarhúsakynn-
um KjörgarSs, Laugarvegi 59,
undir nafninu MatarkjöriS
— KjörgarSi.
Verzlunin er öll hin vistleg
asta og er staSsett á 1. hæS
KjörgarSs. Innréttingu verzl
unarinnar teiknaSj Helgi Hall
grímsson,. arkitekt en tréverk
annaSist trésmíSaverkstæði
GuSna Árnasonar.
Eigandi verzlunarinnar
MatarkjöriS — KjörgarSi er
ÞórSur Arason og hyggst
hann kappkosta aS veita vlð-
skiptavinum sínum 1. flokks
vöruval og góSa þjónustu.
Við höfum fengið scndingu af
sérstaklega ódýrum og hentug-
um tékkneskum borðstofustóluin
Skoðið þá um helgina í glugganum
í Kjörgarði.
TEKKNESKIR
borðstofustólar
SKEIFAN
KJÖRGARÐI SÍMI 16975
Þar scm birgðirnar eru mjög tak-
markaðar hvetjum við þá sem
áhuga hafa fyrir þeim að panta
scm fyrst.
Skoðið þá um helgina.
ÓDÝRIR
‘i
T I M I N N, sunnudagur 25. marz 1962.