Tíminn - 27.03.1962, Side 3
MOTMÆLAFOR OAS
VARD AÐ BLÓDBADI
NTB—Algeirsborg, 26. marz.
Eftir tiltölulega rólega helgi
blossaði allt upp síðdegis í dag
í Algeirsborg. Að minnsta
kosti 26 menn létu lífið og 130
særðust í bardaga milli her-
lögreglu og þúsunda Frakka,
sem réðust á bækistöðvar lög-
reglunnar við pósthúsið. Blaða
menn telja, að miklu fleiri hafi
falRS eða um 50 manns og nær
tvö hundruð hafi særzt.
Óeirðirnar hófust með mótmæla
göngu, sem leyniherinn OAS efndi
til í mótmælaskyni við umsátur
hersins um hverfið Bab-el-Oued,
helzta vígi OAS. Þegar mótmæla-
gangan kom að lögreglustöðinni,
réðust Frakkarnir á hana og þá
hófust vopnaviðskiptin.
Frá nærliggjandi húsþökum var
skotið á herlögregluna, sem svar-
aði í sömu mynt,. Þyrla frá lögregl
unni kom á vettvang, en skotið
var á hana með léttum vélbyssum,
Þá komu herlögreglumenn frá
stjórnarráðshúsinu á vettvang, og
tókst þeim eftir' nokkur átök að
hrekja mannfjöldann í burtu.
Fólkið forðaði sér inn í næstu
hús og hélt áfram að skjóta það-
an á lögregluna. Klukkustund
síðar fór herlögreglan á brynvögn
um í allar helztu götur bæjarins,
en sjúkrabílar fluttu hina særðu
og látnu af vígvellinum.
Fyrir hádegi hafði allt verið
rólegt í Algeirsborg. Herliðið hef
ur hverfið Bab-el-Oued stöðugt í
herkví og hleypir engum í gegn.
Flugfélagið Air France frestaði
siðdegis í dag öllum ferðum til
Algeirsborgar. Sögðu fulltrúar
flugfélagsins, að það væri ógern-
ingur fyrir farþegana að komast
inn í borgina frá flugvellinum.
f Oran var í gær barizt í sex
sturidir, þegar herinn ruddist um
borgina á brynvögnum. _ Þar kom
ekki til átaka í dag. í morgun
voru gerðar umfangsmiklar hús-
leitir í Bone, þar sem uppþot
voru í gærkveldi. Voru 10 menn
handteknir, grunaðir um að vera
OAS-æsingamenn.
Jouhaud á bak við
lás og slá
Fyrrverandi hershöfðinginn
Edmond Jouhaud, sem er annar
yfirmaður leynihersins OAS í
Alsír, var handtekinn á sunnu-
dagskvöldið í Oran ásamt 12
hjálparmönnum sínum, Hann var
þá með fölsuð skilríki og nefnd-
ist Angeibert. Hundruð lögreglu-
manna áttu þátt í árásinni á
skýjakljúfinn í Oran, þar sem
Johaud var handtekinn.
Grænlendingum
fjölgar of ákaft
í morgun gerðu OAS-menn til-
raun til að leysa Johaud úr fang-
elsinu. Þeir réðust að fangelsinu
og lokuðu götunum að því með
bilum og strætisvögnum. Það
tókst þó að hindra tilraunina. Síð-
an var Johaud smyglað úr landi
um borð í herflugvél og hann
fluttur til Parísar, þar sem hann
situr nú á bak við lás og slá í
Santa-fangelsi.
Fundur hefur verið kallaður
saman í dómsmálaráðuneytinu til
þess að ákveða örlög hins 56 ára
gamla hershöfðingja, sem hefur
verið hægri hönd Salans í OAS
i tvö ár.
Jouhaud var dæmdur til dauða
í fyrra eftir apríluppreisnina í
Alsír, en var fjarverandi og hef-
ur því rétt á að fá málið tekið
fyrir að nýju. Handtaka hans er
mesta veiði, sem franska stjórn
in hefur fengið í bardaganum
gegn OAS.
Fyrrverandi yfirmaður útlend-
ingahersins, Paul Gardy, var
strax eftir handtöku Jouhaud
skipaður yfirmaður leynihersins
OAS í Vestur-Alsír.
SjónvarpsrætJa de Gaulle
De Gaulle Frakklandsforseti
hélt sjón- og útvarpsræðu í dag
og skoraði á Frakka að styðja
stefnu sina i þjóðaratkvæða-
greiðslunni 8. apríl næstkomandi,
þegar þjóðin fær tækifæri til að
segja álit sitt á Alsírsamningun-
um við Serki.
Ræðan stóð yfir í 10 mínútur
og veittist de Gaulle bæði harð-
lega að kommúnistum og öðrum
stjórnmálamönnuim, sem vildu
græða á þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni með háværu samþykki sínu,
og einnig að þeim glæpamönnum,
sem vilja neyða ríkið og oka þjóð
ina með framferði sínu. Þeir eiga
aðeins refsingu skilið, sagði de
Gaulle.
TOPPFUNÐUR, Ek7 ■ ■
NTB — Geneve, 26. marz:
Dean Rusk frá Bandarikj- j
unum lýsti yfir því í dag, að ,!
ekki hafi verið rætt um topp
fund á afvopnunarráðstefn-
unni. Fyrst verðum við að
vita, hvort grundvöllur er
fyrir slíkum fundi, sagði ut-
anríkisráð'herrann, — ef
hann misheppnast hefur
spennan í heiminum aðeins
aukizt.
Rusk sagði, að upphaf af-
vopnunarráðstefnunnar
hefði ekki verið sem verst,
en minnti í því sambandi á,
að greinileg andstaða Sovét-
rikjanna gegn aiþjóðaeftir-
Íliti hefði valdið ströndun við
ræðnanna um tilraunabann.
KALLAÐUR HEKHI
NTB — Moskva, 26. marz:
Talsmaður sovézka utan-
ríkisráðuneytisins neitaði í
dag að segja nokkuð um þá
ákvörðun frönsku stjórnar-
innar að kalla sendiherra
sinn í Moskvu heim til-
skrafs og ráðagerða, vegna
viðurkenningar Sovétríkj-
anna á þjóðernissinnastjórn
Serkja. Talsmaðurinn sagði,
að hann vissi ekki, hvað rík-
isstjórnin mundi gera í mál-
inu, en af vestrænni hálfu
er reiknað með yfirlýsingu
Sovétstjórnarinnar innan tíð
ar.
EKKI MEIRA 1 BILI
NTB Washington, 26. marz:
í dag neitaði Indónesía að
halda áfram leyniviðræðun-
um við Holland um Irian-
deiluna, en þær viðræður
hafa farið fram í viku í út-
jaðri Washington fyrir milli
göngu Bandaríkjanna og
Sameinuðu þjóðanna.
Samtímis þessu bárust
fréttir um, að til átaka hefði
komið við Irian milli Hol-
lendinga og Indónesa.
Ltman
Eldur í Þorlákshöfn
Um kl. 6 á sunnudagseftirmið-
dag kom upp eldur í Fiskverkunar-
stöð Guðmundar og Friðriks Frið-
rikssonar í Þorlákshöfn. Tjónið
varð mikið, enda mun ekki hafa
verið fulltryggt. Fiskverkunarstöð-
in er nýtt hús, sem reist var á s.l.
hausti. Siökkvilið er ekkert til á
Þorlákshöfn, en notazt var við
slökkvidælu Meitils h.f. þar á
staðnum. Tókst að ráða niðurlög-
um eldsins á stundarfjórðungi.
Eldurinn mun hafa komið upp í
kaffistofu hússins, út frá rafmagns-
töflu. Kaffistofan brann öll að inri-
an, og einnig skemmdist mikill
hluti þaksins.
Miklar saltbirgðir voru í Fisk-
verkunarstöðinni og eyðilögðust
þær algjörlega. Þær voru ótryggð-
ar og er það tjón eitt metið á 100
þúsund kr. Einnig var mikið af
saltfiski þarna, og var hann met-
inn á 1 milljón, en mun þó aðeins
hafa verið tryggður á hálfa milljón
króna. AB
NÝ SÝNING HJÁ GRÍMU
Kaupmannahöfn, 26. marz
(einkaskeyti).
Grein í Grönlandsposten eft-
ir prófast Grænlands, Erik
Rasmussen, um takmörkun
barneigna hefur vakið feikna
athygli í Danmörku. Hafa birzt
greinar þar í ýmsum blöðum
um málið.
Vekja blöðin á því athygli, að
Grænlendingum fjölgi svo óskap-
lega, að ekki verði unnt að útvega
þeim öllum vinnu, svo að þeir geti
lifað mannsæmandi lífi, og því hafi
grænlenzku kirkjunni snúizt hug-
ur í þessu máli. Ilingað til hefur
takmörkun barneigna verið ósam-
rýmanleg siðfræði kirkjunnar, en
nú hefur prófasturinn sjálfur tekið
ákveðna jákvæða afstöðu til þeirra.
Rasmussen prófastur skrifaði
m. a., að takmörkun barneigna sé
eina ábyrga lausnin á vandamál-
inu. íbúar Grænlands eru nú um
30 þúsund og þeim fjölgar með
þvílíkum hraða, að þeir verða
sennilega orðnir 60 þúsund eftir
aðeins 20 ár, sem er fjölgun um
helming. Rasmussen segir, að það
sé vafasamt, að stjórnarvöldin geti
séð fyrir vandamálunum, sem
fylgja fólksfjölguninni.
Aðeins eitt land í heiminum
hefur örari fólksfjölgun en Græn-
land og það er Indland. Aðils.
Síðan leikklúbburinn Gríma
sýndi leikritið Læstar dyr eftir
Sartre fyrr í vetur, liafa leikhús-
gestir í Reykjavík beðið mcð ó-
þreyju eftir því, að Gríma léti á
sér kræla. Og nú ér komið að því;
á fimmtudagskvöldið frumsýnir
Gríma Biedermann og brennuvarg
urinn eftir svissneska nútímahöf-
undinn Max Fi’isch.
Þetta er gamanleikur í tveimur
þáttum, og kallar höfundurinn
það prédikun án boðskapar. 13 leik
endur eru í þessu leikriti, og leik-
stjóri er Baldvin Halldórsson. —
Leiktjöld málaði Steinþór Sigurðs-
son, og Þorgeir Þorgeirsson ann-
aðist þýðingu.
Gríma hefur nú fengið inni til
bráðabirgða í Tjarnarbæ, sem áð-
ur hét Tjarnarbíó. Segja gaman-
samir menn, að nafninu hafi verið
breytt þannig vegna þess, að þá
þarf ekki að breyta nema tveimur
stöfum í ljósaskiltinu yfir dyrum
hússins. Inni hefur einnjg talsvert
verið breytt, sviðið lengt fram og
fjórum áhorfendabekkjum fórnað.
Húsið rúmar nú 322 í sæti. Æsku-
lýðsráð liefur nú fengið Tjarnar-
bæ til afnota, og hefur samkomu-
lag náðst milli Æskulýðsráðs og
Grímu um það, að Gríma fái þar á-
kveðið sýningarkvöld og aðstöðu
til æfinga.
Öll störf Grímu eru unnin fyrir
áhugann einan saman, þar sem eng
(Framh. á 15. sfðu.'
T í MIN N , þriðjudaginn 27. marz 1962
3